Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 45
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 45 áskæra eiginkona, Magga, var hans stoð og stytta öll þessi ár. Ég er þakklátur fyrir að hún Rebekka okkar litla, fékk að kynn- ast kærleika afa síns. Þessi 11 ár sem ég þekkti Einar voru góð ár og skemmtileg. Minn- ingin um þennan góða mann mun svo sannarlega lifa meðal okkar sem þekktum hann. Ég þakka honum samfylgdina og með virðingu kveð ég hann hinstu kveðju. Magga mín, megi guð gefa þér styrk á sorgarstundu. Ingimar Arndal. Elsku afi, okkur langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Alltaf varst þú tilbúinn að gera allt fyrir okkur. Hvort sem það var að ná í okkur, keyra okkur í íþróttir eða tónlistarskólann, eða þú vildir gefa okkur eitthvað. Alltaf voruð þið amma tilbúin að passa okkur þegar við vorum lítil eða vera hjá okkur þegar við vorum lasin. Þegar við vorum sjö ára og eins árs, fengum við að búa hjá ykkur ömmu í Stekkjarhvamminum ásamt foreldrum okkar, á meðan við byggðum húsið okkar. Þetta voru ánægjuleg tvö ár sem við vorum hjá ykkur. Síðan þegar við fluttum í húsið okkar voruð þið amma alltaf velkomin til okkar og þið komuð oft. Alltaf varst þú tilbúinn að hjálpa okkur og styðja. Nú síðast í sumar þegar okkur langaði svo mikið í hund og mamma vildi það ekki, því hún sagði að það væri svo dýrt. Þá varst þú strax búinn að finna aug- lýsingar um hunda sem við gætum fengið gefins. Alltaf var gaman að koma upp í sumarbústað til ykkar ömmu. Mörg ár fórum við alltaf um páskana og eyddum páskafríinu saman uppi í bústað. Þá var nú gam- an á páskadagsmorgun, þegar við vorum að leita að páskaeggjunum, hafa það huggulegt og spila yatzi. Elsku afi, nú þarf þér ekki að líða illa lengur. Við trúum því að þú sért kominn til Guðs og þar líði þér vel. Hrund og Kári. Ég kynntist Einari um 1977 þeg- ar hann bjó í Köldukinn. Hann var þá með kranaleigu og var með þrjá krana þegar mest var. Við sögðum líklega hvorugur margt við fyrstu kynni þegar ég kom í heimsókn sem tilvonandi tengdasonur, en það fór strax vel á með okkur. Einar var á þessum árum á besta aldri, hann var þreklega vaxinn og hendurnar báru þess merki að hann vann við vélar, hárið var grátt en þykkt og líflegt. A þessum árum snerist allt um vinnuna, að sinna sínum mönn- um sem best, en það einkenndi alltaf Einar að sinna viðfangsefninu af lífi og sál. Þegar byrjað var að nota steypudælur í stað krana við steypuvinnu skipti Einar úr krana- rekstri í rekstur steypudælu. Hann var alltaf vakandi fyrir því að fylgja breyttum tímum og að hafa vélarn- ar í góðu lagi. Einar og Magga keyptu sumar- bústað í Hraunborgum um 1983. Það var mikill sælureitur þar sem Einar undi sér vel við trjárækt og umhirðu bústaðarins og útiveru. Hann ræktaði lóðina upp úr engu í þann fallega reit sem hún er nú. Hver hrísla fékk sína holu, skít og mold eftir kúnstarinnar reglum. Það var þegjandi samkomulag okk- ar Einars að ég hjálpaði honum ekki við trjáræktina, en við áttum margar góðar stundir við ýmsa smíðavinnu við bústaðinn. Eftir að veikindi herjuðu á Einar sótti hann mikið í bústaðinn til að byggja sig upp við útiveru og ræktun. Þá kom vel í ljós skapfestan og viljinn. Þá fékk hann sér oft göngu til að auka þolið og gekk rösklega og var