Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 44
 44 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Börn, unglingar og tónlistarhöll ÞEIR SEM síst eiga hrós skilið frá íslensku þjóðinni eru þingmenn hennar. Það er bókstaflega ógerningur að koma því að hvernig sem reynt er. En auðvitað eru þeir starfsmenn -^jþjóðarinnar sem ég vildi helst geta hælt. Allir vilja það. En þau, sem við kusum til að sjá hagsmunum okkar borgið, hafa með undarlegum hætti skotið sér und- an ábyrgð og þjóð- hagslegum ákvarðanatökum. Stundum er eins og þeim sé ekki sjálfrátt. Sumir af foringjunum eru svo úti á þekju, að þeir muna ekki nöfn hvers annars. Þingmenn hafa eytt milljörðum í þvílíkar endaleysur, að halda mætti að íslendingar væru annaðhvort rík- „asta þjóð í heimi, eða byggi við abyrgðarlaust einræði. Eg ætla ekki að lengja greinina með rök- stuðningi þessara fullyrðinga. Það geri ég seinna. Nú vil ég snúa að máli sem þingmönnum virðist aldrei ætla að skiljast hvað er mikilvægt fyrir alla aldurs- hópa. Löngu áður en nýja hæsta- réttarhúsið, perlan, ráðhúsið og svo mætti lengi telja voru á dag- skrá, var þjóðin búin að kalla eft- ^ir barnaspitala og tónlistarhúsi. öpítalinn er nú kominn á dagskrá og það er vel, en á hitt stórmálið er ekki minnst. í upptalningu þessari átti barnasjúkrahús að hafa forgang, svo tónlistarhöll. Reyndar er stutt síðan stjórnvöld gáfu útgerðarmönnum stóran Albert Jensen hlut í raðsmíðaskipum og kvóta í ofanálag sem nægt hefði fyrir barnasjúkrahúsi og tónlistarhöll. Þrátt fyrir allt þetta og á sama tíma og kvalið fólk fær ekki liðsinni sjúkrahúsa vegna rangrar forgangsröð- unar og fjármálaspill- ingar hins opinbera, mundi ég varla þora að minnast á bygg- ingu tólistarhallar, ef ég gerði mér ekki ljóst uppeldislegt og menn- ingarleiðandi gildi hennar. Þar sem söng- og hljóm- listargleði yfirleitt ríkir, á illskan erfitt uppdráttar. Gleðin sem fólg- in er í góðum söng göfgar og færir manneskjurnar á hærra Tónlistarhöll yrði ekki bara menningarlegur aflgjafi, segir Albert Jensen, heldur gæti hún einnig haft uppeld- islegt gildi fyrir böm og unglinga. plan. Börn og unglingar sem örv- uð eru til hljómlistar hverskonar, eru í áberandi minni hættu af varasömum umhverfislegum áhrifum. Tónlistin agar þessa hópa á mildan hátt og án allra óþæginda. Leiðir þá í reynd inn í ljósið. Flestir vita að hægt er að afskræma allt, líka músík. Þar mundi tónlistarhöll skilja ljótleik- ann frá. í slíkri höll væru margar vistarverur umhverfis aðal hljóm- listarsalinn. Æfingasalir fyrir hljómsveitir, kóra, einleikara, söngvara o.s.frv. Eitthvað fyrir alla. Fyrir utan að vera stórkost- legur menningarlegur aflgjafi, ryður tónlistarhöll. braut til for- varnar börnum og unglingum. Já, og mörgum öðrum. Hún yrði öll- um þeim sem stuðla að byggingu hennar til gleði og sæmdar. Starf- semi slíkrar hallar mundi leiða óteljandi margt gott af sér. Meðal annars hvetja skóla til að kenna nótnalestur, en það er mikilvæg undirstaða tónmenntar. Að örva æsku landsins til dáða, er leið til framtíðar og öllum verðugt verk- efni. Ég hef ekki skilið hvað sjón- varpsstöðvar eru áhugalausar um það jákvæða sem börn og ungl- ingar taka sér fyrir hendur. Eyða aftur á móti ótrúlegum tíma í það neikvæða. Ef