Morgunblaðið - 26.11.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 26.11.1997, Síða 1
96 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 270. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kreppan í Asíu í brennidepli á fundi leiðtoga APEC Jákvæð lokayfir- lýsing- um horfur Vancouver. Reuters. LEIÐTOGAR strandríkja Kyrra- hafsins reyndu á lokadegi ársfund- ar APEC í Vancouver í gær að hrista af sér hinn óhagstæða dóm sem umheimurinn hefur fellt yfir verðbréfa- og gjaldeyrismörkuð- um Asíu og gáfu út jákvæðar yfir- lýsingar um framtíðarhorfur svæð- isins. Gengi japanska jensins gagn- vart Bandaríkjadal féll niður að því marki sem það var fyrir fimm árum og verðbréfavísitalan í Tókýó féll um fimm prósentustig, daginn eftir að ein stærsta fjár- málastofnun Japans, Yamaichi- verðbréfaíyrirtækið, var lýst gjaldþrota. Þetta varpaði frekari skugga á fjármálakreppuna sem riðið hefur yfii- Asíu að undanfornu og hefur verið aðalumræðuefnið á árlegum fundi 18 leiðtoga strand- ríkja Kyrrahafsins, sem starfa inn- an APEC-samtakanna, efnahags- legs samstarfsvettvangs ríkja Gengi jensins gagnvart dollar ekki lægra í fímm ár beggja vegna Kyrrahafsins, allt frá Astralíu til Chile. í lokayfirlýsingu fundarins lýstu leiðtogamir yfir bjartsýni á fram- tíðarhorfur efnahags Austur-Asíu. „Það leikur enginn vafi á því að grundvöllurinn fyrir langtímahag- vöxt er sterkur og horfur svæðis- ins eru óvenjubjartar,“ segir í yfir- lýsingunni. Alþjóðleg aðstoðar- áætlun fær stuðning Hingað til hafa leiðtogafundir APEC verið lítið annað en vett- vangur fyrir kurteisislega lofgjörð um efnahagsstyrk Asíu, en í þetta sinn hafa stór gjaldþrot í Japan og beiðni Suður-Kóreu um umfangs- mikla alþjóðlega lánafyrirgreiðslu til bjargar efnahag landsins yfir- gnæft önnur mál. Leiðtogarnir samþykktu að styðja skipulagðar alþjóðlegar hjálparaðgerðir, sem drög voru lögð að í Manila á Fil- ippseyjum í síðustu viku, en sam- kvæmt þeim mun Suður-Kórea t.d. fá 20 milljarða dala neyðarlán. Samkvæmt áformunum mun Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) standa undir hjálparaðgerðunum að mestu leyti en einstök ríld verða tilbúin að leggja sitt af mörkum ef þörf krefur. Skilmál- arnir fyrir aðstoð IMF felast fyrst og fremst í því að viðkomandi ríki gangist undir róttæka kerfisend- urskoðun, með afnámi hafta, frjálsari viðskiptum og ábyrgari fjármálastefnu en hingað til. ■ Vandi Japans annars/22 : Reuters Reuters Spartan aftur um borð í Columbiu Cohen telur mikla hættu stafa af gjöreyðingarvopnum í Irak Segir Iraka blekkja vopna- eftirlitsmenn Washington, Baghdad. Reuters. BANDARÍSKI geimfarinn Winston Scott við vinnu sína utan á geim- ferjunni Columbia seint á mánu- dagskvöld. Honum hafði þá tekist, ásamt japönskum samstarfsmanni sinum, Takao Doi, að ná tökum á Spartan, 700 rnilljóna króna sólar- athugunarstöð, sem losnaði úr krana geimfeijunnar fyrir þremur dögum. Spartan átti að halda áleiðis í tveggja daga sólarathugunarferð á föstudag en losun hennar frá geim- ferjuimi fór úrskeiðis þannig að hún snerist stjórnlaus um sjálfa sig. Sérfræðingar á jörðu niðri töldu að það þyrfti 4,5 kg kraft til að hreyfa Spartan til. Mennirnir tveir yfir- gáfu því geimfeijuna á mánudag og notuðu þyngd sína til að beina Spartan aftur að geimfarinu. Áður hafði hægt á snúningnum á sólarathugunarstöðinni og töldu fulltrúar bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar, NASA, að vara- stýrikerfi