sjálf- um sér líkur þegar gustaði af hon- um. Oft var glatt í bústaðnum þegar börnin og þeirra fjölskyldur voru þar samankomin. Þá var gjarnan giáliað læri og alltaf passaði Einar að nóg væri að bíta og brenna, og ekki gleymdust börnin, það var alltaf nóg kók og nammi þar sem afi var. Það fór ekki framhjá neinum sem þekkti Einar að hann var skapmikill og það gat hvinið í honum, og hann var húsbóndinn á sínu heimili. Hann var hins vegar ákaflega góður og mikill fjölskyldumaður og barnakarl eftir að hann varð afi. Oft hefur konan mín sagt okkur sögur þegar við fjölskyldan erum á ferðalögum af því hversu pabbi hugsaði vel um að engum yrði kalt í tjaldinu þegar þau voru á ferðalagi í gamla daga. Ef börnin hans og þeirra fjölskyld- ur þurftu aðstoð kom ekki annað til greina en að hjálpa. Mér er minnis- stætt þegar við Sigrún vorum að velta fyrir okkur að byggja húsið sem við búum nú í. Við Einar stóð- um í lóðinni í mars 1991, og ég velti fyrir mér hvort það væri ekki glapræði að fara út í þetta. Það var eins og hann skynjaði þetta og þeg- ar ég sagði að kannski væri mögu- leiki að gera sökkulinn í haust og halda svo áfram næsta sumar sagði Einar um leið og hann rétti fram hægri hendina og sneri aðeins úln- liðnum eins og hann gerði svo oft til áherslu: „Nei, nei við gerum fokhelt fyrir jól, þið seljið og verðið hjá henni Möggu á meðan og flytjið svo inn næsta haust. Við Nonni dælum og ég tala við hann Víglund um steypuna.“ Þetta gekk allt eftir. Svona var Einar. Eg er þakklátur fyrir að hafa kynnst Einari Jóns- syni. Hann hafði að geyma ákaflega heilsteyptan persónuleika og var góður maður. Aldrei varð okkur sundurorða og aldrei mislíkaði mér við orð hans eða gjörðir. Lífskraftur hans, kjarkur, viljastyrkur og seigla var aðdáunarverð og til fyrirmynd- ar. Hann tók dauðanum með styrk en átti erfiðast með að sætta sig við að geta ekki lengur stutt Möggu. Hafðu þökk fyrir samfylgdina kæri vinur. Gunnar Herbertsson. Elsku afi. Þú varst svo góður og gott var að koma til þín og ömmu. Þig bjugguð í næsta húsi við okkur og gátum við komið til ykkar þegar við vildum. Alltaf passaðir þú að eiga ís eða eitthvað sem þú vissir að okkur þætti gott. Var oft mikið spjallað og þú sagðir margar skemmtilegar sögur frá því þegar þið amma voruð ung og hlógum við oft mikið. Það voru ófáar ferðirnar sem þú keyrðir okkm- í íþróttirnar og studdir okkur í einu og öllu. Þú varst búinn að vera lengi veik- ur en alltaf komst þú á fætur aftur og reyndir eins og þú gast með bros á vör. Þú vildir allt fyrir okkur gera, líka þegar kraftarnir voru farnir að þverra, þá reyndirðu að setjast upp í rúminu þínu þó það kostaði mikla áreynslu til að gleðja okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Takk fyrir allt, elsku afi, og guð geymi þig. Ósk, Einar, Margrét og Hermann. Elsku afi minn. Mig langaði að segja þér hve vænt mér þykir um þig og hvað ég mun sakna þin mik- ið. Það var alltaf svo gott að koma tl þín og ömmu. Ég man sérstaklega eftir öllum sumarbústaðaferðunum, þú varst alltaf að gróðursetja og amma beið með kökur og vöfflur. Mig gi-unaði ekki að ég ætti ekki eftir að hitta þig aftur þegar ég kvaddi þig í haust. Þú varst svo veikur, en samt hélt ég að þér myndi takast að sigrast á þessu eins og í hin skiptin. Þú reyndir alltaf að sýnast hress- ari en þú varst, sama hve veikindin tóku á þig. Það er huggun í að vita að nú þjáistu ekki meir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur J. Hallgrímsson) Elsku amma mín, mér þykir svo sárt að geta ekki verið hjá þér, en allar mínar hugsanir eru hjá þér og ykkur öllum. Guð blessi og geymi þig, elsku afi. Unnur Björk. ANNA ÞORS TEINSDÓTTIR + Anna Þorsteins- dóttir fæddist á Akureyri 28. júní 1910. Hún lést á Garðvangi í Garði 16. