Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 29 LISTIR Nýjar plötur • JÓL í Hallgrímskirkju er með hefðbundnum jólalögum í flutningi Mótettukórs Hull- grímskirkju, undir stjórn Harðar Askelssonar. Utsetn- ingarnar eru flestar frá 17. öld, eftir tónskáldin Eccard, Praetorius, Schenei o.fl. en einnig má heyra útsetningu eftirJón Þórarinsson ogjóla- sálminn Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns og Einar Sigurðsson. Douglas A. Brotchie orgel- leikari og Daði Kolbeinsson óbóleikari leika með kórnum í nokkrum löguný Einnig leikur HIj óm skálakvin tett- inn, skipaður Asgeiri H. Steingiámssyni og Sveini Birgissyni, trompet, Þorkeli Jóelssyni, horn, Oddi Björns- syni, básúna, og Bjarna Guð- mundssyni, túba. Douglas A. Brotchie leikur jóla-kan- sónu eftir Gabrieli ásamt Hljómskálakvintettinum. Þar leikur Hörður Askelsson á klukknaspilið í turni Hall- grímskirkju. Einnig leikur Hörður þrjá jólasálmforleiki og Pastorale eftir J.S. Bach. M.a. flytur Hljómskálakvin- tettinn ásamt Douglas A. Brotchie, jóla-kansónu eftir Gabrieli og leikur Hörður Askelsson með á klukkna- spilið í turni Hallgríms- kirkju. Hljóðritunin fór fram í Hallgrímskirkju í október sl. Sveinn Kjartansson frá Staf- ræna hljóðupptökufélaginu ehf. sá um alla tæknivinnu. Geislaplatan er til sölu í Hall- grímskirkju og sér Japis um dreifingu. Verð: 1.999. Astkona Pasternaks sveik hann KONAN sem veitti Boris Pasternak, einu merkasta skáldi Rússlands, innblástur og var fyrirmynd hans að kven- hetjunni Löru í „Doktor Zhi- vago“, reyndist honum ekki jafnvel og hann hugði. í ljós hefur komið að Olga Ivinskaja, ástkona skáldsins og síðar um- boðsmaður, sveik hann í hendur leyniþjónustunnar, KGB, og njósnaði um hann. Þetta kemur fram í The New York Times. Árið 1961, er Ivinskaja var fangi í Gúlaginu sovéska, skrif- aði hún Níkíta Krútsjov, leið- toga Sovétríkjanna bréf, þar sem hún bað hann um að veita sér frelsi og minnti hann á að hún hefði veitt stjórnvöldum að- stoð er þau reyndu að þagga niður í Pasternak. I bréfínu segir Ivinskaja frá því að hún hafí reynt að koma í veg fyrir að Pasternak ætti fundi með útlendingum, að hún hafi, í samvinnu við sovésku miðstjórnina, reynt að seinka útgáfu á „Dr. Zhivago" á Vest- urlöndum og segist hafa fengið Pasternak til að hætta við að yfirgefa Sovétríkin þegar yfir- völd þar höfðu neytt hann til að hafna bókmenntaverðlaunum Nóbels, sem hann hlaut árið 1958. „Eg gerði allt sein í rnínu valdi stóð til að koma í veg fyr- ir óhöpp en mér var ómögulegt að draga úr öllu í einu,“ skrif- aði Ivinskaja. „Eg vil að það sé Ijóst að það var Pasternak sjálf- ur sem skrifaði bókina, það var hann sjálfur sem tók á móti greiðslum með aðferð sem hann sjálfur kaus. Ekki ætti að líta á hann sem sakleysingja." Bréf Ivinskaju var birt í dag blaði fyrir skemmstu og vakti það mikla hneykslun bók- menntaunnenda í Rússlandi, en Pasternak er nán- ast goðumlíkur í augum þeirra. Sagði eldri sonur Pasternaks birt- ingu bréfs Olgu Ivinskaju vera „móðgandi og við- bjóðslega“ og sak- aði dagblaðið sem það gerði um að velta sér upp úr örvæntingarfullri tilraun konu til að bjarga eigin skinni. Pasternak vissi af fundum með KGB Ivinskaja og Pasternak kynntust árið 1946 en hann var þá 56 ára, kvæntur og lands- frægur fyrir ljóð sín. Hún var 34 ára ekkja sem vann á bók- menntatímariti. Þau