Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR þótt hún sé þröng og rúmi ekki nema fá verk í einu. Það virðist vera stefna Listasafns ASÍ að nýta þetta rými, ýmist í samsýningum eins og sýningu FÍM sem nýlega er um garð gengin, eða fyrir litlar sérsýningar, eins og sýningu Huldu B. Agústsdóttur sem nú hangir þar uppi. Þetta er vel því litlar sýningar geta oft gefið góðan árangur og eru nauðsynlegar í stai-fi hvers listamanns. Þegar völ er á því að setja upp litlar sýningar þar sem líka er að finna stærra sýningarrými styðja sýningarnar hver aðra. Hulda einbeitir sér að hönnun og hér sýnir hún skartgripi. Þetta eru þó ekki skartgripir af meðfærilegu gerðinn sem nota má við öll tæki- færi, heldur miklu frekar tilraunir í hönnun þar sem reynir á útfærslu í mismunandi efni og gripimir standa sjálfir undir skoðun, þótt tvær myndir af sýningarstúlkum sé líka að finna á vegg Gryfjunnar. Hér má sjá hálsfestar og armbönd en það er efnið og úrvinnslan sem fyrst vekur athygli. Annars vegar notar Hulda plast og ál, að þvi er virðist stundum fjöldaframleidda hluta sem hún raðar saman í ein- föld form svo úr verða skartgripir sem minna óneitanlega á „ready- máde“ listaverk; kannski eru þetta skartgripir fyrir póst-minimalista. Hins vegar notar Hulda lífrænt efni sem stingur mjög í stúf við plastið og bjargar því að sýningin verður ekki of einsleit þótt hún sé ekki stór. Þar eru á ferðinni skart- gripir úr sítrónum og læm-ávöxt- um, hörpuskel og þangi. Það er húmor í þessum hlutum og þeir mynda skemmtilegt mótvægi við hina skartgripina, þótt hvorttveggja sé, ef svo má segja, unnið úr fundnu efni. Þessi sýning Huldu er eins og fýrr segir lítil en veitir samt nokkra innsýn í vinnulag og hug- myndir hennar. Þetta er hennar iyrsta einkasýning, en hún bendir til þess að það gæti verið gaman að sjá frá henni stærri sýningu og sjá hana takast á við flóknari og metn- aðarfyllri verkefni. Jón Proppé ÍSFLÖTUR, þrykk eftir Hafdísi Ólafsdóttur. HÁLSFESTI úr þangi eftir Huldu B. Ágústsdóttur. I spegli íssins MYJVPLIST Irislasaln ASÍ ÞRYKK AF TRÉ OG KOPAR HAFDÍS ÓLAFSDÓTTIR Opið kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. Aðgangseyrir kr. 200. Sýningin stendur til 7. desember. ÍSINN er viðfangsefni Hafdísar Olafsdóttur í einþrykksmyndunum sem hún sýnir nú í Listasafni ASI í Asmundarsal á Skólavörðuholtinu. Sýningin lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en myndimar eru þeim mun gjöfulli þegar áhorfand- inn staldrar við og horfir gegnum þær inn í tær litbrigði íssins sem Hafdís laðar fram á sérstæðan hátt í þrykkinu. Is er í raun undarlegt viðfangsefni i myndlist og ákaflega erfitt að vekja tilfinningu fyrir hon- um með litum, kannski svipað og að reyna að mála loftið tómt eða tært vatn. fsinn fangar augnablikin og gerir efni sem í eðli sínu eru formlaus og hverful að fóstum. Þó myndast íshellur ekki í einu vet- fangi heldur hlaðast upp lag fyrir lag svo í þeim má lesa eins konar sögu - sögu hverfulla augnablika sem töfrar frostsins skrá. Oljósar þokur djúpt í ísnum era til vitnis um veðrabrigði einhvers liðins dags, sólbráð, sandfok eða kulda. í hálfgagnsæjum ísnum renna litim- ir saman og verða að nýjum. Birtan speglast í ísnum svo henni virðist stafa innan úr honum. Aðferð Hafdísar við að ná fram þessum áhrifum birtu og lita er hliðstæð við aðferð náttúrannar. Hún prentar þunn litalög af plötu og byggir þannig upp þykkan lit sem þó virðist eins og hálfgagnsær líkt og ísinn. Innan í myndunum má greina óma frá öðrum litum og óljósum línum, og líkt og birtan í íshellunni virðist koma innan frá. Þessi aðferð er að sjálfsögðu vel þekkt