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jakobína María Björnsdóttir og Þorsteinn Hall- dórsson. Anna var elst átta systkina og eru fimm á lífi. Hinn 22. júní 1935 kvæntist Anna Sig- urði Árnasyni frá Borgarfirði eystri, f. 1. maí 1899, hann lést 18. október 1966. Anna og Sigurður byrjuðu búskap á Akureyri en fluttu til Keflavíkur 1945 og bjuggu þar alla tíð. Þau eignuðust eina dótt- ur, Önnu Pálu, f. 27. október 1935, eigin- maður hennar er Sveinn Ormsson, f. 23. júm' 1933, dætur þeirra eru Erla Sig- ríður gift Gunnari Þór Sveinbjörnssyni, synir þeirra eru Sig- urður Árni og Magn- ús Þór. Helga, gift Magnúsi Steinari Sigmarssyni, börn þeirra eru Sveinn Ólafur og Anna Pála, yngst er Anna María gift Brynjari Hólm Sigurðssyni, þeirra sonur er Hafliði Már. Útför Önnu fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Elsku Anna, þegar við systurnar fréttum af andláti þínu, hrannaðist upp hafsjór af minningum um þig. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar þið Siggi leigðuð hjá for- eldrum okkar á Suðurgötunni. Kunningsskapur Önnu og Sigga við foreldra okkar hófst er Siggi var að vinna með afa okkar, Halldóri í Vörum, og ríkti sú vinátta alla tíð síðan. Mamma talaði oft um það þegar Anna hjálpaði henni þegar við vorum veikar, pabbi var úti á sjó, og var það ómetanleg hjálp sem hún veitti foreldrum okkar. Það sem einkenndi Önnu alla tíð var hin mikla hlýja og einlægni sem hún sýndi okkur og öllum öðr- um. Hún var ætíð tilbúin að kenna okkur vísur og söngva, sem við svo sungum allar saman. Einnig þegar við uxum úr grasi, þá leiðbeindi hún okkur og varðaði leiðina fram á við. Anna var ákaflega handlagin kona og gerði hún marga fallega muni. Ein jólin saumaði Anna jóla- kjóla á okkur systurnar og því gleymum við aldrei. Marga fallega dúka hefur Anna heklað og málað um dagana og gaf hún okkur systr- unum marga þeirra og prýða þeir heimili okkar enn í dag. En efst í huga okkar er sú mikla hlýja sem Anna sýndi ávallt foreldr- um okkar í gegnum tíðina. Elsku Anna okkar, við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér all- ar ánægjustundirnar sem við höfum átt saman á lífsleiðinni, og megi góður guð geyma þig. Fjölskyldur okkar senda dóttur þinni, Önnu Pálu, og aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hjjóta skalt. (V. Briem.) Kristjana Björg Gísladóttir, Helga Guðrún Gi'sladóttir. í dag verður langamma mín, Anna Þorsteinsdóttir, borin til graf- ar og vil ég nú kveðja hana með nokkrum orðum. Það sem er mér minnisstætt um ömmu er hve trúuð hún var. Á mín- um yngri árum sváfum við Siggi frændi oft hjá henni og fyrir svefn- inn fór hún alltaf með bænir með okkur, bænir sem við kunnum enn þann dag í og munum aldrei gleyma. Amma var mjög trúuð og það sem einkenndi hana var að hún sýndi það bæði í orði og verki. Ámma