Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 35 LISTIR Draugasaga í útgeimi KVIKMYMUR Háskólabfó „EVENT HORIZON" irk'k Leikstjóri: Paul Anderson. Aðalhlutverk: Laurence Fishburne, Sam Neill, Joely Richardson, Kathleen Quinlan. Paramount. 1997. GEIMTRYLLAR eru ein af skemmtilegri tegundum bíómynda og sá nýjasti, „Event Horizon", gerir margt gott úr forminu, einangruninni í útgeimi, óttanum við hið óþekkta, björgunartilraunum aumra jarðarbúa frammi fyrir ókunnu ægivaldi, fljótandi skipsskrokkum í óendanlegu rúmi. Og tryllirinn er spennandi, heldur athygli áhorfandans og sleppir ekki takinu svo auðveldlega. Hin myndræna útfærsla er einnig Nýjar bækur • FRANK og Jói á íslandi er nýjasta bókin í flokknum um spæjarabræð- urna knáu í þýðingu Jóns Birgis Pét- urssonar. Bókin er 138 bls. Leiðbeinandi verð er 1.580 kr. • NANCY og gamla eikin er í þýð- ingu Gunnars Sigurjónssonar og seg- ir frá því er Nancy vinnur sigur í samkeppni um nafn á skáldsögu og hlýtur að launum landskika í Kanada. Fljótlega vaknar grunur um að þar kunni að leynast gull og styrkist sá grunur er óprúttnir náungar beita ýmsum meðulum til að hafa landið af Nancy. Bókin er 94 bls. Leiðbeinandi verð er 1.480 kr. • KIM og týndi lögregluþjónninn er í þýðingu Knúts Kristinssonar og er með ágætum, sviðsmyndir góðar og vélbúnaður tignarlegur, ljóst er að ekk- ert hefur verið til sparað á ytra borðinu svo myndin stæðist kröfur áhorfenda. Það eina sem vantar er fullnægjandi þriðji þáttur handritsins nema auðvitað þú sért sérstakur aðdáandi „Helh-aiser“ Clive Barkers. Það kemur í raun ekki í veg fyrir að „Event Horizon" er ágæt afþreying lengst af. Leikstjórinn, Paul Anderson, hefur lag á að búa til spennu úr þeirri einangrun og hættu sem persónur myndarinnar flnna sig í þegar þær stýra björgunarskipi til Neptúnusar að kanna afdrif könnunarskipsins, sem ber nafn myndarinnar. Laurence Fis- hburne er hinn ákveðni og ofuryfirveg- aði foringi hópsins og maður sem áhorf- andinn vill helst fylgja í myndum sem þessum; Fishbume gerir margt býsna vel á sinn svala máta. Sam Neill er þriðja bókin um hinn úrræðagóða Kim og félaga hans. Ævintýraþráin brennur í brjósti þeirra en ævintýrin láta á sér standa. Bókin er 92 bls. Leiðbeinandi verð er 1.480 kr. Þessar bækur eru endurútgefnar hjá bókaútgáfunni Skjaldborg. • HEFND er eftir Sidney Sheldon. OLIVER Russell, ríkisstjóri í Kent- ucky, er glæsimenni með sterka út- geislun og hann ætlar sér mikinn frama í stjórnmálum, hefur tekið stefnuna á Hvíta húsið. En hann á eftir að komast að því að hefnd konu sem hefur verið svikin í ástum getur verið skelfilegri en hægt er að ímynda sér. I kynningu segir: „Þetta er bók sem tengist raunverulegum heims- viðburðum síðustu ára og gefur les- andanum innsýn í bandarískan veru- hönnuður könnunarskipsins og óskýrasta persóna myndarinnar. Joely Richardson er lífseigur tæknimaður um borð og Kathleen Quinlan, sem stendur sig vel í hvaða myndum sem er, leikur geimfara og móður sem hin illu öfl skipsins eiga auðvelt með að blekkja. Anderson stjórnar þessu liði vel og tekst best upp þegar hann fæst við hina sálfræðilega spennu, við óttann sem býr innra með skipverjum og tauga- spennuna sem myndast á milli þeirra í myrku og einkar draugalegu könnunai’- skipinu. Hann reiðir sig býsna mikið á blóð- sletturnar þegar nær dregur lokum og myndin leiðist út í dæmigerða hroll- vekju, sem verður á endanum veikasti hlekkur „Event Horizon“. En fyrir þá sem unna geimtryllum er þessi engu að síður prýðilegt stundargaman. Arnaldur Indriðason leika á sviði stjórnmála og valdamik- illa fjölmiðla.