Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 47 HANNA TOMINA ANDREA JOENSEN + Hanna Tomina Andrea Joensen fæddist í Færeyjum 20. janúar 1915. I Hún lést í Noregi 19. nóvember sl. Foreldrar hennar 1 voru hjónin Tom- asia Fredrikke Didrichsen, f. 5. júlí 1877, d. 16. septem- ber 1961, og Joen Michael Joensen Thorsvig, f. 2. októ- ber 1877, d. 16. jan- úar 1960. Hanna I átti sjö systkin, öll I látin. Eftirlifandi fósturbróðir hennar er Poul Thomsen, bú- ' settur í Noregi. Eiginmaður Hönnu var Jens Elías Joensen, f. 6. okbóber 1911, d. 3. febrúar 1997. Börn þeirra eru: 1) Anna Friðbjörg, f. 6. september 1940, sérkenn- ari, gift Boga Leifs Sigurðssyni og eiga þau þijú börn og þijú barnabörn. 2) Jenny, f. 3. nóv- ember 1943, sjúkr- aliði, gift Óla Árna Vilhjálmssyni, þau slitu samvistum. Hún býr í Noregi og börn hennar þijú, ásamt þremur barnabörnum. 3) Jógvan Daniel Jo- ensen, f. 5. janúar 1947, sérmenntaður innan sjúkraþjálf- unar í „manuel terapi," eigandi heilsuhælisins Opptreningssentret Jelöy Kurbad í Moss í Noregi, kvæntur Evu Margar- eth f. Andreassen, eiga þau fjögur börn og þijú barnabörn. 4) Ruth, f. 25. september 1951, kennari og sjúkraþjálfari, gift Arve Dyresen, búsett í Noregi, og eiga þau þijú börn. Útför Hönnu fer fram frá Aðventkirkjunni í Reylqavík í dag, og hefst athöfnin klukkan 15. Mamma fæddist á Hvítanesi við ’ Þórshöfn í Færeyjum og ólst upp á kristnu, góðu heimili. Hún minntist alltaf bemskuáranna með hlýju og gleði og hafði gaman af að segja frá smáatriðum í leik og skóla á Hvítanesi fyrir utan Þórshöfn, þar sem hún ólst upp. Hún talaði alltaf um hversu gott samkomulag og virðing meðal nágranna var. Leikfé- I lagarnir voru eins og systkin, og | upplifði ég sem stelpa á ferðalagi - í Færeyjum gleðina meðal þeirra við endurfundi og upprifjun minn- inga. Námshæfni mömmu var löngum þekkt. Var sagt að hún væri besti nemandi Hvítanessskóla um ára- tuga skeið. Enda þurfti kennarinn margsinnis að fela henni verkefni sem ætluð voru eldri nemendum. Skiljanlega langaði hana í fram- haldsnám, en á þeim tíma var ekki t skilningur almúgafólks á mikilvægi > menntunar. Hún hafði ekki fjár- muni til framhaldsnáms, fór því út að vinna fyrir sér strax eftir ferm- ingu, og það gerði hún eins lengi og hún hafði heilsu til. Hún gekk í söfnuð Sjöunda dags aðventista 18 ára að aldri. Þá buð- ust henni námsmöguleikar. En að bijóta 4. boðorðið, hvíldardagsboð- , orðið, til þess að sækja skóla m.a. á hvíldardögum, var ekki í samræmi ) við þann sáttmála, sem hún hafði | gert við Jesúm Krist. Hún valdi því frekar að fylgja sannfæringu sinni og halda fast við þann gimstein, sem hún hafði fundið í aðventtr- únni, en að fara í nám, sem hún löngum hafði þráð. Hún kynntist pabba 1934 og giftu þau sig 11. desember 1939. Bernskuár okkar voru mömmu erf- ) ið' Pabbi var á sjó mánuðum saman * við íslands- og Grænlandsstrendur, | og mamma þurfti þess vegna að takast á við bæði kven- og karl- mannsverk. En andlegur styrkur hennar var ótrúlegur. Sótti hún þann styrk í bæn og biblíulestur kvölds og morgna. Hún hafði áhuga á allskyns bókmenntum og las allt sem hún komst yfir, enda var hún víðlesin. Einkunnarorð mömmu voru að nota tímann. Hún leit á tímann sem dýrmæta gjöf, sem henni bar að nýta vel og það gerði hún með ein- dæmum. Hún saumaði og pijónaði hveija flík á okkur, og hafði ánægju af útsaumi og annarri handavinnu, sem hún gjarnan gaf frá sér. Ut- saumur og önnur handiðn hennar voru listaverk. Persónuleiki hennar kom fram í því sem hún tók sér fyrir hendur, og voru það vand- virkni, nákvæmni, samviskusemi og heiðarleiki sem mótuðu líf hennar. Henni leið þess vegna ekki vel í lokin, þegar henni fannst hún ekki vera til þess gagns sem hún vildi vera fyrir umhverfið. Við fluttumst frá Færeyjum til Vestmannaeyja 1956 og áttum þar góð ár fram að gosi 1973. Eftir gos bjuggu mamma og pabbi í Hvera- gerði fram til ársins 1981, en þá fluttust þau til Þorlákshafnar, og hafa búið þar síðan. Ég upplifði mömmu sem sérstak- lega umhyggjusama, gestrisna og gjafmilda konu. Hún var ávallt reiðubúin að fórna sér fyrir aðra. Hún mátti ekkert aumt að sjá, þá varð hennar innri hvöt að veita hjálp til að klæða, fæða, styðja með fjár- munum og fleiru. Þetta gerði hún allt svo lítið bar á. Eftir að ég fluttist frá íslandi var alltaf jafn gott að koma heim og njóta samverunnar við mömmu og pabba. Mamma hefur verið mér og minni ijölskyldu góð og kærleiksrík móð- ir, tengdamóðir og amma, og bið ég Guð um að gefa mér vísdóm og trúartraust til þess að fara að for- dæmi hennar. Það var gott að sitja hjá mömmu og halda í hönd hennar við dánar- beðið. Þegar pabbi dó í febrúar í ár, var eins og veggur hryndi úr lífshúsi mömmu. Við erum þijú af fjórum systkinum, sem erum búsett í Noregi, og dvaldi mamma hjá okkur síðustu mánuðina. Síðast- liðna tvo mánuði lá hún á sjúkra- húsi í Noregi, og háði sína síðustu baráttu. Hún þráði hvíldina og fékk hana södd lífdaga. Von um endur- fundi gera sorgina sársaukaminni, og lítum við fram til þeirrar stundar. Ruth og fjölskylda. í dag kveðjum við mömmu, ömmu og langömmu í hinsta sinn. Við getum ekki sagt núna: „Ég kem aftur til þín, amma.