Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 44
' ** 44 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Eru útgerðarmenn borgunar- menn fyrir veiðigjaldi? VILHJÁLMUR Wiium, háskólakenn- ari í Galway á írlandi, og Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, kasta fram þeirri spurningu _ i hvort útgerðarmenn séu borgunarmenn fyrir veiðigjaldi. Hall- dór hefur skoðað reikninga Utgerðarfé- lags Akureyringa, en Vilhjálmur veltir fyrir sér verðmyndun á var- anlegum kvóta. Það er mikilvægt að þess- ari spurningu sé svar- að, ekki síst í ljósi þess að heildar- samtök atvinnurekstrarins í land- inu, Verslunarráð íslands, hafa slegið því föstu að veiðigjald (eða auðlindagjald) eigi rétt á sér þegar afkoma fískveiðanna leyfir. p. Halldór og reikningarnir Afkoma Útgerðarfélags Akur- eyringa hefur verið slakari en af- koma margra annarra sjávarút- vegsfyrirtækja nokkur undanfarin ár. Eflaust má fínna á því margar skýringar. Nýir stjórnendur hafa breytt ýmsu í rekstri fyrirtækisins. Þeir hafa m.a. keypt aukinn kvóta til fyrirtækisins. Þannig keypti fyr- irtækið nýlega 1500 tonna kvóta á tæpan milljarð króna af Lands- bankanum. Skv. yfirlýsingum for- stjóra ÚA munu þessi kvótakaup verða fjármögnuð með lánum. Augljóst er að viðskiptabankar Út- gerðarfélags Akur- eyringa hafa lesið reikninga og rekstr- aráætlanir fyrirtæk- isins og komist að því að það geti staðið und- ir því að greiða þessar ríflega 650 krónur fyr- ir hvert kíló af varan- legum kvóta sem keyptur var. Spurn- ingin sem Halldór Ás- grímsson verður að svara er því þessi: Ef ÚA getur borgað stórfé fyrir þorsk- ígildiskíló sem fengið er í október, því skyldi félagið ekki geta greitt fyrir þau þorskígildiskíló sem af- hent eru að láni frá almannavald- inu 1. september ár hvert? Er þungbærara að borga ríkissjóði Islands 650 krónur en að borga Landsbanka íslands 650 krónur? Það er skylt að minna á að almenn- ingur í landinu á hvorutveggja, ríkissjóð og Landsbanka. Vilhjálmur og verðmyndunin Vilhjálmur Wiium tekur upp afar mikilvægt mál og spyr hvort ekki sé of seint að leggja á veiði- gjald. Röksemd hans er sú að af- vaxtaðar framtíðartekjur veiðirétt- arins hafí þegar skilað sér til gjafa- kvótaþeganna og að þessir aðilar hafi forðað sér út úr útgerðinni. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki, að mati Þór- ólfs Matthíassonar, að óvissu um greiðslu fyrir nýtingu á auðlindinni verði eytt sem fyrst. Álagning veiðigjalds beinist því að bakaranum sem ekkert hafði til saka unnið, en ekki smiðnum sem stal þjóðargerseminni. Undirrituð- um er ekki kunnugt um að rann- sakað hafi verið skilmerkilega hvort þeir sem fengu gjafakvóta úthlutað séu enn í_ rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja. Ágúst Einarsson alþingismaður hefur haldið þvi fram að tiltölulega lítið sé um slíkt enn sem komið er. Þau viðskipti sem hafa átt sér stað séu á milli starfandi fyrirtækja og umfang þeirra óverulegt í samanburði við heildarstærð úthlutaðs kvóta. Það er því alls ekki víst að ótti Vil- hjálms við að níðst verði á bakaran- um eigi við rök að styðjast. En hér þarf meiri rannsóknir. Væntanleg álagning veiðigjald breytir rekstrarumhverfi fyrir- tækja í sjávarútvegi. Umræða um gjaldtöku af þessu tagi hefur verið við lýði alveg frá því að kvótakerf- inu var komið á og ætti því ekki að koma flatt upp á eigendur sjáv- arútvegsfyrirtækja. Þá hefur legið fýrir um alllanga hríð að meiri- hluti kjósenda teldi eðlilegt að nýt- endur veiðiréttar greiddu fyrir að- ganginn að auðlindinni. Stjórnend- ur og eigendur fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum mega búa við svip- aða óvissu þegar þeir taka ákvörð- un um fjárfestingar og aðrar fjár- hagslega skuldbindandi aðgerðir. Apótekarar urðu að taka ákvarð- anir um fjárfestingar með hliðsjón af líkindum á að Alþingi breytti ákvæðum lyfsölulaga um rétt manna til að setja á stofn og reka lyfjabúðir, svo dæmi sé nefnt. Framtíðaróvissa af því tagi sem hér er nefnd hefur áhrif á kaup og söluverð apóteka og kvóta. Kaupendur og seljendur þurfa að taka tillit til óvissunnar. Seljandi kvóta þarf að meta greiðslu sem hann getur