Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 16

Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Svalbakur EA í jólatúrinn undir íslenskum fána Morgunblaðið/Kristján SVALBAKUR EA, frystitogari UA, er kominn undir íslenskan fána á ný eftir að hafa verið í leigu hjá þýska fyrirtækinu MHF síðustu mánuði. Togarinn er nú á leið í jólatúrinn á vegum ÚA. Ekkert vinnslustopp milli jóla og nýárs Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir Föndur- dagurDal- víkurskóla Dalvík. Morgunblaðið. ÁRLEGUR föndurdagur Dal- víkurskóla var haldinn nýlega. Foreldrar og börn áttu þar ánægjulegar stundir við fjöl- breytt jólaföndur, 10. bekkur seldi að venju kaffi og kökur gegn vægu gjaldi og kór Dalvík- urskóla söng opinberlega í fyrsta skipti. Að vanda var vel mætt og hvert sæti setið. ----» ♦ ♦--- Aðventukvöld í Möðruvalla- kirkju AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Möðruvallakirkju í Hörgárdal þriðja sunnudag í aðventu, 14. desember og hefst það kl. 21. Kór kirkjunnar syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Birgis Helgasonar organista, lesin verður jólasaga, fermingarböm flytja helgileik og telpur úr sunnu- dagaskólanum syngja um heilaga Lúcíu. Ræðumaður verður Trausti Þorsteinsson forstöðumaður Rann- sóknarstofnunar Háskólans á Akur- eyri. Eftir athöfnina selja ferming- arbörn friðarljós frá Hjálparstofnun kirkjunnar. SVALBAKUR, frystitogari Útgerð- arfélags Akureyringa hf., er kom- inn undir íslenskan fána á ný en togarinn hefur verið í leigu hjá Mecklenburger Hochseefischerei, MHF, dótturfyrirtæki ÚA í Þýska- landi frá 1. maí sl. Skipið kom til Akureyrar á sunnudag, með rúm 230 tonn af karfa og grálúðu af Reykjaneshrygg og miðunum við Vestur-Grænland. Stefnt var-að því að Svalbakur héldi til veiða seint I gærkvöld und- ir merkjum ÚA og yrði á íslands- miðum fram undir jól. Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri ÚA sagði að síðasti túr Svalbaks undir merkjum MHF hefði gengið frekar erfiðlega. „Tímabilið í heild var þó alveg viðunandi en þó hefðu hlutirn- ir mátt ganga betur strax í vor og svo nú í lokin. Veiðin á Reykjanes- hrygg var ekki eins góð og vonast var til og það sést best' á því að enn er töluvert eftir af íslenska kvótanum þar.“ Hráefni fram á gamlársdag Sæmundur sagði að það hefði ekkert verið skoðað enn hvort skipið yrði leigt aftur út til MHF síðar. Þýsku skipveijarnir, sem voru allt að 10-11 um borð síðustu mánuði, hafa verið afskráðir af skipinu og verða skipveijar nú eingöngu ís- lenskir. Vinnsla verður í fullum gangi í landvinnslu ÚA milli jóla og nýárs en oftast hefur vinnsla legið niðri á þeim árstíma undanfarin ár. „Við komum til með að vera með hráefni alveg fram á gamlársdag en vinnsla gæti stöðvast í einn til tvo daga í byijun janúar,“ sagði Sæmundur og bætti við að eins gætu verkfallsmál haft einhver áhrif Harðbakur EA, ísfisktogari ÚA kom inn til löndunar í gær. Aflinn var um 85 tonn, mest þorskur, eftir sex daga á veiðum. Hinir ísfisktogarar ÚA, Kaldbakur EA og Árbakur EA koma inn til löndunar í næstu viku og að sögn Sæmundar fara allir ísfisktogararnir þrír einn túr til við- bótar fyrir jól. Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir VILBORG Sigurðardóttir úr Grímsey sagði frá uppvaxtarárum sínum í eynni en hún er í ræðustól. Við hlið hennar eru Heiða Pálrún Leifsdóttir fundarritari og Þórunn Bergsdóttir skólastjóri. U nglingaráðstefnan „Okkar mál“ á Dalvík UNGLIN G ARÁÐSTEFN AN „Okkar mál“ var haldin í Dal- víkurskóla fyrir skömmu en ráðstefna af þessu tagi er orð- in árviss viðburður í skólanum, þar sem nemendur eldri bekkja taka til umfjöllunar málefni sem snerta unglinga á einn eða annan hátt. Á dagskrá voru erindi frá bæjarstjóra, fulltrú- um nemenda í grunn- og fram- haldsskóla, lögreglu á Dalvík og Akureyri og Þorsteinn Pét- ursson sagði frá foreldrarölt- inu á Akureyri. Þá var boðið upp á veitingar og Friðrik Hjörleifsson kynnti nokkur lög af nýútkominni jólaspólu sinni. Mæting nem- enda var góð en fjöldi fullorð- inna var minni en vonast hafði verið til. FIMMTUDAG - FÖSTUDAG - LAUGARDAG - SUNNUDAG PERSÓNULEG ÞIÓNUSTA - FRÁBÆRT ÚRVAL BÓKVAL HAFNARSTRÆTI 91-93 - SÍMI 461 5050 Kona ein- sömul í Deiglunni „LOGANDI heitur föstudag- ur“ er yfirskrift á dagskrá sem Leikfélag Akureyrar og Kaffi Karólína efna til í Deiglunni föstudaginn 12. desember í tilefni af því að Dario Fo tekur við Nóbelsverðlaunum í bók- menntum. Fluttur verður einleikurinn „Kona einsömul" eftir hjónin Dario Fo og Franca Rame og hefst dagskráin kl. 21. Guð- björg Thoroddsen leikles ein- leikinn og leikstjóri er Ásdís Thoroddsen. Olga Guðrún Árnadóttir þýddi leikritið og Ingvar Björnsson sér um lýs- inguna. Þessi einleikur er einn nokkura einleikja fyrir konur sem hjónin sömdu fyrir um 20 árum. Aðventu- kvöld í Greni- víkurkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Grenivíkurkirkju á sunnudag, 14. desember kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur aðventu- og jólalög. Fluttur verður leik- þáttur um mikilvægi þess á aðventunni að muna eftir þeim sem bágt eiga. Nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri og krakkar úr kirkjuskólanum syngja. Þá verður lesin jólasaga. Sr. Arn- aldur Bárðarson prestur á Hálsi flytur jóiahugvekju og unglingar sýna ljósahelgileik. Að síðustu safnast börnin við altarið og fá ljós í hönd og allir syngja jólasálminn Heims um ból. Eru karlar í tilvistar- kreppu? ERU karlmenn í tilvistar- kreppu? Hvað vilja konur fá frá körlum? er yfirskrift um- ræðukvölds sem efnt verður til á Kaffi Karólínu á Akur- eyri fimmtudagskvöldið 11. desember kl. 21. Hjónin Guðrún og Guðlaug- ur Bergmann stjórna umræð- um kvöldsins, en rætt verður um tilfinningalíf karla, vænt- ingar, vonir og þrár kvenna og leitast við að svara þeim spurningum sem upp koma í samráði við gesti staðarins. Einnig verður rætt um þau vandamál sem kynin standa frammi fyrir í samskiptum sín á milli. Aðventu- kvöld í Grundar- þingum AÐ VENTUK V ÖLD verða í Grundarþingum í Eyjafjarðar- sveit þar sem flutt verður dag- skrá í tali og tónum. Annað kvöld, fímmtudags- kvöldið 11. desember kl. 21 verður aðventukvöld í Hóla- kirkju og verður ræðumaður þar Snorri Guðvarðarson. Á föstudagskvöld, 12. desember, verður aðventukvöld í Munka- þverárkirkju og hefst það einn- ig kl. 21. Ræðumaður verður Sigurgeir Hreinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.