Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HO, ho, ho I am Santa Kyoto. The Art of Entertainment Pioneer markað ^tlrburði 6 Islandi? Topp grœjuoiar Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs í desember 1996 eru 26,2% heimila á íslandi meo Píoneer hljómflutningstæki. Fjórir næst stærstu keppinautarnir samanlagt eru minni en Píoneer, Hvað segir þetta þér um gæði Pioneer tækja? ...vjnsœldir Pioneer hijómtœkja eru ótvírœoar. W-770 Magnari: 2x1 OOw (RMS, 1kHz, 8íi)- Utvarp: FM/AM, 24 stöðva mlnni' Gelslaspllari: Tekur 26 dlska Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B Hátalarar: Þrlskiptir 100w (DIN)- 79.900. Pegar sfíil gœði ogafl f’ara saman 34MÖ?) I W -170 í Magnarl: 2x25w (RMS, 1 kHz, 60) f ■ Utvarp: FM/AM, 30 stööva minni , > Gelslaspllarl: Þrlggja dlska • Segulbandstækl: Tvöfalt Hátalarar: Tvfskiptir 30w (DIN) íl-470 lyiagnarl: 2x70w (RMS, 1kHz, 60) Utvarp: FM/AM, 24 stööva minni Geislaspilari: Eintaldur „Slot ln“ Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN) SSON M piomeer sím f5 33 2 8 00 The Art of Entertainment Reykjavík: Byggt og Búiö Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrlmsson, Grundarfiröi Ásubúö.Búöardai Vestflrölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Noröurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Lóniö.Þórshöfn. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík. ■ ‘ “ ‘ * ‘ 'in, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósbogino.Keflevík. Rafborg, Grindavfk. Neskaupstaö.Suðurlam Lions-hreyfingin 80 ára Fjölbreyttara starf með þátttöku kvenna Attatíu ár eru liðin frá stofnun Lions-hreyf- ingarinnar en hún var stofnuð í Chicago árið 1917 af bandaríska við- skiptajöfrinum Melvin Jo- nes. Úldrögin voru að hon- um fannst vanta farveg fyr- ir þá einstaklinga sem vildu aðstoða meðbræður sem á þurftu að halda. Núna, áttatíu árum síðar, er Lions-hreyfingin starf- rækt í yfir 180 löndum og félagamir eru um ein og hálf milljón talsins í 40.000 klúbbum. Jón Gröndal er fjölum- dæmisstjóri hreyfingarinn- ar þetta starfsár. - Hvenær barst Lions- hreyfmgin til íslands? „Hún barst hingað til lands frá Svíþjóð árið 1951. Það voru nokkrir menn, Magnús Kjaran, Hersteinn Pálsson og Guðbrandur Magnússon ásamt fleirum sem stofnuðu fyrsta Lions-klúbbinn á íslandi í ágúst það ár. Nú eru í íslensku hreyf- ingunni um 2.500 manns. Árið 1987 tók hreyfmgin það gæfuspor að veita konum fullgilda aðild að samtökunum og svo er komið að þær eru orðnar á fimmta hund- rað.“ Jón segir að þar sem kon- umar séu að störfum í hreyfing- unnii sé vaxtarbroddur hennar, svo öflug sé þátttaka kvenna í starfseminni. - Þið hafið verið að breyta starfsemi ykkar töluvert? „Það er rétt. Við höfum verið að breyta starfsháttum og starfsvenjum okkar í samræmi við breytta tíma. Nú leggur hreyfmgin áherslu á að öll fjöl- skyldan geti tekið þátt í starf- seminni og unnið í sameiningu. Búið er að stofna æskulýðshreyf- ingu sem heitir LEO og er fyrir unglinga frá 15-25 ára. Alls eru 7 klúbbar starfandi. Sumir Lions- klúbbar halda barnafundi þar sem sett er saman sérstök bama- dagskrá. Þá höfum við lagt áherslu á að fara í fjölskylduferð- ir á sumrin, gróðursetja og svo framvegis. Það hafa ekki síst ver- ið konurnar sem hafa innleitt þessar breytingar sem endur- spegla breytta tíma.