Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 43 ' AÐSENDAR GREINAR Dyslexia — eða bara heimska? DYSLEXIA er alþjóð- legt orð sem merkir að einstaklingur á í erfíð- leikum með lestur borið saman við aðra náms- getu og þá kennslu sem hann hefur hlotið. ís- lensku orðin sem notuð eru um börn með dyslexiu eru lestrar- og skriftarörðugleikar, les- hömlun, orðblinda, treglæsi, iestregða, les- blinda o.s.frv. 011 þessi hugtök eru í daglegu og kennslufræðilegu sam- hengi notuð sem sam- heiti án þess að segja til um ólíka eiginleika eða form á vandanum. Vel menntaðir kennarar Eitt af því erfíðara sem kennarar standa frammi fyrir í kennarastarfínu er að segja foreldrum að bamið þeirra eigi í miklum erfíðleikum með iestur, því að öll böm hefja skólagöngu sína með það að markmiði að læra að lesa. Oft greinast lestrarörðugleikar allt of seint. Ýmsar orsakir kunna að liggja því til grundvallar og vil ég nefna í því sambandi að viðhorf til yngri bama kennslu er stundum slíkt að allir geti kennst yngstu börnunum. Eitt það mikilvægasta sem grunnskólanum er ætlað að kenna er ein- mitt lestur og skrift, því allt annað nám byggist meira og minna á þess- ari kunnáttu. Það er mjög mikilvægt að í öll- um bekkjum grunnskól- ans starfi vel menntaðir kennarar, en kannski einna mikilvægast í fyrstu bekkjunum. Þar þurfum við vel menntaða kennara sem sjá strax í upphafí hvort bam þarf e.t.v. meiri aðstoð við lestur en jafnaldrar þess og þekki einkenni bama sem em í áhættuhópi hvað varðar dyslexiu. Oft era leiðbeinendur settir í það hlutverk að kenna jmgstu bömunum án þess að hafa reynslu eða þekkingu á lestr- arkennslu. Leiðbeinendur koma og fara og erfitt er fyrir unga nemendur að verða fyrir niðurlægingu i lestr- amámi sínu. Bam þarf mikinn tíma til að kynnast nýjum kennsluaðferð- um, vinnureglum og fólki. Lestrargeta hefur bein áhrif á sjálfsmynd nemand- ans sem oftast fer í mola samfara lestrarörðugleikunum. Undanfari lestrarnáms Lestrarferlið hefst ekki við skóla- göngu, því það er talið vera lífslangt ferli sem hefst í raun og vera strax við fæðingu, t.d. í samspili bams og móður. Mikilvægt er að talað sé við og lesið fyrir bamið og það kynnist bókum. Rannsóknir síðustu ára sýna að hægt er að undirbúa lestrar- og skriftamám. Þess vegna er mjög Mikilvægt er að greina dyslexiu sem fyrst, segir Dagný Annasdóttir, þannig að nemandinn fái kennslu við hæfí. mikilvægt að fylgjast vel með mál- þroska leikskólabama og grípa snemma inn í með aðstoð ef ástæða þykir. Skjót hjálp er góð hjálp. Við spöram ekki peninga með því að spara fyrirbyggjandi starf á leik- skólaaldri. Fyrstu kynni foreldra af dyslexiu í fyrstu bekkjum grannskóla verða allir varir við ef bami gengur illa að ná tökum á lestri. Það raglar saman formlíkum stöfum og þreytist fljótt. Barnið ber því þá gjarnan við að hafa „gleymt“ lestrarbókinni í skól- Dagný Annasdóttir anum eða vill ekki muna hvað það átti að lesa heima. Vegna ónógrar þekkingar á lestrarnámi kemur það fyrir að foreldrar fái upplýsingar frá skóla á þann veg að best sé að bíða og sjá til, lesturinn komi innan tíðar. Stundum fiytur bamið milli skóla eða annar leiðbeinandi með litla sem enga lestrarþekkingu kemur tii starfa sem einnig ákveður að bíða og sjá til. Þannig fer dýrmætur tími til spillis og sjálfsmynd barnsins bíður hnekki, öll orka þess fer í að fela vandamál sitt. Stundum verður vandamálið ekki ljóst fyrr en í 4.