í málverki og olíulitir ásamt þeim efnum sem málarinn blandar í þá eru vel til þess fallnir að byggja upp birtuhrif af þessu tagi. En það er öllu sjaldgæfara að sjá þrykk útfært á þennan hátt til þess gagngert að fanga ákveðna tegund birtu og daufra lita. Hið formræna gegnir ekki eins miklu hlutverki og liturinn í þessum verkum. Þó era þau langt frá því að vera bara formlausir fletir. I stóram trérist- unum má víða greina æðamar í viðnum sem mynda eins konar líf- rænan bakgrunn við litinn. Línur ganga líka niður flötinn og sést að þar endurtaka sömu línumar sig milli verkanna. Stundum hafa lauf- blöð líka verið þrykkt á pappírinn. Þessar viðbætur gegna ekki aðeins því hlutverki að tengja litaflötinn lífrænum formum heldur era þær um leið eins konar úrvinnsla á hug- myndinni um ísinn sem sögu, ísinn sem fangar í sig hverfulli hluti úr náttúranni og verður því eins og minning um liðinn tíma. I heild er sýning Hafdísar ansi áhrifamikil, ekki síst vegna þess hve öguð vinnubrögð hennar era og framsetningin öll. Hér er um mjög tæknilega sýningu að ræða, en það er þó aldrei tæknin ein sem ræður framsetningu verkanna, heldur er hver mynd þess virði að staldra við hana og velta henni fyr- ir sér. SKARTGRIPIR HULDA B. ÁGÚSTSDÓTTIR Opið 14 til 18 alla daga neina mánu- daga. Aðgangseyrir kr. 200. Sýningin stendur til 7. desember. GRYFJAN svokallaða í Ásmund- arsal er skemmtilegt sýningarrými Islenzk bóka- gerð rædd í Erlangen Hannover. Morgunblaðið. NÝLEGA hélt Stefán Karlsson forstöðumaður Árnastofnunar fyrirlestur á vegum norrænudeild- ar háskólans í Erlangen í Þýskalandi. Stefán talaði um íslenska bókagerð á miðöldum í víðara samhengi og gaf meðal annars yfirlit yfír það hvað til er af handritum. „Ég velti líka fyrir mér í hvers konar umhverfí handrit hafí orðið til,“ sagði Stefán. „Auðvitað hafa klaustur og aðrar stofnanir verið bókagerðarmiðstöðvar og það að rita móðurmál með latínustöfum á rætur sínar í kristninni. Samt er margt sem bendir til þess að lestrar- og skriftarkunnátta meðal vel stæðra leik- manna á miðöldum hafí verið fyrir hendi. Þær rannsóknir og tilraunir sem gerðar hafa verið á síðustu árum til að komast að því í hvaða umhverfi tiltekin handrit hafa orðið til hafa styrkt þá hug- mynd að bókagerð hafí farið fram víða í landinu. Auðvitað var allur almenningur á miðöldum ólæs og óskrifandi en það skiptir miklu máli að vita hvort kirkjunnar menn voru einir um að ráða yfir þessum miðli eða hvort einhver annar þjóðfélags- hópur, sem kannski var tiltölulega stór miðað við hvað almennt gerðist í Vestur-Evrópu á þessum tfma, hafí líka tileinkað sér bókagerð. Ég tel að á fslandi hafí verið víxlverkun á milli lestrar- og skriftarkunnáttu leikmanna og þess að framleidd- ar voru bókmenntir sem vöktu áhuga og héldu honum öldum saman,“ sagði Stefán Karlsson um efni fyrirlestrarins. Fyrirlesturinn sóttu meðal annars nemar í nor- rænum fræðum við háskólann í Erlangen en einnig mátti sjá nema í bókasafnsfræðum auk gesta annars staðar að, þar á meðal íslendinga úr nærliggjandi borgum og bæjum. Á annan tug nema stundar islenskunám við Háskólann í Er- langen. Fyrirlestur Stefáns er sá fjórði í röðinni sem kennd er við Árna Magnússon. Áður hafa talað Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson STEFÁN Karlsson forstöðumaður Árnastofnunar og Hubert Seelow prófessor við norrænudeild há- skólans í Erlangen og sérfræðingur í fslenskum nú- tfmabókmenntum. Jónas Kristjánsson þáverandi forstöðumaður Árnastofnunar, Hermann Pálsson fyrrverandi prófessor í fslensku við háskólann í Edinborg og Helga Kress prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Islands. Fyrirlestrarnir