Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 6
I 6 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþýöuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1995 og í skoðanakönnunum síðan Spurt í nóvember 1997. Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Nóv,- Kosn. des. Feb. Maí Nóv. 1995 1996 1997 1997 1997 Annað 1,9 0,4 0,8 0,0 0,3 7,2 Kvennalisti 0,7 0,4 0,7 0,8 c=a m £EEJ Þjóðvaki E|o- *A, 3,8 3,7 .□□□ -■ís^ íp- Jafnaðarmannaflokkur Hvort mundir þú segja að þú værir stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Hlutfall þeirra sem svara Maí’97 Nóv. ’97 Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands Sjálfstæðisflokkur bætir við sig og fær 44% fylgi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN bætir við sig fylgi og fengi 44,5% at- kvæða ef gengið yrði til þingkosn- inga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvís- indastofnun gerði fyrir Morgunblað- ið 12.-23. nóvember. I könnun stofnunarinnar í maí fékk flokkurinn 36% stuðning en í síðustu þingkosn- ingum var kjörfylgi hans 37,1%. Fylgisaukningin frá síðustu könnun er vel tölfræðilega marktæk. Framsóknarflokkurinn hefur endurheimt stöðu sína sem næst- stærsti flokkurinn. Stuðningur við hann er nú 17,4%, sem er reyndar nánast sama fylgi og í maí, þegar það var 17,3%. í kosningunum fengu framsóknarmenn 23,3%. Alþýðubandalagið hefur dalað þótt sú fylgisbreyting sé á mörkum þess að vera marktæk, fær nú 14,2% fylgi en hafði 20,1% í síðustu könnun. Fylgið nú er nánast það sama og kjörfylgið 1995, sem var 14,3%. Fylgi Alþýðuflokksins er nú 9,9%, nærri helmingi minna en í maí. Samdráttur fylgisins er töl- fræðilega marktækur. í þingkosn- ingunum fékk flokkurinn 11,4% at- kvæða. „Jafnaðarmannaflokkur“ úr 4% í tæplega 11 10,9% kjósenda nefna sjálfir, að- spurðir hvaða flokk þeir hyggist styðja, „Jafnaðarmannaflokk“. Pessi möguleiki var einnig nefndur í þremur síðustu könnunum en þá nefndu u.þ.b. 4% kjósenda þennan kost. Fylgi Kvennalistans dalar nokk- uð, var 4,8% í síðustu könnun en er nú 2,2%. í síðustu kosningum var fylgi samtakanna 4,9%. Örfáir svarendur nefndu Þjóð- vaka, eða 0,7%. í þingkosningunum fékk flokkurinn, sem nú hefur breytzt í stjómmálafélag, 7,2% fylgi- Mikill munur á stuðningi kynja við Sjálfstæðisflokk og Alþýðu- bandalag Þegar niðurstöður könnunarinn- ar eru greindar nánar eftir þjóðfé- lagshópum kemur t.d. í ljós að fylgi Alþýðuflokksins er langmest á Reykjanesi eða 17,5%. Framsókn- arflokkur er sterkastur á lands- byggðinni að vanda, fær þar 27,8% fylgi en um 12% á suðvesturhom- inu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er 50,3%, 45,1% í Reykjaneskjördæmi og 37,5% á landsbyggðinni. Alþýðubandalagið er sterkast í Reykjavík, með 16,9% fylgi. „Jafnaðarmannaflokkurinn" hefur svipað fylgi um allt land. Fylgi Aiþýðuflokks og Fram- sóknarflokks er svipað meðal karla og kvenna. Hins vegar styðja 49% karla Sjálfstæðisflokkinn en 40,1% kvenna. Fylgi Alþýðubandalagsins skiptist á hinn veginn; 10,8% karla styðja flokkinn en 18,2% kvenna. Kvennalistinn hefur stuðning 0,9% karla og 3,5% kvenna. Fylgi „Jafn- aðarmannaflokksins" er svipað hjá báðum kynjum. Fylgi Sjálfstæðisflokks er mest meðal stjórnenda og æðstu emb- ættismanna og Framsóknarflokk- urinn fær mestan stuðning hjá bændum og sjómönnum. Þó vekur athygli að fylgi Alþýðuflokks er mest hjá stjórnendum og æðstu embættismönnum, 16,3%. Fylgi „Jafnaðarmannaflokks“ er mest hjá vélamönnum og ófaglærðum, nærri 20%. Hafa ber í huga að skekkjumörk eru mun víðari þegar úrtakinu er skipt upp með þessum hætti. Þegar úrtakinu er skipt eftir aldri vekur athygli að fylgi Fram- sóknarflokksins er mest hjá yngstu aldurshópunum en fylgi „Jafnaðar- AF NIÐURSTOÐUM könnunar Félagsvísindastofnunar er augljóst að hin mikla umræða undanfarið um sameiningu eða sameiginlegt framboð núverandi stjórnarand- stöðuflokka hefur haft áhrif á kjós- endur. Þegar spyrlar Félagsvís- indastofnunar spurðu „ef alþingis- kosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú mjmdir kjósa?