-5. bekk þegar les- greinarnar koma til sögunnar. For- eldrar standa því oft einir og ráðalitl- ir og ásaka sig um hvemig komið er fyrir bömum sínum, uppeldið hafí jafnvel.misfarist o.s.frv. Hve margir eru með dyslexiu? Menn greinir á um hversu margir séu að jafnaði með dyslexiu. Nefndar era tölur frá 1-2% og allt uppí 20%. Þessi mikli munur er vegna þess að engin ein skilgreining er viðurkennd. Rannsóknir sýna að þrír drengir á móti hverri stúlku eiga í erfiðleikum með lestur. Áhugi á lestrarörðugleik- um fer vaxandi og skilningur á því að hægt er að vinna með þessa ein- staklinga. Fjöldi kennara aflar sér viðbótarmenntunar til að geta sinnt þessum þætti innan skólans. Það er ekki lengur hægt að setja jafnaðar- merki á milli ólæsis og greindarskerð- ingar. Samt virðist hlutfallstala þeirra sem þurfa á aðstoð að halda heldur hækka en lækka á síðustu áram. Við getum spurt okkur hvers vegna en svarið er ekki einfalt. Skýr- ingar geta m.a.verið eftirfarandi: 1) Það er nauðsynlegra að kunna að lesa í nútímaþjóðfélagi en var fyrir Sláum skjaldborg um Háskóla íslands Ég skora á fjárveitinga- valdið, segir Oddný G. Sverrisdóttir, að bæta fjárhagsstöðu háskólans. FYRIR skömmu gerðu Félag há- skólakennara og Háskóli íslands og stofnanir hans með sér samkomulag í kjölfar kjarasamninga við ríkið þar sem m.a. var ákveðið að taka upp nýtt launakerfi. Launakerfið gefur Háskólanum meira svigrúm en hið gamla til að bæta kjör starfsmanna sinna ef fjármagn er fyrir hendi. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni! Kj arasamningar og fjárlagafrumvarp Þrátt fyrir að Qármálaráðuneytið hafí gert kjarasamning við Félag háskólakennara í sumar er ekki gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu að Háskólinn geti staðið við þær skuldbindingar sem samið var um, hvað þá að gera betur en lágmarks- launagreiðslur. Hvaða skilaboð er verið að senda háskólakennuram? Eftir að kjarasamningar tókust eftir margra mánaða samn- ingaþóf var því ekki að leyna að samningamenn bundu nokkrar vonir við niðurstöðuna og að nú yrðu nokkrar breytingar á kjöram starfsmanna Háskólans. Vinna án launa Undanfarin ár hefur nokkuð borið á því að erfíðlega gengur að fá kennara í þær stöður sem losna og starfandi kennarar leita annarra starfa. Auðvitað er það svo að flestir háskóla- kennarar vilja gjaman starfa að visinda- og fræðastörfum og kennslu og telja að það sem í því felst sé nokkurra aura virði og sætta sig því frekar við eitthvað lægri laun en kollegar þeirra á öðr- um ríkisstofnunum eða á hinum almenna vinnu- markaði. En það era takmörk fyrir því hvar hægt er að réttlæta lág laun hjá Háskólanum og nú gengur ekki lengur að ætlast til þess að áhuginn og trúmennska við Háskóla íslands haldi mönnum þar. Það er ekki hægt að gera endalaust ráð fyrir að vísindamenn vinni án þess að fá greitt fyrir störf sín. Vinna þeirra er í þágu þjóðarinnar allrar. Snúum vörn í sókn Við Háskólann starfa vísindamenn á heimsmælikvarða og margir íslend- ingar era nú starfandi erlendis og vilja gjaman koma heim til starfa. Ég er viss um að þjóðin vill hlúa að menntun þjóðarinnar og vill ekki að ísland njóti þess vafasama heiðurs að vera í neðsta. sæti OECD ríkja vegna framlags til háskólamenntun- ar. Undanfarin ár hefur Háskólinn verið aðkrepptur og dregið saman í rekstri eins og frekast er unnt. Nú þegar batnar í ári er rétt að leggja aukið fé til æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Ég skora á alþingismenn að taka höndum saman hvort sem þeir tilheyra stjóm eða stjómarand- stöðu og leggja til hækkun á fjárveit- ingum til Háskóla íslands. Nú er tækifæri til að snúa vörn í sókn. Geram menntun að forgangsmáli. Höfundur er dósent ogformnður Félags háskólakennara. Oddný G. Sverrisdóttir 25 - 35 áram. 2) Kennarar og for- eldrar era betur á verði gagnvart dyslexiu. 