“ Þetta voru kveðjuorð Elíasar við ömmu, þegar fjölskylda okkar fluttist búferlum til Noregs fyrir 21 ári og hún brosti gegnum tárin. Þessi orð voru oft notuð á kveðjustundum okkar eftir það. Á þessutn árum hefur oft ver- ið farið milli íslands og Noregs, og hafa kveðjustundirnar oft verið erf- iðar. í dag erum það við sem brosum í gegnum tárin og segjum: „Við sjáumst aftur, amma,“ og gleðj- umst yfir öllum þeim yndislegu stundum, sem við áttum samap. Minningarnar munu seint gleymast, sem við eigum eftir þessa kærleiks- ríku mömmu og ömmu. Lífið var mömmu dýrmætt. Það var lífsgleðin, húmorinn, kærleikur- inn til sinna nánustu og trúin á Guð, sem hvatti hana og styrkti í lífsbaráttunni. Þegar pabbi lést í febrúar í ár var eins og hluti lífs- þróttar hennar færi með honum. Nú horfum við fram á við, til endur- fundar á efsta degi. Mamma saknaði oft ættingja og vina í Færeyjum, eftir að við flutt- umst til íslands. En kynnin við nýtt land og þjóð víkkuðu sjóndeild- arhring hennar. Hún var ekki hrædd við að takast á við ný verk- efni. Þau tengsl, sem hún hafði við sína nánustu og sinn Guð voru mik- ilvægur þáttur í lífi hennar. Hver dagur byijaði með kyrri stund með frelsaranum. Hún tók sér tíma til þess að hlusta á hina innri rödd, sem mótaði hana í heilsteypta, iðju- sama, heiðarlega, hjálpsama og trú- aða konu. Það sem hægt var að gera í dag, var ekki beðið með til morguns. Dagamir urðu því oft langir og næturnar stuttar. Hún var alltaf upptekin af að gera öðrum gott. Hún gaf af því sem henni var gefið og studdi þann- ig umhverfið bæði með andlegum og tímanlegum gæðum. Brunnurinn var aldrei tómur, það var alltaf hægt að ausa eitthvað. Gestrisni hennar var framúrskarandi. Hennar umhyggju upplifðum við á sér- stakan hátt síðustu vikur lífs henn- ar á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir rýmun á sál og lík- ama, bar hún okkur öll fram með nafni í bænum sínum, alveg fram á hinstu stund. Ömmuhlutverkið var henni mikil- vægt. Hún fagnaði alltaf barna- bömunum, þegar þau heimsóttu hana með sín böm. Það er með þakklæti og lotningu sem ég lít til baka til þess fordæm- is sem hún hefur gefið mér með lífi sínu, og þá ábyrgð, sem ég hef við að bera þessi verðmæti áfram. Blessuð sé minning hennar. Jenny og fjölskylda. ) I ) í ) ) LEGSTEINAR Getum enn afgreitt nokkra steina fyrir jól. Graníf II r HELLUHRAUN 14 1 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 ESi í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. SKEMMUVEGI 48, 200 KOP., SÍMI: 557-6677/FAX: 557-8410 + Hjartkær tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR, Bræðraborgarstíg 32, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. nóvem- ber síðastliðinn, verður jarðsett miðvikudaginn 3. desember næstkomandi. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju kl. 15.00. Ólafur Haukur Ólafsson, Ragnhildur Ólafsdóttir, Guðmundur Heiðarsson, Helga S. Ólafsdóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Karl Á. Ólafsson og langömmubörn. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ERLINGS PÁLMASONAR fyrrv. yfirlögregluþjóns, Lindasíðu 2, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. desember ki. 13.30. Fjóla Þorbergsdóttir, Halldór Pálmi Erlingsson, Gerður Kristjánsdóttir, Bergþór Erlingsson, Heiðdís Þorvaldsdóttir, Ema Erlingsdóttir, Hjörtur Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, MAGNÚS TÓMASSON pípulagningameistari, Skálagerði 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 29. nóv- ember. Þorbjörg Eiðsdóttir, Ólafía Magnúsdóttir, Jóhann Geirharðsson, Eiður Magnússon, Kristín Ólafsdóttir og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS GUÐVARÐSSON Úthlíð 8, Reykjavfk, lést á Landspítalanum laugardaginn 29. nóv- ember. Halldóra Guðmundsdóttir, Björg Jónasdóttir, Birgir Grímur Jónasson, Janet Spry, Jónas Bragi Jónasson, Catherine Dodd og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, EINAR TRYGGVASON, Melbraut 7, Garði, andaðist laugardaginn 29. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Finna Pálmadóttir. + Móðursystir okkar, INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR JOHNSON, lést á heimili sínu (Vacaville, Kaliforníu, laugardaginn 29. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Pálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.