fengið nú og greiðslu sem hann gæti fengið a) m.v. að Alþingi setti á veiðigjald og b) m.v. að Alþingi lögfesti gjafa- kvótakerfið. Kaupandinn þarf að fara í gegnum sömu vangaveltur. Þeim mun líklegra sem talið er að veiðigjald verði lagt á þeim mun lægra verður kvótaverðið. Þeim mun líklegra sem talið er að gjafa- kvótakerfíð verði fest í sessi þeim mun hærra verður kvótaverðið. Ákvarðanir við skilyrði óvissu eru hið daglega brauð stjórnenda atvinnufyrirtækja í vestrænum hagkerfum. Stundum verður at- burðarásin í samræmi við það sem líklegast var talið, stundum ekki. Hugsanlega má skýra innrás út- Þórólfur Matthíasson gerðarfyrirtækja á hlutafjármark- að síðustu misserin sem tilraun eigenda þeirra til að deila áhætt- unni af væntanlegum breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegs- fyrirtækjanna með stofnanaíjár- festum. En undirstrika verður að hvort sem Alþingi leggur á veiði- gjald eða lögfestir gjafakvóta munu einhveijir hagnast og ein- hveijir tapa. Niðurstaðan er því þessi: Kaupendur og seljendur var- anlegra aflaheimilda hafa ákveðið að taka þátt í happdrætti. Verði veiðigjaldi komið á hafa seljendur kvóta fengið vinninginn, verði gjaf- akvótafýrirkomulagið ofaná hafa kaupendur kvóta fengið happ- drættisvinninginn. Alþingi á ekki að láta hagsmuni eigenda happ- drættismiða hafa áhrif á ákvarðan- ir sínar. Lokaorð Útgerðarfyrirtæki geta borgað veiðigjald. Það sanna þau viðskipti sem þegar eiga sér stað rækilega. Óvissa um framtíðarfyrirkomuleg greiðslu fyrir aðgang að auðlind- inni hefur áhrif á kaup- og sölu- verð varanlegra aflaheimilda. Verð þessara heimilda er lægra en það væri, væri gjafakvótakerfið gert varanlegt, verð þessara heimilda er hærra en það væri lægi ákvörð- un Alþingis um álagningu veiði- gjalds fyrir. Þessi óvissa hefur óheppileg áhrif á svigrúm fyrir- tækja í greininni til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Það er því mikilvægt, ekki síst fyrir útgerðar- fyrirtækin í landinu, að óvissunni verði eytt sem fyrst. Eðlilegast er að það verði gert með álagningu veiðigjalds. • Höfundur er dósent! hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla fslands. Móðgaðir Islendingar? MORGUNBLAÐIÐ hefur birt fréttir og greinar að undanförnu þar sem lokun Goethe- stofnunarinnar í Reykjavík er til um- ræðu. Sú þeirra sem snerti „viðskipta- tengsl" landanna ^ (2.11. ’97) var þó með jþeim spélegri sem undirritaður hefur les- ið hér í Þýskalandi undanfarin ár. í fyrsta lagi er nú fremur lítil hætta á að það verði skotið á neyðarfund- um í þýska viðskipta- ráðuneytinu þótt við- skiptin við íslendinga bíði einhvem minni háttar hnekki og í öðra lagi geri ég ekki ráð fyrir að Klaus Kinkel muni eiga svefnlausar næt- ur vegna þess að nokkrir viðmæl- endur úr íslensku atvinnulífi hafi tjáð þýskri þingnefnd að íslending- ^ar líti á lokunina sem „móðgun“. Þótt auðvitað beri að harma lokun slíks þarfaþings sem Goethe-stofn- unarinnar bið ég þessa „formæ- lendur" íslendinga hér eftir að tala fyrir sig. Móðgunartal þetta varð reyndar Úlfari Bragasyni, forstöðumanni Stofnunar Sigurðar Nordals, tilefni til þarfrar greinar (8.11. ’97), þar sem hann benti á að ef einhver ætti að vera móðgaður, þá væru það Þjóðveijar, því ekki hefðu ís- lendingar lagt sig mikið fram við að kynna þeim sína eigin menn- ’*■ * ingu. Undir þessa röksemd get ég hjartanlega tekið. Ég hef und- anfarin ár numið og starfað við túlka- og þýðendadeild Johannes Gutenberg háskólans í Mainz/Ger- mersheim og hef eftir megni reynt að „kynna“ ísland Þjóðveijum og öðrum fulltrúum þeirra 60 þjóð- gl landa sem hér nema. Þar sem deild þessi er hin stærsta sinnar tegund- ar í Evrópu með á hálft þriðja þúsund nemenda datt mér í hug að fræða menn hér um fjöreggið okk- ar sem svo oft er lofað og prísað á hátíðar- stundum og vildi hefja kennslu í íslensku. Hér eru nú einu sinni nem- endur sem hugsanlega gætu orðið að gagni í menningar- og við- skiptatengslum land- anna, því í því felst nú sérhæfing þeirra. Nú era íslensku- deildir ekki opnaðar á hveijum degi við fjár- þrengda þýska háskóla (og raunar ekki heldur ríka annars staðar) og var því fremur á