Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTTJDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 57 MINNINGAR ASGEIR KROYER +Ásgeir Kröyer var fæddur á Stóra- bakka á Fljótsdalshér- aði í Hróarstungu 24. febrúar 1914. Hann lést á Landspítalanum 16. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 24. nóvem- ber. Ásgeir Kröyer átti ættir að rekja til sterkra stofna og bar hann því jafnan vitni. Ásgeir fór til náms í Menntaskólann á Akur- eyri, eftir það var hann barnakenn- ari um tíma í Hjaltastaðaþinghá og var honum þar vel tekið. Brátt hélt Ásgeir alfarinn burt úr heimahögun- um með gott veganesti frá sinu góða æskuheimili. Benedikt og Antonia foreldrar Ásgeirs tóku í fóstur þriggja ára telpu, Sigríði Sveinsdóttur, ættaða úr Borgarfirði eystra, og reyndust henni sem sínu eigin barni og varð það hennar mikla gæfa sem seint er nóg þakkað. Kveðjuávarp Ásgeirs var jafnan „systir“ er þau Sigríður skiptust á bréfum. Þannig var hann alltaf sem bróðir. í Reykjavík átti Ásgeir alltaf heima og undi högum sínum vel. Ás- geir giftist Helgu Þorgeirsdóttur, þeirra kjörsonur er Anton Kröyer. Þau Helga og Ásgeir bjuggu sér fallegt heimili og þangað var gott að koma, gest- risni og góðvild var í há- vegum höfð. Á þessuny árum urðu foreldi'ar Ásgeirs að hverfa úr sinni heima- byggð og flytja til Reykjavíkur, þá áttu þau sitt skjól hjá Ásgeiri og Helgu, sem reyndust þeim vel. Oft komu þau í heim- sókn til gömlu hjónanna með Anton litla, sem veitti þeim ljós og yl í litla húsið þeh-ra, Skála- fell, sem löngu er nú horfið. Helga lést fyrh- nokkru og átti Ás- geir því láni að fagna að njóta um- hyggju Huldu Þorgeirsdóttur, systur Helgu, sem hefur allfaf reynst honum mikil stoð og styrkur, sem henni er þakkað. Á köldum og dimmum veti'arkvöld- um gat Ásgeir ort magnþrungin ljóð um suðrænar sólskinssti'endur, ljóð sem sum hver voru aldrei skrifuð og fáir muna. Ásgeir var mikið prað- menni, góðui' félagi og drengur góð- ur. Þegar Hafsteinn bróðir Ásgeirs missti heilsu og vistaðist í Hvera- gerði, fór Ásgeir oft að finna bróður sinn, sem báðum var mikils virði. Þeir vora bundnir sterkum vináttubönd- um sem entust meðan báðir lifðu. Nú er líður að jólum, vakna hjá HALLDÓR M. SIGURGEIRSSON +Halldór M. Signrgeirsson fæddist í Hafnarfirði 27. októ- ber 1902. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. nóvember síðast- liðinn og fór útfor hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 14. nóvem- ber. Öðlingur var það orð sem mér fannst ávallt eiga best við hann. Um skapferli hans og mannkosti mátti líka nota mörg kraftmikil lýs- ingarorð því að hann var einstakur maður. Eg átti því láni að fagna að fá að kynnast honum þegar ég kom til starfa í SÍF og vinna þar með hon- um í tólf ár þegar ég fór til annarra starfa. Halldór vann í SÍF í 37 ár og var orðinn 85 ára gamall, þegar hann hætti þar störfum. Halldór var afbragðs starfsmað- ur, vinnusamur, með eindæmum, vandvirkur og gilti einu hverju hon- um var trúað fyrir. Fyi’stu árin sem við unnum saman vann hann við út- gáfu útflutningsskjala, sem var og er mikið nákvæmis- og vandaverk. Þar vann hann af þessari einstöku trúmennsku sem einkenndi öll hans störf. Dag nokkurn hafði hann síðan orð á því, þá orðinn tæplega átt- ræður, að hann vildi gjarnan breyta til og fá einhver verkefni sem ekki reyndu eins mikið og stöðugt á ein- beitinguna. Hann stakk upp á því hvort hann gæti ekki gagnast sam- starfsmönnum sínum og félaginu með því að létta undir svona hér og þar þar sem þörf væri á hverju sinni og svo væri hann líka meira en til í að skreppa í bankann og toll- inn og þess háttar viðvik ef svo bæri undir. Við tókum þessu tilboði hans fegins hendi og Halldór átti svo sannarlega eftir að taka til hend- ÓLAFUR K. MAGNÚSSON tÓlafur K. Magn- ússon fæddist í Reykjavík 12. mars 1926. Hann lést á heimili sínu hinn 15. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Kristskirkju í Landakoti 26. nóv- ember. í dag kveðjum við elsku Óla afa. Þó að það sé sárt að kveðja hann þá eigum við margar góðar minningar sem koma til með að lifa með okkur áfram. Það var alltaf gaman að vera í kringum afa því hann hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Það var sama hvort það var frá námsár- unum í Hollywoód eða einhverjum ævintýralegum ljósmyndaleiðangri fyrir Morgunblaðið. Við þekktum engan sem kunni betur skil á mann- kynssögunni en afi, við gátum setið heilu kvöldin með honum og hlust- að á hann tala um löngu liðna at- burði sem öðluðust nýtt líf í frásögn hans. Við bjuggum um tíma í Noregi og það er okkur ógleymanlegt þegar afi kom í h’eim- sókn til okkar fljótlega eftir að við fluttum út. Hann kom siglandi einn frá Danmörku á bátn- um sínum Magnúsi. Það urðu miklir fagnað- arfundir þegar hann birtist og fannst okkur afi vera hin mesta hetja. Afi, amma og Maggi frændi bjuggu í Lang- hus í Noregi í eitt ár meðan við vorum þar og var það okkur ómetanlegt að hafa þau öll svona nálægt okkur. Við áttum saman margar yndislegar stundir í Noregi og fórum við oft að sigla með afa en um borð í bátnum naut afi sín alltaf vel. Við komum til með að sakna Ola afa mikið en við vitum að hjá guði er hann á meðal margra góðra vina. Elsku amma, megi guð styrkja þig í sorginni. Andri Már og Eva Margrét. mér minningar ft'á jólunum heima. Ásgeh' las húslesturinn á aðfanga- dagskvöld og spilaðir voru sálmar á orgelið í stofunni á Stórabakka, sem búin var fallegum húsmunum, sem gjörðir voru af högum höndum föður Asgeirs. Um öll jól sendi Ásgeir mér jóla- kort. Ég man sérstaklega eftir einu slíku korti. Á því var mynd af höll með blátærri rósalind, framan við. Kveðjan á kortinu var þannig: „Kæra systir, ég óska að þú finnir þessa hamingjulind." Kæri bróðir, ég þakka þér fyrir allt og óska þér góðrar heimkomu. Sigríður Sveinsdóttir. Elsku afi. Þau voru ófá skiptin sem þú komst til okkar í kaffi og vöfflur, stundir sem í dag eru okkur ómetanlegar minningar. Það vora forréttindi að fá að þekkja þig, þú lumaðir á ýmsum fróðleik af viðburðaríkri ævi og opn- aðir okkur sýn í gamla tíma. Um- hyggja þín og væntumþykja var ein- læg, fjölskyldan var þér ávallt svo mikils virði. Það er tómlegt að hugsa til þess að samverastundirnar verði ekki fleiri, það skarð sem þú skilur eftir verður seint fyllt. Guð blessi þig og Helgu ömmu, ég trúi því að nú séuð þið sameinuð á ný. Þakka þér íyrir allt saman, afi minn. Þinn sonarsonur, Ásgeir Kröyer Antonsson. inni við fleiri verkefni en áður og hvar sem hann kom var lokið á hann lofsorði fyrir vel unnin störf, fallega framkomu og hlýtt viðmót. Við urðum allir betri menn af því að umgangast Halldór. Hann var einn af þessum góðu mönnum sem menn geta aðeins lært eitthvað gott af enda lét hann ávallt gott af sér leiða. Auðvitað kom fyrir að Halldór var ekki sáttur við allt í tilverunni í kringum sig og hann gat vissulega verið fastur fyrir í rökræðu en hann sá alltaf jákv.æðu hliðarnar á málunum og hann hafði líka til að bera þennan einstaka léttleika sem fékk alla til að líta upp þegar hann átti leið hjá og öllum leið betur eft- ir orðaskipti við hann. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka samfylgdina á þessum árum og votta látnum öðlingi virð- ingu mína og fjölskyldu Halldórs votta ég samúð mína. Það er vissulega dýrmætt að eiga minningu um svo góðan dreng. Friðrik Pálsson. Frágangur afmælis- og minning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, mið- að við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Byrgið tekur Hlíðardals- skóla á leigu BYRGIÐ er kristilegt líknarfé- lag sem stofnað var 1. desember 1996 af kristnum einstaklingum sem sjálfir hafa losnað frá fíkn og öðrum vandamálum sem áfengi og fíkniefnum fylgir. „Megintilgangur Byrgisins er að boða kristna trú og hjálpa þeim sem minnst mega sín í sam- félaginu. Byrgið rekur í dag tvö með- ferðarheimili í Hafnarfirði, á Hvaleyrarbraut 23 og á Vestur- götu 18. I þessum húsum er pláss fyrir 30 vistmenn. Nú í oktöber 1997 er Byrgið að taka Hlíðardalsskóla á leigu og mun þá bætast við starfsemina pláss fyrir 70 vistmenn til viðbótar. Áðstaða í Hlíðardalsskóla verður öll hin besta, m.a. sundlaug og íþróttasalur," segir í fréttatil- kynningu. Ennfremur segir: „Meðferðin á Byrginu byggist á hópmeðferð, fyrirlestram, bænastundum, Bib- líulestri, AA-fundum og hreyfingu. Á miðvikudögum kl. 20 er opinn AA-sporafundur að Hvaleyrar- braut 23, Hafnarfirði og á föstu- dögum kl. 20.30 er almenn sam- koma á sama stað. Á þessum samkomum þjóna prestar úr ýmsum kirkjum. Byrgið hefur ekki notið neinna opinberra styrkja. Allt starf hef- ur verið unnið í sjálfboðavinnu og enginn starfsmaður er á laun- um hjá félaginu. Stafsemin hefur að öðru leyti verið fjármögnuð með leigutekjum þeirra vist- manna sem geta greitt og vel- vilja fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga." Málstofa um íslenska blaða- mennsku á 20. öld NEMAR í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Islands standa fyrir málstofu laugardaginn 29. nóv- ember í Odda, stofu 201, kl. 14-16. Umræðuefnið verður blaðamennska á 21. öld og eru frummælendur fimm. „Ör tækniþróun fækkar milli- liðum í fjölmiðlun og gerir nýjar kröfur til þeirra sem miðla upp- lýsingum. Leitað verður svara við því hvernig Háskóli íslands eigi að koma til móts við nýja tíma og mæta þeim kröfum sem gerðar verða á næstu öld til menntunar blaða- og fréttamanna," segir f fréttatilkynningu frá Háskóla ís- lands. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar um nýja sókn íslenskra fjömiðla, Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamanna- félagsins, ræðir um atvinnu- möguleika blaðamanna á 21. öld, Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags, talar um breytt eignarhald á fjölmiðlum og áhrif á störf blaða- og fréttamanna, Hallgrím- ur Thorsteinsson, Islandia, fjallar um upplýsingarækt og annan raf- búskap á 21. öld og Þorbjörn Broddason, prófessor, fjallar um blaðamennsku á háskólastigi. Fundarstjóri verður Jóhann Hauksson, fréttamaður á RUV. Frétta- og blaðamenn era hvattir til að mæta og skapa líf- legar umræður um mildlvæg hagsmunamál; menntun og end- urmenntun stéttarinnar, segir ennfremur í tilkynningunni. Leiðarljós með heimasíðu LEIÐARLJÓS ehf. hefur opnað heimasíðu á veraldarvefnum. Slóðin er www.centrum.is/leidar- ljos. + Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir KRISTJÁN EINAR GUÐMUNDSSON, Bugðustöðum, Hörðudal, verður jarðsunginn frá Snóksdalskirkju, laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00. Ásdís Kjartansdóttir, Gunnar Kristjánsson, Kristín Kristjánsdóttir, Magnús Jónsson, Erla Kristjánsdóttir, Halldór Magnússon. + Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR SIGURÐSSON skiposmiður, Kirkjuvegi 37, Selfossi, áður á Hásteinsvegi 31, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni miðvikudags 26. nóvember. Óskar Þór Sigurðsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Sigurjón Erlingsson. _ + Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, JÓHANNA (Hanna) MATTHfASDÓTTIR, Sólheimum 30, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 28. nóvember kl. 13.30. Vilhjálmur Einar McDonald, Matthildur Ólafsdóttir, Ingólfur Guðbrandsson, Ruth Örnólfsdóttir, Lilja Ljósbjörg Matthildardóttir og barnabamabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.