Morgunblaðið - 26.11.1997, Side 38

Morgunblaðið - 26.11.1997, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ . 38 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 A________________________________ AÐSENDAR GREINAR Reynsla Nýsjá- lendinga NYSJALENDING- AR eru auk íslendinga eina þjóðin, sem tekið hefur upp víðtækt kvótakerfi í fiskveið- um. Lesa má um reynslu þeirra í þeim þremur nýlegu ritum um fiskveiðar, sem ég kynnti hér á dögunum. Nýsjálendingum ' fvarð Ijósþ um svipað leyti og Islendingum, að ótakmarkaður að- gangur að takmark- aðri auðlind hefði í för með sér sóun hennar. Upp úr 1980 var að- gangur að nokkrum fiskistofnum þess vegna bundinn kvótum, en árið 1986 var sett upp kerfi framseljanlegra aflakvóta til flestra nytjastofna á miðum Nýsjá- lendinga. Kvótarnir áttu að vera varanlegir og fá að ganga kaupum og sölum. Þeim var í upphafi úthlut- að í samræmi við aflareynslu nokk- urra fyrri ára, eins og á íslandi. r * Auðlindaskattur skilaði aldrei verulegum tekj- um í ríkissjóð Nýja-Sjá- lands, segir Hannes H. Gissurarson, og inn- heimta hans var flókin og kostaði mikil átök. /9;------------------------------- Munurinn á nýsjálenska kerfmu og hinu íslenska var þríþættur. í fyrsta lagi var íslenska kerfið bland- að til 1990. Þótt sóknarkvótar væru tvímælalaust óhagkvæmir, gátu útgerðarmenn hér valið á milli þeirra og aflakvóta fram til 1990. Nýsjálenska kerfíð var hins vegar frá upphafi hreint aflakvótakerfi. Þar gátu útgerðarmenn einbeitt sér að því að lækka tilkostnað við veið- ar á gefnum afla í stað þess að þurfa að hamast við að veiða sem mest á sem skemmstum tíma óháð tilkostnaði. í þessu efni gátum við lært af Nýsjáíendingum. Í öðru lagi voru nýsjálensku kvót- at-arnir ekki aflahlutdeildarkvótar, Hannes Hólm- steinn Gissurarson eins og hinir íslensku, heldur aflakvótar. Þeir voru ekki réttur til að veiða ákveðið hlutfall af leyfílegum árlegum heildarafla, heldur réttur til að veiða ákveðið magn af físki. Ríkið átti síðan að jafna metin með því að kaupa kvóta af út- gerðarmönnum, þegar leyfílegur heildarafli minnkaði, og selja þeim kvóta, þegar hann jókst. Þetta reyndist erfítt í fram- kvæmd, og hafa Nýsjá- lendingar nú tekið upp kerfi aflahlutdeildarkvóta. í þessu efni gátu þeir lært af okkur íslend- ingum. Einn mikilvægasti kostur afla- hlutdeildarkvóta borið saman við aflakvóta er sá, að útgerðarmenn öðlast hagsmuni af því, að leyfileg- ur heildarafli verði ákvarðaður sem hagkvæmastur, þegar til langs tíma er litið. Þeir vilja auðvitað gera það, sem þeir eiga hlutdeild í, sem allra verðmætast í bráð og lengd. Einkahagur og almannahagur fer þá saman. í þriðja lagi var það yfirlýst ætl- un nýsjálenskra stjórnvalda að inn- heimta alla auðlindarentu, sem kynni að myndast í fiskveiðum vegna hins nýja kerfis. Auðlinda- skatturinn skilaði hins vegar aldrei verulegum tekjum í ríkissjóð, og innheimta hans var flókin og kost- aði mikil átök við útgerðarmenn. Arið 1994 var loks horfið frá því að innheimta slíkan skatt. Þess í stað var sett sú regla, að handhafar kvóta greiddu allan kostnað við að halda uppi skipulagi fiskveiða, þar á meðal af eftirliti, rannsóknum og kennslu. í þessu efni gátu Nýsjá- lendingar lært af okkur íslending- um, þar sem auðlindaskattur hefur aðeins verið til í kollinum á nokkr- um háværum hagfræðingum. Aðalatriðið er þó það, að vegna kvótakerfisins hefur tap snúist í gróða í fískveiðum á Nýja-Sjálandi eins og á íslandi. Höfundur er prófessor í stjórn málafræði íHáskóla íslands. Barnakuldaskór Loðfóðraðir. St. 25-34, mjög vatnsheldir. Rauðir og