brattann að sækja. Þótt harma beri lokun slíks þarfaþings sem Goethe-stofnunarinnar biður Gauti Krist- mannsson þessa „for- mælendur“ íslendinga hér eftir að tala fyrir sig. Svo vel vildi þó til að hingað var nýkominn ungur prófessor í þýsku sem starfað hafði í Finnlandi, Andreas F. Kelletat, sem þekkir vel til þarfa smáþjóða og var hann fús að styðja tilraunakennslu í íslensku þótt ekki væri það beint í hans verkahring. Þar sem það er nú tíska hér í Þýskalandi sem og annars staðar að hafa samband við at- vinnulífíð benti hann mér á að ef ég vildi að eitthvað yrði úr þessu væri ráð að hafa samband við þá sem hugsanlega hefðu hag af kunn- áttufólki á þessu sviði, íslenska við- skiptajöfra. Bauðst hann meira að segja til að skrifa persónulega svo að mönnum skildist að hér væri ekki um einhvem einleik íslensks stúdents að ræða. Væri hann jafn viðkvæmur og íslenskir mógúlar hefði hann vissu- lega ástæðu til að vera móðgaður og vel það, því það sýndi sig að söguþjóðin er naumast sendibréfs- fær. Eitt tveggja lína símbréf frá einu einasta fyrirtæki varð niður- staða þessarar tilraunar sem sann- aði aðeins tvennt: að íslenskir kaupahéðnar hafa engan áhuga á menningarsamskiptum sem þeir þurfa að borga fyrir sjálfir og það sem verra er, almennir mannasiðir eins og að svara bréfum eru þeim ókunnir. Þrátt fyrir þetta var íslensku- kennslunni haldið áfram og hafa flestar tilraunir til einhverra smskipta við íslendinga farið á sömu leið. Undirritaður hefur reynt að betla eina orðabók eða tvær af íslenskum stjórnvöldum án svars og síðan tók steininn úr þegar þeir nemendur mínir, sem lengst vora komnir og lagt höfðu á sig þetta nám ofan á fullt nám í tveim- ur eða þremur öðrum tungumálum, reyndu að gerast svo djarfir að sækja um sumarvinnu á Islandi. Þar fengu þeir fyrstu lexíuna í samskiptum sínum við hinn ís- lenska þursaflokk, steinrunna þögnina. Slík viðbrögð segja meira en þúsund túristabæklingar um samskiptahæfni einnar þjóðar. Ég er nemendum mínum þakklátur fyrir að vera ekki móðgaðir þrátt fyrir allt. Höfundur starfar við túlka- og þýðendadeild Johannes Gutenberg háskólans í Mainz/Germersheim. Gauti Kristmannsson Afskriftir afla- heimilda verða bannaðar í MORGUNBLAÐ- INU í fyrradag (fimmtudag) boðar sjávarútvegsráðherra nýtt lagafrumvarp um bann við afskriftum keyptra aflaheimilda. Rökin era að veiði- rétturinn rýrnar ekki við notkun þar sem auðlindin er endurnýj- anleg. Þetta er öðra sinni á skömmum tíma sem sjávarút- vegsráðherrann boðar þetta framvarp. Um þetta er allt gott að segja og ég er alveg sammála þessum sjónarmiðum. Aðeins tvennt vil ég benda á. Það er ekki sjávarútvegsráðherra sem flytur í mestu vinsemd bendir Kristinn H. Gunnars- son sjávarútvegsráð- herranum á að það tíðk- ast ekki á Alþingi að flytja frumvarp um sama efni og þegar ligg- ur fyrir þinginu. slíkt framvarp heldur fjármálaráð- herrann þar sem málið varðar löggjöf um tekju- og eignarskatt. Hitt atriðið er að frumvarpið hefur þegar verið flutt. Ég leyfði mér að flytja það í maí síðastliðnum og endurflutti það í upphafi yfirstandandi þings. Mælti fyrir því fyrir nokkru, sjávarút- vegsráðherra var ekki viðstaddur. Frum- varpið er nú til með- ferðar í efnahags- og viðskiptanefnd þings- ins. Þegar framvarpið kom fram vakti það nokkra athygli, fjöl- miðlar gerðu því góð skil og margir höfðu samband við mig og lýstu eindregnum stuðningi við málið. Ég geri mér vonir um að frumvarpið verði sam- þykkt, enda stuðningur við það víðtækur. Ég vil í mestu vinsemd benda sjávarútvegsráðherranum á að það tíðkast ekki á Alþingi að flytja framvarp um sama efni og þegar liggur fyrir þinginu. Svoleiðis gera menn ekki. Það sem máli skiptir er efni málsins en ekki hver er flutningsmaður þess, það má sjáv- arútvegsráðherrann muna. Að vísu skal það upplýst að IVÍorgun- blaðið hefur enn ekki séð ástæðu til þess að skýra frá flutningi frumvarpsins og kann það að skýra yfirsjón ráðherrans, en blað- ið hefur sér til afbötunar að hafa þeim mun oftar skýrt frá vilja sjáv- arútvegsráðherrans til þess að flytja málið Höfundur er þingmaður. Kristinn H. Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.