Morgunblaðið - 11.12.1997, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Umfjöllun um NORDIKA sýninguna í Helsinki
List sem
hverfur í
hversdags-
leikann
NORDIKA, sýning á norrænni og
baltneskri samtímalist var haldin
i Helsinki í síðasta mánuði. Um
síðustu áramót var norræna list-
amiðstöðin í Sveaborg lögð niður
og hefur NORDIKA, norræna
samtímalistastofnunin í Helsinki
tekið við hlutverki hennar. Sýn-
ingin, sem er sú fyrsta á vegum
NORDIKA stofnunarinnar, var
sett upp á ýmsum fjölförnum,
opinberum stöðum í miðborginni
í þeim tilgangi að færa listina nær
fólkinu.
Listamennirnir 12 sem þátt
tóku í verkefninu eiga það sam-
málefni i listsköpun sinni, tengsl
stjórnmála og lista og samband
hvors tveggja við almenning. I
dagblaðinu Helsinkin Sanomat
var fjallað um sýninguna undir
yfirskriftinni Listin færð til fólks-
ins. Greinarhöfundur telur marg-
víslegan vanda fólginn í þvi að
gera list hluta af hversdagsleik-
anum. Hann tekur dæmi af verk-
um finnska myndhöggvarans
Kirsi Mikkola, andlitslausum fíg-
úrum sem settar voru upp á póst-
húsi. Bendir á að svipmikill arki-
tektúr byggingarinnar og rusl
sem fylgi starfseminni hafi þegar
kæft skúlptúra Vainö Alto sem
þar séu fyrir. Besta framlag sýn-
ingarinnar segir höfundur vera
verk Superflex hópsins frá Dan-
mörku, þeirra Björnstjernes
Christiansens, Jakobs Fengers og
Rasmus Nielsens. Heimildarmynd
þeirra fjallaði um þróunarverk-
efni sem þeir unnu með verkfræð-
ingum og hjálparstofnun og reynt
var í Tanzaníu. Miðað er að því
að endurvinna rusl svo úr verði
HEIMILDARMYND um vinnslu lífræns gass í Afríku vakti athygli
á NORDIKA sýningunni.
STARFSMAÐUR og viðskiptavinir á Skrif-
stofu drauma eftir Þorvald Þorsteinsson.
gas sem nýta megi við elda-
mennsku. Verkið er í senn nyt-
samlegt og vekur fagurfræðileg-
ar vangaveltur um það hvað er
list. Norska listakonan Annelise
Steinseth vakti athygli fyrir upp-
lýstar ljósmyndir sínar af dúkkum
með Downs heilkenni. Markmiðið
var að vinna með ímynd veikra.
í Hufvudstadsbladet, aðaldag-
blaði sænskumælandi Finna,
skrifar gagnrýnandinn Dan Sund-
el. Hann lýsir tilviljanakenndum
og óvæntum stefnumótum sínum
við listina í miðborg Helsinki.
„Markmiðið er örugglega að
vekja viðbrögð fólks með sjón-
rænum upplifunum
sem fá okkur til að
staldra við og kannski
bregðast við. Markm-
iðið er sennilega líka
að fóik rekist á þessa
list af tilviljun, óvið-
búið og með opnum
huga. En raunin er því
miður sú að fólkið á
götunni gengur fram-
lyá án þess að merkja
neitt sérstakt," segir
Sundel. Hann segir að
þrátt fyrir ýtrustu leit
hafi sér ekki tekist að
finna nema helming-
inn af þeim verkum
sem sögð voru á sýningunni. Við
leit sina í stórmarkaðnum SOKOS
fann hann enga list, bara síðar
nærbuxur. Greinarhöfundur lýsir
vonbrigðum sínum yfir því að
dömur tvær við afgreiðsluborð í
Arsenal skrifstofubyggingunni,
sem voru tilbúnar til að uppfylla
alla hans drauma, hafi við nánari
eftirgrennslan ekki reynst vera
englar heldur starfsmenn Þor-
valdar Þorsteinssonar myndlist-
armanns og skrifstofu drauma.
„Mér finnst líklegf að einhver
annar hafi rekist á allt önnur
listaverk, en ég er ánægður," seg-
ir Sundei að lokum.
Jörfagleði og
gömul vers
TONLIST
Illjómdiskar
HÁSKÓLAKÓRINN
Hlust lögð við stein í Jörfa & íslensk
kórlög. Kórstjórar: Hákon Leifsson
og EgiII Gunnaxsson. H\jóðritað í
kapellu Háskóla Islands, vor og haust
1997, og í Seltjarnameskirkju
22.-23. mai 1996 og 13. apríl 1997.
Lag nr. 7 var hljóðritað í kapellunni
1994, upptökum. þá var Páll S. Guð-
mundsson. Upptaka og hljóðvinnsla:
Halldór Víkingsson. Háskólaútgáfan.
Fermata 1997.
