Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR AUGNABLIK . . . Hækkun á gjaldskrá vegna hundahalds í Reykjavík Fyrsta leyfisveiting hækkar um tæp!7% GJALD fyrir fyrstu leyfisveitingu vegna hundahalds í Reykjavík hækkar á næsta ári úr 8.440 kr. í 9.800 kr, eða um 16,7%, og gjald fyrir leyfisveitingu eftir að frestur til að skrá hund er útrunninn hækk- ar úr 12.600 kr. í 14.900 kr., eða um 18,3%. Heilbrigðisnefnd Reykjavík- ur hefur samþykkt gjaldskrána, en eftir er að staðfesta hana í borgar- ráði og borgarstjóm. Að sögn Odds Hjartarsonar, for- stöðumanns Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, er gjaldskráin vegna hundahalds óbreytt milli ára að öðru leyti en að tekið er tillit til kostnaðarbreytinga sem orðið hafa. Hann sagði að miðað væri við að rekstur af starfsemi heilbrigðiseft- irlitsins vegna hundahalds kæmi út á núlli ár hvert og því færi það eftir fjölda hunda og tekjum vegna hand- sömunar hver útkoman yrði. Tæki fyrirhuguð hækkun á næsta ári þannig mið af því hver væntanleg útkoma yrði fyrir þetta ár. Gjaldskrá fyrir leyfi til hunda- halds hefur verið óbreytt að upp- byggingu í nokkur ár, en á sínum tíma gerði umboðsmaður Alþingis athugasemdii' við gjaldskrána og var henni breytt til samræmis við athugasemdir hans. Öll sunnudags- til fimmtudagskvöld fram aö jólum Verö 2.890 kr. Hádegi, 12., 13. og 14. des. Verö 2.890 kr. He,mi igar og laugardagar) Qe/if////1 //h/)/'//1 Þakkargjöröarhlaöborö 27.-30. nóv. (Thankí giving) Málþing um stráka í skóla Strákum líður verr í skóla en stelpum Ingólfur V. Gíslason EFNT verður til mál- þings undir yfirskrift- inni strákar í skóla á vegum Karlanefndar jafn- réttisráðs og menntamála- ráðuneytisins á Grand hóteli í dag. Málþingið stendur frá 13-17 og tilgangurinn sá að auka umræðu um stöðu stráka í íslenskum skólum. Inga Dóra Sigfúsdóttir deildarstjóri Rannsókna- stofnunar uppeldis- og menntamála kynnir niður- stöður rannsóknar um líðan og árangur kynjanna í skól- um, Hafsteinn Karlsson skólastjóri segir frá nýju til- raunaverkefni í Selásskóla þar sem drengjum er gefínn kostur á meiri líkamlegri út- rás, Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólakennari segir frá starfi og hegðun drengja í kynskiptum leikskóla og Jónína Bjartmarz formaður Heimilis og skóla segir reynslusögur. Þá taka til máls Lilja Jónsdóttir kennari við Háteigsskóla, Sigurð- ur Þórir Þórisson segir frá skóla- göngu sinni, Niels Kryger pró- fessor í uppeldisfræði við Danska kennaraháskólann fjallar um drengi og grunnskólakennslu og að því búnu verða pallborðsum- ræður með þátttöku Björns Bjamasonar menntamálaráð- herra, Sigurðar Svavarssonar for- manns Karlanefndar jafnréttis- ráðs, Gerðar Óskarsdóttur fræðslustjóra, Matthíasar Hall- dórssonar aðstoðarlandlæknis, Bjöms Ragnarssonar umsjónar- manns Mótorsmiðju og Lámsar R. Haraldssonar framhaldsskóla- nema. Ráðstefnustjóri er Ólafur Stephensen blaðamaður en mál- þingið er öllum opið meðan hús- rúm leyfir. - Hvers vegna er málþingið haldið? „Innlendar og erlendar rann- sóknir hafa lengi bent til þess að nokkur hópur drengja ætti undir högg að sækja í skólakerfinu. Karlanefndin hefiu- lengi haft áhuga á því að hefja umræðu um það og setti sig því í samband við menntamálaráðuneytið í vor til þess að leita eftir