Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 9. desember 1997 Blað D Ríkis- ábyrgðin VEXTIR eru líklega í kringum 2% lægri af húsbréfalánum en á almennum lánamarkaði vegna ríkisábyrgðarinnar, segir Grétar J. Guðmundsson í Markaðurinn. Það munar um minna, þegar um háar Qár- hæðir er að ræða. / 4 ► Breytt viðhorf VINNA við pípulagnir hefur breytzt nyög, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættin- um Lagnafréttir. Snyrti- mennska og auga fyrir formum og fagurfræði skipta nú miklu máli, en áður var þessi vinna frekar gróf og þung. / 18 ► Linda- hverfi Stí mikla uppbygging, sem á sér stað í austur- hluta Kópavogsdals, fer ekki framhjá neinum, sem ek- ur Reykjanesbrautina. Svo hröð er uppbyggingin, að segja má, að Kópavogsbær hafi verið að færast í austur. Byggingafyrirtækið Kamb- ur var hvað fyrst til þess að hasla sér völl í Lindahverfí austan Reykjanesbrautar og hefur byggt þar bæði raðhús og fjölbýlishús. Nú er Kambur langt kominn með fimm rað- hús við Fjallalind, en þau eru seld tilbúin að utan en fokheld að innan eða lengra komin í samræmi við óskir kaupenda. „Ég tel, að þær væntingar, sem bundnar voru við Linda- hverfið hafi rætzt,“ segir Sig- urður Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Kambs í viðtals- grein hér í blaðinu í dag. „Hverfið er að byggjast afar hratt upp og byggingafram- kvæmdir þar það örar og miklar, að gatnaframkvæmdir hafa varla haldið í við þær. Framfarir í gatnagerð hafa þó orðið miklar á þessu ári og Fífuhvammsbrautin hefur breytt afar miklu með teng- ingunni undir brúna á Reykja- nesbraut." „Markaðurinn fyrir nýjar íbúðir hefur tekið afar vel við sér á þessu ári og ég man varla eftir meiri sölu,“ segir Franz Jezorski, fasteignasali hjá Hóli, þar sem raðhús Kambs í Lindahverfí eru til sölu. / 14 ► Fólk á Suðurnesjum ánægðast með húsnæðisaðstæður MIKILL munur er á því á milli landshluta, hve ánægt fólk er með húsnæðisaðstæður, þar sem það býr. Mest er ánægjan á Suðumesjum, en langminnst á Vestfjörðum, þá á Aust- urlandi og Vesturlandi. Þetta er nið- urstaða skýrslu þeirrar, sem Stefán Olafsson prófessor samdi fyrir Byggðastofnun og birt var fyrir skömmu. Húsnæðiskostnaður og sérstak- lega hitunarkostnaður er mikið um- kvörtunarefni ásamt með neikvæðri þróun fasteignaverðs. Þeir sem kvarta mest undan hitunarkostnaði em íbúar Vestfjarða, Austurlands og Vesturlands. Ibúar höfuðborgar- svæðis og Suðurnesja hafa minnst undan þessu að kvarta. Aberandi mest er kvartað undan neikvæðri þróun fasteignaverðs á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum. Á höfuðborgarsvæðinu og Suðumesjum þykir framboð hús- næðis hins vegar hafa batnað og sömuleiðis en í minna mæli þó á Norðurlandi vestra og Suðurlandi. Það er svo á Norðurlandi eystra, sem mest er kvartað undir neikvæðri þróun húsaleigu. Á heildina litið virð- ist þróun húsnæðismála hafa verið hagstæðust á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. I skýrslunni kom fram, að fólk í byggðarlögum með 200-1.000 íbúum, er óánægðast með búsetuskilyrði sín. Flest þessara byggðarlaga byggja af- komu sína á sjósókn og fiskvinnslu. Að mati Stefáns Ólafssonar bendir þetta m. a. til þess, að búferlaflutn- ingar frá landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðsins muni halda áfram á næstu áram með svipuðum hætti og verið hefur. Fólksflutningar hafa mikil áhrif á íbúðarbyggingar, en fólksfækkun í dreifbýlinu og mikil mannfjölgun á höfuðborgarsvæðinu em vafalaust helzta ástæðan fyrir miklum nýbygg- ingum í Reykjavík og byggðarlögun- um í kring. Állar líkur era nú á, að ekkert lát verði á þeirri þróun. Hversu ánægt eða óánægt er fólk með húsnæðismálin? Óánægðir Ánægðir Óánægðir ^ go umfram ánægða 44. 21% 28% 46% 21 9 29% Höfuðborgar- svæðið uua --- * 14.(3 Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland LANDIÐ ALLT 12% 21 % Ánægðir umfram óánægða 38% 138% 17% 45% 37% Kynntu þér kosti Fasteigtialána Fjárvangs hjá ráðgjöfum Fjárvangs ísíma 5 40 50 60 Dæmi um mánaðariegar afborganir af 1.000.000kr. Fastcignaláni Fjárvangs* Nfextir(%) 10 ár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta [pn- FJÁRVANGUR IDEGIU VERDBRÍFAFHIRIIII laugavegi 170,105 fleykjavlk, slmi 540 50 60, sfmbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is Fasteigpalán Fjárvangs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.