Morgunblaðið - 27.11.1997, Síða 56

Morgunblaðið - 27.11.1997, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Málfríður Sig- fúsdóttir fædd- ist á Hólmalátri á Skógarströnd, Snæ- — fellsnessýslu, hinn 11. júlí 1898. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur hinn 16. nóvember síðastliðinn og vant- aði þá aðeins átta mánuði í að hafa náð 100 ára aldri. Hún átti ekki af- v- komendur. Foreldr- ar hennar voru hjónin Amdís Finnsdóttir og Sigfús Jónasson, bændur á Hólmalátrí, en þau gengu í hjónaband 2. júní 1893. Amdís var fædd 20. september 1860, dáin 15. desember 1939, Finnsdóttir bónda og hrepp- stjóra á Háafelli, Miðdölum, hann var fæddur 23. júní 1817, dáinn 24. júní 1901. Móðir henn- ar var Þórdís Andrésdóttir frá Þórólfsstöðum, fædd 1823, dáin 3. marz 1886. Sigfús var fæddur 6. nóvember 1869, dáinn 4. júlí 1914, Jónassonar bónda á Bíld- hóli, f. 27. desember 1835, dáinn > 2. júní 1919, Guðmundssonar. Móðir Sigfúsar var önnur kona Jónasar, Sólveig, fædd 1836, dáin 31. janúar 1869, Jónasdótt- ir, frá Borgum á Skógarströnd. Málfríður Sigfúsdóttir frænka mín er látin og mig langar að minn- ast hennar með nokkrum orðum. læja, elsku frænka mín, nú er kom- íð að kveðjustundinni, þú varst allt- if svo góð við mig og ég á margar jóðar minningar um þig. Efst er -nér í huga þegar ég 12 ára gömul iór í vist í Búðardal og átti að passa /öggubam en það átti ekki við mig, aannig að ég strauk. Þá bauðst þú nér að koma til þín til Reykjavík- ar, búa hjá þér á Leifsgötu 7 og )ú útvegaðir mér vinnu á fæðingar- ieild Landspítalans, þar sem þú /annst. Einnig man ég að þegar ig var 16 ára fórum við með Hekl- mni til Danmerkur, þú valdir fyrir nig fallega gráírótta silkidragt þar, ■>em mér líkaði alltaf svo vel við. >ú varst nefnilega alltaf svo smekk- ega og fallega klædd, með perlu- 'estar og lagt hár. Leiðir okkar ikildu um tíma, þú hittir Eggert istina þína og fórst að búa með ronum á Kleppsvegi þar til hann Foreldrar Málfríðar hófu búskap á Hól- malátrí áríð 1895 og bjuggu þar síðan sam- an þar til Sigfús and- aðist. Eftir það bjó Aradís áfram með aðstoð ráðsmanna til ársins 1932, en þá hætti hún búskap. Þau eignuðust saman fimm dætur, allar fæddar á Hólmalátri, þær eru allar látnar en voru, auk Málfríð- ar, sem var þríðja í aldursröð: Anna, f. 11. marz 1896, d. 4. ágúst 1954, hún giftist Daða Kristjánssyni. Þau bjuggu á Hólmalátrí og eign- uðust þijú böm, tvær dætur sem búsettar era á Akranesi og í Reykjavík og einn son, Sigfús Daðason, skáld, sem andaðist 12. desember 1996. Þórdís, f. 3. aprfl 1897, d. 12. mai 1964, hún giftist Lúðvík Möller, útgerðarmanni á Hjalteyri. Þau slitu samvistir og áttu ekki afkomendur. Sólveig, f. 30. apríl 1900, d. 8. marz 1988, var búsett í Reylyavík, giftist ekki og átti ekki afkomendur. Unnur Ingibjörg, f. 3. desember 1901, d. 20. október 1988. Hún giftist Styrkári Guðjónssyni, þau bjuggu í Tungu í Hörðudal 1934- 1954 og síðan í Reykjavík. Þau veiktist og kvaddi. Aldurinn færðist yfir og þá kom að því að þú þurft- ir að skipta um bústað og flytja í þjónustuíbúðir aldraðra, þú vildir ekkert flytja annað en í Norðurbrún 1. Þar leið þér afskaplega vel og þú naust þín vel í félagsskapnum, að spila á miðvikudögum var topp- urinn í félagslífinu. Mig langar til að þakka starfs- fólki og íbúum í Norðurbrún 1 fyr- ir hjálpsemi þess og hlýhug í þinn garð. Vinum þínum sem voru ávallt tilbúnir til að fylgja þér heim að dyrum á kvöldin eftir að sjónvarp: inu lauk og fylgdust með þér. í enda ágúst veiktist þú og varst flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur og áttir þaðan ekki afturkvæmt og vil ég þakka starfsfólkinu á deild 4B, þar sem þú dvaldist síðustu vikur ævi þinnar, fyrir alla þá umönnun sem það veitti þér í veikindum þínum. En allt fram á síðasta dag stefndi hugur þinn þó heim á Norðurbrún- ina, þar sem þér leið best. MINNINGAR eignuðust sex böra, þijá syni og þijár dætur. Yngsta dóttirin, Guðrún, dó 11. júlí 1965, tæp- lega 24 ára að aldri, var ógift og átti ekki afkomendur, hin eru öll búsett í Reykjavík. Málfríður giftist 1943 Zoph- aníasi Bjarnasyni, sjómanni, þau slitu samvistir 1949. Árið 1968 hóf hún sambúð með Egg- erti Loftssyni, f. 19. apríl 1906 á Söndum í Meðallandi. Þau bjuggu á Kleppsvegi 6 í Reykja- vík í u.