Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Shinto brúðargreiðsla ►BRÚÐURIN Mitsuko Idei sýndi hárgreiðslu sína eftir giftingar- athöfn sína í Meiji hofinu í Tókýó nú á dögunum. Giftingin var sanikvæmt hinum hefðbundna Shinto-stíl sem á miklum vinsældum aö fagna um þessar mundir í Japan. SIGRÚN S6I fær fólk tll að hlæja standandi. Morgunblaðið/Kristmn Satín-náttkjóll með blúndu kr. 3.499 Uppistand !< N I C !< K R3 0 Laugavegi 62 sími 551 5444 Öðruvísi gefandi en leikrit Leikkonan Sigrún Sól Ólafsdóttir_ er ein af þeim sem hafa reynt fyrir sér með uppistandi. Hildur Loftsdóttir sá hana í Dagsljósi og vildi vita hvort þetta væri ekki taugatrekkjandi. VERNIG kom það til að þú fórst að stunda uppistand ? „í fyrra var ég með tvær ein- leikssýningar. Það var leikrit eftir Megas „Gefin fyrir drama þessi dama“ þar sem ég var ein á sviðinu í tvær og hálfa klukku- stund, og lék sex ólíkar persón- ur. Sem undirbúnig fyrir þá sýn- ingu sýndi ég í Kaffileikhúsinu 45 mínútna sýningu um sölu- konu sem er með sölusýningu, byggða á textum eftir Þorvald Þorsteinsson. Þar tala ég mikið við áhorfendur. Sú sýning gekk mjög vel og ég fór að þróa hana út í meira og meira „stand-up“. Fyrst var þetta bara leikrit sem ég og leikstjórinn Guðjón Peder- sen settum saman, en síðan fór ég að spila þetta meira eftir eyr- anu, eftir því hvernig hópa ég var að sýna fyrir. Eg fann að það féll mjög vel í fólk þegar ég notaði aðstæður hverju sinni. - Hver er þá stærsti munur- inn á uppistandi og einleik? „Uppistand er óskrifað og þar verður að grípa augnablikið; spila inn á áhorfendur og taka fyrir það sem er að gerast m.a. í samfélaginu í dag. Ég hef þó í huga grind með því sem ég vil taka fyrir. Hvernig ég kem því frá mér er svo algjör spuni, og fer eftir því hvaða andsvar ég fæ frá fólki. Stundum kveikir fólk ekki á því sem ég er að tala um og þá verð ég að breyta.“ Að fara í karakter - Er þetta ekki nokkuð taugatrekkjandi? „Nei, eiginlega ekki, því þetta er mjög gefandi. Mér finnst það meira gefandi að sumu leyti en að vera með skrifaðan texta og fara alveg eftir bókinni. Maður fær öðruvísi andsvar, og það er ofsalega spenn- andi að sjá hvert þeir geta leitt mann. Því það eru áhorfendur jafnt sem leikarinn sem leiða at- burðarásina áfram. Áhorfendur eru í raun mótleikarinn. Um daginn sýndi ég t.d. Kvenfélagi Seltjarnarness Sölu- konuna. Þær voru svo jákvæðar og vildu kaupa allt af mér svo ég varð að fara út fyrir grindina og endaði á þvi að demba mér út í sundlaug." - Þessar sýningar hafa því reynst þér þinn „uppistands- skóli"? „Já, ég héít að ég gæti þetta aldrei og skyldi ekki fólk sem fór út í þetta. Þegar ég var í Leiklistarskólanum fannst mér þetta alveg fáranlegt að ég gæti farið að standa fyrir framan fólk og spinna. Mér fannst það bara ekki vera í mínu eðli. En um leið og maður er kominn í einhvern karakter, leyfist manni miklu meira en þegar maður er maður sjálfur. Ég kem fram sem sölu- kona eða einhver persóna úr Megasarverkinu, sem ég hef líka verið að þróa áfram.“ - Áhorfendur eru þá ekki að svara Sigrúnu Sól heldur ein- hverri skáldpersónu? „Að sumu leyti ekki, auðvitað geng ég alltaf út frá sjálfri mér. Ég er bara í einskonar búningi. Sjáðu bara böm sem fara í löggubúning, þau stækka og þenjast út. Eða lítinn strák sem fer í kjól og hreyfingamar verða strax kvenlegri. Það þarf ein- hvem veginn að aðskilja sig frá sjálfum sér.“ Áhorfendur eru tilraunadýr - Var ekki eríiðara að vera með uppistand í beinni útsend- ingu í sjónvarpi? „Þegar ég kom fram í Dags- ljósi vom áhorfendurnir hópur ungmenna úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég fór að grínast létt við þau, spinna og dansaði líka smá. Það hjálpaði mikið, því þau urðu svo jákvæð, og stemmningin var orðin mjög góð þegar að útsendingu kom.“ - Vissir þú fyrir fram að þú ættir að skemmta menntskæl- ingum ? „Já, ég hafði samt beðið um að fá frekar eldri hóp, helst kvenfé- lag, því ég var orðin vön þeim, en þeim tókst ekki að redda því, og þannig varð ég að breyta dagski-ánni samdægurs. Ég var búin að ákveða mig nokkurn veginn, þetta eru bara þrjár mínútur, en ég varð samt að breyta áherslunum. Þetta var svo bara mjög fínt.“ - Ertu búin að fínna þig í þessu? „Já, svona, en þetta er samt ennþá skóli fyrir mig, og ég á langt í land. Ég veit ekki enn hversu langt þetta mun ná, en mér finnst þetta mjög spenn- andi, að þróa áfram mína eigin leið í þessu. Maður verður að gera þetta alveg út frá sér og það er mjög gaman að sjá þegar það virkar á fólk. Ég er enn að nota áhorfendur sem tilrauna- dýr í því hversu langt ég get gengið. Það getur verið erfitt að þræða hinn gullna meðalveg þegar maður er að skemmta mjög breiðum aldurshópi. Núna er ég t.d. að byrja að þróa dag- skrá sem snýst um nektardans- sýningarnar (hugmyndin kom í sundlauginni á Seltjarnarnesi) og það á sjálfsagt eftir að fara misjafnlega í fólk, ha, ha. - Eríu mikið bókuð ? „Já, en núna er ég svo upptek- in við að vera aðstoðarleikstjóri Hrafns Gunnlaugssonar við nýju myndina hans „Myrkrahöfðing- inn“, en eftir það kasta ég mér aftur út í þetta af fullum krafti." AMERISKUR MARKAÐUR Á ÞREMUR HÆÐUM NBA PEYSUR 3 LIÐ CHICAGO BULLS PRJÓNAHÚFUR CHAMPION FATNAÐUR & HOCKEY BÚNINGAR 1/2 VERÐ AMERÍSKIR JOGGING GALLAR / HLÆGILEGT VERÐ FRÁBÆR AMERÍSK BARNAFÖT Á ÓTRÚLEGU VERÐI NYSENDING aaiKING OG QUEEN RÚMIN ! KOMIN AFTUR A FRÁBÆRU VERÐI SÍÐASTA SENDING FYRIR JÓL. AMERÍSKUR MARKAÐUR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6 OPIÐ VIRKA DAGA 13.00 - 18.00 LAUGARDAGA 10.00 - 17.00 ♦ NIKE &ADIDAS ÍÞRÓTTASKÓR LÆGSTA VERÐ 1EVRÓPU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.