Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hyggjast flytja hrútasæði til Bandaríkjanna Morgunblaðið/Jónas HRÚTURINN Hnúður á bænum Fagradal í Mýi dal bíður fengitímans og virðist kominn vel á veg með að stanga sundur stíuna sína. TVEIR bandarískir bændur hafa farið fram á að kaupa sæði úr hrútum hér á landi og sagði Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir lyá Búnaðarsambandi Suður- lands, í gær að stefnt væri að því að senda sæðið út í febrúar. Að hans sögn barst fyrirspurn um að fá keypt sæði í fyrravet- ur og í haust hefði verið tekið sæði með það í huga að frysta, en það hefði ekki tekist sem skyldi. Sæði tekið á fengitíma „Það er mín reynsla að erfið- lega gengur að fá sæði til að lifa af utan fengitíma," sagði hann. „Þannig að nú liggur fyr- ir að taka sæði á fengitimanum um leið og tekið er sæði til sauðfjársæðinga og reyna að senda þeim þetta út í febrúar." Hann sagði að ekki yrði hægt að senda sæðið út fyrr þar sem gera yrði ákveðin próf, þar á meðal berklapróf. Tekin hefðu verið sýni í haust og í þeim hefðu ekki verið nein smitefni sem Bandarikjamenn væru hræddir við. Hins vegar hefði verið hætt við að senda þau sýni út í haust þar sem kostnað- ur við hverja sendingu væri það mikill. \ Sæðið er flutt.í köfnunarefn- iskút og sagði Þorsteinn að það væri auðveldara en að senda dýrið sjálft. Þannig fengi við- skiptavinurinn einnig sæði úr einum 15 hrútum, sem þýddi meiri breidd í innflutninginn. Hann sagði að í Kanada væri íslensk fjárhjörð og hefði stofn- inn verið að breiðast út, meðal annars til svæða í Bandaríkjun- um. Þætti þetta sauðfé harð- gert og þroskast vel. Einnig fyrirspurn frá Svíþjóð Að sögn hans hefur einnig borist fyrirspurn um hrútasæði frá Svíþjóð, en fyrirvarinn hefði verið of stuttur til að afgreiða hana. „Hins vegar má segja að þetta sé hvort tveggja ákveðin viður- kenning á þeirri ræktun sauð- fjár, sem farið hefur fram hér á landi,“ sagði Þorsteinn. Síbrota- manns enn leitað LEIT stendur enn yfir að sí- brotamanni sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald til 22. desember. Tveir menn voru teknir eftir innbrot í Hafnar- firði snemma í nóvember og úr- skurðaðir í gæsluvarðhald. Héraðsdómur féllst ekki á framlengt gæsluvarðhald nema annars þeirra en Hæstiréttur staðfesti síðan varðhaldið til 22. desember. Að sögn rannsóknarlögreglu í Hafnarfirði hefur mannsins verið leitað en rúm vika er síð- an úrskurður Hæstaréttar féll. Báðir mennirnir voru úrskurð- aðir í varðhald vegna rann- sókna á meintum afbrotum þeirra og vegna síbrotagæslu sem hefur í for með sér að þeir skuli sitja inni þar til dómur í máli þeirra 'fellur. Mennirnir hafa báðir margoft komið við sögu hjá lögreglu vegna afbrota um langa hríð. Morgunblaðið/Ásdls Föndrað fyrir jólin Stefnumarkandi dómur um trjágróður á lóðamörkum Aspir skulu fjarlægðar Samtök seljenda skipatækja Völdu sýn- inguna FishTec ‘99 SAMTÖK seljenda skipatækja hafa samþykkt að lýsa yfir stuðn- ingi við FishTech ‘99 sjávarút- vegssýninguna sem til stendur að halda hér á landi, að því er segir í frétt frá samtökunum. Á fundi sínum sl. haust hafi samtökin ákveðið að fresta þess að ná samstöðu um hvaða sýningu taka skyldi þátt í en ljóst væri að valið stæði á milli tveggja, ís- lensku sjávarútvegssýningarinn- ar, sem haldin verður á vegum Nexus, og FishTech ‘99 sem hald- in verður á vegum Sýninga ehf. Hafi aðilar orðið sammála um að meirihlutinn réði því hvor sýning- in yrði fyrir valinu. Á fundi samtakanna í gær hafi síðan verið ákveðið að mæla með FishTech. Þau fyrirtæki sem að ákvörðuninni standi séu Sínus ehf., Friðrik A. Jónsson ehf., Radíómiðun ehf., ísmar hf., Raf- hús ehf., Raför ehf., Brimrún ehf., R. Sigmundsson ehf., og Skipa- radíó ehf. UNDIRBtíNINGUR jólanna er kominn á fullt hjá mörgum. Mömmumorgnar, eða for- eldramorgnar eins og sumir vilja kalla þá, eru í fiestum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði í gær að brátt yrði lagt fram frumvarp um að af- skriftir aflaheimilda verði bannaðar, en gengið yrði frá tillögum þar að lútandi í desember. „Þar verður lagt til að afskriftir verði ekki heimilaðar," sagði Þor- steinn í samtali við Morgunblaðið. „Um þetta var á sínum tíma ágrein- ingur og fór í dómsmál. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niður- stöðu að heimila ætti afskriftir, en minnihlutinn taldi ekki vera rök fyr- ir því á grundvelli gildandi laga. Ég lýsti þegar yfir því að ég væri sam- Þar er verið að undirbúa jólin, t.d. þjá Dómkirkjusöfnuðinum, þar sem myndin er tekin. Birna Ólafsdóttir er fremst á mynd- inni með son sinn Hilmar Má Gunnlaugsson. mála minnihlutanum og nú hillir undir að þessu verði komið í það horf með löggjöf." Hefur ekki afturvirk áhrif Hann sagði að þetta myndi ekki hafa afturvirk áhrif. Ekki hefði ver- ið lagt mat á það um hve miklar fjárhæðir væri að ræða, heldur íýrst og fremst verið lögð áhersla á að búa til rökréttar reglur. „Aðalatriðið er það að veiðiréttur- inn rýrnar ekki vegna þess að auð- lindin er endurnýjanleg," sagði Þor- steinn. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur kveðið upp dóm þess eftiis að sext- án alaskaaspir sem standa á mörkum tveggja lóða í vesturbæ Kópavogs skuli fjarlægðar innan 30 daga að viðlögðum dagsektum. Vísað er til þess að rætur trjánna hafi valdið skaða á frárennslislögn og að hætta sé á því að þær eigi eftir að brjóta upp stétt og malbik í heimreið. Þá er einnig fallist á að aspir séu óheppilegar við heimreið og bif- reiðastæði þar sem límkenndur vökvi úr fræhulsum þeirra sé hvim- leiður á lakki bifreiða. Lögfræðing- ur Húseigendafélagsins segir þetta stefnumarkandi dóm, þar sem aspir séu ört vaxandi vandamál, í orðsins fyllstu merkingu. „Klögumál út af öspum á lóða- mörkum verða sífellt fleiri. Hér áð- ur fyrr var þetta kannski eitt mál á ári, en nú líður varla sú vika að ekki komi upp einhver álitaefni út af gróðri á lóðamörkum og þar eru það aðallega aspirnar sem eru söku- dólgarnir," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, lögfræðingur Húseig- endafélagsins. Að hans sögn hefur aðeins einu sinni áður verið dæmt í viðlíka máli, en það var árið 1993, Hann sagði að aðdragandi máls- ins hefði verið sá að í upphafi árs hefði hann beitt sér fyrir því að settir yrðu á fót fjórir starfshópar til þess að endurskoða ýmsa þætti varðandi bæði fískveiðistjórnarlög- gjöfina og meðferð á aflaheimildum auk skattalegrar meðferðar á sölu aflaheimilda. Þegar þessir hópar skiluðu áliti hafi hópur skipaður af fjármálaráðuneyti hafið vinnu að til- lögugerð og kvaðst Þorsteinn vænta þess að tillögurnar yrðu tilbúnar í desember þannig að hægt væri að fjalla um þær á Alþingi í upphafi næsta árs. þegar aspir sem taldar voru skyggja á voru fjarlægðar í Rauða- gerði í Reykjavík. Skýrari reglur um gróður á lóðamörkum væntanlegar Sigurður Helgi segir dóminn nú stefnumarkandi, þó að niðurstaðan komi í sjálfu sér ekki á óvart. „Nið- urstaðan er í góðum takti við óskráðar reglur grenndár- og ná- býlisréttar sem um þetta gilda. Pær reglur byggjast aftur á hagsmuna- mati, þar sem vegnir eru saman hagsmunir fasteignareiganda af því að geta ræktað hvað sem hann vill og hegðað sér eins og hann vill á sinni eign og svo hagsmunir ná- grannans af því að fá notið sinnar eignar í friði og verða ekki íyrir óþarfa óþægindum og ónæði.“ Þá segir Sigurður Helgi að í nú- gildandi byggingareglugerð séu af- ar fáskrúðugar reglur um gróður, en í þeirri reglugerð sem taka eigi gildi um næstu áramót sé tekið sér- staklega á gróðri á lóðamörkum. Þar sé meginreglan sú að gróður á lóðamörkum megi ekki vera yfir 1,80 m á hæð og hávaxin tré ekki nær lóðamörkum en 3 m. Kjaradeila lækna Fundi slitið og nýr ekki boðaður SAMNINGAFUNDI lækna og ríkisins lauk í gærkvöldi án þess að deiluaðilar færðust nær lausn. Ingunn Vilhjálms- dóttir, formaður samninga- nefndar lækna, sagði að lækn- ar ætluðu að halda að sér höndum í samningamálum um hríð. „Við höfum samband við ríkissáttasemjara þegar við erum reiðubúin,“ sagði hún. Ingunn sagði að ekkert nýtt hefði komið fram á fundi í gær. Aðallega hefði verið tek- ist á um málefni unglækna, sem hafa tilkynnt að frá næstu mánaðamótum muni þeir draga úr yfirvinnu. Sjávarútvegsráðherra boðar nýtt lagafrumvarp Afskriftir aflaheim- ilda verði bannaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.