eru ætíð haldnir f kring um afmælisdag Árna Magnússonar sem er 13. nóvember og efni þeirra tengist ís- lenskum fornbókmenntum. Schmidt og Norland í Reylgavík og Siemens í Þýskalandi er styrkja fyr- irlestrahaldið. Gaf bækumar sfnar Um það leyti sem fyrirlesturinn var haldinn fékk norrænudeild háskólans í Erlangen veglega bókagjöf frá Barbel Dymke en hún var til margra ára Iektor f fslensku við háskólann f Miinchen. Dymke gaf flestar bækur sfnar sem eftir langan starfsferil vora tæplega þúsund. „Það hefur verið skortur á norrænum og ekki sfst fslenskum bókum þannig að þessi veglega gjöf kemur sér afskaplega vel,“ sagði Hubert Seelow prófessor við norrænu- deildina og sérfræðingur í nýjum fslenskum bók- menntum en hann hefur forgöngu um Árna Magn- ússonar-fyrirlestrana. „Þetta er mest nýrri bók- menntir og bókmenntasaga en einnig rit um skáldverk og rit um menningarsögu íslands. Bæk- ur sem þessar hefur einmitt vantað að miklu leyti í safnið og við erum Barbel Dymke afar þakklát.“ Ritdeila Rushdies og le Carrés Hinn „hrokafulli“ ræðst á „olæsan montrass“ HÖRÐ ritdeila tveggja af þekktustu rithöfundum Bretlands hefur kætt þá landa þeirra mjög, sem ótt- uðust að tími snarpra móðgana á prenti væri liðin tíð. Aðrir láta sér fátt um finnast þótt þeir Salman Rushdie og John le Carré ati hvor annan auri á síðum dagblaðanna. Rushdie hefur kallað le Carré „ólæsan montrass", sem hefur svarað því til að Rushdie sé „hroka- fullur“, taki „sjálfan sig í dýrlingatölu" og sé blindað- ur í leit sinni að auknum ágóða af bók sem hafi komið öðrum í lífshættu. Frá þessu er sagt í International Her- ald sTribune. Skítkast rithöfundanna hefur birst í lesendadálkum The Guardian og hófst er le Carré kvartaði yfir því í ræðu að hann væri fómarlamb nomaveiðara pólitískrar rétthugsunar í Bandaríkj- unum, sem gerðu allt til að saka hann um að vera gyðingahatari. Útdráttur úr ræðunni var birtur í The Guardian og sendi Rushdie þegar bréf til blaðs- ins þar sem hann kvaðst óska þess að le Carré hefði verið jafn áhyggjufull- ur vegna dauðadóms klerkaveldisins í íran yfir honum eftir útkomu bók- arinnar „Söngvar Satans“. í bréfi sínu segir Rushdie le Carré hafa verið „mefra en reiðubúinn að taka þátt í fyrri ófrægingarherferð á hendur öðram rithöfundi“ og átti við tilraun le Carrés og fleiri rithöfunda til að telja Rushdie á að koma í veg fyrir dreifingu „Söngva Satans“ vegna þeirrar hættu sem hún setti aðra í. Segir Rusdie það myndu vera „virðulegt" ef le Carré „við- urkenni að hann skilji eðli Hugsanalögreglunnar betur nú þegar hann er sjálfur... í skotlínu". Le Carré svaraði því til að Rushdie væri „nýlendusinni" og „hrokafullur“. Meðferð Rushdies á sannleikanum væri eins eigingjörn og hugs- ast gæti og að le Carré „hefði aldrei gengið í lið með morð- ingjum hans“. Það kann að skýra andúð le Carrés á Rushdie að sá síðamefndi var fenginn til að gagnrýna bók le Carrés „The Russia House“ árið 1989. í gagnrýni sinni fór hann háðulegum orðum um ósk le Carrés að teljast til „alvöru“ rithöfunda. Segir hann í dómnum: „Kemst nærri því, en - að minnsta kosti í þetta sinn - engan vindil.“ Svo virðist sem Le Carré og Rushdie hafi lokið ritdeilunni en aðr- ir hafa tekið við. Einn þeirra er William Shaweross, rithöfundur og blaðamaður, sem þekkir báða höf- undana. Hann segir ummæli Rus- hdies „skammarleg“ og „anga af sjálfsbirgingslegri sigurgleði“. Er Rushdie var boðið að svara fyrir sig, sagði hann le Carré frjálst að fá vini sína til að verja sig en hann væri hættur. Salman Rushdie John le Carré
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.