“ - Fyrir hverju hefur Lions- hreyfmgin aðallega beitt sér? „Eitt aðalmál hreyf- ingarinnar frá upphafí hefur verið sjónvemd. Hellen Keller kom á alþjóðaþing Lions- manna árið 1925 og _____ hét á félagsmenn að gerast riddarar hinna blindu. Æ síðan hefur sérstök áhersla verið lögð á að aðstoða þá sem eru sjónskertir." Jón segir að nýlega hafí verið umfangsmikil söfnun um allan heim undir heitinu „Sight first“. ,Ails söfnuðust um 140 milljónir dollara. Þeir fjár- munir em síðan notaðir til að reka lítil og færanleg sjúkrahús þar sem aðstæður em frumstæð- ar og stofnsettar augndeildir víða um heim. Með þessu framtaki er verið að berjast gegn þarflausri blindu.“ - Önnur baráttumál Lions- hreyfmgarinnar? „Sykursýld og vímuvamir em málefni sem Lions-menn hafa beitt sér fyrir og styðja við bakið á. Þá veitir hjálparsjóður Lions sem heitir LCIF styrki til byggð- arlaga sem hafa orðið náttúra- Jón Gröndal ► Jón Gröndal er fæddur í Reykjavík árið 1949. Hann hef- ur verið kennari við grunn- skólann í Grindavík siðastliðin 27 ár. Jón hefur verið með þáttagerð í útvarpi og m.a. séð um tónlistarkrossgátu á Rás 2. Hann hefur verið viðriðinn Lions-hreyfinguna síðastliðin 18 ár og er fjölumdæmisstjóri Lions-hreyfingarinnar þetta starfsár. Eiginkona Jóns er Dóróthea Emilsdóttur og eiga þau þrjú böm. Alls eru um 2.500 íslend- ingar í Lions- hreyfingunni hamfóram að bráð. Þegar Vest- mannaeyjagosið varð og síðar snjóflóð í Súðavík og á Flateyri fengu þessi byggðarlög styrki úr sjóðnum." Jón segir að hér á landi hafi mest borið á forvarnanámsefninu Lions quest sem nú er komið í flesta íslenska skóla. Þá hafa Lions-menn gefið ýmis tæki bæði sjúkrahúsum og heilsugæslu- stöðvum víða um land. - Hvaða skilyrði þarf fólk að uppfylla til að gerast félagar? „Fólki þarf að vera boðin þátt- taka til að geta gengið í Lions- klúbb. Það gilda síðan ákveðin siðalögmál hjá félagsmönnum. Lions-hreyfingin leitar eftir fleiri nýjum félögum og býður félags- lega sinnuðum körlum og konum að ganga í hreyfinguna.“ - Hvað er framundan hjá hreyfíngunni hér heima á næst- unni? „Við eram að ljúka stóra verkefni í sam- starfi við hin Norður- löndin þar sem við __________tókum í gegn bama- heimili fyrir fjölfötluð börn í Moskvu. Við komum upp tækjum til endurhæfmgar og sendum til dæmis íslenskan sjúkraþjálfara til að kenna starfsfólki á þessi hjálpartæki sem nota á til endurhæfingar. Hér á landi söfnuðust tæpar fimm milljónir til þessa verkefnis af þeim níu milljónum sem alls söfnuðust." Jón segir að næsta stóra verk- efnið sé söfnun sem kenni sig við rauða fjöður. „Síðast þegar safn- að var undir þessu nafni söfnuð- ust um 20 milljónir og sett var á stofn rannsóknarstofa fyrir gigt- arrannsóknir. Næsta söfnun undir þessu nafni verður árið 1999 í samvinnu allra Norðurlandanna og söfnunarfénu verður varið til málefna aldraðra. íslenska söfnunarfénu verður var- ið til aldraðra á íslandi."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.