Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ _______________________LISTIR Ævisaga Einars H. Kvaran Einar H. Kvaran Gils Guðmundsson BÆKUR Ævisaga í NÆRVERU SÁLAR - MAÐURINN OG SKÁLDIÐ eftir Gils Guðmundsson. Setberg 1977, 320 bls. EINAR Hjörleifsson Kvaran (1859-1938) var einn af hinum áhrifamestu menntamönnum þessa lands frá því á síðasta hluta nítj- ándu aldar og til dánardægurs. Hann var mikilsvirtur ritstjóri blaða og tímarita vestanhafs og austan um langt skeið, áhrifamaður í stjórnmálum, mikilsvirtur fyrirles- ari og eitt helsta skáld sinnar sam- tíðar. Hann orti ljóð, samdi smásög- ur, langar skáldsögur og leikrit. Þá þýddi hann öll ósköp úr erlendum málum og um árabil var hann einn helsti ritdómari landsins. Frá því laust eftir aldamótin var hann mikill áhugamaður um spíritisma og gerð- ist hann einn mikilsvirtasti for- göngumaður um þau málefni þegar leið á ævina. Það var síður en svo lognmolla í kringum Einar H. Kvaran á langi'i og starfsamri ævi. Allt frá því á menntaskólaárum stóð hann í styrj- öldum, oftast nær á ritvellinum. Ófáar voru ritdeilurn- ar sem hann átti í og stóðu sumar þeirra lengi og gátu orðið ill- vígar á stundum. En ritdeilumar gátu líka orðið góð dæmi um rökfími, djúpa og ag- aða hugsun. Er þar helst að minnast rit- deilu þeirra Sigurðar Nordals, sem svo merk er talin að hún var gefín út á bók ekki fyrir löngu. Ein- ar H. Kvaran átti bæði góða og einlæga vini og marga hat- ramma óvildarmenn, því að pennan- um gat hann beitt af vígfimi þegar á þurfti að halda. Fremur einkennilegt er til þess að hugsa að ævisaga þessa svip- mikla, mikilhæfa manns og góða skálds skuli ekki hafa birst á bók fyrr. Hlutdeild hans í menningar- sögunni er meii'i en svo að hann megi gleymast. En mér er ekki grunlaust um að nokkuð sé farið að fenna yfir minningu hans og bók- menntaarfleifð. Sjaldan er minnst á sögur hans og ljóð og leikrit hans sjaldan sýnd. Og deilumar skörpu og snjöllu heyra fortíðinni til, að undanteknu því sem fyrr var nefnt. Það er því vissulega þakkarvert að Gils Guðmundsson skuli hafa tekið sig til og ritað ítarlega ævi- sögu þessa merka manns. Gils hefur á löngum rithöfundarferli sýnt að hann gerir slíka hluti vel. Hann kann þá list að rekja sig eftir heim- ildum og skila þeim svo frá sér að úr verður lifandi og áhugaverð lesn- ing. Því veldur stílleikni hans og hæfileiki til að lifa sig inn í ævi og hugarheim þeirra persóna sem hann fjallar um hverju sinni. Frá- sögn hans verður því ekki gagnrýn- in, miklu fremur byggð á skilningi á sögupersónunni. Þessari aðferð hans kann ég vel. Því ekki láta les- andanum það efth' að meta hvort Einar H. Kvaran hafði rétt fyrir sér eða rangt, var sanngjarn eða ósann- gjarn o.s.frv. í einhverju tilteknu máli? Höfuðatriðið er að staðreynd- ir liggi ljósar fyrir og það sýnist mér vera í þessari bók. Þetta er mikil bók að vöxtum, en jafnframt efnismikil. I þrjátíu og fimm köflum rekur Gils æviferil Einars og athafnir hans frá vöggu til grafar. I raun er þetta óvenju spennandi lesning af ævisögu að vera, enda var ævi Einars ekki venjuleg á neinn hátt. Bókin á því sannarlega skilið að vera lesin af at- hygli. Vera má og að hún verði til þess að vekja áhuga einhverra á því að lesa eitthvað af verkum Einars. Hver veit nema ritsafn hans sé hér og þar í hillum á heimilum, án þess að í það hafi verið litið lengi? Ef ævisagan kveikir slíkan lesraráhuga væri því vel farið. í bókin Einars felst jafnan góður og göfgandi boð- skapur og stílsnilldin er oft mikil. Talsvert er af góðum myndum í þessari bók. I bókarlok er að sjálf- sögðu heimildaskrá, ski-á yfir helstu ritverk Einars og loks nafnaskrá. Prýðilega er frá bókinni gengið af hálfu útgefandans. Sigurjón Björnsson BÓKMENNTIR Skál ilsaoa ERTA eftir Diddu. Forlagið. Reykjavík 1997. 