Morgunblaðið - 26.11.1997, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 26.11.1997, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 55 BRÉF TIL BLAÐSINS MECALUX VISTVÆNN grunnskóli, Ecole de Tournai, í Belgíu. Arkitekt: Prófessor Jean Wilfart. Vistvænir grunnskólar Frá Gesti Ólafssyni: UM ÞESSAR mundir eru íslensk sveitarfélög að veija milljörðum króna til byggingar skólahúsnæðis víðs vegar um landið í kjölfar þess að ákveðið hefur verið að allir grunnskólar skuli vera einsetnir. Eins og kunnugt er tóku sveitarfé- lögin við grunnskólanum 1. ágúst 1996 og í lögum um grunnskóla frá 1995 segir að einsetningu grunn- skólans skuli vera að fullu lokið að sex árum liðnum frá gildistöku lag- anna. Bygging þessa húsnæðis er umtalsvert átak fyrir flest sveitarfé- lög og svo kostar líka mikið fé að reka þessar byggingar og halda þeim við þegar að því kemur. Öll átaksverkefni af þeirri stærð- argráðu sem hér um ræðir geta verið tvíbent og það sérstaklega þegar um er að ræða jafn litla þjóð og íslendingar eru. Þetta ætti sagan að hafa kennt okkur. Hér nægir að minna á fjárfestingu okkar í öll- um nýsköpunartogurunum (síðu- togurunum) eftir að hugmyndir um skuttogara höfðu komið fram. Allir þessir síðutogarar eru nú horfnir af sjónarsviðinu. Hættan er nefni- lega sú að svona átaksverkefni séu framkvæmd samkvæmt ríkjandi hugmyndafræði, að framkvæmdin verði of einsleit og mismunandi kostir og nýjungar ekki nægilega vel kannaðar og rannsakaðar. Alltof auðvelt er að hanna þessar bygg- ingar samkvæmt „stæl“ líðandi stundar i stað þess að kafa dýpra í þetta verkefni og velta fýrir sér þeim möguleikum sem þarna kunna að finnast. Samt vita allir hve erf- itt og dýrt getur verið að breyta byggingum sem ekki standast kröf- ur tímans. Auk þess að taka tillit til breyt- inga og framfara í kennsluháttum, sem sjálfsagt er að nýir skólar taki fullt tillit til, hefur víða verið lögð á það áhersla að undanförnu að nýjar skólabyggingar séu hannaðar þannig að þær verði eins vistvænar og kostur er, taki mið af sjálfbærri þróun og setji gott fordæmi í þess- um efnum þannig að jafnvel sé hægt að nota þær fyrir „kennslu- tæki“ á þessu sviði. Fyrir fimm árum gerðist ísland aðili að Dagskrá 21 ásamt 180 öðrum löndum. Með þessari aðild höfum við skuldbundið okkur til að stuðla að sjálfbærri þróun hér á landi. Mörg þeirra mála sem Dagskrá 21 tekur til eiga sér stað- bundnar rætur og því er eðlilegt að sveitarstjórnir eigi þar frum- kvæði. íslensk sveitarfélög þurfa reyndar í kjölfar þessarar sam- þykktar nú að marka sér um- hverfisstefnu eða svokallaða Stað- ardagskrá 21 og framkvæmda- áætlun í kjölfar hennar á grund- velli sjálfbærrar þróunar. Nú fer því íjarri að íslendingar séu al- mennt farnir að gera sér grein fyrir alvöru þessara skuldbindinga og í hverju þær felast. Víða hafa samt kennarar verið opnir fyrir þessum málum, reynslan hefur sýnt að börn á grunnskólaaldri eiga mjög auðvelt með að tileinka sér þá grundvallarhugsun sem hér liggur að baki. Vistvænar grunnskólabyggingar geta því verið mjög mikilvægt kennslutæki til þess að fá nemend- ur til þess að setja sig inn í þessi mál. Byggingar mynda það um- hverfi sem við flest búum við dag- lega; í þeim er notaður um helming- ur af allri orku sem við notum; í byggingar er notaður um helmingur af öllu hráefni í iðnaði og um helm- ingur af þeim efnum sem eyða óson- laginu. Efnisval og orkunotkun í slíkum byggingum skiptir því miklu. Skólar eru líka stórir vinnu- staðir sem velta árlega miklu fé, nota mikið af vatni, pappír og öðr- um efnum sem