Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 25

Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 25 LISTIR Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ ER viðburður þegar Halldór lætur í sér heyra. Gagnrýnandi skorar á Halldór að flytja þessa efnisskrá aftur, við aðrar aðstæður. Yfírvegaður leikur Meistaranum vel tekið í Sydney Norðlenskt kórakvöld á Hótel íslandi KÓRAKVÖLD Skagfirðinga og Húnvetninga verður á Hótel íslandi föstudaginn 28. nóvember undir yfír- skriftinni Skín við sólu Skagafjörður og Húnaþing. Þetta er í fjórða sinn sem efnt er til norðlensks kóra- kvölds í borginni. Húsið verður opn- að fyrir matargesti kl. 19 en skemmtunin hefst kl. 21. 250 skemmtikraftar koma fram. Veislustjóri er Geirmundur Valtýsson og sr. Hjálmar Jónsson alþingismað- ur hefur umsjón með hagyrðinga- þætti. Kórarnir eru Skagfírska söngsveitin í Reykjavík undir stjórn Björgvins Þ. Vaidimarssonar og við undirleik Sigurðar Marteinssonar, Samkór Víðdælinga, stjómandi er Guðmundur St. Sigurðsson og undir- leikari Þóra Fríða Sæmundsdóttir, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, undir stjórn Sveins Amasonar og undirleikari er Thomas Higgerson. Rökkurkórinn í Skagafirði er einnig undh- stjóm Sveins Ámasonar og undirleikari er Páll Szabo. Einsöngv- arar koma fram með kómnum og á efnisskrá em bæði íslensk og erlend sönglög. Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar leikur fyrir dansi. ------»♦♦------- Glæpur og refsing í Hrafn- kels sögu HERMANN Pálsson fyrrverandi prófessor flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennarahá- skóla Islands fimmtudaginn 27. nóv- ember kl. 16.15. Nefnist hann Glæp- ur og refsing í Hrafnkels sögu. Hermann Pálsson var um árabil prófessor í íslenskum fræðum við Edinborgarháskóla. Hann hefur skrifað fjölda rita um íslenskar fom- bókmenntir, m.a. bókina Siðfræði Hrafnkels sögu. Fyrirlesturinn verður í stofu M-201 í Kennaraháskólanum. ------♦-»♦------ Tónleikar á Selfossi VÖRÐUKÓRINN heldur tónleika í sal Fjölbrautaskólans á Selfossi í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir era tU minningar um Loft S. Loftsson og verður m.a. flutt tónlist efth- hann.. Auk Vörðukórsins koma m.a. ft-am Lúðrasveit Selfoss undir stjórn Ás- geirs Sigurðssonar, einsöngvaramir Katrín Sigurðardóttir og Loftur Erl- ingsson, Agnes Löve, píanóleikari, og Grétar Geirsson, harmóníkuleik- ari, sönghópurinn Perluvinir, Krist- jana Gestsdóttir og Þorpsmúsíkant- arnir frá Selfossi. Stjórnandi er Mar- grét Bóasdóttir. Verð aðgöngumiða er 1.200 kr. TONLIST Gerðarsafn EINLEIKSTÓNLEIKAR Halldór Haraldsson. Pianósónata í B-dúr eftir Fr. Schubert og píanó- sónata í f-moll eftir J. Brahms. SVO langt er milli stórra högga hjá Halldóri Haraldssyni sem ein- leikara að unnendur píanótónlistar fjölmenntu á tónleika hans í Lista- safni Kópavogs. Aftur á móti furðaði mig á því að Halldór skyldi velja sal listasafnsins fyrir tónleika sína, þar sein salurinn er einn sá óheppUeg- asti fyrir píanótónleika sem hægt er að finna í Reykjavík og nágrenni. Hugsanlega væri hægt að spila sum verk Bachs og Mozarts í þessum sal, en Schubert á illa heima í hljómburði salarins og ennþá síður nýtur Bra- hms sín í þessum hljómburði. Skilið gæti ég að slakur píanóleikari veldi tónleikum sínum slíkan hljómburð tU að hylja sig bak við, en í þessu tilfelli var um einn af okkar bestu píanó- leikurum að ræða og sem ekki þarf að fela sig á bak við margra sek- úndna eftirhljóm. Eina skýringin, sem ég finn á þessu tónleikahúsvali Halldórs er, að hann sé orðinn svona stækur Kópavogsbúi og sé svo er ekki annað hægt en að skiija og sætta sig við orðinn hlut, en óneitan- lega hefði ég kosið að heyra Halldór flytja efnisskrána á sviði Islensku óperunnar, þar nýtur píanóleikur sín í réttu ljósi. í tilefni 200 ára fæðingarafmælis Schuberts og 100 árum frá dauða Brahms, vora aðeins tvö verk á efn- isskránni, tvö risaverkefni eftir þessa tvo höfunda, B-dúr sónata Sehuberts op. posth. D 960, skrifuð stuttu íyrir lát höfundar, ein feg- ursta píanósónata Schuberts og tek- ur yfir hálftíma í flutningi. „Hvemig getur nokkur skrifað músík, eftir að hafa heyrt Beethoven", er haft eftir Schubert, hann gerði það eigi að síð- ur