ÞESSI hljómdiskur er annar
tveggja sem koma út í tilefni af 25
ára starfsafmæli Háskólakórsins. Á
honum eru íslensk þjóðlög, öll í frá-
bærum útsetningum Hjálmars H.
Ragnarssonar, Atla Ingólfssonar,
Jakobs Hallgrímssonar og Árna
Harðarsonar; einnig tvö lög Atla
Heimis Sveinssonar úr Dansleik
O.B., 4 lög Egils Gunnarssonar
(starfandi stjórnanda kórsins) við
ljóð Þórbergs Þórðarsonar; Hákon
Leifsson (stjórnandi kórsins
1992-97) á hér tvö lög við ljóð
Halldórs Laxness, Hjálmar H. Ragn-
arsson iag við gamla barnabæn og
Leifur Þórarinsson lög við Helgisögu
Stefáns frá Hvítadal, Maríuljóð Vil-
borgar Dagbjartsdóttur og latneska
Maríubæn (Ave Maria). Loks kemur
svo mikið og magnað kórverk eftir
Hákon Leifsson, Hlust lögð við stein
í Jörfa, unnið upp úr ballettinum
Jörfagleði sem Hákon samdi ásamt
danshöfundinum Auði Bjarnadóttur
árið 1994.
Þessi hljómdiskur er í fáum orðum
sagt einstaklega vel heppnaður,
enda fer hér saman góður og vel
agaður söngur, framúrskarandi fín-
ar útsetningar á þjóðlögum - og hin
frumsömdu lög einsog þau gerast
best á „síðustu og verstu tímum“,
sem að vísu eru ansi góðir - á stund-
um.
Það skal játað að útsetningar „ís-
firðinganna", Hjáimars H. Ragnars-
sonar og Jakobs Hallgrímssonar
(Móðir mín í kví, kví - látlaus og
fallegur seiður ...) hrifu mig alveg
sérstaklega. Annars er Jakob ekki
nógu duglegur að semja lög, þau fáu
sem ég hef heyrt eru mjög góð.
„Madrigalar" Atla Heimis úr Dans-
leik eru frábærlega fallegir, enda
mikið fluttir á seinni tímum. Hér
djarflega sungnir með kiárum stfl.
Lög stjórnendanna, Egils og Há-
kons, við texta Þórbergs og HKL,
eru mjög góð og spáð langlífi. Loks
koma barnabæn Hjálmars og lög
Leifs Þórarinssonar við texta um
Maríu Guðsmóður, gagnort, fallegt
og satt. Öllum þessum fína flutningi
stjórnar Hákon Leifsson.
Um lokaverkið, Hlust lögð við
stein í Jörfa, undir stjórn Egils
Gunnarssonar, er hægt að skrifa
töluvert mál, en textinn er m.a. unn-
inn upp úr Biblíunni, helgisiðabók-
um, annálum, vikivökum og rímum.
Verkið fjallar um vinnufólk fyrr á
öldum sem sækir Jörfagleði (í Döl-
um) í sumarlok og upphefur heiðið
ritúal: biður Óðin alföður um leyfí
til að sleppa fram af sér beislinu -
sem hafði, á dögum Stóradóms,
hörmungar í för með sér. M.ö.o.
„orgía“ og afieiðingar. Við flutning-
inn koma fram (ásamt kór) ein-
söngvari (Silja Björk Ólafsdóttir) og
upplesarar (Ellert Þór Jóhannsson,
Gunnar Örn Ingólfsson, Hjalti Már
Björnsson). Gísli Leifsson og Gunnar
Benediktsson sjá um ógurlegan
áslátt. Verkið er að sjálfsögðu mjög
dramatískt, enda er höfundurinn
handgenginn leikhúsinu ekki síður
en tónlistinni. Magnað og mjög vel
flutt.
Hljóðritun fín - og þá er bara að
segja amen eftir efninu.
Oddur Björnsson
Lesið úr
fjórum
bókum á
Súfistanum
UPPLESTUR úr fjórum nýjum
bókum verður á Súfistanum,
Laugavegi 18, fimmtudaginn
11. desember kl. 20.30, en það
er Mál og menning og Súfistinn
sem standa fyrir þessu upp-
lestrarkvöldi.
Árni Óskarsson les þýðingu
sína á bókinni Fellur mjöli í
Sedrusskógi eftir David Guter-
son. Símon Jón Jóhannsson les
úr ljóðabók Stefáns Snævarr,
Ostraka, Thor Vilhjálmsson les
úr bók sinni Stórbók Thors
Vilhjálmssonar og Kristján
Kristjánsson les úr bók sinni
Af tvennu illu.