þ.b. tuttugu ár. Eggert var ekkjumaður þegar þau kynntust og átti tvö uppkomin böra. Eggert andaðist 27. jan- úar 1989. Málfríður bjó áfram á Kleppsvegi 6 þar til í júní 1991, er hún flutti í þjónustu- íbúð við Norðurbrún 1 og átti hún heimili þar upp frá því og tók þátt í félagslifi sem þar var í boði. Hún var lengst af við bærilega heilsu. Hún veiktist 23. ágúst sl. og var flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur, þar sem hún var eftir það. Málfríður ólst upp með for- eldrum sínum og systrum en fluttist til Reylgavikur árið 1918 og átti heimili þar eftir það. Hún starfaði fyrst við húshjálp, var í vist sem kallað var, vann síðan lengi við saumaskap, bæði á klæðskeraverkstæðum og á eig- in vegum, en henni lét sú vinna vel. Seinni starfsár hennar vann hún á veitingastöðum svo og á sjúkrahúsum. Útför Málfríðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Svo að lokum, elsku frænka mín, vil ég þakka þér fyrir samveruna í gegnum öll árin. Vertu sæl í guðs friði. Klara. Málfríður Sigfúsdóttir er látin, nær 100 ára að aldri. Þrátt fyrir háan aldur hélt hún sér vel til lík- ama og sálar þar til undir hið síð- asta. Við systkinin kynntumst Málfríði fyrir tæplega þijátíu árum þegar faðir okkar, Eggert Loftsson, hóf sambúð með henni. Faðir okkar hafði þá verið ekkjumaður um skeið og hún búið ein um árabil, hún komin fast að sjötugu og hann rúm- lega sextugur. Málfríður var mikill fagurkeri og bjó þeim fallegt heimili. Um árabil nutu þau lífsins saman. Var oft gestkvæmt hjá þeim og þau dugleg að taka þátt í ýmsu sem í boði var. Bæði höfðu gaman af að fara MALFRIÐUR SIGFÚSDÓTTIR í smáferðalög og taka þátt í ýmiss konar félagslífi, þar með talinni spilamennsku, bæði heima og heim- an. Málfríður sópaði að sér verð- launum fyrir spilamennsku, ef um þau var að ræða, enda hafði hún mikið keppnisskap. Hún vandaði útlit sitt alla tíð, var alltaf vel til höfð. Það sem hún umgekkst bar fágun og góðum smekk hennar vitni. Hún var list- ræn, enda voru ýmsir þekktir lista- menn í nánasta frændgarði hennar, svo sem Sigfús Daðason skáld, sem var systursonur hennar, og Ás- mundur Sveinsson myndhöggvari, en þau voru systkinaböm. Málfríður var bamlaus, en átti systraböm og var mjög stolt af þeim og afkomendum þeirra. Hún fylgdist vel með þeim og gladdist yfir velgengni þeirra. Faðir okkai lést árið 1989 eftir langvarand: heilsuleysi. Málfríður bjó í Norður- brún 1 frá árinu 1991 og undi þai hag sínum vel. Hún minntist oft á það hversu hún saknaði föður okk- ar, hve missir hennar hefði verið mikill við fráfall hans og að árin með honum hefðu verið bestu ár hennar. Komið er að kaflaskiptum. Mál- fríður skapaði tengsl við minningu föður okkar meðan hún lifði. Við eigum margar hlýjar minningar frá þessum árum. Við systkinin þökkum Málfríði samfylgdina og biðjum henni Guðs blessunar og flytjum ættingjum hennar samúðarkveðjur. Guðbjörg og Matthías Eggertsböra. HAFSTEINN GUÐMUNDSSON + Hafsteinn Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1957. Hann lést 16. nóvember siðastliðinn. For- eldrar Hafsteins voru Guðmundur Jónsson, f. 18. októ- ber 1915, d. 5. febr- úar 1979, og Lenób- ía Bjamadóttir, f. 14. febrúar 1914, d. 18. október 