t.d. er sýnt frá barna-eða unglingakórum, eru það stutt skot og lítils virði. Hóp- arnir finna fyrir þessu og það dregur úr áhuga. Sjónvarpið er þarna á villigötum. Auk þessa vill almenningur og hefur gaman af, að sjá börn sín í leik og starfi. Þarna gæti tónlistarhöll sannar- lega vísað veginn. Hún mun laða börn og unglinga til betra lífs. Mikið er um gagnslausa þing- menn um þessar mundir. Og þar sem nokkuð er í næstu kosning- ar, ætti þeim að vera mögulegt að skila ekki þjóðinni núll arði af kostnaði við sig. Það er, ef örlar á reisn með þeim og virð- ingu fyrir sjálfum sér. Ákveðinn stuðningur við tónlistarhöll er eitt af mörgu, sem leitt gæti þá úr drómanum og gert þeim ljóst, að þegar til alls kemur þurfi þeir ekki að vera með öllu gagnslaus- ir. Gæti verið góður endir á lit- lausum ferli og upphaf að nýjum og betri. Höfundur er byggingameistari. Seinheppinn lýðskrumari NÁNAST allir hugs- andi menn landsins, nema þeir sem eiga ósanngjamra hags- muna að gæta, eru orðnir sammála um að úthlutun veiðiheimilda eins og hún hefur verið framkvæmd, er spilling af verstu tegund eða ótrúleg gmnnhyggni og skammsýni. Vandséð er hvor ástæðan væri al- varlegri, - spilling eða skammsýni og heimska hjá stjórnvöldum. Allur almenningur er að vakna til vitundar um að úthlutun gjafa- Valdimar Jóhannesson kvóta samsvarar því að örfáum ein- staklingum hafi verið afhent verð- mætasta sameign þjóðarinnar, af- notaréttur á nytjafísktegundum í landhelginni. Þetta em verðmæti, sem em talin nema 2-300 milljörðum króna eða sem svarar til einnar millj- ónar króna á hvert mannsbarn í land- inu. íslendingar em ekki lengur reiðubúnir til að láta sér lynda hina stórkostlegu og ómálefnalegu mis- munum sem framkvæmdavaldið hef- ur staðið fyrir með því að festa í sessi gjafakvótakerfi sem færir sum- um ævintýralegan hagnað á kostnað allrar þjóðarinnar um leið og það er að leggja í rúst sjávarplássin allt umhverfís landið og dæma sjómenn landsins til vistar á galeiðum sæ- greifaaðalsins. Gjafakvótakerfíð ber ábyrgð á meiri eignartilfærslum en nokkur dæmi em til um áður. Gjörspilitir og skammsýnir stjómmálamenn bera ábyrgð á því að verðmæti upp á tugi milljarða hafa skipt um hendur. Spill- ing eða forheimskun af þessu tagi hefði ekki getað átt sér stað í neinu iýðræðislandi heims fullyrti gamal- reyndur erlendur stjómmálamaður í viðtali við undirritaðan fyrir skömmu. Raunar hefur engum einræðis- herra heims dottið í hug að koma upp fiskveiði- stjórnarkerfí að ís- lenskri fyrirmynd. Það em takmörk fyrir því hvað jafnvel slíkum kúgurum leyfíst. I stað þess að leið- rétta þetta stórkostlega ranglæti sem eykst með hveijum degi velja sömu stjórnmálamenn að for- herðast og svara gagn- rýni með skætingi, útúr- snúningum og öfug- mælum til þess að mgla í ríminu. Vonandi ber Hefur íslenska þjóðin ekki efni á því að eiga góða háskóla? UNDANFARIN ár hefur Háskóli íslands mátt búa við niður- skurð og fjársvelti. Nú er svo komið að Háskólinn er við hættumörk og ef ekk- ert verður að gert mun Háskóli íslands engan veginn stand- ast alþjóðlegan sam- anburð. Upphaf fjár- hagsvanda Háskólans má rekja aftur um ein 6 ár, þegar íslenskt samfélag varð fyrir þorskaflabresti og stjómvöldum fannst Haraldur Guðni Eiðsson