hafði sterka réttlætiskennd og var hreinskilin á öllum sviðum. Hún sýndi mikla umhyggju, rækt- semi og elsku í garð fjölskyldunn- ar. Amma hafði ætíð Guð að leiðar- ljósi og tók mið af honum, það sýndi hún með því að elska Guð sinn og náungann og má segja að það sé lykillinn að himnaríki. Hún ræktaði sál sína vel og dyggðin, skynsemin og þekkingin á Guð er það sem hún öðlaðist. Þetta síðasta ár hrakaði heilsu hennar og undir það síðasta var hún veik. En nú er þrautagang- an á enda. Hún hefur fengið hvíld- ina og hinn eilífa frið. Þó svo að viss léttir sé að amma þarf ekki lengur að þjást þá er erfitt að sætta sig við að hún er sofnuð svefninum langa. Huggunin er sú að nú er hún hjá Guði og hjá afa og þar líður henni vel. En ég veit að hún er enn hjá okkur og mun fylgja okkur öllum í þessu lifenda lífi. Ég gat ekki kvatt ömmu mína hinstu kveðju eins og ég vildi og ætla ég með eftirfarandi orðum að gera það: Nú er komið að leiðarlokum, elsku amma mín, og ekkert eftir nema að kveðja. Þér vil ég þakka allt það sem þú kenndir mér, þessu veganesti á ég eftir að fara eftir og lifa með um ókomna tíð. Það er eng- inn vafi á því hver var gefandinn og hver var þiggjandinn. Við öll- fjöl- skyldan vorum þiggjendurnir að öllu sem þú gafst okkur. Megi þær góðu minningar sem ávallt munu fylgja þér, amma mín, sefa sárasta harminn. Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást elju og þreki er sjaldan brást. Þér nýttist jafnvel nóttin. Þú vannst fyrir besta vininn þinn þú vinnur nú með honum annað sinn með elfdan og yngdan þróttinn. Af alhug færum við þér ástarþökk, á auða sætið þitt horfum klökk, heilsaðu fóður og frændum. Að sjá þig aftur í annað sinn enn að komast í faðminn þinn við eigum eftir í vændum. (G. Bjömsson.) Þinn Sveinn Ólafur. Frá fyrstu bernsku áttum ástúð þína, er ávallt lést á brautir okkar skina. Þín gleði var að gleðja bamsins hjarta og gera okkar ævi fagra og bjarta. Þér við hönd þú okkur litlar leiddir og (jós og kærleik yfir sporin breiddir. 011 samleið varð að sólskinsdegi björtum, er sanna blessun færði okkar hjörtum. Þín góðu áhrif geymum \dð í minni, er gafstu okkur hér af elsku þinni. Við þökkum allt af heitu barnsins hjarta, er hjá þér nutum við um samfylgd bjarta. (I.S.) Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir og gefið okkur. Guð geymi þig. Erla, Helga og Anna María. Líf líður undir lok, að liðnum haustnóttum. Við kveðjum kæra vinkonu okkar, Önnu Þorsteinsdótt- ur. Hún kveður sátt við líf sitt, sæl að vistinni liðinni. Þó Anna hafi búið í Keflavík í hartnær 42 ár, þá talaði hún alltaf svo um Akureyri að eng- um duldist hvaðan áhrifin á uppvöxt hennar voru komin. Akureyri var „heima“, eins og Anna sagði ávallt, er hún rifjaði upp minningar æsku- áranna, áranna er hún vann sem þjónusta aðalsmanna á Akureyri. Hún bæði las og skrifaði á dönsku allt fram til þess dags, er hún hætti að hafa gaman af lestri, nú síðustu árin. Anna kom inn í líf mitt, er ég fluttist til Keflavíkur 1975, en þá hafði hún sjálf búið hér í 30 ár. Hún missti ástkæran eiginmann sinn, Sigurð Árnason, árið 1966. Engum duldist hversu sárt hún saknaði hans, því oft minntist hún drauma sinna, þar sem henni fannst hann nálægur. Á loftinu hjá Önnu Þor- steins, á Faxabraut 28, hófu margir sinn fyrsta