Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Heilluð í Hálsaskógi Morgunblaðið/Jón Sig. ÞESSI sýning er augnayndi, segir í dómnum. LEIKUST Lcikfclag Blönduóss DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Torbjörn Egner. Leikstjóri: Sig- rún Valbergsdóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Búningahönnun: Unnur Krisljánsdóttir. Leiktjaldamálari: Ingjaldur Kárason. Tónlistarstjóri: Skarphéðinn Einarsson. Söngstjóri: Benedikt Blöndal. Helstu leikendur: Jón Einarsson, Lára Jónsdóttir, Helga Andrésdóttir, Kolbrún Zoph- oníasdóttir, Sturla Þórðarson, Hólm- fríður Jónsdóttir, Dagbjartur Lúð- vígsson, Steinþór Haraldsson, Hye Joung Park, Sylvia Ellertsdóttir. Frumsýning: Félagsheimilinu Blönduósi, 29. nóvember. Á BLÖNDUÓSI mátti heyra eft- irvæntingarkliðinn í salnum löngu áður en hljómsveitin var komin í gryfjuna til að blása til leiksins. Þarna voru ungir og aldnir í sætum og stundum ungir og aldnir í sama sætinu og mátti vart á milli sjá hvor væri spenntari: afi gamli að sjá afkvæmin gangast í gegnum eldskírnina á sviðinu eða labbakút- ur að sjá aftur og heyra það sem hann þegar þekkti, því fátt er ljúf- ara en þekkja aftur það sem mað- ur þekkir, ekki síst þegar það er þekkilegt og ljúft, en það eru Dýr- in í Hálsaskógi að minnsta kosti ef ekki meira. Og vegna þess að það var gaman að vera kominn í þetta stóra hús á þessum fagra degi vatnsgreiddur og í vesti innan um bókstaflega alla sem maður þekkti klöppuðu hnokkar og hnell- ur í takt við upphafsóðinn, kátlega og hátt. Og þannig var það þessa frumsýningu Leikfélags Blöndóss alla: Allir voru með á nótunum og lifðu sig inn í sýninguna með til heyrandi söng og skríkjum, framí- köllum og klappi. Sýningar sem ná því að magnast upp í framvind- unni af fögnuði áhorfenda og auka enn við hann eins og hér gerðist eru góðar sýningar. Og konan mín sem hefur horft á tvær ef ekki þijár uppfærslur á Dýrunum í Reykjavík sagði að þessi sýning væri síst eftirbátur þeirra og af- hveiju skellti leikfélagið sér ekki í Borgarleikhúsið með þessa sýn- ingu úrþví höfuðborgarbúar fara ekki norður. Og fá í kaupbæti ynd- islega helgi með hrími á tó eins og gimsteinum og niði Blöndu sem gerir meira fyrir sálina en árs- skammtur af prósaki. Þessi sýning er augnayndi. Eins og í Trítli, öðru barnaleikriti sem verið er að sýna á Sauðárkróki, hefur tekist hér mjög vel til við búningagerðina, og raunar svo vel að maður er hissa á því hvað í er lagt og upp skorið. Unnur Krist- jánsdóttir búningahönnuður vinnur hér listrænan sigur því litaval, efn- isáferð og snið smellpassar hlut- verki hvers og eins um leið og það gefur sýningunni fjölbreytilegt og fallegt heildaryfirbragð. Leiktöldin eru líka björt og fín og laufguð alveg upp í topp af nemendum 6. og 8. bekkjar Grunnskóla Blöndu- óss. Og lýsing Kára Gíslasonar er eins og lýsingar eiga að vera. Og þá að leikendum: Það var að sönnu ljúft og hjartahlýjandi að sjá ungmenni og yngismeyjar í hlutverkum mýsla og íkoma, og allir stóðu sig vel í hlutverkum, jafnt yngri sem eldri í stórum hlut- verkum jafnt sem smáum. En þó get ég ekki látið hjá líða að minn- ast sérstaklega á Dagbjart Gunnar Lúðvíksson, sem var einkar spræk- ur og öruggur sem bangsi litli þrátt fyrir ungan aldur, þær Láru Krist- ínu Jónsdóttur og Helgu Jóninu Andrésdóttur sem léku bráð- skemmtilega Lilla og Martein mýslur og síðast en ekki síst Jón Inga Einarsson sem vinnur