Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 61 I 1 I I I ) ) \ J J I I J I R ) I I } > I I i R I R R u FRÉTTIR ÁNING eftlr Þórarin B. Þorláksson. Þrjú ný listaverkakort ÚT ERU komin hjá Listasafni ís- lands þijú ný litprentuð lista- verkakort eftir íslenska lista- menn, af verkum í eigum safnsins. Kortin eru til sölu í Listasafni íslands, Fríkirkjuvegi 7, opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. Einnig er tekið á móti pöntun- um á skrifstofu safnsins sem er opin á virkum dögum kl. 8-16. Eftirtalin kort eru gefin út í ár: Gunnlaugur Scheving, „Fólk að snæðingi, vængjuð kona með skip“; Jóhannes S. Kjarval, „Blóm í landslagi“, um 1935 ogÞórarinn B. Þorláksson, „Áning“, 1910. ■ HAUSTFUNDUR fulltrúar- áðs Sjómannadagsins í Reykja- vík og Hafnarfirði, haldinn 20. nóvember 1997, minnir á fyrri samþykktir sínar þar sem fjárveit- ingavaldið er hvatt til að veita fjár- magni til viðhalds og lagfæringar á sjómannaskólahúsinu. Um langt árabil hefur æðsta menntasetri ís- lenskrar sjómannastéttar, Sjó- mannaskóli íslands á Rauðárholti, verið svo þröngur stakkur skorinn varðandi viðhald að til vansa er hjá þjóð sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi og siglingum. Þá mótmælir fundurinn harðlega öll- um áformum menntamálaráherra, Björns Bjarnasonar, um flutning sjómannamenntunar úr Sjómanna- skóla íslands, og heitir á alla sjó- menn og velunnara skólans að standa dyggilegan vörð um æðsta menntasetur íslenskrar sjómanna- stéttar sem öðrum fremur með störfum sínum gerði byggingu þessa menntaseturs sjómanna að veruleika. ITC deildin Isafold stofnuð NÝ DEILD innan Landssamtaka ITC á íslandi var stofnuð 31. októ- ber sl. ITC eru samtök sem beita sér fyrir þjálfun í fundarsköpum, ræðumennsku, skipulagningu og mannlegum samskiptum. Nýja deildin sem samanstendur af reyndum ITC aðilum hlaut nafn- ið ísafold. Þessi deild er þannig frá- brugðin öðrum ITC deildum að hún mun ekki vera með nýliðaþjálfun. í stjórn deildarinnar voru kjörnar Fanney E. Proppé forseti, Helga Gunnarsdóttir varaforseti og Ágústa Bárðardóttir, gjaldkeri/rit- ari. Allar hafa þær margra ára ITC þjálfun að baki. STJÓRN ITC ísafoldar. Frá vinstri: Fanney E. Proppé, Helga Gunnarsdóttir og Ágústa Bárðardóttir. Danskur konditor- meistari í heimsókn DANSKI konditormeistarinn, Börge Jörgensen, mun starfa og vera til viðtals á dönskum dögum á Café Konditori Copenhagen, Suð- urlandsbraut 4, dagana 27. nóvem- ber til 1. desember nk. Börge hefur rekið Jörgensen konditoríið í Gentofte í Kaupmanna- höfn í 45 ár og útskrifað marga af þekktari konditormeisturum í Danmörku sem hafa náð langt á sýningum og á mótum í iðn- greininni, segir í fréttatilkynn- ingu. Þar á með- al Tine Buur Hansen sem á og rekur Café Konditori Cop- enhagen ásamt Þormari Þorbergs- syni. Góðgerðardans- leikur Sniglanna BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins, Sniglar, minna á hinn árlega góð- gerðardansleik sem haldinn verður í Risinu, Hverfisgötu, 13. desember nk. Eins og undanfarin ár mun all- ur ágóði af dansleiknum renna til barna sem eiga um sárt að binda. Miðaverð er 1.000 kr. og mun hljómsveitin KFUM and'the and- skodans leika fyrir dansi. Einnig verða ýmis önnur skemmtiatriði. LEIÐRÉTT Ekki bæjarstjóri { FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um andlát Björgvins Jónssonar, útgerð- armanns og fyrrverandi alþingis- manns, segir ranglega, að hann hafí verið bæjarstjóri á Seyðisfírði á árunum 1954 til 1961. Er þessi villa einnig í fyrsta bindi af Æviskrám samtíðarmanna en rétt er, að Björg- vin sat í bæjarstjóm og bæjarráði á Seyðisfírði á þessum tíma. