Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 67
Víltu góðan árð...,
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. hefur skilað umtalsverðum hagnaði á undanförnum árum.
Á árinu 1996 nam heildarhagnaður til hækkunar á eigin fé 345 milljónum króna og áætlanir gera ráð fyrir um
450 milljóna króna heildarhagnaði á yfirstandandi ári. Eigið fé félagsins hefur aukist úr 961 milljón króna árið
1994 í 1.506 milljónir króna á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár var 29,8% á síðasta ári og stefnir í að verða svipuð
í ár. Á síðasta ári greiddi félagið hluthöfum sínum 10% arð auk þess sem nafnvirði hlutabréfa var
hækkað um 25% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
nýsköpun
atvinnulífinu...
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. er fyrsta almenningshlutafélagið sem leggur áherslu á fjárfestingar í
fyrirtækjum sem ekki eru skráð á Verðbréfaþingi og hafa að öðru jöfnu ekki greiðan aðgang að áhættufjármagni.
Þetta er í samræmi við það meginmarkmið félagsins að efla atvinnuþróun og treysta atvinnuöryggi launafólks á
íslandi. Félagið hefúr í þessu skyni tekið þátt í að fjármagna framsækin nýsköpunarfyrirtæki, m.a. í hugbúnaðargerð,
útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði, hagkvæma sameiningu íslenskra fyrirtækja og einkavæðingu
ríkisfyrirtækja. Það hefur einnig keypt hlutafé í erlendum fyrirtækjum í því skyni að laða þau til samstarfs um
fjárfestingar hér á landi.
__ ------------ - - — —— — ■ " .
'J ym: ~i m
og alslátt af
skatti að auki?
Einstaklingur sem kaupir hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankinn hf. fyrir 130 þúsund krónur fyrir næstu
áramót, fær 32 þúsund króna afslátt af tekjuskatti á næsta ári. Hjón eða sambúðarfólk sem kaupa hlutabréf í
Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankinn hf. fyrir 260 þúsund krónur, fá 64 þúsund krónur greiddar út á næsta ári sem
afslátt af tekjuskatti.
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf.
Síðumúla 28, sími 588 3370, bréfasími 588 3340
Hlutabréf eru seld hjá félaginu. Landsbréfum og útibúum Landsbankans um allt land.
LANDSBRÉF HF.