124 bls. VIÐ lifum á öld þegar allir hafa eitthvað að segja, allir eiga eitt- hvað merkilegt í pokahominu sem þeir verða að koma á framfæri við heiminn, ef ekki á prent þá í út- varp, sjónvarp eða, þar sem nú er sagt auðveldast að fanga athygli fjöldans, á alnetið; möguleikamir eru nánast óþrjótandi. En hvað er það sem allt þetta fólk hefur að segja? Hvað er það sem þykir svo merkilegt nú en engin hefði talið ástæðu tíi að impra á við aðra manneskju áður? Jú, þetta eru innviðimir. Það þurfa allir að segja frá sínu innsta. Öllu sem bærist í haus þeirra og hjarta. Hverri frumuskiptingu, hverju taugaboði, það þarf ekki einu sinni að vera hugrenning, hvað þá hug- mynd, það er nóg að það sé granur um eitthvað slíkt, það þarf ekki nema smávægilega ertingu skyn- færanna og þá hafa jón og sigga fundið hjá sér þörf tii að opna sig. Fyrsta skáldsaga Diddu (Sigur- laugar Jónsdóttur) heitir Erta. Heiti bókarinnar á vísast að merkja að innihald hennar erti les- andann en er líka lýsandi fyrir þau einkenni tímans sem hér að ofan r PRIMAVERA RISTORANTE Hnoð var greint frá. í bókinni er sagt frá ýmiss konar ertingu sem Reykja- víkurstúlka verður fyrir á líkama og sál í dagbókarformi. Þetta era eins konar dagbókarslitur því sam- hengi kaflanna, sem era jafnmarg- ir dögum eins árs, era afar sund- uriausir. Hér talar sögumaður sem finnst hann þurfa að segja allt sem bærst hefur í huga hans þetta ár, verður að segjast að flest af því er afskaplega lítil- fjörlegt og óáhugavert. Berorðar sögur um fólk að hnoðast hvert á öðra era algengar og ýmiss konar kynlífs- þankar. Vegna sí- felldra endurtekninga á þessum lýsingum fær lesandinn það ósjálfrátt á tilfinning- una að aðaltilgangur- inn sé að erta siðferðis- kennd hans. Kannski á markmið hinna grótesku lýsinga líka að vera að vekja lesandann tii umhugsunar um líkamleik lífsins, um efnisleika hans sjálfs, en texti eins og sá sem hér fer á eftír orkar bara ekki þannig á okkur lengur sem lifum á síðustu áram tuttugustu aldar, í mesta iagi kitlar hann hláturtaug- arnar: „að fá sér fólk er svo þreyt- andi til lengdar. að fá sér fólk er Didda BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WINDOWS Fjölþættar lausnir gn KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 8055 www.treknet.is/throun eins og að fá sér eitthvað með öllu. og hvað er fólk? flasa, hor, slef, piss, sviti, hár, húð, skeggbroddar, pramp, hrotur, smellir í liðum, gnístur, kúkur, hljóð og fyrirferð." í upphafi bókar verður ekki bet- ur séð en einsemd og leit sögu- manns að ástinni séu meginþemu sögunnar en þau þynnast út eftir því sem líður á. Tilraunir sögu- manns til að minna lesandann á þessi þemu í lok sögunnar era fálmkenndar. Vangaveltur um stöðu konunnar era eins konar leiðarstef í bókinni, einkum stöðu hennar gagnvart körlum en síður í samfélaginu sem slíku. Svo era það knýjandi spurningar eins og þessi: „hvers vegna koma harð- sperrarnar alltaf tveim dögum síðar?“ Nokkuð er um stutt- ar frásagnir eða smá- sögur í bókinni og í þeim nær Didda sér einna helst á flug, nefna mætti söguna um parið sem ákveður að yfirgefa þennan heim saman vegna þess að það fær ekki að eigast. Einnig er töluvert af ljóðmáli í bókinni en fátt af því kemst í hálf- kvisti við það sem Didda birti í ljóðabók sinni fyrir tveimur áram, Lastafans og lausar skrúfur. Didda vakti athygli fyrir berorð- ar lýsingar og innsýn í undir- heimalíf Reykjavíkurborgar með þessari ljóðabók. Þar tókst ágæt- lega að veita sýn inn í heim ungrar stúlku sem hafði farið út af spor- inu. Þessi tilraun Ertu til að lýsa inn í hugarheim Reykjavíkur- stúlku er hins vegar miður heppn- uð. Endurteknar hnoðlýsingarnar og hugrenningar sögumanns um búksorgir sínar og fleira ná bara ekki að halda athygli manns. Það vantar eitthvert bindiefni í bókina, einhverja þematíska undirstöðu því að hún megnar ekki að gefa heildstæða mynd af sögumanni og heldur ekki að segja heildstæða sögu. Bókin er fyrst og fremst sundurlaust hnoð. Þröstur Helgason AUSTURSTRÆTI 9 - SlMI 561 8555 Heimildir og sannfræði BÆKUR Sagnfræði VÍNLANDSGÁTAN eftir Pál Bergþársson. 