Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 8

Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HO, ho, ho I am Santa Kyoto. The Art of Entertainment Pioneer markað ^tlrburði 6 Islandi? Topp grœjuoiar Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs í desember 1996 eru 26,2% heimila á íslandi meo Píoneer hljómflutningstæki. Fjórir næst stærstu keppinautarnir samanlagt eru minni en Píoneer, Hvað segir þetta þér um gæði Pioneer tækja? ...vjnsœldir Pioneer hijómtœkja eru ótvírœoar. W-770 Magnari: 2x1 OOw (RMS, 1kHz, 8íi)- Utvarp: FM/AM, 24 stöðva mlnni' Gelslaspllari: Tekur 26 dlska Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B Hátalarar: Þrlskiptir 100w (DIN)- 79.900. Pegar sfíil gœði ogafl f’ara saman 34MÖ?) I W -170 í Magnarl: 2x25w (RMS, 1 kHz, 60) f ■ Utvarp: FM/AM, 30 stööva minni , > Gelslaspllarl: Þrlggja dlska • Segulbandstækl: Tvöfalt Hátalarar: Tvfskiptir 30w (DIN) íl-470 lyiagnarl: 2x70w (RMS, 1kHz, 60) Utvarp: FM/AM, 24 stööva minni Geislaspilari: Eintaldur „Slot ln“ Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN) SSON M piomeer sím f5 33 2 8 00 The Art of Entertainment Reykjavík: Byggt og Búiö Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrlmsson, Grundarfiröi Ásubúö.Búöardai Vestflrölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Noröurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Lóniö.Þórshöfn. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík. ■ ‘ “ ‘ * ‘ 'in, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósbogino.Keflevík. Rafborg, Grindavfk. Neskaupstaö.Suðurlam Lions-hreyfingin 80 ára Fjölbreyttara starf með þátttöku kvenna Attatíu ár eru liðin frá stofnun Lions-hreyf- ingarinnar en hún var stofnuð í Chicago árið 1917 af bandaríska við- skiptajöfrinum Melvin Jo- nes. Úldrögin voru að hon- um fannst vanta farveg fyr- ir þá einstaklinga sem vildu aðstoða meðbræður sem á þurftu að halda. Núna, áttatíu árum síðar, er Lions-hreyfingin starf- rækt í yfir 180 löndum og félagamir eru um ein og hálf milljón talsins í 40.000 klúbbum. Jón Gröndal er fjölum- dæmisstjóri hreyfingarinn- ar þetta starfsár. - Hvenær barst Lions- hreyfmgin til íslands? „Hún barst hingað til lands frá Svíþjóð árið 1951. Það voru nokkrir menn, Magnús Kjaran, Hersteinn Pálsson og Guðbrandur Magnússon ásamt fleirum sem stofnuðu fyrsta Lions-klúbbinn á íslandi í ágúst það ár. Nú eru í íslensku hreyf- ingunni um 2.500 manns. Árið 1987 tók hreyfmgin það gæfuspor að veita konum fullgilda aðild að samtökunum og svo er komið að þær eru orðnar á fimmta hund- rað.“ Jón segir að þar sem kon- umar séu að störfum í hreyfing- unnii sé vaxtarbroddur hennar, svo öflug sé þátttaka kvenna í starfseminni. - Þið hafið verið að breyta starfsemi ykkar töluvert? „Það er rétt. Við höfum verið að breyta starfsháttum og starfsvenjum okkar í samræmi við breytta tíma. Nú leggur hreyfmgin áherslu á að öll fjöl- skyldan geti tekið þátt í starf- seminni og unnið í sameiningu. Búið er að stofna æskulýðshreyf- ingu sem heitir LEO og er fyrir unglinga frá 15-25 ára. Alls eru 7 klúbbar starfandi. Sumir Lions- klúbbar halda barnafundi þar sem sett er saman sérstök bama- dagskrá. Þá höfum við lagt áherslu á að fara í fjölskylduferð- ir á sumrin, gróðursetja og svo framvegis. Það hafa ekki síst ver- ið konurnar sem hafa innleitt þessar breytingar sem endur- spegla breytta tíma.