Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ ■J" ÝMSIR vísindamenn og margir áhugamenn eiga sér draum um að geta ferðast tiltölulega vandræðalaust á milli stjarnanna, annaðhvort ^ á hraða ljóssins eða jafnvel hraðar. Ef við eigum til dæmis er- indi á næstu stjömu fyrir utan okkar sólkerfi og förum á hraða ljóssins erum við rúmlega 4 ár á leiðinni, og svo þarf að komast til baka! Það er eiginlega full tíma- frekt. Ef við ætlum að kanna alheiminn með eigin augum þurfum við að finna betri lausnir á ferðalögum, sem eru ekki eins þunglamalegar og nú tíðkast. Nýjar uppgötvanir skortir um hentugt eldsneyti, meiri hraða og um ferðamáta sem bygg- ist til dæmis á tengslum rafsegul- krafta og þyngdarsviðs. Drauminn um þessi ferðalög á að minnsta kosti nokkur hópur vís- indamanna sem vinna við rannsóknir á geimferðalögum, aðdáendur vísindaskáldskapar og böm, og nýlega gerðust stjórendur NASA, bandarísku geim- ferðastofnunarinnar, svo djarfir að setja sér hið „ómögulega" stjarn- fræðilega markmið að finna nýjar leiðir til að gera drauminn að veru- leika. Trúir þeirri hugmynd að enginn árangur verði af aðgerða- leysi og vantrú hélt NASA vinnufund um málið í ágúst síðastliðnum. Eldsneyti alheimsins brennur út áður en áfangastað er náð „Ef við ætlum að komast til næstu stjama án þess að það taki óratíma þá verðum við að uppgötva nýjar aðferðir til geimferða,“ segir Bergþór Hauksson, MS í stærðfræðilegri eðlisfræði frá Háskóla íslands árið 1996, en hann T hefur kynnt sér áætlun NASA um að skapa straumhvörf í geim- ferðum. Eldflaugamar sem nú skjótast út fyrir gufuhvolfið í stuttar ferðir krefjast mikillar orku og massa. Þær duga til ferða innan sólkerfis- ins en skammt ef áfangastaðurinn er Proxima Centauri, en hún er nálægasta fastastjaman, 4,3 Ijósár í burtu og er sýnileg berum augum sem dauf blossastjama í stjörnu- merkinu Mannfáki eða Kentári. „Við þyrftum meira efni en tO er í alheiminum sem eldsneyti til að komast á innan við 900 árum til Proxima Centauri með núgildandi aðferðum," segir Bergþór en hreyfing eldflauga byggist á varðveislu skriðþunga og mjög mikið drifefni (fast eða fljótandi efni til að knýja hreyfil) þarf til að koma þeim á mikla ferð. Vantar nýtt efni, hraða og orku Áður en lengra er haldið er best að gera sér grein fyrir nokkmm stjamfræðilegum vegalengdum. Vegalengdin frá sólu til jarðar er 8 ljósmínútur, til Plútó 5,4 ljós- Iklukkustundir, að miðju vetrar- brautar 28 þúsund ljósár og þaðan að ystu mörkum vetrarbrautarinn- ar era 100 þúsund ljósár og til næstu vetrarbrautar eru 2,25 ! milljón Ijósára en miðað við það er stutt til Proxima Centauri! Verkefni NASA sérfræðinganna er að finna vísbendingar í náttúranni sem geta hjálpað okkur til að láta drauminn um ferðir á ljóshraða rætast og að finna aðferð til að koma okkur til stjarnanna. Þessu viðfangsefni hefur verið skipt í þrennt. 1. Finna leið til að koma fórum áfram án þess að nota drifefni. Spumingin er: Hvemig er hreyf- ing án drifefnis möguleg, og hvaða , rannsóknir era nauðsynlegar? 2. Finna leiðir til að ná mesta mögulega hraða. Takmarkaða afstæðiskenningin segir að visu að ekkert fari hraðar en ljósið, en ef við getum fundið leið til að beygja rúmið og „moka“ því aftur fyrir okkur, gætum við ef til vill sigrað , ljósið? 3. Finna leiðir til að framleiða DAGLEGT LÍF sveigja rúmið má ef til vill komast fram úr ljósinu. 2. Algert tóm er ekki til, því þótt við tæmum allt er ávallt tómaflökt eftir. Kasímírhrif er staðfesting á tómaflöktinu. Hér liggur hugsan- leg orka til nýtingar í geimfóram. 3. Nota ofurleiðara sem snúast til að minnka tregðu. B: Mesti mögulegi hraði: 4. Nota ormagöng sem stytta leiðina frá einum stað til annars. 