Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 30

Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 30
3Ö MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ávextir á borði „MORGUNBORÐ", olía á striga, 1997. MYJVPLIST Gallerí Borjf MÁLVERK PÉTURGAUTUR Til 30. nóvember. Aðgangur ókeypis. PÉTUR Gautur hefur sýnt und- anfarin fjögur ár m.a. í Kaup- mannahöfn og Hróarskeldu. Síðasta einkasýning hans hér á landi var í Gerðarsafni í Kópavogi árið 1995. I Galleríi Borg sýnir hann nú 27 olíu- málverk, sem öll hafa að viðfangs- efni hefðbundnar kyrralífsuppstill- ingar. Pað mætti líka kalla þetta eldhúsmyndir með kunnuglegum húsmunum, eldhúsborði, borðdúk, könnu og skál, og ávöxtunum ómissandi, epli, appelsínum og sítrónum. Það er engin ástæða til að gera lítið úr kyrralífsmyndum sem slík- um. Ekkert mælir gegn því að kyrralífsmyndir geti verið alvariegt viðfangsefni myndlistarmanna nú sem áður. Sem dæmi um málara sem hefur einbeitt sér nánast ein- göngu að kyrralífsmyndum á seinni tímum er ítalski málarinn Giorgio Morandi. Kyrralífsmyndir eru sérstakar að því leyti að þær standa ekki undir sér vegna myndefnisins. Þær henta betur til kyrrlátrar íhugunar og ein- beitingar að vissum þáttum mynd- arinnar eins og myndbyggingu, lit og pensilmeðferð, án þess að þeir hlutir sem verið er að lýsa geri kröf- ur um túlkun á merkingu. En einmitt vegna þess að myndefnið hefur enga sérstaka þýðingu sem slíkt þá verða þessir þættir því viða- meiri og viðkvæmari í meðförum. Uppröðun einfaldra hluta á borðdúk er eins og endurspeglun á samstill- ingu myndrænna þátta á myndfleti. Það sem er verið að sækjast eftir í myndinni er svipuð upplifun og þeg- ar við göngum inn í eldhús og fyrir okkur verða hlutir sem hafa lent saman fyrir hendingu en mynda órjúfanlega heild. Það er þetta sam- spil hendingar og endanleika sem listmálarar hafa gjarnan leitað eftir í kyrralífsmyndum. Þótt myndir Péturs Gauts virðist ósköp einfaldar við fyrstu sýn þá er ýmislegt að gerast í þeim. Bak við látlaust yfirborð þeirra eru ólíkir hlutir að bítast um athygli áhorf- andans. Þar er að finna hálf-kúbíska meðhöndlun á formun hluta, frjáls- lega meðferð á myndrými og per- spektívi að hætti Cezanné, þar sem beitt er marföldum sjónarhomum og myndrýmið flatt út. Til áhrifs- auka er einnig beitt ýkjum í stærð- arhlutföllum og einföldunum, eins og í mynd 16, „Fimm epli“, þar sem eplin eru eins og nótur á laglínu. Eitt meginstefið í mjmdunum og einkennir sýninguna í heild er reita- skiptur (eða röndóttur) borðdúkur, sem er þungamiðja myndanna. En hann verður einum of frekur á at- hyglina á stundum, og í sumum myndanna koma reitamyndir Pauls Klee óneitanlega upp í hugann. Fyrir utan pensilmeðferð af skóla Cezanné, má sjá svipuð tilþrif og hjá „Kitchen-Sink“ málurunum bresku á sjötta áratugnum, og jafn- vel Louisu Matthíasdóttur. Þannig hefur verið reynt að bræða saman ýmislegt sem tínt hefur verið til úr kyrralífsmyndahefðinni, en þær ná aldrei fyllilega að losna undan skugga fyrirrennara sinna. Megin- styrkur myndanna er samspil lita- tóna sem stundum gengur ágætlega