“ - Fyrir hverju hefur Lions- hreyfmgin aðallega beitt sér? „Eitt aðalmál hreyf- ingarinnar frá upphafí hefur verið sjónvemd. Hellen Keller kom á alþjóðaþing Lions- manna árið 1925 og _____ hét á félagsmenn að gerast riddarar hinna blindu. Æ síðan hefur sérstök áhersla verið lögð á að aðstoða þá sem eru sjónskertir." Jón segir að nýlega hafí verið umfangsmikil söfnun um allan heim undir heitinu „Sight first“. ,Ails söfnuðust um 140 milljónir dollara. Þeir fjár- munir em síðan notaðir til að reka lítil og færanleg sjúkrahús þar sem aðstæður em frumstæð- ar og stofnsettar augndeildir víða um heim. Með þessu framtaki er verið að berjast gegn þarflausri blindu.“ - Önnur baráttumál Lions- hreyfmgarinnar? „Sykursýld og vímuvamir em málefni sem Lions-menn hafa beitt sér fyrir og styðja við bakið á. Þá veitir hjálparsjóður Lions sem heitir LCIF styrki til byggð- arlaga sem hafa orðið náttúra- Jón Gröndal ► Jón Gröndal er fæddur í Reykjavík árið 1949. Hann hef- ur verið kennari við grunn- skólann í Grindavík siðastliðin 27 ár. Jón hefur verið með þáttagerð í útvarpi og m.a. séð um tónlistarkrossgátu á Rás 2. Hann hefur verið viðriðinn Lions-hreyfinguna síðastliðin 18 ár og er fjölumdæmisstjóri Lions-hreyfingarinnar þetta starfsár. Eiginkona Jóns er Dóróthea Emilsdóttur og eiga þau þrjú böm. Alls eru um 2.500 íslend- ingar í Lions- hreyfingunni hamfóram að bráð. Þegar Vest- mannaeyjagosið varð og síðar snjóflóð í Súðavík og á Flateyri fengu þessi byggðarlög styrki úr sjóðnum." Jón segir að hér á landi hafi mest borið á forvarnanámsefninu Lions quest sem nú er komið í flesta íslenska skóla. Þá hafa Lions-menn gefið ýmis tæki bæði sjúkrahúsum og heilsugæslu- stöðvum víða um land. - Hvaða skilyrði þarf fólk að uppfylla til að gerast félagar? „Fólki þarf að vera boðin þátt- taka til að geta gengið í Lions- klúbb. Það gilda síðan ákveðin siðalögmál hjá félagsmönnum. Lions-hreyfingin leitar eftir fleiri nýjum félögum og býður félags- lega sinnuðum körlum og konum að ganga í hreyfinguna.“ - Hvað er framundan hjá hreyfíngunni hér heima á næst- unni? „Við eram að ljúka stóra verkefni í sam- starfi við hin Norður- löndin þar sem við __________tókum í gegn bama- heimili fyrir fjölfötluð börn í Moskvu. Við komum upp tækjum til endurhæfmgar og sendum til dæmis íslenskan sjúkraþjálfara til að kenna starfsfólki á þessi hjálpartæki sem nota á til endurhæfingar. Hér á landi söfnuðust tæpar fimm milljónir til þessa verkefnis af þeim níu milljónum sem alls söfnuðust." Jón segir að næsta stóra verk- efnið sé söfnun sem kenni sig við rauða fjöður. „Síðast þegar safn- að var undir þessu nafni söfnuð- ust um 20 milljónir og sett var á stofn rannsóknarstofa fyrir gigt- arrannsóknir. Næsta söfnun undir þessu nafni verður árið 1999 í samvinnu allra Norðurlandanna og söfnunarfénu verður varið til málefna aldraðra. íslenska söfnunarfénu verður var- ið til aldraðra á íslandi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.