hófu ást- arsamband og er fullyrt að hann hafi ort nokkur fegurstu ljóða sinna til hennar, auk þess sem hún var fyrirmyndin að Löru í „Dr. Zhivago", en hann hóf að skrifa verkið árið 1948. Stjórnvöld bönnuðu bókina, sem þau töldu árás á rússnesku byltinguna. Var Ivinskaja handtekin ári síðar vegna sam- bands síns við Pasternak. Full- yrðir sonur hans að þá þegar hafi sambandi þeirra verið lok- ið. Vinátta þeirra hélst og hún gerðist umboðsmaður skálds- ins. Sonur Pasternaks segir hann hafa vitað af vikulegum fundum hennar með njósnurum KGB en að Pasternak hafi talið að hún verði málstað hans. Pasternak lést árið 1960 og skömmu síðar var Ivinskaja handtekin að nýju. Hún var látin laus árið 1988 og lést sjö árum síðar, 83 ára gömul. Hatrammar deil- ur erfingja Dóttir Ivinska- Boris Pasternak ju segir bréf hennar dæmi- gert fyrir örvæntingu fanga í Gúlaginu og segir það fjar- stæðukennt að halda því fram að móðir sín hafi verið á mála hjá KGB. Börn Ivinskaju eiga nú í hatrammri deilu við erf- ingja Pasternaks um eignarrétt á liandritum Pasternaks, en handrit, sem hann tileinkaði Ivinskaju, voru gerð upptæk eftir handtöku hennar. Nú er hins vegar litið á þau nánast sem þjóðargersemar og eru þau geymd í skjalasafni á meðan erfingjarnir takast á um þau. Þá hefur birting bréfs Olgu Ivinskaju hleypt nýju lífi í deil- ur bókmenntafræðinga um hversu mikil áhrif hún hafi í raun haft á skáldið. Hefur bréf- ið gefíð sjónarmiðum þeirra sem segja þau hafa verið óveru- leg og að hún hafi ýtt undir sektarkennd Pasternaks til að upphefja sjálfa sig, byr undir báða vængi. Raddir á uppleið TONLIST fslenzka óperan SÖNGTÓNLEIKAR Verk eftir Snorra Sigfús Birgisson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Karl O. Runólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Schubert, R.&J. Strauss, Offenbach, Mozart, Rossini, Saint-Saens og Wagner. Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, Bjarni Thór Kristins- son bassi, Thomas Koncz, píanó. Is- lenzka óperan, sunnudaginn 30. nóv- einber kl. 17. STYRKTARFELAG Islenzku óperunnar gekkst fyrir söngtón- leikunum á sama stað síðla dags á sunnudaginn var við prýðisgóða aðsókn. Efnisskráin var fjölbreytt, og að því leyti sérstæð, að hún hófst með sérpöntuðum útsetning- um SnoiTa Sigfúsar Birgissonar á þrem íslenzkum þjóðlögum, Hlýði þeir sem henda gaman að kvæðum, Kom og próf og Fögnuður lífsins, er tónskáldið lék sjálft með söngv- aranum, Sigríði Aðalsteinsdóttur. Er skemmst frá að segja, að út- setningar Snorra voru ekki aðeins frumlegar heldur bráðskemmtileg- ar; fyrsta lagið í síiðandi moto perpetuo, nr. 2 hljómaði eins og nútímaverk, án þess að breytt væri nótu í þjóðlaginu sjálfu, og nr. 3 var útfært með slyngum pólý- fónískum tilbrigðum sem settu lag- ið í æðri vídd. Sigríður Aðalsteins- dóttir söng af viðeigandi látleysi og með fallegum skýrum texta. Bjarni Thór Kristinsson hefur undanfarið verið einn af aðalsöngv- urum Volksoper í Vínarborg. Það kom því ekki á óvart að hann skyldi skarta boldungs-bassarödd, sem hefur alla burði og fyllingu í dæmi- gerð profondo-hlutverk, þó að enn vanti allra dýpstu nóturnar, hvað sem síðar kann að verða. Ur fyrstu sönglotu hans stóðu upp úr Nirfill Karls 0. Runólfssonar og Þótt þú langförull legðir, fyrir ósvikin leik- ræn tilþrif og hljómmikla túlkun. Sigríður tók síðan við með