Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp til laga um yfirtökutilboð nær ekki til þeirra sem þegar eru skráðir á Verðbréfaþingi Gegn samþjöppun o g til vemdar smærri hluthöfum Umræður um reglur um yfírtökutilboð í viðskipt- um með hlutabréf eiga sér nokkurra ára sögu hér á landi. Frumvarp sem viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Al- þingi gengur í sömu átt og þingsályktunartil- laga tveggja þingmanna frá því í upphafi áratug- arins. Pétur Gunnars- son kynnti sér sögu málsins. HLUTHAFA, sem kemst í þá að- stöðu að ráða beint eða óbeint yfir þriðjungi hlutafjár eða atkvæða- magns í hlutafélagi, verður gert skylt að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa hlutafé þeirra á sambæri- legum kjörum verði frumvarp, sem viðskiptaráðherra hefur lagt fram um starfsemi kauphalla og skipu- legra tilboðsmarkaða, að lögum. Mikil umræða fór fram hérlendis um lagasetningu af þessu tagi í upphafi áratugarins og í mars 1992 samþykkti Alþingi þingsályktunar- tillögu Matthíasar Bjarnasonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar þar sem lagt var fyrir viðskiptaráðherra að leggja fram frumvarp þessa efnis þannig að það gæti orðið að lögum 1. janúar 1993. Raunar hófst umræða um yfir- töku og samþjöppun eignaraðildar í hlutafélögum í kjölfar Reykjavík- urbréfs sem Morgunblaðið birti 11. mars 1990. Þar var m.a. gerð að umtalsefni rúmlega þriðjungs eign- araðild Eimskipafélags ísiands að Flugleiðum. í framhaldi af þessu lýstu for- svarsmenn Eimskips-þeim viðhorf- um að skrifin sýndu að Morgun- biaðið lifði og hrærðist í rómantík fortíðarinnar en ekki gallhörðum raunveruleika nútímans. í febrúar 1991 lögðu svo tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Matthías Bjarnason og Eyjólfur Konráð Jónsson, fram þingsálykt- unartillögu á Alþingi um að við- skiptaíáðherra yrði þegar falið að undirbúa lög sem tækju gildi eigi síðar en 1. janúar 1993. Þar skyldi miðað við að aðila sem eignast hefði 33,3% hlutafjár í hlutafélagi yrði skylt að kaupa allt hlutafé félagsins á sömu kjörum og aug- lýsa tilboðsskilmála. Vernda hagsmuni minni hluthafa í greinargerð með tillögunni sögðu flutningsmennimir að tilgangur slíkrar laga- setningar væri að vemda hagsmuni hluthafa, ekki síst minnihluta innan hlutafélaga, og að hafa eftirlit með því að einok- unaraðstaða og samþjöppun valds á fárra hendur yrði ekki til að skaða hagsmuni einstaklinga og þjóðfé- lagsins. „Er orðið tímabært að setja reglur sem tryggja að einstaklingar eða lögaðilar geti ekki náð virkum yfírráðum hlutafélaga með því að kaupa tiltekinn hluta hlutafjárins sem tryggir þeim slík yfirráð án þess að þeim sé um leið gert skylt að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa þeirra hluti,“ segir í greinar- gerðinni. Þeir Matthías og Eyjólfur Kon- ráð vísuðu til þess að Evrópusam- bandið (þá Evrópubandalagið) og mörg-önnur ríki væru að undirbúa löggjöf af þessu tagi. Nauðsynlegt væri að hliðstæð lög giltu hér og í sameinaðri Evrópu. Þingsályktunartillagan fékkst ekki samþykkt á þessu þingi, en eftir þingslit, í júlí 1991, komst málið enn í umræðuna þegar al- þjóðlega ráðgjafarfyrirtækið En- skilda skilaði skýrslu um verðbréfa- markaðinn á íslandi. Þar var lagt til að gripið yrði til sömu ráðstaf- ana og Matthías og Eyjólfur Kon- ráð höfðu lagt til. Enskilda vildi að reglur um yfirtökutilboð yrðu settar í lög um samkeppni og við- skiptahætti. Reglurnar tækju mið af samræmdri löggjöf Evrópusam- bandsríkja og gerðu ráð fyrir að aðili, sem eignaðist 33,33% hlut í félagi, yrði skyldaður til að bjóða í bréf allra hluthafa og nytu allir hluthafar þá sama verðs. Þegar Alþingi kom að nýju sam- an haustið 1991 lögðu Matthías og Eyjólfur Konráð tillögu sína fram á nýjan leik. Eftirlit með samþjöppun valds í framsöguræðu sinni sagði Matthías Bjarnason m.a. að reglur um