Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 33 LISTIR Ávaldi listarinnar Gunnar Helgason leikarí og barnabókahöf- undur situr ekki auðum höndum fyrir jólin - hefur sent frá sér bók og geislaplötu, auk þess sem hann er að leika í kvikmynd og undirbúa sýningu á Síðasta bænum í dalnum í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Orri Páll Ormarsson brá skjótt við á dögunum, þegar í ljós kom að Gunnar átti frían eftirmiðdag, og tók hann tali. MEÐAL íslenskra barna er Gunnar Helgason best þekktur sem „Gunni í Stundinni okkar", eða jafnvel „Gunni og Felix", en sum þau yngri gera ekki mikinn greinar- mun á þeim fóstbræðrum, Gunnari og Felix Bergssyni. Þá hefur hann getið sér gott orð í yngstu aldurs- hópunum fyrir bækurnar um grall- arana Gogga og Grjóna. Hinir sem eldri eru kannast aftur á móti betur við Gunnar sem Birting í uppfærslu Hafnarfjarðarieikhússins Hermóðs og Háðvarar á verki Voltaires eða jafnvel sem „skörunginn" Einar kennara í Að eilífu eftir Árna Ibsen. Á næsta ári fær fólk síðan að kynn- ast nýrri hlið á Gunnari, þegar kvik- mynd Ágústs Guðmundssonar, Dansinn, verður frumsýnd, en þar er kappinn í fylkingarbrjósti. Dansinn Það er einmitt Dansinn sem er Gunnari efst í huga, þegar við tyll- um okkur við borð í útjaðri Nýja kökuhússins þennan eftirmiðdag. „Þetta er búið að vera alveg ótrú- lega gaman - frábær lífsreynsla," en tökur á myndinni eru vel á veg komnar. „Að morgni veit maður aldrei hvað dagurinn muni bera í skauti sér, nema hvað hann kemur til með að verða góður - maður fer alltaf ánægður heim." Dansinn er byggður á sögu Will- iams Heinesens og gerist í Færeyj- um árið 1913. Slegið er upp brúð- kaupi og færeyski dansinn stiginn af miklum móð. Úti er aftur á móti veður vott og þegar erlent skip strandar steinsnar frá landi, tekur sagan óvænta stefnu. Brúðkaups- gestir þeysa á vettvang og tekst með frækilegum hætti að bjarga áhöfninni, að einum skipverja und- anskildum - hann týnir lífi. Og þar sem brúðkaupsgestir standa yfir líki hans verða þeir að gera upp við sig hvort dansinn eigi að duna á ný! Að sögn Gunnars er Dansinn skemmtileg blanda af gamni og al- vöru. „Það verður örugglega mikið hlegið að myndinni og örugglega grátið líka - hún togar í mann úr báðum áttum, eins og ég kann allt- af best að meta sjálfur." Gunnar fer með hlutverk sögu- manns í Dansinum og er þetta fyrsta meiriháttar kvikmyndahlutverk hans til þessa, en áður hefur hann komið fram í Punktur, punktur, komma, strik og finnsk-íslensku myndinni Malbiki. „Blessaður vertu, þær teljast varla með - ég held ég hafi sagt eina setningu í hvorri mynd." Fjóldi manns kemur að gerð Dansins en að sögn Gunnars eru um sjötíu manns á „settinu" í viku hverri. Dvaldist hópurinn um hríð í Færeyjum til að myndrita flest atr- iði sem gerast utandyra, atriði sem gerast innandyra eru aftur á móti tekin upp hér á landi. „Það hefur verið feikilega góð stemmning í hópnum," segir Gunnar, „og and- rúmsloftið á tökustað frábært. Það skiptir ekki svo litlu máli. Síðan er náttúrulega gaman að fá tækifæri til að leika með mönnum á borð við Arnar Jónsson, Gísla Halldórsson og Magnús Ólafsson, sem þekkja þessa vinnu út og inn." Að dómi Gunnars er mikill munur á sviðsleik og kvikmyndaleik, eink- um hvað varðar áherslur, þótt grunnurinn sé sá sami. „Tökur hafa staðið yfir í fimm vikur en mér finnst ég ekki ennþá vera farinn að leika. Samt fékk ég mesta æfíngu af leik- urunum. Ætli þetta stafi ekki af því að maður æfir atriði mest í fjóra til fímm daga áður en það er kvik- myndað en fær lágmark átta vikur í leikhúsinu áður en fólki er