Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Egill Egilsson ÞAÐ var líf og fjör á íþróttahátíð Grettis. SIGRÚNU Gerðu Gísladóttur var veitt viðurkenning- fyrir áratuga störf að íþrótta- og æskumálum. Iþróttahátíð Grettis Flateyri - VEGLEG íþróttahátíð var haldin í íþróttahúsi Flateyr- inga fyrir skömmu. Ástæðan fyrir íþróttahátíð þessari var sú að veita verðlaun fyrir árangur sumaræfinga síðastliðins sumars. Einnig var Sigrúnu Gerðu Gísla- dóttur veitt viðurkenning fyrir áratuga störf að íþrótta- og æsku- málum, en hún hefur ætíð verið boðin og búin til starfa, svo lengi sem elstu menn muna. Það var formaður íþróttafélagsins Grett- is, Sigurður Hafberg, sem afhenti Sigrúnu Gerðu viðurkenningar- skjal. Margt var sér til gamans gert þennan dag, keppt var í boð- hlaupi fullorðinna og yngri, körfubolta kynjanna o.fl. Óvænt- ur gestur birtis með gítar í hendi. Sá óvænti reyndist vera Bjartmar Guðlaugsson trúbador. Hann spil- aði öll sín þekktustu lög fyrir börn og fullorðna. í lokin mætti , jólasveinninn" í formi sparisjóðs- stjóra Önundarfjarðar, Eíríks Finns Greipssonar, og afhenti börnunum körfubolta að gjöf frá Sparisjóði Önundarfjarðar. Hreppar sameinaðir í V-Húnavatns- sýslu og A-Skaftafellssýsiu Mikill meirihluti fyrir sameiningu SAMEINING sveitarfélaga í tveim- ur sýslum landsins, Vestur-Húna- vatnssýslu og Austur-Skaftafells- sýslu, var samþykkt í kosningum síðastliðinn laugardag með miklum meirihluta. I Vestur-Húnavatnssýslu var kos- ið um sameiningu Staðarhrepps, Fremi-Torfustaðahrepps, Ytri- Torfustaðahrepps, Hvammstaða- hrepps, Kirkjuhvammshrepps, Hvammstangahrepps, Þverárhrepps og Þorkelshólshrepps. í Staðarhreppi voru 66 á kjörskrá og kusu 53, sem er 80,3% kjörsókn. 41 sagði já, níu nei og þrír seðlar vom auðir. í Fremri-Torfustaðahreppi vom 44 á kjörskrá og kusu 33, sem er 75% kjörsókn. 18 sögðu jáog 15 nei. í Ytri-Torfustaðahreppi vom 155 á kjörskrá og kusu 130, sem er 83,87% kjörsókn. 65 sögðu já, 63 sögðu nei og tveir skiluðu auðu. I Hvammstaðahreppi vom 452 á kjörskrá og kusu 313, sem er 69,25% kjörsókn. 255 sögðu já, 55 sögðu nei og auðir seðlar vom þrír. I Kirkjuhvammshreppi vora 62 á kjörskrá og kusu 46, sem er 74,19% kjörsókn. 30 sögðu já, 14 sögðu nei og tveir seðlar vom auðir. í Þverárhreppi voru 55 á kjörskrá og kaus 41, sem er 74,55% kjör- sókn. 31 sagði já, átta sögðu nei og tveir skiluðu auðu. í Þorkelshólshreppi vom 104 á kjörskrá og 87 kusu, sem er 83,65% kjörsókn. 48 sögðu já, nei sögðu 38 og einn seðill var auður. Alis kusu því 488 atkvæði með sameiningu hreppanna, eða 70,7%j en 202 gegn henni, eða 29,3%. I sveitahreppunum greiddu 61,3% at- kvæði með sameiningu en 38,7% gegn henni. Tillögur um Húnaþing eða Húnabyggð Þorvaldur Böðvarsson, formaður sameiningarnefndarinnar í Vestur- Húnavatnssýslu, segir að næstu skref verði þau að vinna að því að sammninn eigi sér stað í vor. Tals- verð vinna sé framundan. „Það er þó mun skárra að eiga við þetta þar sem sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum. Þau hafa verið í töluverðri samvinnu á ýmsum sviðum og það þarf að koma henni í heildstætt form. Það þarf að búa til nýtt skipurit fýrir sveitarfélagið. Sameiningin tekur þó ekki gildi fyrr en eftir næstu sveitarstjórnarkosningar. Mér finnst trúlegt að gerð verði skoðana- könnun meðal íbúanna um nýtt nafn á sveitarfélagið og tillögumar yrðu hugsanlega lagðar fyrir í næstu sveitarstjómarkosningum. Á síðasta kynningarfundinum á Hvamms- tanga vom nefnd nöfnin Húnaþing og Húnabyggð," sagði Þorvaldur. Tæp 90% kusu með sameiningu Ibúar sveitarfélaganna í Austur- Skaftafellssýslu samþykktu samein- ingu Hornafjarðarbæjar, Hofs- hrepps, Borgarhafnarhrepps og Bæjarhrepps sl. laugardag. I Hofshreppi vom 83 á kjörskrá og kusu 57, sem er 68,7% kjörsókn. Já sögðu 52, nei sögðu fjórir og einn seðill var ógildur. í Borgarhafnarhreppi vora 76 á kjörskrá og kaus 51, sem er 67,1% kjörsókn. 