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Kirkjustarf Kópavogskirkja. Starf eldri borgara kl. 14-16 í safnaðarh. Borgum. Landakirkja. Kl. 11 kyrrðarstund í Hraunbúðum, kl. 17 TTT, 10-12 ára, kl. 20.30 öldungadeild KFUM & K fundur í húsi félaganna. Langholtskirkja. Foreldra- og dag- mömmumorgunn kl. 10-12. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Samvera fyrir eldri borgara kl. 14. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Neskirkja. Biblíulestur í safnaðar- heimilinu kl. 15.30. Lesnir valdir kaflar úr Postulasögunni. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka kl. 17.30. Vidalínskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15- 18.30. \ Flugþing um umhverfismál FLUGMÁLASTJÓRN efnir hinn 4. desember nk. til málþings undir heitinu Flugþing 97 - Flugið í sátt við umhverfið. Flugþing ’97 hefst kl. 9 með ávörpum Hilmars B. Baldurssonar, formanns Flugráðs, og Halldórs Blöndal samgönguráð- herra. Frá kl. 9 til 11 verður fjallað um stefnur og sjónarmið í flugum- hverfísmálum. Magnús Jóhannsson ráðuneyt- isstjóri fjallar um stefnu ríkisstjórnar íslands í umhverfis- málum og framtíðarsýn fyrir ís- lenskt flug, Þorgeir Pálsson flug- málastjóri gefur yfirlit yfir alþjóð- lega stefnumótun í flugumhverfis- málum og sjónarmið Flugmála- stjórnar og flugmálastjóri Hollands, Jan William Weck, greinir frá því hvernig skattlagning og opinberar reglur eru notaðar erlendis í þágu umhverfissjónarmiða. Þá mun Frez- er Goodwin, upplýsingastjóri European Federation for Transport and the Environment í Brussel, lýsa sjónarmiðum umhverfisvemdar- sinna ti! flugumhverfismála og Hafsteinn Helgason, deildarstjóri umhverfísdeildar Verkfræðistof- unnar Línuhönnunar hf. taka til umfjöllunar kröfur og væntingar þjónustuaðila flugfyrirtækja til umhverfismála. Annar hluti Flugþingsins milli kl. 13 og 14 fjallar um helstu áhrif flugs á umhverfið. Tveir innlendir fyrirlesarar flytja erinrii, Magnús Jónsson veðurstofustjóri um loft- mengun í gufuhvolfi jarðar vegna útblásturs flugvéla og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræð- ingur um hávaðamengun frá flug- vélum. I síðari hluta Flugþingsins milli kl. 14 og 15.40 munu fulltrúar úr flugrekstri gera grein fyrir aðgerð- um, stefnum og viðhorfum flugfé- laga til umhverfismála. Tækniþróun í flugi með tilliti til umhverfísvernd- ar nefnist fyrirlestur Leonie Dobbie, umhverfisstjóra Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) í Genf og Martin Porsgaard Nielsen, forstöðumaður heilbrigðis-, umhverfís- og öryggis- máladeildar SAS-flugfélagsins út- skýrir stefnu fyrirtækisins í flug- umhverfismálum. Þeir Leifur Magnússon, framkvæmdastjóri flugflota- og öryggissviðs Flugleiða og Sigþór Einarsson, gæðastjóri fyrirtækisins flytja erindi er nefnist Viðhorf íslensks áætlunarflugfélags til flugumhverfismála. Flugþinginu lýkur með hring- borðsumræðum undir stjórn Össur- ar Skarphéðinssonar, alþingis- manns og ritstjóra. Að lokinni dag- skrá býður Halldór Blöndal sam- gönguráðherra til móttöku. Fundarstjórar á Flugþingi ’97 verða Sigríður Snævarr sendiherra, Pétur Maack, framkvæmdastjóri l'lugöryggissviðs Flugmálastjórnar og Júlíus Sólnes, prófessor í verk- fræði við Háskóla íslands. Flugþing ’97 verður haldið í ráð- stefnumiðstöð Hótels Loftleiða frá kl. 9 til 17. Þingið er opið öllum sem hafa áhuga á flug-, samgöngu- og umhverfismálum. Þátttöku þarf að tilkynna til Ingibjargar Haralds- dóttur hjá Flugmálastjóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.