Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ b AKUREYRI Vatn flæddi um verksmiðju Samheija í fiskvinnu Fiskvinnslubraut út- vegssviðs VMA á Dalvík Morgunblaðið/Kristján Sveigjanlegt og hentar íslenskum aðstæðum Ný aðstaða til verklegr- ar kennslu Dalvík. Morgunblaðið. NÝ aðstaða fyrir verklega kennslu á fiskvinnslubraut útvegssviðs Verkmenntaskólans á Akureyri á Dalvík var nýlega tekin í notkun. Fram að þessu hefur verkleg að- staða verið til húsa í frystihúsi KEA á Dalvík, nú Snæfell. í nýju aðstöðunni eru nemendur út af fyrir sig með sínum kennara en þar er pláss fyrir 8-10 nemendur í senn og einnig er þar ein kennslu- stofa fyrir bóklegt nám. Húsnæðið var innréttað í fyrri móttöku frysti- húss KEA en hráefni er að mestu fengið frá frystihúsinu, enda aðeins nokkrir metrar á milli þessara tveggja staða. -----» ♦ ♦--- Ljósmyndavörur í Kaupvangsstræti 1 Fjölbreytt ljósmynda- þjónusta FUJI-umboðið á íslandi, Ljósmynda- vörur ehf., hefur opnað ljósmynda- vöruverslun og framköllunarþjón- ustu í nýja húsinu í Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Framköllunar- tækin í ljósmyndaversluninni eru með fullkomnustu og afkastamestu tækjum landsins, en fyrirtækið hyggst bjóða Norðlendingum íjöl- breytta ljósmyndaþjónustu. Auk venjulegrar framköllunar- þjónustu er boðið upp á eftirgerð mynda, ýmist eftir gömlum ljós- myndum eða litskyggnum beint á þykkan ljósmyndapappír. Hægt er að stækka ljósmyndir með þessari aðferð um allt að 200% og litskyggn- um um allt að 100%. Ennfremur er hægt að laga liti og birtu í myndum. Ljósmyndavörur nota SFA5-ljós- myndapappír frá Fuji og í frétt frá fyrirtækinu segir að samkvæmt rannsóknum óháðra aðila endist hann Qórum sinnum lengur en næst besti pappírinn sem völ er á. Myndir gerðar á þennan pappír eiga að end- ast allt að 100 ár við venjulega geymslu í myndaalbúmi. Frá árinu 1984 hafa Ljósmynda- vörur sett upp fjölda Fuji-framköll- unartækja um allt land og starfa nú um 20 manns utan Reykjavíkur við framköllun ljósmynda með Fuji- tækjabúnaði, en áður var þessi þjón- usta nær eingöngu í Reykjavík. Um 20 störf hafa þannig verið flutt til landsbyggðarinnar. Fyrirtækið var stofnað árið 1974 og er einn af stærstu innflytjendum landsins á vörum til ljósmyndunar og framköllunar. Þórir telur tvær meginástæður fyrir því hve útbreitt áfangakerfið er hér á landi; það er sveigjanlegt og auðveldar skólum að koma til móts við þarfir nemenda með ólíka getu og áhugamál og það hentar vel íslenskum aðstæðum, hægt sé að bjóða meiri fjölbreytni í námi í fámennum byggðarlögum en í bekkjarkerfi. Heildstæða menntastefnu með áfangakerfið sem útgangspunkt hefur ekki tekist að mynda hér á Morgunblaðið/ ERLINGUR Pálmason starfsmaður, Birgir Pétursson verslunar- stjóri og Gísli Gestsson framkvæmdastjóri í versluninni. Dagskrá á Bjargi ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra, 3. desember, verður haldinn hátíðlegur á Akureyri í nýupp- gerðum félagssal Sjálfsbjargar á Bjargi við Bugðusíðu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Sjálfsbjörg á Akureyri og Þroskahjálp á Norðurlandi efna sameiginlega til hátíðar- haldanna. Fyrirtækjum og þeim sem tóku áskorun Sjálfsbjargar um að setja upp sjálfvirkan opnun- arbúnað á hurðir verður veitt viðurkenning. Þá verða skemmtiatriði og boðið upp á veitingar. á Raufar- höfn Snarræði kom í veg fyrir stórtjón LITLU munaði að stórtjón yrði hjá landvinnslu Samhetja er kalda- vatnsinntak fór í sundur í húsnæði Strýtu á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Mikið vatn flæddi um verksmiðjuhúsnæðið en fjölmennt lið frá lögreglu, slökkviliði, Akur- eyrarbæ og Samheija kom í veg fyrir stórtjón með snarræði sínu. Engin vinnsla var í gangi Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri landvinnslu Sam- heija, sagði að