40 sögðu já, átta sögðu nei og þrír seðlar vom ógildir. 1.452 vom á kjörskrá í Homa- fjarðarbæ og kusu 543, sem er 37,4% kjörsókn. Já sögðu 492, nei sögðu 42 og auðir seðlar vom níu. I Bæjarhreppi yom 45 á kjörskrá og kusu 32, sem er 71,1% kjörsókn. 25 sögðu já og sjö sögðu nei. Alls vom 1.656 manns á kjörskrá í sveitarfélögunum öllum og kusu 683, sem er 41,2% kjörsókn. Já sögðu 609, eða 89,2%, nei sögðu 61, eða 8,9% og 13 seðlar vom auðir og ógildir. Hornafjarðarbær varð til 12. júní 1994 með sameiningu Nesjahrepps, Mýrarhrepps og Hafnar, en áður hafði sameining verið felld í hinum hreppunum. Ibúar hins nýja sveitarfélags verða tæplega 2.500, en sameining- in gildir frá og með 6. júni 1998. Samhliða kosningunum fór fram skoðanakönnun um nafn hins nýja sveitarfélags. Tillögur íbúa um nafn verða taldar saman síðar og er því ekki Ijóst enn hvaða nafn kjósendur helst vilja. Nafn og önnur atriði verða ákveðin fyrir sveitarstjórnar- kosningar 23. maí 1998 af núver- andi sveitarstjórnum. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson ÞEIR á Nótastöðinni hafa ekki unnið fá handtök fyrir þessa menn. Dagbjartur Hannesson ásamt útgerðarmönnunum Haraldi Sturlaugssyni og Runólfi Hallfreðssyni á Akranesi sem mættir voru til að heiðra Dagbjart á merkum tímamótum. Akranesi - Það var tímamótadag- ur 1 lífi Dagbjarts Hannessonar netagerðarmeistara á dögunum, er liðin voru 50 ár frá því hann hóf störf við netagerð á Akranesi. Þessara merku tímamóta var minnst á vinnustað Dagbjarts á Nótastöð Akraness í hópi vinnu- félaga og vina hans. Dagbjartur Hannesson hóf störf við netagerð haustið 1947 þjá Þorgeir Jóns- syni, netagerðarmeistara á Akra- nesi. í janúar 1948 stofnaði Þor- geir síðan Nótastöð Akraness sem hann starfrækti til 1965. Dagbjartur starfaði hjá honum allan þann tíma. Þorgeir seldi * I netagerð í hálfa öld síðan fyrirtækið og Dagbjartur ásamt þeim Pétri Georgssyni og Halldóri Árnasyni og fleirum keypti það. Þeir ráku siðan fyrir- tækið um árabil og efldu það til muna. Fyrir nokkrum árum komu nýir aðilar að rekstri Nóta- stöðvarinnar hf. og siðan þá hef- ur Dagbjartur unnið hjá fyrir- tækinu og gerir enn. Hálf öld í Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson MIKILL fjöldi mætti á jólabasarinn í Röst. starfi hjá sama fyrirtæki er lang- ur tími og ekki á færi margra. Ekki fer á milli mála að Dag- bjartur hefur kynnst ýmsu á starfsferli sínum og kann frá mörgu að segja. Hann er þó fá- máll um það en segir þó að hann hafi kynnst mörgu góðu fólki viða að af landinu á þessum tima enda hafi þeir unnið fyrir útgerð- ir um land allt. Dagbjartur var fyrr á árum í fremstu röð knattspyrnumanna á íslandi og einn af máttarstólp- um i gullaldarliði Skagamanna og íslenska landsliðsins á sjötta áratugnum. Jólabasar í Röst Hellissandi - NOKKUR félög í Snæ- fellsbæ tóku sig saman um að vera með jólabasar, skemmtiatriði og kaffisölu í Félagsheimilinu Röst. Lúðrasveitin Snær undir stjóm Ians Wilkinsons lék og Kirkjukór Ingjalds- hólskirkju söng. Stjómandi kórsins var Kay Wiggs Lúðvíksson. Þetta var jafnframt ijáröflunarleið fyrir þau líknar- og mannúðarfélög úr bænum sem vom þama með sölubása. Þama mátti sjá bása frá Lionsklúbbnum Þemunum, Slysavamadeildinni Helgu Bárðardóttur, Kvenfélagi Hellissands, Unglingadeildinnni Drekanum SVFÍ, Styrktarfélagi Lúðrasveitarinnar Snæs og 10. bekkur Gmnnskólans á Hellissandi seldi varning til ágóða fyrir utanför sína að vori. Þá sáu Soroptimistar um kaffisölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.