geta verið skaðleg umhverfmu og skila líka frá sér miklu magni af frárennsli og rusli. Mikill fjöldi fólks kemur í skólana á hveijum degi og notar mismun- andi ferðamáta. Öll þessi atriði bjóða upp á góðar eða slæmar lausnir hvað umhverfið varðar. í þessu átaki sem nú er verið að gera í íslenskum skólabyggingum eru fólgnir miklir möguleikar á að sýna fram á hvernig hægt er að byggja og reka vistvæn mannvirki. Þegar upp er staðið kann það að vera eitt af því mikilvægasta sem skólakerfið getur kennt grunn- skólanemendum. GESTUR ÓLAFSSON, arkitekt og skipulagsfræðingur. Ánægður með upplýsinga rit ríkisstj órnar innar Frá Páli Ólafssyni: ÉG KOM nýlega inn á bensínstöð og tók þar ókeypis eintak af riti sem ríkisstjórnin gaf út fyrir nokkru. Ég hafði ekki séð ritið áður, en hafði tekið eftir nöldri nokkurra þing- manna vegna útgáfu þess og sár- móðguðum leiðara í Degi af sömu ástæðu. Eftir lestur þessa greinagóða upp- lýsingarits um fyrstu tvö ár rík- isstjórnarinnar get ég ekki annað en lýst ánægju minni. Þarna er að finna á einum stað mjög gott yfirlit um það sem ráðuneytin hafa verið að gera. Textinn er að mestu leyti frásögn af framvindu verkefna og tilgangi þeirra. Auðvitað er ritið ekki hlutlaust, en þarna er ekkert skrum. Það er rétt aðeins í inngangi ritsins sem ráðherrarnir beija sér á bijóst, en skiljanlega lýsa menn yfir ánægju með það sem áunnist hefur. Þessi útgáfa er það vel heppnuð að ég hef ekki séð nema eina efnislega athugasemd við hana. Það er ótrú- lega lítið miðað við efnismikið rit um starfsemi heillar ríkisstjórnar. Útgáfa á svona upplýsingariti er í samræmi við auknar kröfur um að aimenningur geti fylgst með störfum stjórnvalda. Ekki er á fjölmiðla að treysta til að fá greinargott yfirlit af þessu tagi. Þeim hættir til að elt- ast aðeins við æsifréttir líðandi stundar af vettvangi stjórnmálanna. PÁLL ÓLAFSSON, Kleppsvegi 38, Rvík. Lagermál enu okkar séngrein Bjóðum aliskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þjonusta - þekking - raúgjöl. Áratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Sirazsmur SUNDABORG 1, RVK • SlMI 568 3300 • FAX 568 3305 VETRAllFClltlHlt - YAMIAIH VAI III! KJIRÍBMFIÐ OKKAB SEBSVIÐ Skemmtisiglingar vikulega á nýjustu glæsiskipum heimsins, CARNIVAL - IMAGINATION, DESTINY O.FL. Fljótandi hallir færa þig milli blómskreyttra eyja undir hitabeltissól þar sem golan gælir við þig og ekkert mun skorta. DOMINIKANA - hvíldardvöl á fegurstu eyjunni með drifhvítar pálmastrendur, hálft fæði eða allt innifalið, matur, drykkir, skemmtanir. RIO MERENGE - nýjasta trompið, 5 stjömu glæsistaður, eða CAPELLA BEACH RESORT, afar vinsælt. Brottför vikulega. Bestu kjör. Flug 2 fyrir 1. Gistisamningar á hálfvirði. Sérverð í nóv. til des. Pantið núna! THAILAND - ný ímynd, það besta á bestu stöðum á besta verði, allt árið fyrir einstaklinga, félög, klúbba, vinnuhópa o.s.frv. Hópferð með fararstjóra 15. jan. ‘98. Frábært verð! FERÐASKRIFSTOFAN SÉRFARGJÓLD til Asíu, Ástralíu, Afríku, Suður-Ameríku. HEIMSKLUBBUR ICOLFS Munið að betri ferðirnar eru oft ódýrari og ánægjulegri. Austurstræti 17 4 hæö 101 Reykjavfl( Reynslan mælir með ferðum Heimsklúbbsins. Simi 56 20 400, fax 562 6564 NICOTINELL GETUR HJÁLPAÐ ÞÉR TIL AÐ HÆTTA AÐ REYKJA. Tilboð á NICOTINELL nikótín tiggjó dagana 27., 28. og 29. nóvember nk. NICOTINELL tyggjó 4 milligrömm, 84 stykki kr. 1499. NICOTINELL tyggjó 2 milligrömm, 84 stykki kr. 999. INGÓLFS APÓTEK Oott bragð til að "®tta að reykja. KRINGLUNNI REYKJAVÍK SÍMI 568 9970
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.