Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 67 FÓLK í FRÉTTUM Frábær barnaplata nírvusT Geisladiskur ABBABABB Dr. Gunni og vinir hans syngja og leika fyrir börnin. Öll lög eftir Dr. Gunna (Gunnar Hjálmarsson), nema eitt eftir Paul Caporino og annad cftir Ragnheiði Eiríksdóttur (Heiðu). Textar eru lfka eftir Gunnar, utan tveir eftir Jón Gnarr. Smekkleysa 1.999 kr. 35 mín. FÓLK er svo fljótt að gleyma æskunni, hvernig það var að vera barn; vanþróuðu (en oft skemmti- legu) skopskyninu, hvernig það var að lifa í heimi sem var og er að mestu leyti miðaður við fullorðna fólkið. Sumum hættir til að van- meta greind barnanna og tala nið- ur til þeirra. Það er ekki vænlegt. Dr. Gunni er greinilega minnis- góður, því á barnaplötunni Abbababb hittir hann svo sannar- lega naglann á höfuðið. Það er engu líkara en hann sé tólf ára risabarn með greind og hæfileika til að koma hugsun sinni á fram- færi í tónlist. Platan er í einu orði sagt frábær; grípandi og skemmti- leg lög við afbragðs góða texta. Doktorinn hafði ekki verið þekktur fyrir að senda frá sér popplög fyrr en Unun kvaddi sér hljóðs fyrir nokkrum árum. Hann er oft nefndur „afi nýbylgjunnar á Islandi“, en fyrir tæpum áratug gerði hann garðinn frægan með hljómsveitinni S/H draumi. Sú sveit var að mörgu leyti á undan sinni samtíð, enda „minnti" hún t.a.m. töluvert á nýbylgjusveitina Pixies, sem kom þó seinna (eða um svipað leyti) fram á sjónarsvið- ið. Þótt lögin á Abbababb séu ein- föld að gerð og grípandi má greina skemmtileg áhrif frá nýbylgju- tímabilinu. Má segja að Dr. Gunni fari að hluta til sömu leið og Frank Black (Black Francis) eftir að sá síðarnefndi sagði skilið við félaga sína í Pixies. Hvatvís orgel eru allsráðandi í útsetningum sem eru mátulega hráar, algerlega lausar við væmni. Doktorinn syngur nokkur lög sjálfur og vinnur mjög vel úr þeim efniviði sem takmörkuð rödd hans er, en fær annars til liðs við sig vini sína, tónlistarfólk sem hann hefur unnið með að undanfömu. Þar eru að sjálfsögðu Heiða úr Unun, Magga Stína, Rúnar Júlíus- son og Páll Óskar. Heiða og Magga Stína koma víða við sögu, Rúni Júl. leikur herra Rokk sem reynir árangurslaust að koma Fýlustráknum i gott skap og Páll Óskar kynnir drauginn Dodda í samnefndu lagi. Skapti Ólafsson, sá gamli höfuðsnillingur, er Lalli í Lalla-laginu. Varla þarf að taka fram að allt þetta fólk stendur sig nánast óaðfinnanlega. Eins og fyrr sagði eru textarnir afbragðs góðir og gildir einu hvor textahöfundurinn á hlut að máli, Gunnar eða Jón Gnarr. Jón semur tvo texta, við Prumpulagið fræga og Óla Hundaóla. Prumpulagið hefur reyndar orðið fyrir árásum „ábyrgra uppalenda" sem er ill- skiljanlegt. Hvað er svona hættu- legt? Þeir hinir sömu ættu að ein- beita sér að uppeldi barna sinna, kenna þeim að gi-eina rétt frá röngu. Doktorinn fer á kostum sem lagasmiður á plötunni. Hvert lagið er öðru skemmtilegra; Hr. Rokk og Fýlustrákurinn, Prumpulagið, Óli Hundaóli, Rauða hauskúpan, nánast er sama hvaða lag er nefnt. Ef ég væri barn (sem er reynd- ar ekki svo fjarri) myndi ég vilja eiga Abbababb og náttúrulega geislaspilara líka. ívar Páll Jónsson HÁTÍÐARFATNAÐUR ÍSLENSKRA KARLMANNA Hótíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast honum á tyllidögum svo sem við útskriftir, giftingar, 17. júní, opinberum athöfnum hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Jakkaföt með vesti kr. 22.900 stærðir 46-64 Sendum í póstkröfu Pantanir óskast sóttar Herradeild Laugavegi, sími 511 1718 Herradeild Kringlunni, sími 568 9017 * Eitt blað fyrir alla! piorgimltMilb - kjarni málsins! FRÁBÆR AMERÍSK BARNAFOT Á ÓTRÚLEGU AMERÍSKUR MARKAÐUR Á ÞREMUR HÆÐUM ÓDÝRARA EN í AMERÍKU OG EVRÓPU NBA PEYSUR 3 LIÐ CHICAGO BULLS PRIÖNAHÚFUR CHAMPION FATNAÐUR & HOCKEY BÚNINGAR 1/2 VERÐ AMERÍSKIR IOGGING GALLAR / HLÆGILEGT VERÐ NYSENDING KING OG QUEEN RÚMIN KOMIN AFTUR A FRÁBÆRU VERÐI SÍÐASTA SENDING FYRIR IÓL. AMERISKUR MARKAÐUR SKÖLAVÖRÐUSTÍG 6 OPIÐ VIRKA DAGA 13.00 - 18.00 LAUGARDAGA 10.00 - 17.00 NIKE &ADIDAS ÍÞRÓTTASKÓR LÆGSTA VERÐ í EVRÓPU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.