vegfarandi hefði gert viðvart en engin vinnsla var í húsinu er óhappið varð. Aðalsteinn sagði vatn m.a. hafa flætt inn á umbúðalagera og verkstæði. Hann sagði tjónið óverulegt og að vinnsla hefði verið með eðlilegum hætti í gær, mánudag. „Þeir menn sem komu hér að gengu hraustlega til verks við að hreinsa upp vatnið og komu þannig í veg fyrir stórtjón í verksmiðj- unni,“ sagði Aðalsteinn. TÍU Pólverjar millilentu á Akur- eyrarflugvelli í gærdag, en þeir voru að koma beint frá Gdansk í Póllandi og voru á ieið til Rauf- arhafnar, þar sem þeir hafa fengið vinnu í fiski hjá Jökli. Leyfi hafði fengist fyrir fimmtán verkamönnum í fiskvinnu á Raufarhöfn en í þessari ferð komu sem fyrr segir tíu. Það var Metró vél Flugfélags íslands sem sótti fólkið og flutti til Akur- eyrar, en þaðan var farið með Twin Otter vél félagsins til Rauf- arhafnar. Kærulausir ökumenn FJÖLDI ökumanna hefur síð- ustu daga verið kærður fyrir að leggja bifreiðum sínum ranglega og segir lögreglan á Akureyri að mikið kæruleysi sé ríkjandi á því sviði. Nú í jólamánuðnum mun lögreglan sérstaklega fylgjast með því að bifreiðar fari ekki inn í göngugötuna eða inn á Ráðhústorg, en nokkuð er um það. Algengt sé að t.d. iðnað- armenn aki bílum sínum inn í göngugötu eða á Ráðhústorg og fari inn í eitthvert fyrirtæki með hamar, sög eða skrúfjárn og telji sig í fullum rétti þess vegna að leggja bifreiðum sín- um þar. Svo er hins vegar ekki, en vörulosun er leyfð og eiga ökumenn strax að henni lokinni að færa bílana í burtu. Alþjóðadagur fatlaðra Þrengt að þyngstu bílunum TAKMARKANIR á umferð vöru- bifreiða um Kaupvangsstræti, Oddeyrargötu og Spítalaveg hafa tekið gildi og hafa starfsmenn Akureyrarbæjar verið að setja upp umferðarmerki sem gefa þær til kynna. Takmarkanirnar felast í því að akstur vörubifreiða með leyfi- legri heildarþyngd meiri en 12 tonn um þessar götur er bannaður nema að því leyti sem nauðsynlegt er vegna flutninga að og frá að- liggjandi hverfum. 25 ár frá upphafi áfangakennslu Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir FISK VINN SLUNEM AR við nám í verklegum fögum. Morgunblaðið/Kristján TUTTUGU og fimm ár eru um þessar mundir frá því áfangakerfi var fyrst tekið upp í íslenskum framhaldsskóla, Menntaskólanum í Hamrahlíð, og var þess m.a. minnst á fundi Félags áfangaskóla sem haldinn var á Stássinu á Akureyri í gær. Fram kom í máli formanns fé- lagsins, Þóris Ólafssonar skóla- meistara Fjölbrautaskóla Vestur- lands að hugmyndin hafi flust með skólamönnum til íslands frá Banda- ríkjunum og verið aðlöguð íslensk- um aðstæðum, framhaldsmenntun í landinu hafi þá verið í kreppu, menntakerfið hafi hvorki svarað eftirspurn eftir menntun né kröfum um fjölbreytni. Út úr kyrrstæðu skólakerfí hafi brotist tvennir straumar, nýir skólar voru stofnað- ir þar sem í boði var bóklegt og verklegt nám í sama skólanum og áfangakerfið var innleitt. A þessum grunni hafi nýtt gróskuskeið hafist. landi og telur Þórir að mörg sóknar- færi í menntun á íslandi hafi tap- ast við það. Víðtækari samstaða um þróun áfangakerfisins hefði getað skapað sterkari framhalds- skóla en þeir eru nú. Þá nefndi for- maðurinn að íslenska áfangakerfið hefði vakið töluverða athygli í út- löndum. Á fundinum í gær var einnig rætt um fjarkennslu og þá mögu- leika sem í slikri kennslu liggja. Þá voru viðbrögð við brottfalli nem- enda úr framhaldsskólum til um- ræðu og m.a. bent á nauðsyn þess að setja upp styttri námsbrautir við skólana. Héraðsnefnd Eyjafjarðar Vetrarfundur Héraðsnefndar Eyjafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 3. desember 1997 og hefst kl. 9.00. Fundarstaður: Hótel KEA, Akureyri. Fundurinn er opinn áheyrendum meðan húsrúm leyfir. Framkvæmdastjóri. Fjölbreytt nám í smærri byggðum > i i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.