RR SKÓR
“■ 4.990
mm
Kringlunni 12, sfmi 568 6062,
Skemmuvegi 32L, sími 557 5777
Lofsöngvar Ólafar Kolbrúnar
LOFSÖNGVAR _ heitir ný geisla-
plata, þar sem Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir sópransöngkona syngur lof-
söngva af ýmsu tagi, innlenda ög
erlenda, við undirleik Jóns Stefáns-
sonar organista, Gunnars Kvarans
sellóleikara, Moniku Abendroth
hörpuleikara og Daða Kolbeinssonar
óbóleikara, auk þess sem Kór Lang-
holtskirkju, Kammerkór Langholts-
kirkju og Gradualekór Langholts-
kirkju leggja henni lið. Segir Ólöf
plötuna ekki endilega bundna jólum,
þótt hátíðarstemmning ríki. „Þetta
er tónlist sem ég vona að geti gert
huggulegar stundir fyrir fólk við öll
hátíðleg tilefni.“
Ólöf sendi síðast frá sér einsöngs-
plötu fyrir eilefu árum, þar sem
Anna Guðný Guðmundsdóttir lék
undir á píanó. Segir söngkonan þetta
langa hlé eiga sér eðlilegar skýring-
ar. „Um langt skeið hefur tími minn
að verulegu leyti farið í að byggja
upp fyrirtækið sem ég starfa hjá,
íslensku óperuna. Ég hef því einfald-
lega ekki verið í þeim sporum, eða
öllu heldur ekki haft tíma, til að
hugsa um plötu, hvað þá að taka
hana upp.“
Það er kannski dæmigert að tvær
af hljómplötum Ólafar Ljóðakvöld,
með Erik Verba, og á Hátíðarstund,
með Garðari Cortes, Jóni Stefáns-
syni, Kór íslensku óperunnar og Kór
Langholtskirkju, voru gefnar út til
styrktar íslensku óperunni og Söng-
skólanum í Reykjavík. „Flest sem
ég hef gert á undanfömum árum
hefur verið meira og minna í þágu
þessara aðila og gott eitt um það
að segja - ég hef notið þeirrar vinnu
út í ystu æsar.“
Ólöf kveðst svo sem hafa sungið
og „múslserað" mikið þennan tíma,
tekið þátt í óperuuppfærslum og
komið fram á tónleikum. „Það
hvarflaði hins vegar aldrei að mér
að ég „þyrfti“ að setja eitthvað af
því efni á plötu, þó fólk hafí orðað
það við mig. Þar fyrir utan fínnst
mér ekki viðeigandi að syngja óperu-
tónlist með píanói einu saman og
þar sem því fer fjarri að ég sé í stakk
búin til að kaupa mér heila hljóm-
sveit hafa upptökur eiginlega aldrei
komið til tals.“
Að sögn Ólafar eru að vísu til
óperuupptökur sem gerðar hafa ver-
Harðardóttir.
ið á sýningum í íslensku óperunni í
gegnum árin og kveðst hún eiga sér
þann draum að þær verði gefnar út
síðar meir - ekki sín vegna, heldur
íslensku óperunnar.
Ánægð með
umgjörðina
Ólöf og félagar fengu aðstöðu til
hljóðritunar í Langholtskirkju. Hafði
Jón Stefánsson allar útsetningar
með höndum, utan tvær sem nafni
hans Þórarinsson, tónskáld, gerði við
eigin lög.
Segist söngkonan virkilega
ánægð með umgjörð plötunnar, það
sé alltaf skemmtilegast að „músís-
era“ með öðru fólki, ekki síst fóiki
sem kunni vel til verka. „Þótt ein-
söngvarinn þurfí að æfa sig mikið í
einrúmi kemur árangurinn best í ljós
í samstarfí við aðra.“
Segir hún nærveru hljóðfæraleik-
aranna og kóranna jafnframt hafa
létt sér lífíð meðan á upptökunum
stóð. „Ég sakna þess óskaplega að
hafa ekki áheyrendur með mér í
upptökum, það kviknar svo margt
við nærveru þeirra. Það gerir gæfu-
muninn að hafa viðbrögð áheyrenda
þegar sungið er - svörun, hvatn-
ingu. Mér fínnst því erfítt að standa
ein í upptökusal og vinna að „lifandi
fullkomnun" sem getur aldrei orðið
eins og á tónleikum. Að mínu viti
eru plötur sem teknar eru upp á
tónleikum því mun betri en stúdíó-
plötur. Því varð aftur á móti ekki
við komið að þessu sinni."
Ber Ólöf mikið lof á upptökustjór-
ann, Bjarna Rúnar Bjarnason, sem
sé sannkallaður tónmeistari. „Það
var mikils virði að hafa jafn reyndan
mann og Bjarna Rúnar við stjórnvöl-
inn en þess er því miður alltof sjald-
an getið hve mikilvægur upptöku-
stjórinn er í þessu vinnuferli."
Þrátt fyrir „einsemdina" gerir
Ólöf ekki ráð fyrir að hafa „sungið
sitt síðasta" í hljóðveri enda séu
geislaplötur, þrátt fyrir allt, ágætis
heimild. Og á henni er að skilja að
fólk þurfi örugglega ekki að bíða í
önnur ellefu ár eftir næstu plötu.
„Ég held að mér sé óhætt að segja
frá því að við Edda Erlendsdóttir
píanóleikari erum með plötu á pijón-
unum, samantekt af því efni sem
við höfum unnið í gegnum árin.“