“ svöruðu 10,9% af þeim, sem á annað borð nefndu flokk eða lista, því til að fyrra bragði að þeir myndu kjósa jafnað- armannaflokk eða sameiginlegt framboð vinstri manna, þótt enn sé enginn slíkur flokkur eða framboð til. Hluti kjósenda vinstri flokkanna virðist því í raun vera kominn fram úr flokksleiðtogunum, sem væntan- lega túlka þessi skilaboð sem hvatn- ingu um að halda áfram sameining- arviðræðum. Sennilegt má telja að fylgistap Alþýðubandalags og Alþýðuflokks frá síðustu skoðanakönnun skýrist að verulegum hluta af því að hluti kjósenda þeirra vili frekar styðja sameiginlegt framboð en gömlu flokkana. Þegar skoðað er hvað kjósendur núverandi stjórnarand- stöðuflokka í síðustu kosningum hyggjast kjósa nú, kemur í ljós að 17% kjósenda Alþýðuflokks nefna nú ,jafnaðarmannaflokkinn“, 16% kjósenda Alþýðubandalags, 35% kjósenda Þjóðvaka og 7% kjósenda mannaflokksins" er mest hjá þeim eldri. Stuðningsmönnum ríkisstjóm- arinnar ijölgar Spurt var í könnuninni hvort menn væru fylgismenn ríkisstjórn- arinnar eða andstæðingar. Þegar miðað er við þá, sem svöruðu spurn- ingunni, kemur í ljós að stuðnings- mönnum stjórnarinnar hefur fjölg- að frá í maí. Þeir eru nú 46,9% að- spurðra, en voru 40,2% í maí. í könnun Félagsvísindastofnunar var stuðzt við slembiúrtak úr þjóð- skrá, sem náði til 1.500 manns á aldrinum 18 til 80 ára, af öllu land- inu. Nettósvarhlutfall er 72,2%, sem telst ágætt í könnun af þessu tagi. Félagsvísindastofnun telur að Tvennt vekur einkum athygli í niðurstöðum skoðanakönnunar Fé- lagsvísindastofnunar, ------------7--------- skrifar Olafur Þ. Stephensen. Annars vegar sterk staða Sjálf- stæðisflokksins og hins vegar stuðningur við Jafnaðarmannaflokk“ sem enn er ekki til. Kvennalistans. Hins vegar vekur at- hygli að 12% þeirra, sem kusu Sjálf- stæðisflokkinn í síðustu kosningum, nefna nú sameiginlegt framboð jafnaðarmanna sem sinn kost. Að öðru leyti eru kjósendur Sjálfstæð- isflokksins honum tryggir; 79% kjósenda hans 1995 hyggjast kjósa hann aftur. En vegna þess hvað Sjálfstæðisflokkurinn er stór eru 12% af kjósendum hans upp undir helmingur af þeim, sem nú segjast myndu kjósa ,jafnaðarmannaflokk- inn“. Minna verður á að samanburð- ur af þessu tagi er ekki tölfræðilega marktækur, vegna þess hvað búið er að skipta úrtakinu í litla hópa. úrtakið endurspegli þennan aldurs- hóp meðal þjóðarinnar allvel. Spurt var hvað menn myndu kjósa ef alþingiskosningar yrðu á morgun. Þeir, sem sögðust ekki vita það, voru spurðir aftur hvað þeir teldu líklegast að þeir kysu. Segð- ust menn enn ekki vita, voru þeir spurðir hvort líklegra væri að þeir kysu Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern vinstri flokkanna og þeim,; sem sögðust myndu kjósa vinstri flokka, deilt niður á þá í hlutfalli við. svörin við fyrri spurningum. Með' þessu fer hlutfall óákveðinna úrf 33,9% eftir fyrstu spuminguna nið- ur í 7,5%. Alls segjast 8,8% myndu skila: auðu eða kjósa ekki og 9,7% neita! að svara. Hann gefur þó einhverja vísbend-: ingu um flakk á milli flokka. Sjálfstæðisflokkur sterkur Hitt atriðið, sem stendur upp úr í niðurstöðum könnunarinnar, er sterk staða Sjálfstæðisflokksins. Þar eru hefðbundnar skýringar nærtæk- astar; Sjálfstæðisflokkurinn fer með forystu í ríkisstjóm á sama tíma og uppgangur er í efnahagslífinu, kjarasamningar afstaðnir og lítið um deilur eða hneyksli á stjórnar- heimilinu. Ekki einu sinni hvellurinn vegna gjaldskrárhækkunar Pósts og: síma virðist bitna á flokknum. Ekki verður séð að sameiningar-; umræðumar á vinstri vængnum | valdi neinum liðsflótta að ráði frá: t.d. A-flokkunum yfir til Sjálfstæð-: isflokks. Sé litið á sundurgreining- ■ una á því, hvað menn kusu 1995 ogj hvem þeir segjast nú styðja, sést þól að 11% kjósenda Alþýðuflokksins segjast nú myndu styðja Sjálfstæð- isflokkinn. Hér þarf þó ekki að vera annað á ferðinni en hið hefðbundna flakk ákveðins hóps kjósenda millií Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. f Hið góða ástand efnahagsmál-. anna virðist hins vegar ekki komai hinum stjómarflokknum, Fram-1 sóknarflokknum, til góða. Niður- ': stöður könnunarinnar gætu verið! staðfesting á þeiiri gömlu trú | margra framsóknarmanna að sam- j starf við Sjálfstæðisflokkinn komi alltaf niður á fylginu. Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Þeir sem taka afstöðu, flokkað eftir aldri. 18-24 ára Alþýðufl. |____113,8% Framsóknarfl. 21,1% Sjálfstæðisfl. Alþýðub.lag Kvennalisti [| V Þjóðvaki 10,9% Jafnaðarm.fl. [] 2,7% Annað [o,7% 25-34 ára 35-44 ára 45-59 ára [U]8,6% HB 20,7% □ 8,4% 1111,6% ■ [v]8,o% ll: :: ■I118,2% 7] 44,1 | ~~ 143,3 r I' ■12,9% iBHBð 20,0% i ^ 111,7% 02,6% 02,5% 0 2,2% j 0,9% j 0,9% | 0,7% □ 9,5% [ 113,4% 1 111J% 10,6% | 0,0% 10,0% 60-80 ára ■ Þ.7% 14,8% 47,5 ||li§l§43,9 Rjósendur fram úr flokkum í sameiningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.