Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 71
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðför að kristinni
trú á aðventu
Frá Sigurði Gíslasyni:
„SJÓNVARP allra landsmanna" hóf
í byijun aðventu að sýna nýjan
myndaflokk sem ber heitið „Ævi
Jesú“. Hann er kynntur sem þáttur
um Jesú Krist, af hveiju fylgjendur
hans sögðu hann Guð og af hvetju
fullyrðing þeirra sé enn viðurkennd.
Miðað við kynninguna hefði
áhorfandi sem eitthvað þekkir til
Nýja testamentisins getað búist við
umijöllun um ævi Jesú, kenningar
og kraftaverk. Áhorfandi sem á von
á gagnrýnni umfjöllun gæti jafnvel
gert sér í hugarlund að reynt yrði
að útskýra kraftaverk eins og að
allir sjúkir urðu heilir, að menn með
meðfædda galla svo sem blindu,
lama o.fl. fengu fullkominn bata eða
jafnvel „vísindalega" útskýringu á
hvernig Jesús lægði storminn og
gekk á vatni.
Þegar þetta er ritað er búið að
sýna fyrsta þáttinn af fjórum. Ekk-
ert er fjallað um ævi og guðdóm-
leika Jesú. Þess í stað er einblínt á
Indland, „sögu trúboðs" á Indlandi
og gert mikið úr að kristniboðið
hafí mistekist þar sem ekki séu all-
ir kristnir á Indlandi í dag. Það eina
sem í raun er fjallað um er form
en ekki innihald og aðeins rætt við
fulltrúa kristinna sem verða að telj-
ast trúlausir. Fyrst og fremst er um
að ræða kynningu á austurlenskum
trúarbrögðum meðan gert er lítið
úr kirkjunni og reynt að líkja vafa-
sömum persónum við Jesú á þeim
forsendum að áhangendum þeirra
þyki þeir guðlegir.
Ekki er minnst á kraftinn sem
fylgdi Jesú, kraftaverk, tákn og und-
ur. Ekki er reynt að greina innihald
Biblíunnar, svo sem að Jesús upp-
fyllti alla spádóma um Messías í
Gamla testamentinu. Ekki heldur að
guðspjöllin íjögur eru sammála í öll-
um meginatriðum þótt þau séu skrif-
uð af mönnum með ólíkan bakgrunn
og í upphafi ætluð fyrir mismunandi
menningarheima og rituð á mismun-
andi tímum á mismunandi tungumál-
um. Ritun Nýja testamentisins er
aðeins gerð vafasöm með saman-
burði á setningagreiningu við ein-
hveijar ævisögur sem sagðar eru frá
sama tíma. Þetta er að sjálfsögðu
kallað vísindaleg rannsókn.
Ef borin eru saman trúarbrögð
sem slík verður eftirfarandi að koma
fram: Jesús Kristur kom til að deyja
fyrir syndir allra sem trúa á hann.
Állt sem þarf er að játast Honum
einlæglega og biðja um fyrirgefn-
ingu. Við verðum hólpin af náð fyr-
ir trú. Öll önnur trúarbrögð ganga
út á að maðurinn þurfi sífellt að
rembast við að réttlæta sjálfan sig
og reyna að komast til Guðs vegna
eigin verðleika. Það að Guð gerðist
maður okkar vegna er óhugsandi í
öðrum trúarbrögðum.
Önnur trúarbrögð ganga út á að
uppfylla þörf mannsins fyrir trú. Það
er gert með formi, trúarbrögðum en
það er óhugsandi að eiga persónu-
legt samfélag við Guð sjálfan eins
og Drottinn býður okkur sem trúum
á Jesú Krist, gegnum Heilagan
Anda. Þetta er svo stórt atriði að
það eitt nægir til að segja að engin
trúarbrögð jafnist á við kristna trú.
Jesús segir: „Ég er vegurinn, sann-
leikurinn og lífið, enginn kemur til
föðurins nema fyrir mig.“ Þetta er
það sem kristnir hafa fyrir sér þegar
þeir segja að kristin trú sé hin eina
fyrir alla. Þessu má ekki blanda sam-
an við tilraunir manna til að innleiða
vestræna menningu í ijarlægum álf-
um í nafni kristinnar trúar, eins og
gert er í þáttunum. Jesús mætir fólki
í kringumstæðum þess, eins og það
er. Það þarf ekki að breyta sér fyrst
til að geta komið til þess. Jesús Krist-
ur vinnur innan frá, þ.e.a.s. í anda
mannsins en krefst ekki að farið sé
eftir formi eða venjum. Ekki heldur
því að fólk sé statt í sérstökum bygg-
ingum. Þvert á móti kom hann gegn
trúrækni og þegar nefnt var við
hann að reisa byggingu honum til
heiðurs svaraði hann „vík burt Sat-
an“.