bláir. Verð frá kr. 3.990. Smaskor sérverslun með barnaskó í bláu húsi við Fákafen, LEIKURINN THE GAME 4 æ Oa © -t'jMÆjr: Qí V i ^ o ^ LEIKURINN UM LEIKINN á síðu 3 í íþróttablaðinu á morgun. IftorgtmftUltrifc HÁSKÓLABÍÓ REGNSOGINN , Leysitækni við þvagfæra- skurðlækningar NÝJUNGAR í læknisfræði eiga sér stöðugt stað. Miklar framfarir hafa orðið í skurðaðgerðum og um leið hefur árangur lækninga orðið meiri og þjáningar minni. Útgjöld til tækjakaupa hafa farið vaxandi eins og annað í heilbrigðis- þjónustunni. Þessi út- gjaldaaukning hefur aftur á móti leitt til styttri legutíma. Þannig hafa afköst orðið meiri og heil- brigðishagnaður einn- ig- Takmörkuðu fé er varið til tækjakaupa á hveiju ári og eru margir um hituna. Þetta fé hefur verið langt frá því að vera nægjan- legt til þess að viðhalda eðlilegu ástandi í heilbrigðismálum. Þess vegna hafa heilbrigðisstarfsmenn leitað til fyrirtækja og líknarfélaga með von um aðstoð. Stór hluti tækjakaupa hefur því verið fjár- magnaður með þessum hætti og ber að þakka það. Þvagfæraskurð- deild Landspítalans hefur lengi haft áhuga á kaupum laser-tækis sem notað er við skurðaðgerðir á þvagfærum. Styrktar- og sjúkrasjóður versl- unarmanna í Reykjavík hefur í til- efni af 130 ára afmæli sínu ákveð- ið að veita fé til þessara tækja- kaupa og jafnframt leita eftir fjárstuðningi hjá hinum ýmsu fyr- irtækjum landsins. Um leið og við þökkum fyrir þetta átak, viljum við skýra frá eftirfarandi atriðum varðandi las- er-tæknina og þá sjúkdóma sem henni er beitt gegn. Laser-tæknin Orðið laser er stytting fyrir ensku samsetninguna Light Amplication by the Stimulated Emission of Radiation. Laser-ljós- orkan er hluti af electro-magne- tiska bylgju spectruminu. Flestir laser-ar sem notaðir eru við lækn- ingar eru á spectruminu sem er annaðhvort sjáanlegt eða í infra- rauðu. Aðaltegundir laser-a til lækninga byggjast á koldíoxíði, Argon, Nd:YAG (Neodymium YAG), Holmium og fl. Mjög mis- munandi er eftir grunnefninu hvaða laser er hægt að nota hverju sinni. í þvagfæraskurðlækningum, þar sem notuð eru speglunartæki til aðgerða, hafa laser-ar með Nd:YAG, Argon og Holmium verið mest notaðir. Vandamál við laser- tækni er að við höfum þurft marg- ar tegundir sem fer eftir eðli að- gerðarinnar. Holmium-laser hefur leyst þetta vandamál þannig að hægt er að nota hann t.d. bæði til þess að bijóta steina og skera vefi. Þetta þýðir að okkur dugar einn laser í þvagfæraskurðlækningum. Oft er litið á laser-tæknina sem endanlega lausn á flestum vanda- málum. Svo er ekki og menn verða að þekkja takmörk slíkrar tækni, og er ekki farið út í kaup á slíkum tækjum nema að mjög vel athuguðu máli. Blöðruhálskirtillinn Sjúkdómar í blöðruhálskirtli eru mjög algengir. Menn telja að hjá 90% karl- manna sé stækkun á blöðruhálskirtli þegar náð er áttræðisaldri. Allstór hluti þessara sjúklinga fær ein- kenni sem geta leitt til aðgerða á blöðru- hálskirtli. í marga áratugi höfum við notast við árangursríka aðgerð á blöðruhálskirtlinum. Talað er um að skafa kirtilinn að innan með rafmagnsorku (TURP - transurethral resectio á prostata). Sennilega eru gerðar um 500 TURP aðgerðir á ári á íslandi. Þessar aðgerðir hafa gefið góðan árangur í gegnum tíðina. Aftur á móti eru annmarkar á þessari meðferð sem laser-tæknin hefur bætt úr að stórum hluta. Þannig hefur sjúkrahúsvist styst þó nokk- uð, hægt er að gera aðgerð á mun veikari sjúklingum sem ekki hafa þolað að gangast undir fyrr- greinda aðgerð og einnig er hægt að gera aðgerðina á sjúklingum Styrktar- og sjúkrasjóð- ur verslunarmanna hef- ur veittfé