3) Aukin þekking á málinu. Orsakir dyslexiu í niðurstöðum rannsókna hafa ver- ið settar fram tilgátur um orsakir dyslexiu. Margt hefur skýrst og þekking á fyrirbærinu aukist en þó er ýmislegt óljóst ennþá. Orsakimar hafa verið tengdar bæði erfðum og umhverfí. Sálfræðingar, talmeina- fræðingar og sérkennarar hafa lagt áherslu á að skoða þætti í þessu sam- bandi: • líffræðilegir þættir s.s. sjón og heym • tilfínningalegir og félagslegir þættir s.s. heimilisaðstæður, óreglu- leg skólaganga o.fl. • málkunnátta og málnotkun • skólinn, bekkjaramhverfið þ.e. samskipti innan bekkjarins, náms- gögn, ör kennaraskipti, kennsluað- ferð sem ekki hentar nemandanum e.t.v. vegna hraðrar yfirferðar og innlagnar á nýju námsefni o.fl. • innri hvatning; að bamið hafí vilja og áhuga • lestrarfyrirmyndir • rejmsla Greining á dyslexiu Mikilvægt er að greina vandann sem fyrst þannig að nemandinn fái kennslu við hæfi. Vandinn getur tengst slökum málþroska eða slæmri sjón- eða heyrnrænni skjmjun eða * öðram þáttum sem hafa bein áhrif á lestramám. Þeir sem greina dyslexiu eru sérkennarar í grannskólum eða við skólaskrifstofur, Lestrarmiðstöð Kennararaháskóla Islands og aðrir þeir sem hafa sérþekkingu á fyrir- bærinu. Nýlega kom nýtt greiningar- próf á markaðinn sem heitir Aston Index og var samið af Margaret J Newton og Michael E. Thomson sem bæði kenna við Aston háskólann i Englandi. Prófið byggir m.a. á rann- sóknum þeirra á orsökum þess aðr.. böm með góða greind lenda í miklum erfíðleikum við lestur og skrift. Erfið- leikar bama með lestur og skrift era ólíkir og því er mikilvægt að greina vandann strax í upphafí skóla og meta veikar og sterkar hliðar barns- ins Lokaorð Rannsóknir sýna að böm og full- orðnir með dyslexiu hafa eðlilega greind og því er ekki rétt að tengja dyslexiu og greindarskerðingu. Það viðhorf hefur verið alltof ríkjandi að allir geti fengist við kennslu yngri barna. Svo er ekki því þar þurfum við fólk með ákveðna grandvallar- þekkingu í lestrar- og skriftamámi. Grannskólar landsins þurfa vel menntaða kennara á sviði lestrar til starfa í 1. bekk, vegna þess að þar er lagður grannurinn að farsælu lestramámi. Höfundur er kennslu- og sér- kennsluráðgjafi á Skólaþjónustu Eyþings á Akureyri og sjálfstætt starfandi sérkennslu- og tal- meinafræðingur, Talmeinastofan lestur - mál ehf., Akureyri. AÐAUGLÝSINGAR FÉLAGSSTARF Aðalfundur Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna Árbæ, Sel- ási og Ártúnsholti verður haldinn fimmtudaginn 4. desember kl. 20.30 í Hraunbæ 102 b. Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur. Stjórnin. Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi verð- ur haldinn í Valhöll við Háaleitisbraut fimmtu- daginn 4. desember kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin HÚSNÆÐI ÓSKAST íbúð í vesturbæ Óska eftir að taka á leigu 3ja til 4ra herb. íbúð, helst í vesturbænum, með eða án húsgagna. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í símum 511 5515 eða 892 2526. Aðalfundur — Jólafundur Félag sjálfstæðismanna í Laugarnesi heldur aðalfund fimmtudaginn 4. desember nk. Fundurinn verður haldinn á Hótel Esju og hefst kl. 19.30. Gestur fundarins verður Júlíus Vffill Ingvars- son. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Eftir aðalfund verður jólafundur og jólahlað- borð. Stjómin. f$torðunl»tabfó - kjarni málsins! c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.