Morgunblaðið - 02.12.1997, Page 27

Morgunblaðið - 02.12.1997, Page 27
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 27 ERLENT ESB og Banda- ríkin takast á Kyoto. Reuters. Á RÁÐSTEFNU Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) um loftslagsbreytingar sem hófst í Kyoto í Japan í gær deildu fulltrúar Evrópusambandsins (ESB) og Bandaríkjanna hart um til hvaða ráðstafana skuli grípa til að vinna gegn upphitun lofthjúpsins, gróðurhúsaáhrifunum. Athygli vakti að Bandaríkjamenn, sem eru ábyrgir fyrir stærstum hluta útblásturs gróðurhúsalofttegunda í heiminum, breyttu allverulega opin- berri afstöðu sinni við upphaf samn- ingaviðræðnanna á ráðstefnunni í gær en þeim tókst með því jafnframt að lenda enn frekar upp á kant við fulltrúa ESB í viðræðunum. Breytt afstaða Bandaríkjanna Melinda Kimble, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir að Bandaríkin myndu í fyrsta sinn taka til greina að samið verði um sérstök takmörk á losun gróður- húsalofttegunda fyrir hvert iðnríki fyrir sig í stað þess að sömu mörk yrðu látin yfir alla ganga. Opinber afstaða Ástrala hefur verið á þessa leið í aðdraganda Kyoto-ráðstefn- unnar en ekkert annað iðnríki hefur opinberlega fylgt sömu stefnu fram að þessu. Tryggvi Felixson, formaður ís- lenzku sendinefndarinnar á Kyoto- ráðstefnunni, sagði í samtali við Morgunblaðið að afstaða Bandaríkj- anna í upphafi ráðstefnunnar benti til ákveðinnar opnunar gagnvart þeim möguleika að taka tillit til sér- stakra aðstæðna einstakra ríkja. Ekki væri þó ljóst hvað þessi opnun fæli nákvæmlega í sér. „Gagnvart þeim, sem hafa bent á. nauðsyn þess að taka tillit til sérstakra aðstæðna er þetta jákvæður tónn frá Banda- ríkjamönnum miðað við það, sem við höfum heyrt áður,“ segir Tryggvi. ESB reiðubúið að bakka? Til að svara gagnrýni sem fulltrú- ar ESB hafa beint að Bandaríkjunum sagði Kimble að bandarísk stjórnvöld hefðu „verulegar áhyggjur af hinu áformaða „ESB-hvolfi“,“ sem tillögur ESB byggjast á. Með því er átt við, að ESB-ríkin 15 sameinist um að ná tilætluðum niðurskurði í heildarút- blæstri, en sum ríki innan sambands- ins geti jafnvel aukið útblásturinn ef önnur draga nægilega úr honum til að heildartakmarkið náist. ESB hefur lagt til að þetta heildartakmark hljóði upp á að árið 2010 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda frá öllum iðn- ríkjum heims 15% minni en hann var 1990. Tillaga Bandaríkjanna gengur út á að á árabilinu 2008 og 2012 verði heildarútblástur ekki meiri en hann var 1990. Japanskt dagblað greindi reyndar frá því á laugardag, að ESB sé reiðu- búið að bakka með 15% takmarkið niður fyrir 10%. Sagðist dagblaðið Yomiuri Shimbun hafa þetta eftir japönskum embættismanni, sem hefði fengið upplýsingar um þessa stefnubreytingu ESB frá samninga- mönnum sambandsins. Jergen Henningsen, aðalsamn- ingamaður ESB í Kyoto, svaraði gagnrýni Kimble fullum hálsi og sagði metnað ESB í umhverfismál- um augsýnilega hafa slegið Banda- ríkjamenn út af laginu. KYOTO'RAÐSTEFNAN UM VARNIR GEGN GRÓÐURHÚSAÁHRIFUM 5.228 Utblástur koltvísýrings vegna eldsneytisbrennslu (ímiiijónum tonna) Þau 15 ríki, sem losa mest C02 viö eldsneytisbrennslu _____________________________________________ 3.006 1.547 1.150 803 Fulltrúar yfir 150 ríkja, sem undirritaö hafa ramma- samning Sameinuöu þjóöanna um loftslagsbreytingar, komu í gær saman í japönsku borginni Kyoto. Markmiö ráöstefnunnar er aö ná samkomulagi um að iðnríkin takist á hendur bindandi skuldbindingar um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda fram til ársis 2010. 470 430 423 362 353 336 327 320 Eölilegt ástand__________________________________________ @ Stuttbylgjugeislar koma inn í lofthjúp jarðar. @ Hluti geislunar endurkastast sem langbylgjugeislar. @ Lofttegundir í andrúmsloftinu gleypa mestan hluta langbylgjugeisia en sumir endurkastast aftur til jarðar. Gróðurhúsaáhrifin_____________________________ @ Af mannavöldum streymir koltvísýringur út í andrúms- loftið, einníg nýjar gróðurhúsalofttegundir á borð við klórflúorkolefni (CFC). @ Magn lofttegundanna í lofthjúpnum eykst. Langbylgjugeislun kemst ekki út frá yfirborði jarðar og veldur hlýnandi loftslagi. liiftesai Öflugfa HábæfU rtóWa verði 199.900,- Skeifunni 17 108 Reykjavfk Sími 550 4000 Fax 550 400 w w w Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfirði Sími 550 4020 Fax 550 4021 UMBOÐSMENN OG ÞJÓNUSTA UM LAND ALLT: • AKRANES Tölvuþjónustan • AKUREYRI Tölvutæki-Bókval • HORNAFJÖRÐUR Hátíðni • HÚSAVÍK Tölvuþj. Húsavik • ÍSAFJÖRÐUR Tölvuþj. Snerpa • REYKJANESBÆR Tölvuvæðing 421-4040 • SAUÐÁRKRÓKUR Skagfirðingabúð 455-4537 • SELFOSS Tölvu- og rafeindaþj. 482-3184 • VESTIVIANNAEYJAR Tölvun 481-1122 Láttu ekki tjóðra þig tölvuna niður! 431- 461- 478- 464- 456- 4311 5000 1111 2169 5470 Það er ekki bara góð tilfinning að geta tekið vinnuna með sér í einu handhægu tæki, heldur er það oft beinlínis nauðsynlegt. Toshiba Satellite 220 CS fartölvan sameinar léttleika, kraft og áreiðanleika og er einn þægilegasti kosturinn fyrir fólk sem er á ferð og flugi. liundu eftir fríkortinu! Tæknival Toshiba Satellite 220 CS 133 MHz Pentium örgjörvi 16MB EDO RAM innra minni (stækkanlegt í 144 MB EDO RAM) 12,1" DSTN litaskjár 1,44 GB harðdiskur Öll helstu tengi, þ.á.m. infrarautt serial tengi 16 bita hljóðkort og hátalarar 1 árs alþjóðleg ábyrgð Fáanlegir aukahlutir: 10x geisladrif Tengikví

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.