augljóst að besta leiðin út úr þeim vanda væri tímabundinn niður- skurður á fjárframlögum til menntamála og rannsókna. Nú hefur þorskurinn hins vegar komið í leitirnar og efnahagslífið er farið að dafna. Það er jafnvel talað um góðæri. En í stað þess að stjórn- völd hafi tilkynnt um stóraukin framlög til Háskólans virðast ætla að verða framhald á fjársveltinu , því það frumvarp til fjárlaga sem nú liggur fyrir Alþingi bætir Há- skólanum því miður engan veginn upp niðurskurð síðustu ára. Fjárlög 1998 { fjárlagafrumvarpi 1998 er gert ráð fyrir 60 milljona króna aukningu til Háskóla íslands frá *' fjáriögum 1997. Háskóli íslands hefur lagt fram vandlega rök- studdar tillögur um 231 milljónar króna hækkun á framlögum til skólans. Þar af 100 m.kr. svo hægt sé að standa við gerða kjarasamninga og 131 m.kr. vegna rann- sókna, grunnkennslu og annarra verkefna. Brýn verkefni Ljóst er að fjölmörg verkefni innan Há- skólans hafa setið á hakanum undanfarin ár vegna fjárskorts. Má í því samhengi nefna rannsóknarnám, tölvuvæð- ingu, alþjóðasamskipti og málefni Landsbókasafns - Háskólabóka- safns svo sem opnunartími safns- ins og bóka- og tímaritakaup. í tölvumálum blasir sá vandi við Háskóla íslands að stúdentar við skólann eru rúmlega 5.800 en ein- ungis eru tæplega 100 tölvur í tölvuverum til afnota fyrir stúd- enta m.ö.o. þá eru rúmlega 50 stúdentar um hveija tölvu. Til bóka- og tímaritakaupa er gert ráð fyrir sömu upphæð og á síðustu fjárlögum þrátt fyrir að verð á fræðibókum og tímaritum erlendis hafi hækkað jafnt og þétt milli ára. Þar af leiðandi stefnir enn í verulegan niðurskurð í kaupum á bókum og tímaritum. Undanfarin ár hefur lítið sem ekkert verið keypt af bókum fyrir deildir skól- ans þar sem sú upphæð sem hefur verið ætluð til þessara mála hefur ekki dugað til kaupa á allra nauð- synlegustu tímaritum hverrar deildar. Það gefur augaleið að ef svo heldur áfram sem horfir mun Háskóli íslands ekki standast al- þjóðlegan samanburð. Sláandi staðreyndir Rétt er að minna á nokkrar staðreyndir um Háskóla íslands og stefnu stjómvalda í málefnum hans. Á undanfömum fimm ámm hefur nemendum skólans fjölgað úr 4.300 í 5.718 án þess að þeirri Ef svo heldur fram sem horfir, segir Haraldur Guðni Eiðsson, mun Háskóli íslands ekki standast alþjóðlegan samanburð. fjölgun fylgdu auknar fjárveiting- ar. Arið í 996 fékk Háskóli íslands 260 þúsund krónur á hvern nem- anda á meðan aðrir innlendir skól- ar á háskólastigi voru að fá að meðalatali 450-600 þúsund krón- ur á nemanda. í nýrri skýrslu OECD kemur fram að íslendingar eru langt á eftir öðrum þjóðum hvað varðar framlög til háskóla- náms. íslendinar veija einungis 0,7% af þjóðarframleiðslu til há- skólanáms á sama tíma og önnur OECD ríki veija að meðaltali 1,3% af þjóðarframleiðslu sinni til há- skólanáms og Bandaríkin 2,5%. Það er því ljóst að íslensk stjóm- völd em ekki að sinna skyldu sinni gagnvart háskólanámi á íslandi og þá sérstaklega gagnvart Há- skóla íslands. Forgangsröðun nauðsynleg Hlutverk stjómmálamanna er forgangsröðun. Það er á ábyrgð þeirra að raða skynsamlegum verk- efnum í forgang og mikilvægustu verkefnunum fremst í þá röð. Því miður hefur lítið borið á nauðsyn- legri forgangsröðun í þágu mennt- unar undanfarin ár og af