upp, eins og í mynd nr. 6, „Uppstill- ing“, sem er að öðru leyti gott dæmi um myndstíl Péturs á þessari sýn- ingu. Pétur Gautur gerir sitt ýtrasta til að gera myndir sínar aðlaðandi fyr- ir augað, og það má kannski lýsa þeim sem þægilegri stofulist, en það vantar upp á að myndirnar þræði þann hárfína milliveg milli hins frjálslega og nauðsynlega sem er aðal kyrralífsmynda. Gunnar J. Árnason .. og allt er þetta fína pakk“ iom.im llljómdiskar KRISTINN SIGMUNDSSON: ÓPERUARÍUR Brúðkaup Figaros, Töfraflautan, Don Giovanni, Oskubuska, Rakar- inn í Sevilla, Faust, Carmen, Em- ani, Don Carlo, La Boheme, Jev- gení Onegín. Kristinn Sigmunds- son bassbaríton. Sinfóníuhljóm- sveit íslands stjórnandi: Arnold Östman. Hljóðritað í Háskólabíói í Reykjavík í júní 1997 af tæknideild Ríkisútvarpsins. Tónmeistari: Bjami Rúnar Bjaraason. Tækni- maður: Hreinn Valdimarsson. Mál og menning 1997. -ENGU skiptir hvort hún er rík, ljót eða fríð, syngur Leporello um dömur herra Jóhanns, hús- bónda síns, og það sama má segja um okkur hin - meðan tónlistin er dásamleg! Og þessi diskur er upp- fullur af dásamlegum og vel þekkt- um aríum af ýmsu ættemi fyrir barítona og bassa, eða bara bass- barítona. Við pælum ekki mikið í útliti, eða jafnvel innræti, hinnar fögru Rosinu (og enn síður hvort hún er rík) - eða ungfrú Elviru og ræningjaforingjanum Emani með- an við hlýðum á aríu þolandans, án frekari tengsla við efnið. Afturá- móti pælum við svolítið í þeim (karakter) sem „syngur" (þ.e. Leporello, ekki Kristinn). I Mozart er „karakterinn" mikið atriði, eink- um þar sem ópemr hans snúast fýrst og fremst um fólk af ýmsum stéttum og ólíkri gerð, gott, slæmt og lala; leiðinda dyggðarljós og hrífandi drullusokka; heillyndi og hverflyndi - og „allt er þetta fína pakk með náttúm“ (nema etv. dyggðarljósin). Yfirleitt em per- sónur hans vel og skemmtilega (þökk sé líka Ponti) mótaðar og staða þeirra skýr, þó að á ýmsu gangi. Með öðmm orðum bráðlif- andi, og vel það! Auðvitað leitast öll meiriháttar ópemtónskáld við að mála persón- ur sínar sterkum dráttum, þó að oft farnist þeim misjafnlega - jafnvel innan sama verks. Allar arí- ur á þessum hljómdiski eiga það sameiginlegt að vera lýsandi fyrir persónu og hugarástand þess sem „syngur", svo sem vera ber. Hafa m.ö.o. skýrt mótaðan „karakter". Að öðm leyti mjög ólíkar og reyna þarafleiðandi ekki lítið á innsæi, reynslu og fæmi söngvarans um- leið og hver og ein krefst hvorki meira né minna en stórsöngvara, eigi hún að skila sér í fullri dýrð og dásemd! Kristinn Sigmundsson er stór- söngvari með mikla reynslu og mikla „breidd" (m.a. frábær ljóða- söngvari). Röddin mjúk og voldug, ef svo ber undir. Ekki þarf það endilega að þýða að honum henti öll hlutverk jafn vel. Eitthvað fannst mér vanta á spaugsaman hressileikann og snerpuna í upp- hafi aríu Figaros (þó ekki sé það nauðsynlegt textans vegna), einnig hefði hljómsveitin mátt að skað- lausu undirstrika „hermennskuna" betur með hærri og fjörlegri lúðra- blæstri í lokin (allt fyrir hendi í libretto). Einnig fannst mér svolít- ið vanta á grobbið og „smástæla" í Leporello í „registuraríunni“. En þó ég hefði kosið meiri snerpu, þéttleika og stæla á stöku stað (söngvarinn er nefnilega rólegur maður með menntun og vit í stað ,,stæla“!) er hljómdiskurinn upp- fullur af stórgóðum söng (og fínum leik, sbr. Rossini), oft mjög fallega innlifuðum og blæbrigðaríkum en alltaf öfgalausum, sem náði há- marki í síðustu aríunum, sem eru hver annarri fallegri og snerta mann á dýpri nótum. Þó að svið og samhengi vanti, ljær líílegur og mjög vandaður flutningur rfihfóníuhljómsveitar- innar undir stjóm Amolds Ost- mans aríunum hið rétta andrúm, hverri og einni. • Hljóðritun mjög fín - og sannar (einsog stundum áður) að Órnögu- legur konsertsalur getur verið ágætur sem upptokustaður. Oddur Björnsson Fyrsta hláturskastið BÆKUR Fræðirit SETJIÐ SÚREFNISGRÍMUNA FYRST A YÐUR ... eftir Andrés Ragnarsson sálfræð- ing. Útgefandi: Ormstunga 1997. Teikningar: Ingvar Guðnason sál- fræðingur. Prentun: Steinholt. Bókband: Flatey. ANDRÉS Ragnarsson sendi ný- lega frá sér litla bók sem vegur salt milli þess að vera hjálparbók frá hendi fagmanns og að vera uppgjör föður fatlaðs bams við eigin tilfinn- ingar. Höfundur gerir sér fullkom- lega grein fyrir því að bók hans sé þarna á mörk- unum. Andrés er sál- fræðingur að mennt, lauk embættisprófi frá háskólanum í Arósum í Dan- mörku 1981 og rekur nú eigin sálfræðistofu. Árið 1984 fæddist honum sonur sem reyndist fljótlega vera heilaskaðaður. Við tóku erfið ár þar sem bamið þurfti gríðarlega umönnun, líf foreldranna varð að stokka upp að flestu leyti og þarfir Andrés Ragnarsson fatlaða drengsins höfðu forgang fram yfir allt annað. Mér finnst bókin lýsa erfiðri og sársaukafullri sjálfsskoðun greinds manns, og hugrakkt af honum að leysa frá skjóðunni á þennan hátt. Hann miðlar lesandanum af reynzlu sinni og tilfinningaflækj- um, sem honum heíúr tekizt ótrú- lega vel að skilgreina og leysa úr. Það er snúið að ætla síðan að færa innihaldið í faglegan búning og kannski hefði Andrés átt að leyfa sér sem höfundur að vera einungis í fóðurhlutverkinu. A þann hátt hefði bókin orðið óður hans til fatl- aða drengsins, en það er einmitt sá þráður sem liggur gegnum bókina en er slitinn í sundur með fræðileg- um vangaveltum. Ekki svo að skilja að ég sé að mótmæla því sem hann segir, þvert á móti finnst mér hann rökfastur og skýr í hugsun. Nauðsynlegt er að líta á alla lífs- ins þætti upp á nýtt þegar fólk verður íýrir meiri háttar áföllum á borð við það að eignast fatlað bam. Eigin styrkur foreldranna, mennt- un og félagslegur stuðningur skipt- ir auðvitað miklu en flestir foreldr- ar fatlaðs bams ganga því miður í gegnum miklar hremmingar, and- lega og félagslega, ég tala nú ekki um þegar bamið elst upp hjá ein- stæðu foreldri. Andrés varar ein- dregið við því að fólk verði með- virkt, gleymi eigin þörfum (og hvort öðra) og sökkvi sér á kaf í veröld fatlaða barnsins. Þar með vanræki það vini og félagslíf nema það sem lýtur að heimi fatlaðra, sinni stöðugt þörfum annarra og finnist það aldrei gera nóg. Sam- vizkubitið reki það áfram, sektar- kenndin geti heltekið það. En fegurðin er einnig til og mig