261 bls. Mál og menning. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1997. FRÓÐLEG er bók þessi fyrir margra hluta sakir. Höfundurinn byggir á Eiríks sögu rauða, Græn- lendinga sögu, fornum og nýjum rannsóknum og loks á eigin athug- un. Fomar heimildir metur hann svo að í þeim kunni margt að véra missagt og brenglað. En þar með sé hvergi sagt að þeim sé í engu treystandi. Sagnirnar um Vín- landsferðirnar séu í megindráttum trú- verðugar. Staðhættir vestanhafs, svo og annað sem hinir fornu sæfarar sögðu frá, komi í flestum tilfell- um heim við það sem við blasi eða sann- reyna megi þar um slóðir nú á dögum. Þó Vínlandsfararnir séu stór nöfti í Islandssögunni hefur mannkyns- sagan ekki enn komið auga á þá. En afrek þeirra? Sumir fræði- menn draga stórlega í efa heimild- argildi fornritanna. Er yfirhöfuð líklegt að þeir hafi séð Ameríku? Vissulega. Þvert á móti hefði verið með ólíkindum ef norræna víkinga hefði aldrei borið vestur þangað. En sú staðhæfing að þeir hafi fundið þar vínber og hveiti sjálfsáið? Páll Bergþórsson svarar því skilmerid- lega; getur þess hvar þeir muni hafa fundið hið fyrrtalda. Ennfremur hið síðartalda, enda þótt korn það, sem þeir hafi að öllum líkindum fundið, teljist ekki beint til hveitis. Höfund- ur telur hins vegar eðlilegt að þeir skyldu kalla það svo. Staðháttalýs- ingum í sögunum beri líka saman við raunveraleikann. Menn velta að vonum fyrir sér hvernig veðurfari hafi verið háttað á norðurhveli á söguöld. Páll Berg- þórsson telur að það hafi líkst því sem best gerðist á þessari öld, það er að segja á hlýskeiðinu frá 1925 tíl 65. Harðari kaflar hafi komið á milli sem þá hafí fremur svipað til veðurfarsins síðustu áratugina. Landnám á íslandi hefði aldrei gengið svo hratt og greiðlega sem raun bar vitni ef veðráttan hefði verið jafnhörð og t.d. á síðari hluta 19. aldar. Rannsóknir á austur- strönd Kanada bendi og til að gróð- urfarið þar, og þá jafn- framt loftslagið, hafi lít-: ið breyst síðustu þús-j. und árin. í Þótt margháttaðar rannsóknu og mikil vinna liggi að baki riti þessu telur undirritaður mai'kverðast hvemig höfundur metur og sannprófar hinar fornu heimildir. Það er skammsýni að ætla að þeir, sem færðu í letur fomritin, hafi litið á sig sem skáldsagnahöfunda. Nær er að segja að þeir hafi litið á sig sem sagn- fræðinga. Beinast liggur • þó við að kalla þá einfaldlega - sögumenn! Eðli málsins samkvæmt hafa þeir orðið að skrá sögur sínar eftir munnlegum heimildum, mis- jafnlega traustum. Brengluð munn- mæli, missagnir og misskilningur síðari tíma ritara veikir að sönnu heimildargildið. Margvíslegar rann- sóknir, meðal annarra þær sem Páll Bergþórsson leggui- hér fram, sanna hins vegar að fornum heim- ildum er í meginatriðum treystandi. Texti bókarinnar er studdur af fjölmörgum, uppdráttum, skýring- armyndum og ljósmyndum. Frum- heimildirnar, Eiríks saga rauða og Grænlendingasaga, era prentaðar á eftir texta höfundar. Yst sem innst ber rit þetta með sér að til þess hef- ur verið vandað eins og kostur var. Erlendur Jónsson Páll Bergþórsson Barnaskór Rautt og svart leður, lakk. St. 22—37. Verð frá kr. 3.995 til kr. 5.990. Mikiö úrval í st. 22-25. Smáskór 8»v?ré;æ a»5 barnaskí- S bláu húíl við Fákafen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.