“ Útgefandi er Skjaldborg. Hefnd er 250 bls. Leiðbeinandi verð er 2.980 kr. • RISARNIR í Guilskógalandi er lit- myndabók fyrir börn. I Gullskógalandi spretta ávextir sem glóa eins og gull. Enginn hættir sér samt þangað því landið byggja ógurlegir risar. Einn þeirra rænir Helgu kóngsdóttur en hver veit nema hennar bíði þrátt fyrir allt gull og grænir skógar. Hildur Hermóðsdóttir endursagði þetta gamla íslenska ævintýri og Anna Cynthia Leplar myndskreytti. Mál og menning gefur út. Bókin er 24 síður. Prentuð í Danmörku og kostar 1.390 krónur. Hún er einnig fáanleg á ensku og heitir The Giants of the Golden Forest. Fj árhagsvandræði í leikhúsi og óperu London. The Daily Telegraph. KONUNGLEGA breska Shakespeare-leikfélagið sér fram á mikinn niðurskurð eftir að ljóst varð að skuldir þess nema nú um einni millj- ón punda, um 120 milljónum ísl. kr. Talsmenn Ieikfélags- ins, sem er eitt hið stærsta í heimi, kenna um sex ára samfelldum niðurskurði á opinberum framlögum til þess. Segja þeir niðurskurð- inn að jafnaði um 20% og að hann hafí kostað félagið um 2,6 milljónir punda, um 310 milljónir ísl. kr. Talsmenn konunglega Shakespeare-leikfélagsins segja mögulegt að reka það næstu tólf mánuði en verði framlög ekki hækkuð að nýju verði að fækka sýning- um og uppfærslum að því búnu. Styrkur frá hinu opin- bera nemur 8,9 milljónum punda, um einum milljarði ísl. kr., á ári en talsmenn leikfélagsins benda á að stjórnvöld endurheimti stærstan hluta þess, yfir 8 milljónir punda, í söluskatti af miðaverði og tekjuskatti. 100 milljónir úr breska lottóinu Þrátt fyrir að hundruð milljóna kr. renni úr breska lottóinu til menningarstofn- ana, svokallaðra flaggskipa bresks listalífs, eiga þrjú af fjórum þeirra í miklum fjár hagsörðugleikum. Svo mikl um raunar að menningar- málaráðherra Breta hefur lagt til að Þjóðaróperan og Konunglega óperan deili húsnæði. Skuldir Þjóðaróperunnar nema um fimm milljónum punda, um 600 milljónir ísl. kr„ en Konunglegu óper- unnar um sex milljónum punda, um 720 milljörðum ísl. kr. I samanburði við þetta eru skuldir Breska þjóðleikhússins smávægileg- ar en þær eru um 91.000 pund, um 10,9 milljónir ísl. kr. Fólk vill kvikmyndir og margmiðlun Því hefur verið haldið fram að hefðbundnar list- greinar á borð við Ieiklist, óperusöng, ballett og sígild tónlist séu hreinlega komnar úr tísku. Nú vilji almenning- ur fyrst og fremst sjá og heyra kvikmyndir, gaman- leiki, popptónlist, margmiðl- un, ljósmyndun og nútíma- dans: listgreinar sem njóti æ meiri stuðnings og velvildar yfirvalda. Baráttusamtök listvina í Bretlandi fúllyrða að verst hafí leikhúsin orðið úti á samdráttartímum síðustu ára. Auk skulda stóru leik- húsanna megi nefna að á síðustu tveimur árum hafi 2- 300 lítil leikfélög hætt starf- semi vegna peningaskorts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.