ótví- ræðan leiksigur sem Mikki refur. Jón Ingi náði því að vera ógnvekj- andi og bijóstumkennanlegur til skiptis og lék af húmór og þrótti sem á dijúgan þátt í því að gera þessa sýningu skemmtilega. Tón- listarflutningur var einnig með ágætum, en sú sem hélt sprotan- um yfir sýningunni allri er Sigrún Valbergsdóttir. Hún hefur aug- sýnilega lagt mikla alúð í uppsetn- inguna og vinnu með leikurum. Þetta tvennt skilar sér í sýningu sem er henni til sóma svo og Leikfélaginu á Blönduósi. Og Húnvetningum vil ég benda á að það er til ein örugg leið til að halda við þessu þróttmikla menn- ingarstarfi í héraðinu. Hún er sú að gera sér glaðan dag og njóta þess. GuðbrandurGíslason Tveir ungir listamenn hlutu styrk STJÓRN Styrktarsjóðs Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur hefur nýlega úthlut- að tveimur styrkjum til ungra myndlistarmanna. I stjórn sjóðsins eiga sæti Karl Ómar Jónsson verkfræðingur, Ingi R. Helgason hrl. og Hannes Pálsson fyrrverandi bankastjóri. I reglugerð sjóðsins segir að styrk- inn skuli veita „ungum og efnileg- um myndlistarmanni“. Til úthlut- unar árið 1997 voru tveir styrkir að upphæð 300.000 hvor. Styrkinn hlutu Kristín Gunnlaugsdóttir og Helgi Hjjaltalín Eyjólfsson. Kristín Gunnlaugsdóttir er fædd árið 1963 og stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri og við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þá stundaði hún nám í íkonagerð í Róm og við Listahá- skólann í Flórens. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu á Akureyri árið 1989. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er fæddur árið 1968 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands, við Listaháskóla í Þýska- landi og Hollandi og við San Francisco Art Institute. Hann efndi til sinnar fyrstu einkasýn- ingar í Hollandi árið 1993. I dómnefnd eiga sæti Ólafur Kvaran safnstjóri Listasafns ís- lands, Halldór Björn Runólfsson fulltrúi Myndlista- og handíða- skóla Islands og Björg Atla full- trúi Sambands íslenskra myndlist- armanna. Morgunblaðið/Ásdís INGIMAR Sigurðsson, t.v., sonur Sigurðar G. Isólfssonar, afhendir Kjartani Sigurjónssyni, formanni Félags íslenskra organleikara, nótumar til varðveislu. Sigurður G. Isólfsson ánafnar FIO nótur sínar SIGURÐUR G. ísólfsson, fyrrum organleikari Fríkirkjunnar í Reylgavík, ánafnaði Félagi íslenskra organleikara allar sínar nót- ur eftir sinn dag. Gjöfin hefur nú hlotið varanlegan samastað, og var henni formlega veitt móttaka 13. nóvember sl. að viðstödd- um aðstandendum Sigurðar og organistum. Er margt fágætra nótna I safninu sem nú eru ófáanlegar og á nótnasafnið að geym- ast hjá embætti söngmálasljóra, Sölvhólsgötu 13, og vera aðgengi- legt öllum þeim organistum sem það viija nota. Sigurður G. ísólfsson var heiðursfélagi FIÓ og einn af stofnend- um félagsins, en það var stofnað 17. júní 1951. Sigurður nam orgelleik hjá dr. Páli ísólfssyni, bróður sínum, og tók við starfi hans sem orgelleikari Fríkirkjunnar í Reykjavík, er Páll réðst til Dómkirkjunnar árið 1939. I organistatíð Páls ísólfssonar hafði Fríkirkjusöfnuðurinn látið smíða stórt og vandað orgel árið 1926. Þetta orgel var lengi hið stærsta á íslandi og hljómar það enn i kirkjunni með breytingum þeim sem gerðar voru á því árið 1985. Við þetta orgel sat Sigurð- ur allra manna lengst eða fram á níunda áratuginn (1983). HELGI Hjaltalín Eyjólfsson og Kristín Gunnlaugsdóttir ásamt Ástu