1990. Systkini Hafsteins era: Bjarni Bender, f. 14. apríl 1937, Guðbjörg Hornböl, f. 11. ágúst 1946, Bragi H. Guðmundsson, f. 19. september 1947, Kristinn Guðmundsson, f. 8. júní 1949, Elísabet B. Guðmundsdóttir, f. 21. apríl 1954, Edda S. Guð- mundsdóttir, f. 21. apríl 1954. Elsku Hafsteinn frændi. Ég á margar góðar minningar og margar af þeim eru einmitt um þig. Ég man sérstaklega eftir því hvað þú passaðir upp á mig þegar ég var lítil og amma átti heima á Bústaða- vegi 103. Þaðan á ég einungis góð- ar minningar. Þú hefur alltaf skipt mig miklu máli og gerir enn. Þó ég sjái þig í raun ekki aftur í þessu lífi þá loka ég bara augunum og hugsa til þín og þá sé ég þig. Þú hefur alltaf sýnt mér og lífi mínu áhuga og ég hef alltaf fundið fyrir stolti frá þér i minn garð. Og ég veit hvað skipti þig mestu máli, það í nóvember 1987 kvæntist Hafsteinn Þóru Davíðsdóttur, f. 16. september 1958. Þau slitu sam- vistum árið 1994. Dætur þeirra eru Rannveig, f. 25. ág- úst 1987, og Þór- unn, f. 15. febrúar 1990. Hafsteinn nam prentiðn og átti all- an sinn starfsferil þjá Prentsmiðjunni Eddu, eða fram til ársins 1992. Það sama ár veiktist hann alvar- lega. Síðustu árin var Haf- steinn í hlutastarfi, á Landspít- ala íslands, við fjöl- og ljósrit- un. Útför Hafsteins fór fram frá Kópavogskirkju 24. nóvember. voru Rannveig og Þórunn dætur þínar og ég veit að þú átt eftir að fylgjast með þeim áfram frá hinum staðnum sem þú ferð á. Elsku frænkur mínar, Rannveig og Þórunn. Það er svolítið erfitt að hughreysta með nokkrum orðum á blaði en þess vegna ætla ég að gera það í eigin persónu. Ég veit þið eruð í góðum höndum hjá mömmu ykkar og megi verndareng- ill vaka yfir ykkur. Elsku Hafsteinn frændi, takk fyrir allt. Þín frænka, Lena. PÉTUR SÍMONARSON + Karl Pétur Símonarson fæddist á Þingvöllum 4. ágúst 1911. Hann lést á dvalar- heimilinu Seljahlíð 11. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 19. nóv- ember. Mig langar að minnast móður- róður míns, Péturs Símonarsonar, em lést 11. nóvember síðastliðinn. Pétur var fyrir margar sakir venjulegur maður. Hann bjó yfír liklum hæfíleikum og hugviti sem ann nýtti sér til að búa til þá hluti em hann vantaði. Pétur fór sjaldan -oðnar slóðir í því sem hann tók §r fyrir hendur og var mikill hag- siksmaður og fékkst gjaman við erkefni sem vom á undan hans amtíð. Hann leitaði sér stöðugt hugaverðra viðfangsefna og var tið fyrir hvíld eða þægindi. ..Pétur og móðir mín vom elst eirra systkina í Vatnskoti og vom ijög samrýnd í því sem þau tóku ir fyrir hendur, bæði við búskap ireldra þeirra, og í leik. Þau em -cki fá ævintýrin sem við bræðurn- höfum hlustað á móður okkar ;gja frá, sögur um vélsleðana, núna áfram með flugvélamótorum og vatnshjólið og ótal margt fleira. Sem barn upplifði ég þessi undra- tæki eftir að búið var að leggja þeim og máttum við leika okkur í rústum þeirra á sumrin hjá afa og ömmu í Vatnskoti. í æsku kynntist ég Pétri, manni sem leitaði á vit ævintýranna og hafði hann ætíð frá mörgu að segja og glampi skein gjaman úr augum hans af spenn- ingi og ákafa á náttúmnni og ferð- aðist mikið. Á ferðalögum sínum tók Pétur mikið af myndum. Ákafí hans og áhugi smitaði fólk í kring- um hann og eflaust hefur mynda- tökuáhugi hans haft áhrif á ljós- myndaáhuga ættarinnar. Pétur var yfirleitt á hraðferð og minnist ég þess oft að hann hringdi til foreldra minna og bauð þeim í ferðalög. Móðir mín var þá vön að hafa hrað- ar hendur við að útbúa nesti og svo var rokið af stað um leið og Pétur birtist. Allt fram á síðasta dag bjó f honum ævintýraþráin og löngun til að njóta íslenskrar náttúru. Skíðaáhugi hans var mikill, og var gaman að fylgjast með ferðum hans til hinna ýmsu skíðaparadísa. Ég og sonur minn nutum leiðsagnar