hleypt í salinn. Auk þess er auðvitað furðu- ieg tilfinning að leika í senu sem tekur nokkrar mínútur - síðan er hún orðin eilíf!" Gunnar segir margt eftirminni- legra atvika hafa sett svip sinn á tökuferlið, enda hafí hann verið að upplifa ýmislegt í fyrsta sinn. Til að mynda hafí allir leikararnir farið á dansiball í Færeyjum og fengið tilsögn hjá „gildum lim" í Dansfé- laginu í Runavik í þeirri sérstöku dansmennt, færeyska dansinum. Þá hafi verið ógleymanlegt að sjá Vest- firðinginn hugdjarfa, Baldur Trausta Hreinsson, sem fer með stórt hlutverk í myndinni, stinga sér með tilþrifum í brimið undir hömr- unum við Grindavík. „Dansinn er fullur af „stuntatriðum"!" Grýla Víkur þá sögunni að ritlistinni, nánar tiltekið barnabókahöfundin- um Gunnari Helgasyni, sem sent hefur frá sér sína fjórðu bók. Nefn- ist hún Grýla. Segir titilpersónan þar frá sér og sínu hyski, svo höf- undi sé gefið orðið, jólasveinum og öðrum börnum, maka, fyrrverandi mökum, tengdadóttur á ská og svo auðvitað jólakettinum og hvernig jólahaldið gengur fyrir sig í Grýlu- helli. Segir Gunnar bókina ætlaða enn yngri lesendahópi en bækurnar um Gogga og Grjóna og þeim sem lesið er fyrir, sem þýði að skrifin hafi verið meiri áskorun en áður. „Því yngri sem börn eru, þeim mun erfið- ara er að skrifa fyrir þau. Maður verður að vera gagnorður, forðast vitleysur og orðagjálfur." Heimildir sótti Gunnar í þjóð- háttabækur og lagði útaf þeim. „Kann ég Árna Björnssyni þjóð- háttafræðingi bestu þakkir, en ég komst fljótt að því að allar bækur sem ég þurfti að styðjast við voru eftir hann." Eitt stærsta vandamálið sem Gunnar stóð frammi fyrir við gerð Grýlu var hvernig sameina ætti ís- lensku jólasveinana og Santa Claus, hinn síðskeggjaða, sem um langt árabil hefur verið íslenskum börnum svo kær. „Eftir miklar vangaveltur GUNNAR Helgason: Bók, um plötu, frá kvikmynd til leikrits. Morgunblaðið/Þorkell GUNNAR í hlutverki Birtings í Hafnarfjarðarleikhúsinu. datt ég niður á lausn sem ég kynni í bókinni. Þetta eru allt sömu gömlu gæjarnir, þeir eru bara búnir að fara í bað. Á því er mjög einföld skýring: Nútíminn krefst þess að þeir, eins og aðrir, fari í bað ef þeir ætla að láta sjá sig meðal manna um jólin!" Jólin (eru alveg að) koma Gunnar sendir ekki eingöngu frá sér bók fyrir jólin, heldur er jafn- framt komin í verslanir geislaplatan Jólin (eru alveg að) koma, sem hann tók upp í félagi við_ Felix Bergsson, undir stjórn Jóns Ólafssonar. Segir Gunnar plötuna „rökrétt framhald" á hljómsnældunum sem þeir félagar gerðu síðastliðið vor og seldust í 17.000 eintökum. „Platan er með svipuðu sniði og snældurn- ar. Gunni og Felix eru að undirbúa jólin og gera það á sinn spaugilega og oft klaufalega hátt, auk þess sem einhver ósýnilegur prakkari er að stríða þeim. Einnig segja þeir jóla- ævintýri, syngja gömul jólalög og þá oft með nýjum textum, auk þess sem þrjú ný jólalög eru á plötunni, samin af Jóni Ólafssyni og Ómari nokkrum Gauki í samvinnu við pilt- ana." Hefur Gunnar eiginkonuna sína fyrir því að platan sé betri en snæld- urnar og „eiginkonurnar eru alltaf hörðustu gagnrýnendurnir". Síðasti bærinn í dalnum Flestir íslendingar, sem komnir eru af unglingsaldri, ættu að kann- ast við kvikmyndina Síðasta bæinn í dalnum sem Óskar Gíslason gerði eftir sögu Lofts Guðmundssonar, þar sem kista flýgur, tröll hafa ham- skipti, álfar dansa og dvergar hverfa og birtast á víxl. Var myndin frum- sýnd 1950, en sama ár gaf Loftur söguna einnig út á bók. Upp úr bók þessari hafa þeir fé- lagar Gunnar og Hilmar Jónsson, forsprakkar Hafnarfj arðarleikhúss- ins, unnið leikgerð