Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ P A T I U M L 1 f t S T Y I t Frönsk hönnun framleidd í Tékklandi Úr hinni væntanlegu bók minni: „Það er mismunandi hvað menn ræða um þegar þeir ræða um fyrir- myndarþjóðfélag. Það sem þáttak- endurnir á ráðstefnunni árið 1996 ...sögðu var einkum það að hér væri enginn her, og að stríð hafi ekki verið háð á landsmælikvarða allt frá landnámi. Deilur hafi verið leystar á friðsamlegan hátt, til dæmis þegar kristni var tekin upp á Þingvöllum árið 1000.“ Guðmmdw Rapi GewM skólastjóri Alþýðan og* gereyðing- arstefna stjórnvalda ÞAÐ ER löngu vitað mál að uppblástur veld- ur eyðingu á gróðri landsins. Eg vil raunar líkja því saman við þau áhrif sem stjórnmála- flokkar landsins, þ.e. íjórflokkarnir, hafa á stöðu alþýðufólks í þessu landi. Þar er ég að tala um þá sem van- sælir eru af kjörum sín- um: stóran hluta fjöl- skyldna, sjúklinga, ör- yrkja og fleiri. Stór hluti heimila er um þessar mundir nánast í rúst af völdum þess mikla „sandfoks" sem hinar svokölluðu sparnaðaráætlanir ríkisstjórna íslands síðastliðinna ára hafa gengið út á. Þær aðgerðir hafa jafnan miðast að því að féfletta öryrkja, sjúklinga og barnafjölskyldur. Svo ærlega hef- ur verið gengið í skrokk á þessum þjóðfélagshópum að ekki verður leng- ur við unað. Reyndar hefur þolin- mæði þessa alþýðufólks verið með þvílíkum ólíkindum að verðugt rann- sóknarverkefni er fýrir komandi kyn- slóðir og spurningin er sú hvort þess- ir tilteknu hópar lifí af þau ósköp sem gengið hafa yfir. Þeir sem raunverulega eru í tengsl- um við þjóðlífið skynja þá miklu reiði sem býr i alþýðufólki um þessar mundir. Raunveruleg líkskjör þess fólks eru úr öllu samhengi við það sem ráðamenn og reiknimeistarar þeirra kalla „góðæri". Það hugtak er notað til að sannfæra alþýðuna um það hvað hún hafí það virkilega gott. Slíkar niðurstöður má reyndar fá sé mælt með uppdópuðum reiknings- aðferðum þessara ógæfumanna, en ekki tekið á púlsi samfélags- ins með læknisfræðileg- um og tilfinningalegum áhrifamætti. Sé slíkum aðferðum beitt, má sjá að stór hluti þjóðarinnar þarf sannarlega á skjót- um bata að halda. Um þessar mundir á alþýðu- fólk vart til hnífs og skeiðar, og þarf líklega að ieggja sér skóbætur til munns; þjóðarréttinn gamalkunna. Enda fólk vant því að sjá á eftir hverri einustu krónu í óseðjandi inn- heimtustofnanir og hefur tæpast efni á að leita sér lækninga komist það í bráða lífshættu. Hvers vegna er ástandið svo aumt sem raun ber vitni? Jú, skýringin er einföld. Innan fjórflokkanna (sem eiga að heita í þágu fólksins) plægja menn sinn eigin jarðveg. Koma ár sinni vel fyrir borð. Með því að tryggja sér viðeigandi stöður úti í samfélaginu, í gegnum flokkspóli- tíska spillingu og klíkuskap sem hvar- vetna ræður ríkjum þar sem pólitískt eitur rennur í æðum samfélagsins. Fjórflokkarnir eru (eins og alþýðan raunar veit) ekkert annað en sérhags- munafélög í þágu flokksmanna, ætt- menna og vina þar sem fjöldi fólks vinnur að því að komast yfir al- mannafé, með öllum tiltækum ráðum. Slík „hugsjón" hefur einmitt skapað alþýðufólki þá