búskap, þar á meðal við hjónin ásamt elsta syni okkar, haustið 1975. Anna var hæglát og sanngjörn í allri framkomu, um- burðarlynd og sáttfús. Þessar dyggðir færði hún af einstakri list sinni inn í líf þeirra, sem við kunnu að taka. Ég vona að svo hafi tekist, að einhverju leyti, hvað mína lífssýn varðar, en Anna var mér afar kær vinkona og skipti þá aldursmunur ekki máli. Við áttum næstum sama afmælisdag, einum degi munaði og fjörutíu og þremur árum. Ég lagði það í vana minn á afmælisdegi hennar að líta inn og njóta samgleði yfir afmælisdögum okkar, nú sein- ast sl. sumar. Það er margs að minnast af sam- skiptum við manneskju, sem hefur haft jákvæð áhrif á líf annarra í rúm tuttugu ár. Ég minnist þess sérstaklega hér, á hvern hátt Ánna gaf okkur til kynna að sátt hún væri við viðveru okkar á loftinu sínu. í nóvember 1975, að aflokinni afdrifaríkri læknisaðgerð systur minnar, sem framkvæmd var í Bretlandi, sýndi Anna okkur, hver manngerð húsráðandans á Faxa- braut 28 var. Bankað vgr á hurðina upp í risið á hæglátan og hlýlegan hátt. Fyrir neðan stigaþrepin stóð Anna með þrjár glærar ávaxtaskál- ar, fullar af rjómaís, þar sem hún hafði hellt gosdrykknum Míranda yfir. Þessi framreiðsla á rjómaís var okkur nýnæmi. Gleðin ein- kenndi andlit Önnu er hún sá hve undrun okkar var mikil yfir svo óvæntri, en kærkominni umhyggju. Við tókum á móti veitingunum og nutum vel. Allt upp frá þessu er rjómaís á heimili okkar í „sparibún- ingi Önnu Þorsteins" uppáhald alls heimilisfólks sem nú er fimm manns. Anna fylgdist vel með uppvexti barna minna, ávallt spurði hún um árangur þeirra í námi og vinnu. Auðvelt var að gleðja Önnu og hún naut stuttra ökuferða um Suður- nesin, sem fyrrum voru farnar. Minningarnar eru þær, að návist hennar hafi verið slík, að vellíðan- artilfinning átti auðvelt með að búa um sig. Mig langar að þakka henni fyrir umburðarlyndið, er hún leyfði mér að nota borðstofuborðið sitt til vinnu íslenskuverkefna til stúd- entsprófs. Þá naut ég skemmtilegr- ar frásagnargáfu Önnu af þjóðsög- um, úr heimabyggðinni Ákureyri. Hún var mjög næm á nærveru þeirra, er taldir voru búa í sögum af huldufólki og álfum. Þannig háttar til við heimili mitt hér í Keflavík, að stórir steinar standa á lóðinni. Anna var þeirrar trúar, að í einum þeirra byggi huldufólk. Hún var listræn kona og sá listamaður, sem sá nýtingarsamhengi á milli hluta. Hún var af þeirri kynslóð, sem kunni að nýta hluti, gera úr þeim gersemar. Heimili mitt prýða mörg handaverk Önnu, hugvit hennar og afköst við hannyrðir voru slík, að erfitt er að henda reið- ur á fjölda. Fyrir mörgum árum hafði Anna nefnt, svona í léttum dúr, að ég yrði nú vís með að skrifa minningargrein um hana, þegar að því kæmi. Jú, jú, sagði ég, við skulum sjá hvor skrifar um hverja. Mér er því ljúft að færa þessi minningabrot í letur. Komið er að kveðjustund. Við Guðjón, ásamt fjölskyldu, kveðjum Önnu Þorsteins og biðjum henni Guðs blessunar. Þökkum henni fyr- ir umhyggjuna og umburðai’lyndið, sem hún leiddi inn í líf okkar. Ég bið góðan Guð að fylgja henni til ljóssins, megi hún hvíla í friði. Einkadóttur hennar, Önnu Pálu, Sveini og dætrum þeirra, ásamt fjölskyldum, vottum við okkar dýpstu samúð á sorgarstundu. Steinunn Njálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.