Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Happdrætti HÍ Vann 35 milljónir DREGIÐ var í gær í Happ- drætti Háskóla íslands og kom hæsti vinningur á miða númer 15012. Tveir viðskiptavinir áttu miða með þessu númeri og fékk annar 5 milljónir en hinn átti trompmiða auk tveggja einfaldra miða og fékk hann 35 milljónir. Miðarnir sem gáfu 35 milij- ónir voru seldir á Akureyri en miðinn sem gaf 5 milljónir var seldur á Eskifirði. Happdrætt- ið greiddi því samtals 40 millj- ónir í fyrsta vinning að þessu sinni. Síðasta jóla- tréð skreytt STARFSMENN Reylqavíkur- borgar skreyttu síðasta jólatréð við Tjörnina í gær. Það var ekki seinna vænna því fyrsti jóla- sveinninn, Steklqastaur, er vænt- anlegur til byggða í nótt. Sérstakar áherslur í eftirliti skattyfírvalda Farið í saumana á húsfé- lögum og bótagreiðslum SKATTSTJÓRAEMBÆTTIÐ í Reykjavík hefur undanfarið kannað sérstaklega fjáireiður húsfé- laga og bótagreiðslur frá tryggingafélögum. „Við höfum farið ofan í greiðslur frá trygginga- félögum og gerðum almenna könnun á því hvem- ig húsfélög stæðu að því að gefa upp laun og aðr- ar greiðslur, sem þeim ber að telja fram,“ sagði Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, í gær. „Að öðru leyti er ekld um neinar sérstakar áherslui' að ræða. Eins og venjulega er farið ofan í launamismun, sem gert er eftir skipulegri tölvu- úttekt og nær til alls landsins, og síðan eru þau mál, sem koma upp hverju sinni.“ Gestur sagði að bótagreiðslur væru tvískiptar. Annars vegar væru bætur sem væru greiddar fyrir varanlega örorku og ekki væru skattskyld- ar. „Hins vegar eru bætur fyrir tímabundna ör- orku, sem geta verið í formi slysapeninga, dag- peninga og þess háttar. Það hefur orðið mis- brestur á því að slíkar bætur séu taldar fram og sérgreindar í framtölunum. Það er sá hluti, sem hefur verið skoðaður og upplýsingar fengnar frá viðkomandi gjaldanda og tryggingafélaginu." Gestur sagði að það breytti engu um skatt- skyldu í hvaða trú skattgreiðandi hefði talið bæt- ur fram, en það gæti haft áhrif á það hvort reikn- að yrði álag á viðkomandi upphæð sem reyndar væri yfirleitt ekki gert í málum af þessu tagi. „Það er mjög algengt að fólk, sem hefur ekki talið svona greiðslur fram, hvaða ástæður, sem liggja að baki, ber því við að sá, sem innti greiðsl- una af hendi, hafi sagt því rangt tíl. Ég veit ekk- ert um það hvort sú er raunin, en það er hætta á því þegar sumar greiðslur eru undanþegnar skattskyldu en aðrar ekki að fólk eigi erfitt með að átta sig á því hvernig skiptingunni er háttað.“ Heimilt að skoða aftur í tímann Að sögn Gests er heimild til að fara sex ár aftur í tímann hafi framtal ekki borið með sér að vit- laust væri talið fram, en heimildin takmarkist við tvö ár hafi mátt byggja rétta álagningu á fram- talinu. Hann sagði þegar hann var spurður hvort tilgangurinn með því að kanna húsfélög væri að komast fyrir svarta atvinnustarfsemi að verið væri að kanna hvort félögin gæfu upp þær greiðslur, sem þau inntu af hendi, hvort sem það væri vegna viðhalds, húsvörslu eða annarra ) hluta. Skattheimtan hóf í ár tölvulestur á framtölum sem skilað var fyrir árið 1996. Gestur sagði að menn gerðu sér vonir um að það myndi spara vinnu þegar hún væri komin í gagnið þannig að meiri tími yrði til að sinna öðrum verkefnum. Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri sagði að komið hefðu fram ákveðnir erfiðleikar við tölvu- lestur framtala, sem skilað var inn í upphafi j þessa árs fyrir 1996 og tekið yrði tillit til þeirra í framtalinu á næsta ári. Að sögn Garðars voru erfiðleikamir fólgnir í pappírsþykkt og röstun. 1 Hins vegar hefðu framtölin einnig verið hand- skráð til samanburðar þannig að hægt hefði verið að leiðrétta vitleysui- áður en tilkynnt var um álagningu. Hann sagði að hagræðing af hinu nýja fyrir- komulagi væri ekki farin að skila sér enn þá, en stefnt væri að því að fleiri upplýsingar yrðu skráðar á framtölin, þar á meðal laun og fast- eignir, þannig að þeir sem hefðu einfalt framtal, þyrftu í raun ekki nema að staðfesta upplýsing- I arnar. Sendiráð fslands í London hyggst endurnýja leigusamning til 99 ára 230 milljónir fyr- ir hús hertogans í BREYTINGARTILLÖGUM meirihluta fjárlaganefndar við fjár- aukalög er lagt til að 290 milljóna króna hækkun verði gerð á fjárveit- ingu vegna útgjalda til sendiráðs íslands í London. Meginástæðan er ákvörðun um að endumýja leigu- samning á sendiráðinu og sagði Stefán Haukur Jóhannesson, skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneytinu, í gær að þetta hefði verið ákveðið að vandlega athuguðu máli. Stefán Haukur sagði að utanrík- isþjónustan þyrfti að skila húsinu í sama ástandi og tekið hefði veríð við því. „Við gerum ráð fyrir því að það þurfi að taka húsið í gegn fyrir um 40 milljónir króna. Sú niður- staða fékkst eftir að breskir verk- fræðingar gerðu úttekt á ástandi hússins." í nefndaráliti með breytingartil- lögunum segir að 230 milljónir króna eigi að nota til að greiða end- urnýjun lóðarleigusamningsins og 60 milljónum króna eigi að verja til viðhalds. Könnuðu aðrar leiðir Stefán Haukur sagði að kannað hefði verið hvort fara ætti aðrar leiðir í húsnæðismálum sendiráðs- ins í London. „Þetta hefur verið í skoðun í nokkur ár,“ sagði hann. „Ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar og ýmis hús, en niðurstaðan var sú að þetta væri hagkvæmasti kosturinn. Leig- an verður endumýjuð til 99 ára og ráðist í viðhald og endurbætur." Mikils viðhalds er nú þörf á hús- inu. Skipta þarf um teppi á gólfum, endurnýja böð, taka rafmagn í gegn og laga þakið. Fyrirtæki sem nefnist Grosvenor Estates rekur húsið, sem er við Park Street í London. Að sögn Stefáns Hauks eru langflestar eignir á því svæði, sem sendiráðið þarf að vera á, í eigu fyrirtækja eða einkaaðilja og leigð með þessum hætti. íhugað hefði verið að kaupa nýtt sendiráð, en bæði væru eignir fáar á mark- aðnum og mjög dýrar. Utanríkisráðuneytið þarf að greiða leiguna fyrir fram og alla í einu. Það getur síðan selt leigu- samninginn öðmm verði ákveðið að skipta um húsnæði síðar meir. Benedikt Ásgeirsson, sendiherra íslands á Bretlandi, kvaðst í gær telja að byrjað hefði verið að skoða húsnæðismál sendiráðsins í London snemma á síðasta áratug. Hann sagði að húsið væri í eigu hertogans af Westminster, sem ætti miklar eignir í hverfunum Mayfair og Belgravíu í London og ætti fyrír- tækið Grosvenor Estates. Islenska ríkið hefði tekið húsið á leigu árið 1963. Hertoginn af Westminster heitir Gerald Cavendish Grosvenor og komst í fréttir í upphafí þessa árs þegar í ljós kom að hann var meðal þeirra sem