hans í brekkum Skálafells fyrir all- nokkm og dáðumst við að kunnáttu hans og leikni. Ég hefði gjarnan viljað að við hefðum eytt fleiri stundum saman. Ég mun minnast Péturs sem sér- staks persónuleika sem lét kring- umstæður ekki aftra sér í að gera það sem hugurinn vildi. Mann sem lét takmarkanir samtímans ekki hafa áhrif á að ná settu marki. Guð blessi minningu frænda míns, Péturs Símonarsonar. Símon H. ívarsson. Fjallaljónið er fallið. Elli kerl- ingu hefur nú loksins tekist að knésetja Pétur frá Vatnskoti. Hann fæddist fyrir fyrri heimsstyijöldina að Vatnskoti í Þingvallasveit og ólst þar upp. Snemma fór hann að fást við vélar og samgöngutæki. Fyrst eignaðist hann mótorhjól sem hann endurbætti þannig að hann komst alla leið upp á Skjald- breið á því. Einnig gerði hann til- raunir með smíði vélsleða sem hann notaði á Þingvallavatni. Hann knúði tækið áfram með flugvéla- skrúfu. Frægt er atvik sem átti sé stað í Flengingarbrekkunni um 1938. Birger Ruut skíðstökkkappi frá Noregi var að sýna skíðastökk. Helgi Hjörvar lýsti tilburðum kapp- ans í útvarpinu. En Pétur stal sen- unni er hann geystist fram hjá áhorfendum á sleða sínum og fór útsendingin að snúast um hann og þessa furðu græju. Lýsing Helga á þessum atburði er til á plötu. Rétt fyrir stríð hélt Pétur til Kaupmannahafnar í nám í rafvéla- virkjun. Hann var öll stríðsárin í Höfn og vann í verksmiðju sem m.a. framleiddi hluti í þýska kaf- báta. Bretar gerðu nokkrum sinnum loftárásir á verksmiðjuna og var þá ætlast til að menn leituðu skjóls í kjöllurum. Flugvéladella Péturs var hræðslunni yfírsterkari og hékk hann því með höfuðið út um þak- glugga til að fylgjast með. Eftir stríð fluttist Pétur með konu sinni Fríðu Qlafsdóttur ljósmyndara heim til Reykjavíkur og byggðu þau sér hús við Austurbrún þar sem hann kom sér upp aðstöðu til að fram- leiða tappa undir stálhúsgögn. Sá hann síðan íslenska stálhúsgagna- iðnaðinum fyrir þessari vöru meðan honum entist heilsa til. Pétur var alla ævi dellukarl. Fyrst var það flugið og áðumefndur vélsleði og mótorhjól. Flaug hann m.a. með Ósvald Knudsen til að kvikmynda nokkur eldgos. Flug- mennska Péturs endaði þegar síma- lína fannst á stéli flugvélar hans. Reyndist hún vera í eigu Pósts og síma og vera úr Borgarfirðinum. Pétur var afkastamikill Ijós- myndari. Þvældist hann upp um öll fjöll á jeppunum sínum sem hann hafði endurbætt á ýmsa vegu. í tæp þtjátíu síðustu ár ævi hans höfum við verið nánir vinir og brall- að margt saman. Ég kynntist honum í kaðallyftunni hjá Kerlingarfjalla- mönnum upp í Flengingarbrekku. Við Pétur ásamt fjórtán öðrum skíðamönnum settum upp traktors- lyftur í Bláfjöllum um það leyti sem vegurinn var lagður þangað. Þarna sýndi „Vatnskötturinn" mikinn dugnað og útsjónarsemi svo af bar. Hann var fyrstur á vettvang og síð- astur heim. Skíðastfll Péturs var sérstakur og kallaði hann stflinn því franska kúltúrorði „avelement". Sagðist hann hafa lært þetta af sjálf- um Jean-Claude Killy. Pétur átti einhver ósköp af skíðum. Hann fór oft utan á skíði, bæði vestur og austur um haf. Alls staðar fór hann mikinn og um hann mynduðust sög- ur um glannaskap hans og sprell. Gilið okkar í Bláfjöllum, Eldborg- argilið, virkar tómt hér eftir. Gásk- inn og glannaskapurinn er horfinn. Eftir standa sem minjar um gamalt fjör og skíðalíf kofagarmurinn okk- ar og tígulegur símastaur sem stendur uppi á „Vasserhorni" og minnist þeirrar gósentíðar þegar staurinn og Pétur gegndu lykilhlut- verki í lengstu og bröttustu trakt- orslyftu landsins. Við félagarnir í skíðagrúppunni, eins og Pétur nefndi okkur, þökkum honum fyrir góða kynningu og minnumst samverustunda okkar með honum. Með hlýju og þökk. Ríkarður Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.