langar að gefa höfundinum síðasta orðið um daginn þegar rofa tók til. „Það fór fyrir mér eins og mörg- um öðram. Hið smáa öðlaðist nýja merkingu. Allt fyrsta árið var sér- staklega erfítt og þjáningarfullt. Meðal annars reyndist mjög erfitt að rata á rétta lyfjagjöf við ki’ömp- unum og drengurinn var oft mikið veikur. Þegar hann var eins og hálfs árs fór svolítið að rofa til. Svo var það eitt mánudagskvöld að hann fékk fyrsta hláturskastið. Ég var á leið að spila bridge með félög- um mínum og kom allt of seint. Með tárin í augunum sagði ég þeim hvers vegna ég kæmi svona seint. Enn þann dag í dag stendur hvert atvik þessa kvölds mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, en ég efast hins vegar um að félagar mínir muni nokkuð eftir þessu. Þvílík augnablik verða gimsteinai-nir okk- ar þó mælikvarðinn sé stundum ólíkur þeim sem gildir um önnur böm.“ Katrín Fjeldsted EinsÖngur í útvarpssal IQM.IM III jómdiskar INGA MARÍA EYJÓLFSDÓTTIR Einsöngur í útvarpssal. Með Ingu Maríu leika á píanó: Ólafur Vignir Albertsson, Guðnín A. Kristins- dóttir, Agnes Löve og Diana Wriglit. Upptökurnar eru frá ár- unum 1972-1983 og fóru allar fram í Stúdíói nr. 1 hjá Ríkisútvarpinu, Skúlag. 4, Rvík. Upptökur önnuð- ust: Máni Sigurjónsson, Þórir Steingrímsson, Guðrún Gradsjö, Bjarni Rúnar Bjarnason, Þorbjörn Sigurðsson og Runólfur Þorláks- son. Útgefandi og dreifing: Eyjólf- ur Rúnar Sigurðsson. INGA María Eyjólfsdóttir hóf söngnám um tvítugsaldur, og var María Markan aðalkennari hennar í mörg ár. Framhaldsnám stundaði hún í Guild Hall School of Music and Drama í eitt ár, einnig nám í ljóðasöng hjá Ilse Wolf, prófessor við The Royal Academy of Music. Söngferillinn spannar „aðeins“ rúm tuttugu ár (1963-1984), en lög- in á þessum hljómdiski voru valin af hljóðritunum sem var útvarpað undir heitinu Einsöngur í útvarps- sal. Inga María kom oft fram sem einsöngvari með kórum - m.a. á tveimur hljómplotum, einnig tók hún þátt í mörgum tónleikum með öðrum einsöngvuram og kom fram á einkatónleikum. Hér er semsé enginn viðvaning- ur á ferð, svo sem heyra má á þess- um diski. Röddin allmikil, en einnig nokkuð misjöfn að gæðum (bregð- ur fyrir hljómum sem ég kann ekki að meta), þótt flutningur beri yfir- leitt vott um góðan skilning. Lögin virðast henta henni misvel radd- lega, þótt misjafnar upptökur (enda nokkuð gamlar) eigi e.t.v. hlut að máli. Einsog fyiT segir bregður fyrir „sárum tóni“, en vissulega einnig fallegum hlutum. Mörg laganna, einsog Vísur Vatns- enda-Rósu og fleiri íslenskar perl- ur, eru sungin af miklum innileika. Einnig syngur hún hið fagra en „viðsjála“ lag Schuberts, An die Musik, ljómandi vel. Lög Griegs, Jeg elsker dig og En dröm, flytur hún af sterkri tilfinningu. Yfirleitt ber söngur hennar vott um smekk- visi og ágæta kunnáttu. Undirleikur nokkuð misjafn en oftast góður. Enn rifjast upp fýrir manni hve vandaður og öraggur undirleikur Ólafs Vignis Alberts- sonar er, þó é.t.v. sé hann að jafn- aði í hógværari kantinum. Upptökur nokkuð misjafnar, eins og við má búast. Oddur Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.