höfðu fengið eitt hæsta framlagið sem féll í skaut Bretum samkvæmt sameiginlegri landbún- aðarstefnu Evrópusambandsins. Beðið upplýsinga um stækkun Járnblendiverksmiðjunnar Sölu á hlutabréf- um ríkisins frestað Morgunblaðið/Golli STJÓRN íslenska járnblendifé- lagsins og fulltrúar ríkisins við sölu hlutabréfa þess í félaginu telja að ekki liggi á þessu stigi fyrir nógu nákvæmar upplýsingar um tilhög- un stækkunar verksmiðjunnar og að sala á hlutabréfunum geti því ekki farið fram á þessu ári. Hreinn Loftsson, formaður framkvæmdanefndar um einka- væðingu, segir að ekki liggi íyrir nægilega nákvæmar upplýsingar um stækkunina: „Þá er ég að tala um tímasetningar, fjármögnun og annað í því sambandi sem þarf að liggja fyrir til að sala geti farið fram. Það verður á næstunni en okkur finnst ekki rétt að stefna að sölu meðan svo er. Upplýsingar ættu að liggja fyrir á næstu vikum þannig að salan geti farið fram í byi’jun næsta árs,“ sagði Hreinn. Selja átti hlutabréfin fyrir áramótin Ráðgert hafði verið að salan færi fram fyrir áramót og að almenningi hefði þá gefist kostur á að kaupa ákveðið hlutfall hlutabréfanna á föstu gengi en síðan var hugmynd- in að óska tilboða í eftirstöðvamar að lokinni almennri sölu. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu hefur unnið að undirbún- ingi sölunnar ásamt Landsbréfum hf. og fulltrúum iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins og stjórnend- um félagsins. í frétt frá nefndinni segir að vart hafi orðið mikils áhuga fjárfesta á þessum hluta- bréfum. Með samningi íslenskra stjómvalda, Elkem í Noregi og Sumitomo í Japan frá 12. mars sl. var ákveðið að bæta þriðja ofninum við hjá verksmiðjunni. Jafnframt var ákveðið að eignaraðild núver- andi hluthafa skyldi breytast og í kjölfar þess átti ríkið 38,5% hluta- fjár, Elkem 51% og Sumitomo 10,5%. í íramhaldi af þessu var ákveðið að selja hlut ríkisins, allt að 26,5%, en meðeigendur þess eiga forkaupsrétt með ákveðnum skilyrðum fram að miðju ári 1999 að þeim 12% sem eftir verða í eigu ríkisins. Tvö lög- fræðiálit vegna flutnings STJÓRN Byggðastofnunar hef- ur aflað sér tveggja lögfræðiá- lita varðandi tilhögun flutnings þróunarsviðs Byggðastofnunar til Sauðárkróks gagnvart starfsmönnum. Var annars veg- ar leitað til óháðs lögfræðings utan stofnunarinnar og hins vegar til Ríkisendurskoðunar, að sögn Egils Jónssonar, stjórnarformanns Byggða- stofnunar. Egill segir að nið- urstöður þessara álitsgerða torveldi ekki flutning þróunar- sviðsins til Sauðárkróks. Að- spurður sagði hann að talið væri vissara að farið yrði fram á reglugerðarbreytingu um « Byggðastofnun vegna flutning- anna en stofnunin heyrir undir forsætisráðuneytið. Valt á Fróð- árheiði VÖRUBÍLL með gám seig útaf þjóðveginum yfir Fróðárheiði í gærmorgun. Ótrúlega litlar skemmdir urðu á bílnum að sögn lögreglunnar í Ólafsvík, en bíllinn lagðist mjúklega > snjóinn utan vegar. Atvikið varð með þeim hætti að bflstjóri vörubflsins var að hleypa öðrum bfl framúr þegar vegarkanturinn gaf sig undan bílnum. Hann var með um sjö tonn af frosnum fiski í gámin- um og urðu litlar sem engar skemmdir á bfl og gámi. Fá þurfti öflugan krana frá Rifi til að hífa bflinn inn á veginn að nýju og tókst það um kvöldmat- leytið í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.