5. Nota varpdrif til að strekkja rúmið og hrúga því fyrir aftan geimfarið. Færa heiminn til með því að breyta tímarúminu í kring- um sig. 6. Nota hraða með tvinntöluþætti. 7. Nota skammtasmug. 8. Nota hraðeindir. C. Orkuframleiðsla: 9. Tappa orku úr tómaflöktinu með því að nota örvélar og kasímír- hrif. 10. Nota andefni. Önnur NASA verkefni Næstu skref hjá NASA eru að afla styrkja í draumaverkefnið, vinna og halda svo næsta vinnufund árið 1999. Berþór Hauksson segir að eng- inn geti svarað því enn hvort við getum ferðast hraðar en ljósið án drifefna og framleitt næga orku til ferðast út fyrir endimörk sólkerfis- ins eða farið í tímaferðalög eins og þessar enn óframkvæmanlegu aðferðir gefa líka möguleika á. Hins vegar sé ekkert að því að halda í vonina. Nýjasta afrek NASA var að senda Pathfmder geimfarið til reikistjömunnar Mars og segja sérfræðingar að það verkefni hafi staðið þrefalt lengur en reiknað var með og það var ekki fyrr en 4. nóvember sem þeir lýstu því yfir að upplýsingar væra hættar að berast. Ferðin til Mars var gerð til að leita að vísbendingum um líf. 15. október síðastliðinn skautu NASA menn upp könnunarhnettin- um Cassini og liggur leið hans til Satúrnusar. Hann verður kominn á braut umhverfis reikistjömuna í júlí 2004 og sólar þar í fjögur ár í gagnasöfnum. Cassini er knúinn áfram með kjarnorku sem bæði skapar hættu í geimskotum og dugar skammt í ferðalag út fyrir sólkerfið. NEAR heitir enn eitt NASA verkefnið og mun geimfar lenda á smástiminu Eros, sem gengur nærri jörðu, 1. október 1999. NASA er líka með í undirbúningi hönnun geimfars sem á að bætast í hóp farskjóta jarðarbúa; bifreiða, lesta og flugvéla. Flutningsfar sem getur jafnt flutt þunga hluti sem farþega og skreppur um leið út fyr- ir gufuhvolfið. Það heitir Venture star X-33 Prototype. Þessi för gera ekki ráð fyrir hinni nýju þekkingu draum- óramannanna innan NASA. En ef þeir öðlast hana breytir hún líka öllum öðram farskjótum framtíðar- innar. Draumar verða oft að veruleika. NÁLÆGASTA stjarnan fyrir utan sólkerflð okkar, Proxima Centauri, er hér meðal vina í Kentárus stjörnumerkinu. menn NASA til að senda geim- far þangað. Gunnar Hersveinn út fyrir sólkerfíð langar vísinda- kynntist hugsun sem fer hraðar en ljósið um mögulegar stjörnunnar. orku til að knýja áfram geimfór. En hvemig getum við haft aðgang að orku til þessa verkefnis og jafn- vel flutt hana með farinu alla þessa leið? Fjársjóðsleitin mikla Verkefnið er fjársjóðsleit vís- indamanna að hinu hulda, týnda og það er þrá eftir þekkingu sem aðeins hugarflugið hefur raðað saman. Fjársjóðskortið er stærra en gildandi eðlisfræðikenningar; Afstæðiskenningin, skammta- fræðin. Og því þarf að fylgjast vel með öllum nýjum kenningum og tilraunum í eðlisfræði. Kenning- arnar era á hinn bóginn allar flókn- ar og gefa mikið svigrúm til nýrra tilrauna og hugdetta. Málið er að kanna aðferðir náttúrunnar og læra að nýta sér þær. Sérfræðingamir í NASA verk- efninu ómögulega munu meðal annars vinna saman á veraldar- vefnum og heitir opna heimasíðan þeirra www.lerc.nasa.gov/WWW/bpp/. Vonir þeirra núna snúast um: A: Ferðalög án drifefnis: 1. Ljósið fer ávallt stystu leið en með því að nota tengsl rafsegul- krafta og þyngdarsviðs til að ferðir til Proxima Centauri, nálægustu fasta- Morgunblaðið/Þorkell BERGÞÓR Hauksson segir enga ástæðu til að glata voninni um að ferðast út fyrir sólkerfið. Útfyrir endimörk sólkerfisins Hvort sem við eigum erindi eða ekki ( I < < < < < < < < < < < < < < < < < < < I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.