yfirtökutilboð og almenn tilboð í hlutafélög hefðu í aðalatriðum tvíþættan tilgang. Annars vegar að vernda hagsmuni hluthafa, ekki síst minni- hlutans, í þeim hlutafé- Iögum sem yfirtökutilboð væri gert í. Hins vegar væri tilgangurinn sá að hafa eftirlit með því að einokunaraðstaða og samþjöppun valds í fárra hendur yrði ekki til skaða á kostnað einstaklinga og hagsmuna þjóðfélagsins í heild. Matthías sagði að á síðustu árum hefði áhugi almennings á því að leggja fé í hlutafélög farið vaxandi. Það væri óheppilegt að einstakir aðilar gætu stjórnað slík- um félögum nánast eins og einka- fyrirtækjum, án þess að eiga nema tiltölulega takmarkaðan hlut í þeim. Það væri tímabært að setja reglur sem tryggðu að einstakling- ar eða lögaðilar gætu ekki náð slíkri aðstöðu án þess að þeim væri um leið gert skylt að kaupa út aðra hluthafa. Yrði þetta ekki gert væri hætt við því að sú staða kæmi upp að stór hluti hluthafa sæti uppi með verðlaus eða verð- minni hlutabréf en þeir áttu fyrir yfirtökuna. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra taldi tillöguna vera athyglis- verða. Réttarbætur á þessu sviði væru hið þarfasta mál. Viðskipta- ráðherra sagði nauðsynlegt að hafa í huga að ákvæði samnings- ins um Evrópskt efnahagssvæði myndu leiða til þess að gera yrði breytingar á hlutafélagalöggjöf- inni. Tillaga þingmannanna tengd- ist þessum breytingum. Þær hug- myndir sem þingsályktunartillag- an byggðist á yrðu hafðar í huga við aðlögun að Evrópuréttinum. í máli Eyjólfs Konráðs Jónsson- ar kom fram að atvinnurekstri yrði almennt best fyrirkomið í hlutafélagaformi en það yrði að reyna að sníða af því þá agnúa sem menn hefðu misnotað. Rann- veig Guðmundsdóttir, þingmaður Alþýðuflokks, tók undir tillöguna og lýsti stuðningi við hana og einn- ig Kristinn H. Gunnarsson, Al- þýðubandalagi og Jón Helgason, Framsóknarflokki. Falið að setja lög fyrir 1. janúar1993 Tillagan var samþykkt á þessu þingi, í mars 1992. Samkvæmt henni lagði Alþingi fyrir viðskipta- ráðherra að leggja lagafrumvarp um yfirtökutilboð fyrir næsta Al- þingi þannig að lög um málið tækju giidi eigi síðar en 1. janúar 1993. Þegar slíkt frumvarp var ekki komið fram í mars 1995 beindi Matthías Bjarnason fyrirspurn til viðskiptaráðherra og spurði hvers vegna ráðherrann hefði ekki farið að fyrirmælum Alþingis sam- kvæmt þingsályktunartillögunni. Sighvatur Björgvinsson, þáverandi viðskiptaráðherra, svaraði því til að höfð hefði verið hliðsjón af þingsályktunartillögunni við setn- ingu nýrra laga um hlutafélög árið 1994, þar sem réttindi minnihluta voru aukin. Breytingarnar sem ráðherrann vísaði til voru gerðar 1994 og fól- ust í því að hluthafa sem ætti 90% hlutafjár í hlutafélagi var gert skylt að innleysa hlut annarra hluthafa. í eldri lögum hafði sams konar skylda hvílt á móðurfélagi sem eignaðist 90% í dótturfélagi, en nú var krafan gerð til allra hlut- hafa, hvort sem um var að ræða móðurfélag eða ekki. Sighvatur sagðist í svari við fyrirspurn Matt- híasar ekki hafa vitað annað en að þingið, sem afgreiddi hlutafé- lagalögin með þessari breytingu, og allir umsagnaraðilar um málið hefðu talið þetta fela í sér eðlilega lausn og framkvæmd þingsálykt- unartillögunnar. Sighvatur sagði ekki unnt að meta áhrif þess á minnihluta í þeim fáu félögum sem skráð væru á Verðbréfaþingi, ef ákveðið hefði verið að miða við sem almenna reglu lægra mark en 90% eignar- aðild, t.d. 33,33%. Óvíst væri hvort Alþingi hefði talið rétt að setja slíka reglu og alls óvíst væri hvern- ig þeirri tillögu reiddi af í Evrópu- sambandinu og á EES. Þessa yfirlýsingu gaf viðskipta- ráðherra síðustu ríkisstjórnar við lok síðasta kjörtímabils, í mars 1995. Engu að síður lagði núverandi við- skiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, á dögunum fram fyrrgreint frum- varp til laga um starf- semi kauphalla og skipu- legra