samstarfi. Er- indinu var mjög vel tekið og skip- uð undirbúningsnefnd til þess að vinna að þessu málþingi." - Hefur ekki verið talið hingað til að stelpur fengju ekki næga at- hygli í skólakerfinu? „Jú, það hefur verið ein hugsun- in og megnið af því starfi sem unnið hefur verið í menntakerfinu út frá kynjaforsendum hefur mið- ast við það að styrkja stöðu stelpnanna. Um það er allt gott að segja en síðan er hópur drengja sem vissulega fær athygli í skóla en hún er fyrst og fremst af nei- kvæðum toga. Þeir verða miklu frekar fyrir agaaðgerð- um en stelpumar og einnig þurfa drengir á íslandi, líkt og á öðrum Norðurlöndum, miklu frekar á sérkennslu að halda. Þá eru þeir oftar sendir til þess að leita sér sál- fræðiaðstoðar. íslensk athugun á sérkennslu sýnir að þótt drengir og stúlkur fái sömu einkunn í lestri eru þeir frekar sendir í sér- kennslu en þær, sem bendir til þess að hún sé notuð til þess að taka á einhverju öðru en lestrar- örðugleikum." - Hvað er þetta stór hópur drengja sem á við örðugleika að stríða? „Við sjáum ef til vill vísbending- ► Ingólfur V. Gíslason fæddist í Reykjavík árið 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Kópavogi árið 1976, BA- prófi í stjórnmálafræði frá Há- skóla íslands árið 1981 og dokt- orsgráðu í félagsfræði frá há- skólanum í Lundi árið 1990. Að því búnu starfaði hann hjá Iðju og skrifaði sögu félagsins, Bjarmi nýrrar tíðar, og var ráð- inn á Skrifstofu jafnréttismála í febrúar 1995. Kona hans er Björk Óttarsdóttir leikskóla- kennari og eiga þau þrjú börn. ar um stærð þegar í Ijós kemur í innlendri rannsókn að 10-15% stráka finnst námið tiigangslaust. Það er helmingi fleiri en stúlkum- ar.“ — Að hvaða leyti pluma stelp- urnar sig betur? „Þær skila betri árangri á sam- ræmdu prófunum, meira að segja í stærðfræði. Lengi var hangið í þeirri goðsögn að líffræðilegur munur kynjanna gerði að verkum að drengir væru betur búnir undir nám og störf í stærðfræði og stelpur í tungumálum. Nú slá þær strákunum við á báðum sviðum, sem gerir þessar líffræðilegu skýringar að engu.“ - Hvemig horfír þetta við hér í samanburði viðhin Norðurlöndin? „Við berum okkur gjaman sam- an við þaú en í miklu víðtækari at- hugun á stöðu kynja í skólakerf- inu í verulegum hluta Evrópu kemur í ljós að munur milli kynj- anna er áberandi mikill á íslandi, hvað kunnáttu varðar. Ekki er þar með sagt að ofgert hafi verið við stelpurnar, svo sannarlega ekki, en karlanefndin vill að hugað sé að sterkum og veikum hliðum kynjanna í skólakerfinu og þau hvort um sig studd þar sem á þarf að halda. Kannanir sýna líka að þó svo að stelpurnar séu famar að standa sig betur er van- trú þeirra á sjálfum sér enn íyrir hendi. Strák- arnir á hinn bóginn em jafn trúaðir á eigin getu, þótt þeir standi sig verr en áður.“ - Er skýringarinnar að leita í fjársvelti skólakerfísins? „Danski fyrirlesarinn mun vera þeirrar skoðunar að gmnnskólinn eins og hann er uppbyggður í dag hreinlega henti ekki drengjum, of mikil áhersla sé lögð á kyrrsetu og kurteisi, aga og huggulegheit, í stað þess að fá að læra gegnum reynsluna og nota líkamann. Stundum mætti halda að likaminn þyki óheppilegt viðhengi við heil- ann, aðalviðfangsefni skólans." Strákar fá fremur neikvæða athygli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.