Eiríksdóttur. Fyrsta íslenska tölvuleikjabókin ÚT er kominn margmiðlunardisk- urinn Stafakarlamir eftir Berg- ljótu Amalds en þetta er fyrsta tölvubókin fyrir böm sem fram- leidd er hér á landi. Apple-umboð- ið hf. og Virago sf. gefa diskinn út. Bókin Stafakarlamir kom út fyrir jólin í fyrra en hún er ætluð yngstu bömunum sem vilja læra að þekkja stafína og lesa. A marg- miðlunardisknum lifnar sagan við með hreyfimyndum, tónlist og leik. „Á diskinum geta krakkamir heyrt söguna leiklesna,“ segir Bergljót í samtali við Morgunblað- ið. „Persónur sögunnar lifna við og tala sjálfar. Þá er líka hægt að leika sér í sögunni. Leikurinn felst í því að benda með örinni á myndir á skjánum og ýta síðan á músina. Þetta kemur af stað at- burðarás sem tengist viðkomandi staf sem verið er að kenna í það og það skiptið. Hver mynd getur síðan virkað allt að sex sinnum." En hvemig var að taka þátt í þessu verkefni? „Algjört ævin- týri,“ segir Bergljót. „Það er frá- bært að fá að þróa bókina enn frekar og fá að sjá persónur sög- unnar lifna við á skjánum.“ Bergljót segir að útgáfa sem þessi hafi ekki átt sér stað fyrr vegna þess að hún sé dýr og markaðurinn lítill. „Það er sorgleg staðreynd að allar tölvubækur og tölvuleikir sem böm hafa haft aðgang að hingað til em á erlend- um tungumálum. En þetta á von- andi eftir að breytast. Verk af þessu tagi em ekki aðeins nauð- synleg til verndunar íslenskri tungu heldur er þetta tækifæri fyrir atvinnugreinar sem eiga annars mjög erfítt uppdráttar eins og til dæmis hreyfimyndagerð." Morgunblaðið/Ásdís BERGLJÓT Arnalds er höfundur fyrstu tölvubókarinnar fyrir börn sem framleidd er hér á landi. Bergljót segir að kennarar hafi sýnt bókinni mikinn áhuga og að menntamálaráðuneytið hafí stutt útgáfuna. Þá segist hún myndu vilja koma diskinum á framfæri við gmnnskóla landsins. „Diskur- inn nýtist vel til að kenna lestur og til að auka orðaforða. Hann hefur líka skemmtigildi og gæti jafnvel nýst sem slíkur fyrir böm sem em á undan í námi.“ Steinn Ármann Magnússon leikari sér um leikraddir á diskn- um ásamt Bergljótu. Jón H. Mar- inósson og Eydís Marinósdóttir teiknuðu myndir og Gagarín ehf. sá um samsetningu. Eyþór Amalds samdi tónlist en hljóðsetning fór fram í OZ-hljóði. Diskurinn verður seldur í bóka-, plötu- og tölvu- leikjabúðum en hann gengur bæði fyrir PC- og Macintoshtölvur. Þrettán bæk- ur tilnefndar EFTIRFARANDI bækur em til- nefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1998: Frá Danmörku, skáldsagan Bann- ister eftir Kirsten Hammann og ljóðabókin Pjaltetider eftir Peter Laugesen. Frá Finnlandi, ljóðabókin Efter att ha tillbringat en natt bland hástar eftir Tua Forsström og skáld- sagan Kadonnut Pariisi (det för- lorade Paris) eftir Markus Nummi. Frá íslandi, skáldsagan Þorvaldur víðförli eftir Áma Bergmann og ljóðabókin Vötn þín og vængur eftir Matthías Johannessen. Frá Noregi, smásagnasafnið Blinddora eftir Hans Herbjornsmd og ljóðabókin Anchorage eftir Bjorn Aamodt. Frá Svíþjóð, skáldsagan Huset vid Flon eftir Kjell Johansson og ljóðabókin Fágeljágarna eftir Lennart Sjögren. Frá Færeyjum, ljóðabókina Tímar og rek eftir Carl Johan Jensen. Frá Grænlandi, ljóðabókin Isuma (Syns- punkt) eftir Aqqaluk Lynge og frá Samalandi, ljóðabókin Bonán bonán soga suonaid/Jeg tvinner slektas sener eftir Risten Sokki. Verðlaunin verða ákveðin á fundi í Stokkhólmi 27. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.