tilboðsmarkaða. Frumvarpið er samið af nefnd sem ráðherrann skipaði í vor. í því er að finna sér- stakan kafla um yfirtökutilboð þar sem gert er ráð fyrir því að sú meginregla, sem þingsályktunartil- laga Matthíasar Bjarnasonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar mælti fyrir um, verði leidd í lög. í greinar- gerð með frumvarpinu er m.a. vísað til tillögunnar með því að segja að Alþingi hafi ályktað um nauðsyn þess að setja í íslensk lög ákvæði um yfirtökutilboð. Sú regla sem 19. grein frum- varpsins mælir fyrir um og verður að lögum, öðlist frumvarpið sam- þykki Alþingis, er á þá leið að hafi 33,33% eignarhlutur eða atkvæðis- réttur í skráðu hlutafélagi verið beint eða óbeint yfirtekinn skuli öllum hluthöfum gefmn kostur á að afhenda eignarhlut sinn með sambærilegum kjörum. Þetta gildir um félög skráð í kauphöllum, hvort sem um bein kaup eða yfirráð yfír atkvæðisrétti er að ræða, eða ef aðili öðlast rétt til að tilnefna eða setja af meiri hluta stjórnar í félagi eða ef aðili hefur öðlast veruleg áhrif á starfsemi félags á grund- velli samþykkta þess eða með samningi við það. Hið sama á við um 33 ‘/3% óbein yfirráð í skjóli samninga við aðra hluthafa. Þessi skylda verður þó ekki lögð á þau félög sem hafa verið opinber- lega skráð á Verðbréfaþingi Islands fyrir gildistöku laganna nema því aðeins að eignarhlutur einstaks aðila fari niður fyrir 33,33% eftir gildistöku laganna, en þá tekur ákvæði laganna gildi, ef viðkom- andi eykur hlut sinn á ný að þessu marki. Einnig er í frumvarpinu ákvæði um að þegar yfírtökutilboð er sett fram sé skylt að semja og gera opinbert tilboðsyfirlit þar sem allar upplýsingar um tilboðið koma fram. I greinargerðinni segir að í mörg ár hafi staðið til að taka til endur- skoðunar ákvæði gildandi réttar um yfirtökutilboð, en slík ákvæði sé ekki að finna í hlutafélagalögum. „Verði sú tillaga sem hér er gerð um yfirtökutilboð, samþykkt af Alþingi, mun ísland bætast í hóp þeirra ríkja sem sett hafa í lög ákvæði um þetta áður en slíkt verð- ur beinlínis skylt að gera sam- kvæmt ákvæðum í tilskipun frá ESB. Hér er og gert ráð fyrir að skylt sé að gera tilboð, hafi yfir- tökuaðili eignast 33 Vz% af heildar- atkvæðisrétti í hlutafélagi sem er opinberlega skráð í kauphöll. Við- miðunin er hin sama .og gerð er tillaga um í [...] drögum ESB að tilskipun um yfirtökutilboð, en aðr- ar viðmiðanir þekkjast í Evrópu, t.d. er miðað við 30% í Bretlandi, samkvæmt ólögfestum reglum sem þar gilda,“ segir m.a. í greinargerð- inni. Nær ekki til þeirra sem þegar eru á verðbréfaþingi í rökstuðningi fyrir því að regl- urnar eigi ekki að ná til þeirra hlutafélaga sem þegar hafa verið skráð í kauphöll við gildistöku lag- anna segir: „Eðlilegt er [...] að við setningu laga sé tekið tillit til þess [að hér er um nýmæli í lögum að ræða] og aðilum, sem ekki hefur verið gert skylt að hlíta slíkum reglum, sé gefíð svigrúm til þess að halda áfram viðskiptum með sín hlutabréf í kauphöll. Rétt þykir að taka tillit til þess og þrengja ekki þann rétt með frumvarpinu sem slík félög hafa notið hingað til eða gert er ráð fyrir að þau njóti að þessu leyti. Líta verður til þess að eigendur hluta í félögum, sem þeg- ar hafa verið skráð, hafa keypt hluti í þeim án tillits til þess að þeir hafí slíkan rétt. Einnig verður að gera ráð fyrir að þau félög, sem óska eftir opinberri skráningu hlutabréfa sinna fyrir gildistöku þessa frumvarps, muni gera sérstaklega grein fyrir þessari stöðu í skráningarlýsingu sinni og munu fjárfestar meta það hvort þeir vilji eignast hlut í slíku félagi eða ekki og á hvaða verði.“ Alþingi fékk frumvarpið til með- ferðar í síðustu viku og var því vísað til nefndar að lokinni fyrstu umræðu. Þingsálykt- unartillaga samþykkt árið 1992 Ólík afstaða tveggja við- skiptaráð- herra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.