Schubert-syi-pu og byrjaði mjög vel með Linditrénu. Silungurinn var leikinn hraðar en hér er al- gengast, en fór ekki illa á því, og eftir magnaðan örstuttan dúett með Bjarna í Dauðinn og stúlkan tók Bjarni Thór við í Der Wander- er og An die Musik. Rödd Sigríðar var töfrandi falleg, manni liggur við að segja göfug, mezzó; þétt, ög- uð og hrein, textaframburður skýr, og bar hendingamótunin vott um góða skólun og næman skilning, enda þótt úthaldið í löngum frösum væri stöku sinni örlítið andstutt. Að því leyti var Bjarni lengra kom- inn, en á móti vó, að íslenskur textaframburður hans var orðinn svolítið þýzkuskotinn. Loks lauk Sigríður fyrri lotu með þrem sönglögum eftir Richard Strauss, Nacht, Morgen og hinu dýrðlega Zueignung, sem hún söng af eðal- borinni reisn. Bjarni hóf seinni hálfleík með tveim Mozart-aríum, Parto, ma tu ben mio úr „Títusi," þar sem reyndi á flúrtæknina, og 0 Isis und Osiris; hvort tveggja með glæsi- brag. Þýzka óperettan tók síðan við, er Sigríður brá sér í buxna- hlutverk og gerði gleðiávarpi Or- lovskys, Chacun a son gout úr Leð- urblökunni, hressileg skil, og með- ferð Bjarna á Von des Tajos Strand úr Sígaunabaróninum (sami höf.) var sannkölluð tour de force. Paríando buffo-stíllinn átti ekki síður við hann í Incognito úr La Périchole eftir Offenbach, og Sig- ríður söng tvö lög úr sama verki er sýndu mikla tjáningarbreidd, fyrst Ich bin so besoffen, er slagaði (í tvennum skilningi) hátt í maka- lausu túlkun Sigrúnar Björnsdótt- ur á „Víðihlíð" eftir Megas, og síð- an Trotzdem liebe ich dich, er var flutt af allt öðrum kenndum og innilegri. Að óbreyttu hefði Bjarni átt að vera næstur á undan Sigríði áður en hún réðst til atlögu við Una voce poeo fa úr Rakaranum í Sevillu eft- ir Rossini, en efnisskráin var færð til á staðnum, að líkindum svo að söngkonan fengi næga upphitun fyrir þennan alræmda barkabrjót, sem tókst líka dável. Sungu þau Bjarni síðan dúett Fígarós og Ros- inu úr sama verki, Dunque io son, er heppnaðist með miklum ágæt- um; sérlega samtaka og nákvæmur í flúi-virkinu, þó að hin kröfuharð- ari kvenrulla kallaði fram fyrstu þreytumerki undir lokin. Loks færði Bjarni sig í holdgervingu Don Basilios og söng aríuna um róginn, La calunnia, með miklum bravúr. Prentaðri dagskrá lauk með Amour, viens ma faiblesse, aríu Dalilu úr Samson og Dalilu eftir Saint-Saéns og aríu Dalands úr Hollendingi Wagners, Mögst, du mein Kind. Síðan tóku við nokkur aukalög, þ.á m. Seguedilla Car- menar e. Bizet í seiðmagnaðri túlk- un Sigríðar og Als Vöglein klein an der Mutter Brust, drykkjusöngur Falstaffs úr Kátu konunum í Windsor eftir Nicolai, sem Bjarni söng eins og hann hefði aldrei gert annað. Sem í hvívetna var undir- leikur Tamasar Koncz öryggið uppmálað, þó að stundum bæri smávegis keim af kapellumeistara- legum göslaraskap. Því verður vissulega ekki af mörlandanum skafið, að hér ríkir fádæma söngáhugi. Samt er enn næsta fátítt að heyra jafnefnilega unga söngvara með raddfæri af þessum gæðaflokki. Má óhikað vænta mikils af þeim Sigríði og Bjarna Thór á komandi árum. Ríkarður Ö. Pálsson SVIÞIOD Jólabjallan 1997 Handmálaður sapigripur úr postulíni kr. 1.980,- Glœsileg postulínsstell Vönduð kristalsglös 15% jólaafsláttur er veittiiraföllum vörum yfir 2.000,- kr. gegn staÖgreidslu SILI’URIUJDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.