Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 65

Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 65 MYNPBÖND Hjálp, hjálp! Anaconda (Anaconda) Hryllingsmynd ★★★ Framleiðandi: CL Cinema. Leikstjóri: Luis Llosa. Handritshöf- undar: Hans Bauer og Jim Cash. Kvikmyndataka: Bill Butler. Tónlist: Randy Edelman. Aðalhlutverk: Jenn- ifer Lopez, Ice Cube, Jon Voight og Eric Stoltz. 90 mín. Bandaríkin. Col- umbia Pictures/Skífan. Útgáfud.: 4. nóv. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. KVIKMYNDATÖKULIÐ tekur sér ferð á hendur niður fljót í leit að indíánabálki. Á leiðinni hitta þau fyr- ir undarlegan einfara sem þekkir svæðið vel og býður fram leiðsögn sína, en það reynist ekki af góðmennskunni einni gert. Þetta er bara voðalega skemmtileg niynd, ef maður ætlar sér ekki að ieysa lifsgátuna strax. Persónusköp- unin er skemmtilega klisjukennd, og má þar nefna fáránlegan snobbhana sem er með í leiðangrinum án þess að þjóna nokkrum tilgangi. Hann bara passar inn í. Skemmtilegasta persónan er einfarinn Paul Sarone sem leikinn er af Jon Voight með frábærum svipbrigðum sem bæði vekja óhug og kitla hláturtaugarnar. Eric greyið Stoltz fær frekar aumt hlutverk, en svona getur þetta nú verið óréttlátt fyrir blessaða leikar- ana. Jennifer Lopez er algjör gella og svona langar mig að verða þegar ég er orðin stór; töff og gáfuð með spænskan framburð. (Hún kannski nieð aðeins minni rass en ég en það munar ekki miklu.) Ice Cube er ekk- ert betri leikari en hann var í sein- ustu mynd, en hér er hann vinalegur náungi, sem hægt er að reiða sig á °g hækkar hann þar með í áliti. (Nei, nei, það er ekki satt að hlutverk leik- nra geti mótað smekk okkar á þeim.) Hér gilda lög spennu og hryllings °g Anaconda fær viðkvæmar stúlkukindur eins og mig til að garga upp yfir sig þónokkrum sinnum, og föðurlegt augnaráð fæst frá næsta karlkyns meðáhorfanda sem lætur ekki á neinu bera. Tæknibrellurnar eru ekkert meistai-averk, en öll vitum við hvort eð er að þetta er bara bíó, og ættum því ekki að vera að naggast út í smá- atriði heldur leyfa huganum að streyma niður suður-amerískt fljót °g fá útrás fyrir öskur og önnur sjálfráð viðbrögð sem við byrgjum inni í okkur dagsdaglega á lífsleið- inni í þessum siðmenntaða heimi. Hildur Loftsdóttir TILBOÐ Nýja myndastofan Laugavegi 18, sími 551 5125 FÓLK í FRÉTTUM KELLY McGillis leikur gleðikonu í villta vestrinu í nýjustu mynd sinni „Painted Angels“. Hvað varð um Kelly ►KELLY McGillis skaut upp á sljörnuhimininn þegar hún lék á móti Harrison Ford í „Witness" árið 1985. Ári síðar lék hún með Tom Cruise í „Top Gun“ en síðasta stórmynd hennar var „The Accused" með Jodie Foster árið 1988. Undanfarinn áratug hefur McGillis verið lítt áberandi þó hún hafi leikið í sjö kvikmyndum og þremur sjónvarpsmyndum á þessu tímabili. Nú er væntanleg á markaðinn nýjasta kvikmynd hennar „Painted Angels". McGillis lærði við Juilliard og hafði í sig og á með því að vinna á veitingastöðum á meðan hún beið eftir stóra tækifærinu. Hún var 25 ára þegar henni bauðst hlutverkið í „Reuben, Reuben“ árið 1982 en varð næstum að hafna því þar sem hún var að leika á sviði á sama tíma. McGilIis fékk það í gegn að hennar atriði voru tekin upp þegar hún var í fríi í kringum þakkargjörðarhátíð og jól, og var þar með komin á blað sem kvikmyndaleikkona. Þegar hún lék í „The Accused" gengu miklar kjaftasögur um það að hún og Jodie Foster væru lesbískar og sagt var að McGillis ætti í ástarsambandi við Whitney Houston. I viðtali við Movieline var McGillis nýlega spurð um þessar McGillis? sögusagnir. „Ég er ekki Iesbísk þó að ég eigi margar vinkonur og vini sem eru lesbíur og hommar. Eg hef aldrei hitt Whitney Houston. Mér fannst í raun bara fyndið í ljósi þessa sambandsleysis að ég átti að vera ástkona hennar.“ McGillis býr í dag á Key West á Flórída og rekur þar veitingastað ásamt eiginmanni sínum, Fred Tillman. Leikkonan stendur nú á fertugu og segist vera sátt við líf sitt. Auk þess að leika í einstaka kvikmynd, og sinna rekstri Kelly’s Carribbean Bar Grill & Brewery eyðir hún töluverðum tfma í eftirlætis iðju sína, sem er að gera upp gömul húsgögn. Askiög f«r Ltðvé Nýr geiskadiskur með iögum Jóhanns 6. Jóhannssonar í flutningi frábærra listamanna Daníel Ágúst Haraldsson - Ellen Kristjánsdóttir Emilíana Torrini - Jóhann G. Jóhannsson KK - Selma Björnsdóttir - Stefán Hilmarsson Jón Ólafsson sá um stjórn og útsetningar JAPISS Ketlavikun/erktakar sl .Vin \\I)\rb\\Ki\\ M1K\ Á Sérslakar þakkir fá: Julíus P. Guíjónsson ehf. - Rolf Johansen & Co Hagver hf. - Nói Síríus hf. - Eldhaka hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.