framan- greindu er ljóst að það fjárlaga- fmmvarp sem nú liggur fyrir leys- ir á engan hátt þann fjárhagsvanda sem Háskóla íslands hefur verið komið í. Nauðsynlegt er að stjóm- völd verði við rökstuddum óskum Háskólans um auknar fjárveitingar því þær aðstæður sem kennarar og stúdentar búa við era óviðun- andi ef íslendingar vilja eiga Há- skóla í fremstu röð. En þá má ef til vill spyija: Hefur íslenska þjóðin ekki efni á því að reka góðan há- skóla sem er öllum opinn? Því verð- ur líklega best svarað með annarri spumingu: Hefur íslenska þjóðin, eða nokkur þjóð yfirleitt, efni á því Höfundur er formaður Stúdentaráðs. almenning þjóðin gæfu til að hafna þeim í næstu kosningum og hætti að afhenda kvöl- urum sínum völdin þegar hún hefur séð í gegnum blekkingamar. Einn þessara manna er Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins. Hann og fjölskylda hans hafa fengið gjafakvóta fyrir hundmð milljóna króna og er hann af þeirri ástæðu einni vanhæfur til að íjalla Veiðileyfagjald yrði ekki landsbyggðarskattur, segir Valdimar Jó- hannesson, né yrði tek- ið af launum sjómanna. um þetta mál. Hann er einnig helsti höfundur kerfísins og vemdari þess. Hann eins og fleiri stjómarsinnar láta eins og þeir heyri ekki þá kröfu almennings, m.a. í gengum Samtök um þjóðareign, að stjómvöld láti kvótagreifana skila þjóðinni aftur réttmætri eign sinni, fískimiðunum. Hann lætur sem þessi krafa hafí ekki verið sett fram en svarar eins og almennt sé verið að kreflast veiði- leyfagjalds. Hann svarar í austur þegar spurt er í vestur. íjóðin er að kreflast réttlætis, jafn- ræðis og frelsis en viðurkennir einnig að gæta þurfí hagkvæmni og þess að fara vel með auðlindina. Núver- andi fískiveiðistjórn uppfyllir engin af þessum grundvallaratriðum. Að halda öðrum fram er fölsun á stað- reyndum eins og írjöldi greina máis- metandi manna undanfamar vikur sýna fram á. Margar leiðir em færar til að ná ofangreindum markmiðum. Flestir mætustu hagfræðingar þjóðarinnar telja veiðileyfagjald hagkvæmustu ieiðina en auðvitað skiptir höfuðmáli hvernig siíkt gjald yrði lagt á. Tals- menn óréttlætisins eins og Halldór Ásgrímsson reyna að ala á tor- tryggni hjá sjómönnum og lands- byggðarfólki gegn veiðileyfagjaldi með afbökunum. Samtök um þjóð- areign tekur ekki afstöðu til þess á þessu stigi málsins hvaða leið verður valin til að fullnægja réttlætinu og hagkvæmninni. Hitt er hinsvegar al- veg ljóst að veiðileyfagjald yrði ekki landbyggðarskattur né yrði tekið af launum sjómanna. Það eru öfugmæli lýðskmmaranna. Fólk í sjávarpláss- unum sér hvernig núverandi kvóta- kerfi er að fara með byggðirnar. Þetta fólk er nú að flytjast á brott í stóram stíl frá eignum sínum, átthög- um og fjölskyldum vegna þess að það trúir ekki lengur á framtíðarmögu- leika á staðnum. Það sér í gegnum öfugmælin og ósannindin. Lýðskmmaranum Halldóri Ás- grímssyni tókst heldur óhönduglega til þegar hann var á slá sig til ridd- ara gagnvart kjósendum m.a. Norð- lendingum í málflutningi á aðalfundi miðstjómar Framsóknarflokksins fyrir helgina með því að halda fram að veiðileyfagjald hefði rekið Útgerð- arfélag Ákureyrar í þrot. Við þetta er tvennt að athuga: 1) Útgerðarfélag Akureyrar keypti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.