Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 15 LANDIÐ Álftagerðisbræð- ur á faraldsfæti Tónleikar í Þingeyjar- sýslum HINIR landsfrægu söng- bræður frá Alftagerði í Skagafirði ætla að bregða sér austur i Þingeyjarsýslur um helgina og halda tónleika á Þórshöfn, Raufarhöfn og Húsavík. Með þeim í för verða bræðurnir og undir- leikararnir Stefán og Jón Gíslasynir. Fyrstu tónleikarnir verða í Þórsveri á Þórshöfn föstu- dagskvöldið 28. nóvember kl. 21. Þar verður ekki einungis sungið, því hagyrðingarnir Jóhannes bóndi Sigfússon og Kristján Magnússon koma einnig fram á tónleikunum. Á laugardaginn verða tón- leikar í Hnitbjörgum á Rauf- arhöfn kl. 16 en tónleikaferð- inni lýkur svo með kvöld- skemmtun á Hótel Húsavík. Auk svananna frá Álftagerði mun blikinn úr Laufási, séra Pétur Þórarinsson, stíga þar á svið. Hótel Húsavík býður upp á jólahlaðborð og að lok- inni söngskemmtun verður stiginn dans. Frést hefur af þeim Álfta- gerðisbræðrum syngjandi hér og þar um landið á und- anförnum mánuðum, m.a. fyrir húsfylli tvö kvöld í röð á Hótel íslandi. Það sem þeir hafa sungið fram til þessa hafa þeir einungis litið á sem þátt í æfingum fyrir tónleik- ana um næstu helgi. Þá syngja þeir einmitt fyrir Þingeyinga sem þeir bræður telja einna kröfuhörðustu og jafnframt skemmtilegustu áheyrendur sem fyrirfinnast hér á landi, enda tónlistin þeim í blóð borin. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason GESTIR fengu að smakka færeyskt slátur, skerpukjöt og danskan mat. Norræn bóka- safnsvika haldin í Stykkishólmi Stykkishólmi - Amtsbókasafnið, grunnskóiinn og Norræna félagið í Stykkishólmi tóku þátt í norrænu bókasafnsvikunni „í ljósaskiptunum - Orðið í norðri“, sem haldin var á Norðurlöndunum fyrir skömmu. Dagskrá vikunnar hófst á mánu- dag. Þá las Jón Júlíusson leikari kafla úr Egilssögu við kertaijós og gestum var síðan boðið upp á kaffi, smákökur og söl. Vel var mætt í dagskrána, milli 70 og 80 manns, og þar smökkuðu margir í fyrsta sinn söl. Á miðvikudagskvöldið kynnti Norræna félagið starfsemi sína og kom Ólína Jónsdóttir frá Akranesi og sagði frá fjölbreyttu starfi Nor- rænu félaganna. í Stykkishólmi hef- ur Norræna félagið starfað til margra ára. Á laugardeginum var boðið upp á dagskrá sem nefndist „Matur á Norðurlöndum". Þar flutti Hallgerð- ur Gísladóttir safnvörður erindi um íslenska eldamennsku. Hún sagði frá matargerð íslendinga fyrr á öldum og geymslu á mat. Þá talaði Daina Zaidi, ritari í sænska sendiráðinu, um matarvenjur í Svíþjóð og norski sendikennarinn Kjell Magnar Öks- endal sagði frá hefðbundnum norsk- um mat, sem var þó mismunandi eftir aðstæðum og svæðum í Norgi eins, og t.d. lútfiski og lefsum. Þá sungu 3 Hólmarar þær Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Lára Agnarsdóttir og Sigrún Jónsdóttir vísur frá flest- um Norðurlöndum. Gestum var síðan boðið að smakka á ýmsu matarkyns frá Norðurlöndum. Klæmint Anton- íusson, tannlæknir í Stykkishólmi er Færeyingur og hann var með skerpukjöt og færeyskt slátur, frá Finnlandi komu tveir fínnskir réttir. Maturinn bragðaðist vel Boðið var upp á sænskar kjötboll- ur, grafinn lax, lefsur, seikjöt og danska og norska osta, færeyskt slátur og skerpukjöt og fleira. Dag- skráin var fjölbreytt, skemmtileg og vel sótt. Gestir fóru mun fróðari um matargerð á Norðurlöndum og eins bragðaðist vel maturinn sem þeir fengu að smakka. Norrænu sendi- ráðin í Reykjavík aðstoðuðu við undirbúning dagskrárinnar og var gott að leita til þeirra. Á Amtsbókasafninu og skólasafni grunnskólans var til sýnis norrænt efni þessa viku. Ólafsvíkurkirkja Biskupsheimsókn og tónleikar Ólafsvík - í tilefni af 30 ára af- mæli Ólafsvíkurkirkju kom biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, í heimsókn til Ólafsvíkur og þjónaði fyrir altari í afmælismessu sunnu- daginn 16. nóvember. Að því loknu var haldin afmælisveisla í Félags- heimilinu Klifi þar sem sýndar voru ljósmyndir af byggingu kirkjunnar og hátíðlegum athöfnum á síðast- liðnum 30 árum. Segja má að afmælisár Ólafsvík- urkirkju hafi náð hámarki á afmæl- isdaginn 19. nóvember sl. þegar kirkjukórinn hélt tónleika í kirkj- unni. Einsöngvari var Veronika Oster- hammer og gestur kórsins var barnakórinn undir stjórn Svavars Sigurðssonar tónlistarkennara. Hljóðfæraleikaramir Kay Wiggs og Ian Wilkington léku á túpu og píanó. einnig söng kirkjukórinn. Stjórnandi kirkjukórsins er Kjartan Eggertsson skólastjóri Tónlistar- skólans. Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum ÓLAFUR Skúlason þjónaði fyrir altari. Kirkjan var fullsetin í afmælis- messunni og á tónleikunum. Tón- listarfólkinu var vel fagnað og kór- inn söng mörg aukalög. Gáfu kross á Setbergskirkju Grundarfirði - Við messu sunnu- daginn 2. nóvember sagði sr. Karl V. Matthíasson sóknarprestur frá minningargjöf þeirra systkina, Dagbjartar og Hreins á Berserks- eyri, en þau gáfu smíði og uppsetn- ingu kross á Setbergskirkju og er hann endurgerð þess trékross sem var á kirkjunni fram yfir miðja öldina. Gjöfin er tileinkuð minningu for- eldra þeirra, Ástrósu Ágústu Elís- dóttur og Bjarna Sigurðssonar hreppstjóra, en 100 ár eru liðin frá fæðingu þeirra. Smíði krossins annaðist Tré- smiðja Pálmars Einarssonar. Þess má geta að kirkjan hefur verið færð í upprunalegt horf frá 1892 eins og húsfriðunarnefnd sam- þykkir hana. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Björgunarsveit Hornafjarð- ar eignast nýjan bíl Höfn-Nýverið eignaðist Björgun- arsveit Hornafjarðar nýjan bíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Er hann hið öflugasta torfærutröll, mik- ið breyttur, kominn á 44 tommu dekk auk þess sem fjölmargar aðrar breytingar hafa verið gerðar á hon- um. Bílnum var breytt i Toyota- umboðinu sem færði sveitinni ýmsan búnað í bílinn að gjöf. Hann er búinn GPS siglingatækjum með mjög ná- kvæmum leiðréttingabúnaði þannig að farið er að tala um að staðar- ákvörðun skakki jafnvel innan við einn metra. Öll fullkomnustu tæki til fjarskipta eru í bflnum. Björgunarsveitarmenn segja að fyrst og fremst hafí verið ráðist í kaupin vegna þeirra breytinga sem hafi orðið á ferðamennsku í landinu. Sífellt fleiri ferðamenn sæki inn á hálendi og jökla og því sé mikilvægt að ráða yfir farartækjum sem kom- ast hratt og örugglega yfir. Ekki spilli fyrir að bíllinn kemur örugglega að góðu gagni við hinar sendnu strendur sýslunnar ef þar verða óhöpp. Félagar í sveitinni sýndu hinum nýja bfl mikinn áhuga og margir vildu fá að taka í hann. Kom það mörgum á óvart hversu góðum akst- urseiginleikum bíllinn er gæddur þegar tekið er tillit til allra breyting- anna sem gerðar hafa verið á honum. r JL Morgunblaðið/Stefán ölafsson NÝR bíll Björgunarsveitar Hornafjarðar. SÓKNARBÖRN héldu sr. Bjarna Guðjónssyni og konu hans Aðal- björgu Aðalbjarnardóttur kveðjusamsæti í Végarði. Hákon Aðal- steinsson veislustjóri afhenti Aðalbjörgu útskorna drottningu. Sr. Bjarni heldur á kóng sem hann fékk við sama tækifæri. Hlynur á Miðhúsum skar út. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson SÉRA Bjarni Guðjónsson í predikunarstól Valþjófs- staðakirkju í kveðju- messu sinni þar. Sóknarprestur kveður Geitagerði - Nýlega kvaddi séra Bjarni Guðjónsson sóknarprestur á Valþjófsstað í Fljótsdal söfnuð sinn með messu í Valþjófsstaða- kirkju. Mikið fjölmenni var við athöfnina, sem staðfesti þær vin- sældir er þau hjón hafa notið hér í sveit. Séra Bjarni var vígður til Val- þjófsstaðasóknar 1. júní 1963 og hefur starfað hér allan sinn emb- ættisferil. í messulok ávarpaði prófasturinn, séra Einar Þ. Þor- steinsson á Eiðum, séra Bjarna og þakkaði honum góð störf. Að athöfn lokinni bauð sóknar- nefnd kirkjugestum til kvöldverð- ar í félagsheimilinu Végarði. Þar voru ávörp flutt, kirkjukórinn söng, börn og unglingar léku á hljóðfæri og sungu, auk þess var mikill almennur söngur, enda hafa Fljótsdælingar lengi verið þekktir að því að taka hressilega undir. Þá voru þeim hjónum, séra Bjarna og frú Aðalbjörgu, færðar góðar gjafir frá sveitungunum. Má þar nefna tvo gripi, útskorna af snill- ingnum Hlyni Halldórssyni frá Miðhúsum, en það eru kóngur og drottning úr birki og lerki sem vaxin eru í Fljótsdal með áletrun eftir Hákon Aðalsteinsson. I embættistíð séra Bjarna hefur verið reist ný kirkja, sem nú á síðustu árum hefur verið endur- bætt, forkirkja með skrúðhúsi stækkuð með nýjum og reisulegri tumi. Kirkjan hefur verið flóðlýst að utan og miklar endurbætur gerðar á kirkjulóðinni. Þá hefur íbúðarhúsið verið endurbætt og útihús reist á umræddu tímabili. Má þvi segja að þau hjón skilji vel við staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.