sem frumsýna á 17. janúar næstkomandi. „Eg verð reyndar að viðurkenna að ég hef iítið sem ekkert komið nálægt leikgerðinni, þótt það stæði til í upphafi, hana hefur Hilmar unnið upp á eigin spýtur - ég er búinn að vera svo upptekinn," segir Gunnar, og úr svipnum má lesa að honum fínnist hann hafa svikist undan merkjum. „Reyndar er ástæðulaust að vera með samvisku- bit, Hilmar hefur skilað frábæru verki." En leikrit eru ekki bara handrit og því er ærið verk framundan. „Æfingar munu hefjast um leið og tökum á Dansinum lýkur og okkar bíður ákaflega ögrandi verkefni - að finna leikhúslausnir sem koma á óvart og bæta við verkið. Hvernig á að láta kistuna fljúga? Hvernig á að láta dverginn hverfa? Og svo framvegis." Hilmar mun leikstýra Síðasta bænum í dalnum, en auk Gunnars eru í leikarahópnum Björk Jakobs- dóttir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Halldór Gylfason, Jón Stefán Krist- jánsson og María Ellingsen. Að sögn Gunnars verður upp- færslan að öllu leyti trú efninu, „nema hvað? Sagan er frábær - ekki bara í minningunni, heldur í rauninni, því komst ég fljótlega að þegar ég fór að lesa bókina og horfa á myndina. Hún er byggð upp eins og Disneymyndirnar. Og hvað getur það betra verið, íslensk klassík í Disneyformi, sett upp la Hafnar- fjarðarleikhúsið?" Tvö barna- og fjölskylduleikrit líkleg til vinsælda verða frumsýnd um líkt leyti og Síðasti bærinn í dalnum, Fríða og dýrið í Þjóðleik- húsinu og Bugsy Malone í Loft- kastalanum. Gunnar óttast aftur á móti ekki samkeppnina. „Okkar sýning hefur sérstöðu - hún verður rammíslensk!" „Rammíslenskur" er einmitt orðið sem klingir í kolli blaðamanns þegar hann kastar kveðju á þennan glað- lynda og atorkusama viðmælanda sinn - hann þekkir augljóslega ekki hugtakið „iðjuleysi" nema sem marklaust krot á blaði. Bókatíðindi komin út BÓKATÍÐINDI 1997 eru kom- in út og hefur verið dreift á heimili landsmanna undan- farna daga. í Bókatíðindum er getið allra helstu bóka sem út eru gefnar á árinu, efni þeirra, höfunda, stærð og verðs og eru ætlaðar til hægðarauka þeim sem velja bækur til gjafa eða eigin lestr- ar. Okeypis happdrættismiði er á baksíðu allra eintaka sem fara til heimilanna og verða dregnir út í desember 24 vinningar, einn á dag fram að jólum, segir í kynningu. Hver vinningur er bókaúttekt að eigin vali fyrir 10 þúsund krónur í næstu bóka- búð. Vinningsnúmer verða birt jafnóðum í dagbókum dagblað- anna, en bóksalar og skrifstofa Félags íslenskra bókaútgefenda gefa einnig upplýsingar um þau. Verðlaun fyrir bók- menntaþætti BIRGIR Kruse, færeyskur lausamaður í blaðamennsku, hlýtur blaðamennskuverðlaun Norræna bókasambandsins (NORDBOK) að þessu sinni. Verðlaunin eru 25.000 danskar krónur og verða afhent á fundi sambandsins í Færeyjum í maí á næsta ári. Birgir Kruse vakti athygli fyrir þáttaröð sína Á vetrar- brautinni sem flutt var í fær- eyska útvarpinu. Hann þykir hafa gert norrænum rithöfund- um góð skil í þætti sínum. Bók um ást- arsamband Salingers ER HÆGT að afhjúpa nær ósýnilegan mann? Sú er ætlun bandaríska rithöfundarins Jo- yce Maynard en hún hefur skrifað bók um samband sitt við skáldbróður sinn J.D. Sah'nger, að því er segir í The New York Times. Samband þeirra varði frá 1972-1973 er Maynard var tæplega tvitug. Salinger hafði þá þegar dregið sig algerlega út úr sviðsljósinu eftir að hann öðlaðist heimsfrægð fyrir bók sína „Bjargvættur í grasinu" sem kom út á sjötta áratugn- um. Salinger hafði samband við Maynard vegna greinar sem hún hafði skrifað, þá nítján ára en hann var 53 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.