miklu örbirgð sem það býr við í dag enda hefur slíkt hugarf- ar jafnan ioðað við stóreignamenn er fengið hafa allar hugsanlegar þjóðarauðlindir á silfurfati sem og þá er dragnast hafa með í forinni, ævinlega tilbúnir að selja sálir sínar. Þeir sem lengst hafa náð í þeirri „þjóðaríþrótt" og komnir eru á hátind frægðarinnar hafa auðvitað stolið mestu úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. í stjórnmálunum telst allt löglegt, hvað svo sem siðleysið kemst á hátt Um þessar mundir á alþýðufólk vart til hnífs og skeiðar, segir Björn Erlingsson, og þarf lík- lega að leggja sér skó- stig og sú list er ætíð stunduð að fara í kringum lagabókstafi með þrautskipulögðum aðferðum. Að öðr- um kosti hafa lögin hreinlega verið brotin og slík „afrek“ þótt jaðra við ofurmannleg kraftaverk, fremur en þjóðarskömm sem refsa beri fyrir. Allt er til þess gjört að sá þjóðar- auðnum í þann illgresisjarðveg sem af stjórnmálaflokkunum er plægður enda er gróðureyðing helsta þjóð- þrifaverk ríkisstjórnar Islands nú sem endranær og öll sáning öreiga því til einskis færð. Björn Erlingsson Hvar svo sem borið er niður í sam- félaginu ríkir sama spillingin og gereyðingarstefnan, þar sem pólitíkin ræður ríkjum. Hér er um þvílíkt sam- félagslegt vandamál að ræða að eng- in lækning er til önnur en sú að upp- ræta það krabbamein sem fjórflokk- arnir eru samfélaginu en það er jú hlutverk kjósenda. Þetta tel ég raunar helsta þjóð- þrifaverkið þar sem þetta stendur alþýðu landsins fyrir þrifum. Og vissulega er afar brýnt að hún fari að marka sér sína eigin stefnu í sam- félaginu, ætli hún sér á annað borð að lifa hér til langframa. Að öðrum kosti reynir hún líklega að þrauka áfram af gömlum vana „í sátt“ við þá gereyðingarstefnu sem hún jafnan verður fyrir barðinu á. Nei, alþýða þessa lands hefur ein- faldlega ekkert til fjórflokkanna að sækja. Þar sem pólitískir hagsmunir ráða ríkjum, og lífsviðurværi almenn- ings fyrir þá hagsmuni fórnað. Er þá nokkuð sama hvort flokkarnir telja sig til vinstri, hægri eða miðju í stjórnmálunum. Hvergi er nokkur hugsjón sýnileg, önnur en sú, að ganga í skrokk á bamaíjölskyldum, sjúklingum og öryrkjum. Aðeins er óskhyggja að halda að sameining vinstri manna verði nokk- uð til að bæta stöðu almennings í þessu landi. Enda ríkir þar sama gamla „hugsjónin" og eiginhags- munastefnan og nánast sama virð- ingarleysið og hjá þeim flokkum er mynda núverandi ríkisstjórn og eru á góðri leið með að murka lífið úr alþýðu þessa lands. Nei, hlutur alþýðufólks kemur aldrei til með að vænkast meðan það sér ekki að sér, svo mikið er víst. Eða ætlar fólk áfram að láta stjóm- málamenn og þeirra fylgifiska teyma sig á asnaeyrunurn fram á hengiflug skulda, vonleysis og ótta? Höfundur stundar sjálfstæða atvinnustarfsemi. •iiWYS Þaö er fátt yndislegra en vera innit skammdeginu jolaskrautið mitt nalægt og notalega tónlist.1 ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir heimsækir fólk og forvitnast um jólaundirbúninginn. Jólamatur, gjafir og föndur. 64 síðna blaðauki um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.