en fór aðrar leiðir. Himnesk feg- urð og Ijóðræna liðast í gegn um alla fjóra þætti sónötunnar og svo erfitt virðist Schubert stundum að losa sig frá mótívunum að reynir á þolin- mæði hlustandans, og auðvelt væri að ofreyna hlustandann með því að smjatta á þessum mótívum. Halldór er það gáfaður og heiðarlegur lista- maður að í þá freisting fellur hann ekki. Hann lék sónötuna á klassísk- um nótum, féll aldrei í þá gildru að teygja lopann, þættirnir runnu í gegn formfastir og þannig varð flutningurinn sterkt mótaður og reyndi aldrei á þolinmæði hlustand- ans. Fyrsti þátturinn virðulegur og óvæminn, þrátt fyrir dálítið léttvæg- an úrvinnslukafla, annar þátturinn mjög fallega og innilega mótaður, Scherzoið átti kannske í vanda með sitt „delicatezza" í þessum hljóm- burði og síðasti þátturinn aldrei langdreginn þrátt fyrir endalausar endurtekningar og vinstrihandar- spilið, sem er þó ennþá meira áber- andi í þáttunum á undan, eins og undii’leikur við sönglagið í hægri hendi og sem gerir þetta langa verk ekki auðveldara í flutningi. Þykkur tónavefur síðustu Píanó- sónötu Brahms skilaði sér eðlilega ekki vel í þessum ekki píanóvæna sal, það var synd því Halldór hefur margsinnis sýnt að Brahms er hans maður. Þessi síðasta píanósónata Brahms er þrælerfið í flutningi, er í fimm þáttum, á meðan Schubert, sónatan er þó aðeins í fjórum þátt- um. Það þarf mikla ró og innri yfir- vegun til þess að skila svona verki og þær gjafir á Halldór nægar. Ná- kvæm vinnubrögð höfundar, þai- sem hver nóta þarf að skila sér tær og ómenguð þarf rétt umhverfi. Afrek var þó að skila þessari sónötu eins og Halldór gerði, verandi ekki haldandi tónleika annan hvem dag. Eg leyfi mér að skora á Halldór að flytja þessa efnisskrá aftur, við aðrar aðstæður, því það er viðburður þeg- ar Halldór lætur í sér heyra. Ragnar Björnsson UPPFÆRSLA The Lookout Theatre í Sydney á leikriti Hrafn- hildar Hagalín Guðmundsdóttur, Eg er meistarinn, fær góða dóma í tveimur áströlskum dagblöðum ný- verið. Sérstaklega er borið lof á leik- arana þrjá en þeirra á meðal er Arthur Dignam, einn kunnasti leikari Ástralíu, sem fer með hlutverk meistarans. I Drum Media segir að The Lookout Theatre geri verkinu, þar sem skyggnst sé á nærfærinn hátt inn í heim tónlistarinnar, góð skil og fyrir vikið ætti enginn leikhúsunnandi í Sydney að verða svikinn af sýningunni. Gagnrýnanda Sunday Telegraph verður tíðrætt um sterka persónu- sköpun í leikritinu, persónurnar þrjár séu hver annarri flóknari. Seg- ir hann leikarana leysa hluverk sín af stakri snilld, sérstaklega sé sam- leikur Arthurs Dignams og Angelu Bauer góður. „í sameiningu skapa þau kraftmikla „dínamík" á sviðinu." Ég er meistarinn hefur víða farið frá því verkið var framsýnt í Borgar- leikhúsinu árið 1991. Næst verður það fært upp í Borgarleikhúsinu í Mönchengladbach/Krefeld í Þýska- landi hinn 23. janúar næstkomandi í leikstjórn Nicole Wolf. Um er að ræða fyrstu uppfærslu á leikritinu í Þýskalandi. Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir er um þessar mundir á tíma- bundnum starfslaunum hjá Þjóðleik- húsinu til að þróa hugmynd að leik- riti sem leikhúsið hefur sýnt áhuga. Að sögn Stefáns Baldurssonar Þjóð- leikhússtjóra er samstarfið skuld- bindingalaust af beggja hálfu en Þjóðleikhúsið hefur tekið þónokkur leikrit, sem þróuð hafa verið með þessum hætti, til sýninga á undan- fórnum árum. „Þetta fyrirkomulag hefur með öðram orðum þótt gefast vel.“ M I C H A,i-.E L D O U GM S WHAT DO YOU G THE MAN WHO HAS EVERYTHING...? I v/1 i i______ FROM T H t OIRfCTOR Of SCVCNt' Sean Penn 28. NÓVEMBER HÁSKÓLABÍÓ REGNBOGINN Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir Margmiðlunarbúnaður 24x geisladrif BTC 3D hljóðkort 80 W Surround hátalarar 33,6 innbyggt mótald Hugbúnaður (ekki innifaiinn (verði) Microsoft Home Word 97, Works 4.0, Money 97, Encarta 97, World Atlas, MSN, Football. Verð: 14.900,- ^m, Intel 166 Mhz MMX 32 MB Ram ATI 2 MB XPression 3D skjákort 15" Hyundai skjár 3,2 GB diskur Lyklaborð og mús ^ Windows 95 ■,B\ar»di0 intemí Vélbúnaður i Tæknival Skeifunni 17 108 Reykjavlk Sími 550 4000 ReykjavFkurvegi 64 220 Hafnarflrði Sfmi 550 4020 w w w•taeknival»is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.