f Spartan hefðu virkað. Indverski geimfarinn Kalpana Chawla stýrði krana geimferjunnar til þess að taka við stöðinni af geim- göngumönnunum og setja hana á sinn stað 1 feijunni. Bráðabirgðaathugun á Spartan leiddi ekki í Ijós neinar alvarlegar bilanir í því og gæti komið til greina að áhöfn Columbiu setti hana aftur af stað. WILLIAM Cohen, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að írakar „kynnu að hafa framleitt" svo mikið af hættuleg- um efnavopnum, taugagasinu VX, að „fræðilega“ gætu þeir útrýmt öllu mannkyninu. Vamarmálaráðherrann lét þessi orð falla til að leggja áherslu á mik- ilvægi þess að vopnaeftirlitsmönn- um Sameinuðu þjóðanna tækist að finna og eyðileggja öll gjöreyðing- arvopn Iraka þrátt fyrir tilraunir þeiira til að leyna þeim. Hann sagði að Irakar héldu áfram að „sneiða hjá vopnaeftirlitsmönnum Samein- uðu þjóðanna og blekkja þá“. „Dropi á fingur veldur dauða“ „I fyrstu gáfu írakar til kynna að þeir ættu aðeins lítið magn af VX. Einn dropi á fingri veldur dauða á nokkrum andartökum," sagði Cohen. „Nú telja Sameinuðu þjóðirnar að Saddam Hussein [Iraksforseti] kunni að hafa fram- leitt allt að 200 tonn af VX. Og það væri auðvitað fræðilega nóg til að drepa alla karla, konur og börn á jörðinni." Varnarmálaráðherrann sagði að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna teldu að írakar ættu 20-200 tonn af taugagasinu VX. Þeir hefðu fengið hundruð tonna af efnum í þetta vopn áður en stríðið fyrir botni Persaflóa hófst árið 1991. Irakar segja hins vegar að tilraunir þeirra til að framleiða vopnið hafi mistekist. Eftirlitinu verði sett tímamörk íraska fréttastofan INA skýrði frá því í gær að ráðamenn í Bagh- dad hefðu áréttað þá kröfu að Sa- meinuðu þjóðimar notuðu njósna- vélar frá öðrum löndum en Banda- ríkjunum til eftirlitsflugs yfir ákveðnum stöðum í írak. Þeir kröfðust þess einnig að starfi eftir- litsmannanna yrði hraðað og því yrðu sett ákveðin tímamörk til að Sameinuðu þjóðirnar gætu aflétt refsiaðgerðum gegn Irak „sem allra fyrst“. Eftirlitsmennirnfr héldu áfram leit sinni að gjöreyðingarvopnum í Irak í gær, fjórða daginn í röð, og sögðu að Irakar hefðu ekki reynt að hindra hana. Undir tótemsúl- unni BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, og Jiang Zemin, forseti Kína, ganga undir tótemsúlu, útskorna að hætti frumbyggja í Norður-Amer- íku. Forsetarnir voru, ásamt öðrum APEC-leiðtogum, á leið til hóp- myndatöku fyrir utan mannfræði- safnið í Vancouver, þar sem fundur þeirra fór fram. ------------ Hóta að fella stjórn Net- anyahus Jcrúsalcm. Reuters. MIKIL reiði hefur gripið um sig meðal harðlínumanna innan stjórn- arflokkanna í Israel eftir að fréttir bárust af því á mánudag að Benja- min Netanyahu forsætisráðherra væri tilbúinn að bjóða Palestínu- mönnum yfirráð yfir 6-8% land- svæða á Vesturbakkanum. Áður hafði Israelsstjórn sagst tilbúin að gefa eftir 2% þessara svæða. Palest- ínumenn krefjast hins vegar yfiiTáða yfir 20-25% þeirra. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagði í gær að ekkert form- legt tilboð hefði borist frá ísraels- stjórn og Nabil Abu Rdainah, tals- maður hans, sagði að ekki kæmi til greina að ganga að slíku tilboði. Harðlínumenn innan ísraelsku stjórnarinnai- hafa þó brugðist ókvæða við og hótað því að nota hvert tækifæri til að steypa stjórn- inni komi til frekari brottflutnings ísraelskra hersveita frá umræddum svæðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.