til kaupa á Holminuiyi laser, segir Guðmundur Vikar Einarsson, og mun sjóðurinn verða í farar- broddi um að fá frekari fjárframlög annars staðar. sem eru á blóðþynningu. Margir sjúklingar með hjarta- og æða- sjúkdóma eru á blóðþynningu. Styttri sjúkrahúsvist gefur aug- ljóslega til kynna sparnað og einn- ig er það mikilvægt að geta linað þjáningar þeirra sem ekki hafa getað fengið almennilega úrbót meina sinna hingað til. Með Holmium-laser er blöðru- hálskirtillinn ýmist brenndur eða skorinn í gegnum þvagrásina. Krabbamein hjá körlum er al- gengast í blöðruhálskirtli og grein- ast á annað hundrað manns á ári. Allstór hluti þessara sjúklinga greinist við fyrrgreindar aðgerðir og í kjölfar þeirra fá þeir viðun- andi meðferð. Þvagfærasteinar Á árinu 1993 eignaðist þjóðin nýrnasteinbijótstæki sem staðsett er á Landspítalanum. Skotið er svokölluðum „höggbylgjum" (hljóðbylgjum) í gegnum húðina og á nýrnasteininn. Engin speglun reða skurður er gerður við þessa aðgerð. Sjúklingurinn fer heim samdægurs. Þrátt fyrir góðan árangur með þessu tæki, eru stundum steinar sem ekki er hægt að bijóta af ýmsum orsökum. Þess vegna þurf- um við að bijóta þá á annan hátt og er það oft erfiðleikum háð. Með tilkomu laser-s hefur verið hægt að bijóta steinana í gegnum speglunartæki, alveg upp í nýra. Þannig hefur árangur í meðferð á þvagfærasteinum lagast verulega. Laser-inn gerir einmitt þetta og hafa oft komið sjúkratilfelli þar sem við óskum okkur að geta not- ast við hann. Æxli í þvagblöðru, nýrum og nýrnaskjóðu Krabbamein í blöðru eru nokkuð algeng og fylgst er með sjúklingum í mörg ár með endurteknum spegl- unum og aðgerðum. Holmium-las- er nýtist vel í þessum aðgerðum. Einnig er hægt að brenna krabba- mein sem eru í þvagleiðara og nýmaskjóðu á sama hátt. Þetta stuðlar að styttri legutíma og betri líðan. Einnig er hægt að beita las- er-meðferðinni á þrengsli í þvag- leiðurum. Kostir laser-meðferðar Holmium-laser er hægt að nota við aðrar sérgreinar. Almennir skurðlæknar, meltingarfærasér- fræðingar, bæklunarskurðlæknar og fleiri sérgreinalæknar geta nýtt sér tækni Holmium laser-s og er því ekkert til fyrirstöðu að frekari nýting ætti að verða á slíku tæki. Kostir Holmium laser-s felast fyrst og fremst í þessu víðtæka notkunarsviði. Einnig hversu ár- angursrík meðferðin er og styttri legutíma. Lokaorð Landspítalinn hefur í mörg ár verið í fararbroddi hér á landi varðandi nýjungar í læknismeð- ferð. Til þess hefur þurft að kaupa reglulega ný tæki og endurnýja. Holmium-laser er eitt þessara nýju tækja sem eru nauðsynleg til frekari þróunar lækninga hér á landi. Við þvagfæraskurðlæknar höfum lagt ríka áherslu á að geta eignast slíkt tæki. Þess vegna höfum við leitað til Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna í Reykjavík til þess að aðstoða okk- ur við að afla fjár. í tilefni af af- mæli félagsins hefur sjóðurinn veitt fé til tækjakaupanna og mun um leið verða í fararbroddi um að fá frekari fjárframlög annars staðar. Við á Landspítalanum viljum þakka verslunarmönnum fyrir framlag þeirra til þessa máls. Höfundur er yfirlæknir þvagfæra- rannsókna á Landspítalanum. Guðmundur Vikar Einarsson Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í haesta gœðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. 10 ára ábyrgð Eldtraust 10 stærðir, 90-370 cm » Þarfekki að vökva Stálfótur fylgir ** íslenskar leiöbeiningar n Ekkert barr að ryksuga Traustur söluaðili »*■ Truflar ekki stofublómin **- Skynsamieg fjárfesting K SXÁTA í ./j'SNOBRABRAUT 60

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.