Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 22

Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ STRAX í byrjun aðventu fer fólk að setja upp hjá sér jólaljós, að- ventuljós, jólaseríur og annað skraut með rafljósum. En þessi ljós eru misjöfn að gæðum og fólk þarf að huga að ýmsu þegar kaupa á slíka vöru og sýna árvekni gagn- vart bilunum í rafbúnaði og láta viðgerð ekki dragast. Athugasemdir við 22% jólaljósa Á blaðamannafundi sem Raf- magnsöryggisdeild Löggildingar- stofu hélt nýverið kom fram að Aðal- skoðun hf. í umboði Löggildingar- stofu, væri að gera sérstakt átak í skoðun á rafljósum til skreytinga. Engar endanlegar niðurstöður liggja fyrir en af þeim jólaljósum sem þeg- ar höfðu verið skoðuð voru 78% í lagi en athugasemdir gerðar við 22% þeirra. Að sögn Amar Guðmundssonar fulltrúa Aðalskoðunar voru flestar athugasemdir gerðar vegna þess að viðvörunum var ábótavant. „Sam- kvæmt reglum eiga að fylgja öllum ljósakeðjum, sem aðeins eru til notk- unar innanhúss, viðvaranir þess efn- is. Verulega skortir á að farið sé að reglum um merkingar. Ef merking- ar vantar eru eru ófullkomnar eykst hætta á að fólk noti ljósabúnaðinn við rangar aðstæður, Ld. inniljós úti sem getur verið lífshættulegt." Sirma uppfyllir óskir um fyrirferóarlítið veski meó fjötþætt notagildi. Ókeypis nofngylling fylgir Atson ledurvörum. Atson seðlaveski -peninganna virði LEÐURIÐJAN ehf. Verslun: Uugavegi 15.101 Reykjavfk, Simi: 561 3060 Skrifstofa: Hverfisgótu 52,101 Reykjavik, Simi: 561 0060, Fax: 552 1456 Löggildingarstofa, rafmagnsöryggisdeild Jólaljósin á markaðnum misjöfn að gæðum - Ef seríur eru ekki merktar, hvemig áttar fólk sig á því hvort seríur eru til þess gerðar að vera úti eða inni? „Yfírleitt em útiseríur með spennubreyti en inniseríur ekki. Þar fyrir utan eiga leiðbeiningar að fylgja seríum sem segja til um þetta atriði.“ Öm segir að komið hafi upp tilvik þar sem ómögulegt sé að rekja hver framleiði jólaljós og það sé fyrsta vísbending um að ekki sé allt með felldu. „Jólaljós hverskonar eiga að vera merkt framleiðanda og með öðmm nauðsynlegum upplýsingum eins og styrkleika þeirra pera sem notaðar era og svo framvegis." Haukur Ársælsson yfireftirlits- maður rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu segir að á mark- aðnum séu jólaljós sem geti reynst varasöm og hann nefnir sem dæmi ljósakeðjur þar sem frágangur á kló er ekki nógu góður og einangr- un fullnægir ekki settum stöðlum. Aðventuljósin öruggust - Hvað þarf að hafa í huga þeg- ar fjárfest er í jólaljósum? „Sérlega ódýr jólaljós virðast ekki eins vönduð og dýrari Ijós, jafnvel þótt þau uppfylli helstu kröfur um öryggi,“ segir Haukur. „Ég hef aldrei vitað til að óhapp hafi átt sér stað með aðventuljós sem stundum era kölluð gyðinga- ljós. Gæta þarf þó að því að ekki liggi brennanleg efni við perarnar. Utiseríur virðast nokkuð trygg- ar ef þær era heilar, leiðslur ekki farnar að trosna og perar geta ekki slegist utan í og brotnað." Haukur segir grandvallaratriði að jólaljósin séu bæði merkt framleiðanda, varnaðarorðum og allar nauðsyn- legar upplýsingar sé að finna á pakkningunum. Öm bendir á að mörg inniljós séu ekki það trygg að hægt sé að láta loga á þeim yfir nótt. „Nýjar ljósakeðjur era þannig gerðar að þó slokkni á einni pera logar áfram á hinum. Eftir því sem logar á færri peram eykst styrkurinn og hitinn á hverri pera. Skraut liggur oft við peramar og ef margar per- ur gefa sig er hætta á að kvikni í vegna ofhitunar." Ljósaperur með réttan styrkleika I bæklingi sem rafmagnsörygg- isdeild Löggildingarstofu gaf ný- verið út og dreift verður á heimili landsmanna á næstu dögum er tal- að um mikilvægi þess að hafa ljósa- perur af réttum styrkleika og stærð þegar þær era settar í jóla- ljósin. „Eigi að nota 25 W pera í ljósið á að fara nákvæmlega eftir því. Sé peran 60 W getur umgjörð- in hitnað það mikið að skaði hljótist af, sérstaklega ef eldfim efni era nálægt eins og t.d. gardínur,“ segir Haukur. Til að vera öraggur um að fá rétta pera er í bæklingnum ráð- lagt að fara með bilaðar perar með sér í raftækjaverslunina og fá ráð- leggingar sölumanna. Kannið ástand jólaljósa 1. Skiptið aldrei um Ijósapera með viðkomandi ljósabúnað í sambandi við raímagn og notið ávallt rétta stærð og gerð af pera og af réttum styrkleika. Áríðandi er að skipta strax um bilaðar perur í ljósastæð- um. 2. Ekki setja of sterkar pei or í jóla- skreytingar því hitinn frá peranum getur kveikt í. Látið ljósaperur aldrei vera í nánd við brennanleg efni. 3. Skiptið tafarlaust um brotnar klær og brotin perastæði og göng- um úr skugga um að allar raf- magnsleiðslur séu heilar, að ein- angranin sé alls staðar í lagi og ekki sjái í be ra víra. Óvarinn rafbúnaður getur valdið raflosti. 4. Notum aldrei inniljós utandyra. 5. Forðumst slysagildrur með við- vaningslegum viðgerðum. Leitum til fagmanna eða fleygjum úr sér gengnum jólaljósum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg PERUR þurfa alltaf að vera af réttri stærð og styrkleika. 25 W pera verður 89° heit, 60 W pera 184° heit og 100 W pera verður 265° heit. HAUKUR Ársælsson segir gæði jólaljósa afar mis- jöfn og bendir fólki á að leita ráða hjá fagmönnum. í{ittersport, lOOg JCiberesse Jrwisable aeinA tmci KAKAOHAtTi conN fLAKC* Quality Street, 2 kg JJjlxusJava, 400 g JJikkrískonfekt, hlaup og fl.eira,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.