Boðskapurinn sem fyrsti þáttur-
inn flutti var að menn geti orðið
Guði líkir, sem er kjarninn í aust-
rænum trúarbrögðum og nýaldar-
trú, sem sækir kenningar að hent-
ugleikum í austræn trúarbrögð og
setur gjarnan fram undir vísindaleg-
um formerkjum. Lúsifer (sem þýðir
ljósengill) var hátt metinn engill í
þjónustu Guðs. Hann drýgði svo
alvarlega synd að honum var varpað
niður til jarðar. Þessi synd var að
hann vildi vera eins og Guð, vera
tilbeðinn en ekki lúta Guði. Nú bið
ég lesendur að meta, hver er munur-
inn á synd Lúsifers og kenningum
þeim sem upphafnar eru í þessum
þáttum.
Ábyrgð dagskrárgerðarmanna og
dagskrárstjóra er mikil. Það er nú
einu sinni svo að fólk trúir flestu
sem það sér í sjónvarpinu, sér í lagi
þegar allt er í nafni vísindanna.
Eitt er það að kynna börn og ungl-
inga fyrir kukli undir faliegum for-
merkjum en að sýna myndaflokk á
aðventunni (einn þátt fyrir hveija
viku aðventunnar) sem ræðst gegn
kristinni trú er forkastanlegt. Eg
skora á alla sem láta sig homstein
íslensks samfélags, kristna trú,
nokkru varða að láta í sér heyra
varðandi þetta mál.
SIGURÐUR GÍSLASON,
Hjallabraut 70, Hafnarfirði.
OROBLU
Jólatilboð í dag
20% afsláttur
af öllum
OROBLU
sokkabuxum
fimmtudaginn
11. des.
kl. 14.00 - 18.00.
tgSfSS
IflÍBNAS’M
DjASN
APÓTEK
AUSTURBÆJAR
Háteigsvegi 1
sími 562 1044
*
Barnakuldaskór
Loðfóðraðir. St. 25-34, mjög vatnsheldir.
sérverslun meö barnaskó i bláu húsi viö Fákafen.
Rauðir og bláir.
Verð frá kr. 3.990.
Smáskór
Hugsar þú um samskiptin!!
Til að elskast
allan tímann
Sönn augnablik
elskenda
í bók sinni Sönn augnablik
elskenda bendir metsölu-
höfundurinn Barbara De
Angelis á einfaldar og jafn-
framt einlægar leiðir til að
dýpka og bæta samskipti
fólks. Barbara er doktor í
sálfræði og er einn þekktasti
samskiptaleiðbeinandi
Bandarikjanna. Það er
auðvelt að vinna eftir
leiðbeiningum hennar sem
Qölga ekki einungis sönnum
augnablikum í sambandinu,
heldur lífi hvers og eins.
Þörf bók fyrir
samfélags sem okkar
M..Wluh6t..ndur«l « iBluli..» Mn»Y«* TU..C
Barbara
De Angelis, Ph. o.
Sönn
aumablik
elskenda
-f'iit'tu, Umláðu og liorffiu
ogbðíön tcgit þcr hver« vcgna."
Lærðu uð upplifa
fullkomnar ástríður
og sanna nánd
Ummæli:
„Snertu, hlustaðu og horfðu og bókin segir þér hvers vegna.“
Séra Pálnú Matthíasson.
„Ekkert er jafn dýrmætt og kærleiksríkt samband. Öll
vandamál og erfiðleika er hægt að yfirstíga með stuðningi og
ástúð góðs félaga. En gleymi menn að að rækta ástina getur
jafnvel innihaldsríkasta samband gufað upp á skömmum tíma.
Þessi bók er frábær leiðarvísir um hvemig á að viðhalda ástinni
leiðina á enda.“
Össur Skarphéðinsson og Ámý Erla Sveinbjömsdóttir hittust
fyrir 23 árum og hafa ekki skilið síðan.
í bókinni er að finna gmnn að þeirri ómældu vinnu sem felst í
því að rækta hjónaband. Mæli með bókinni sem sambúðar- og
brúðargjöf til allra.“
Edda Björgvinsdóttir, leikkona.
„Bók sem á erindi til allra para. Minni á góða hluti sem
stundum gleymast í daglega amstrinu.“
Ágústa Johnson, þolfimikennari.
„Við mælum eindregið með þessari litlu perlu, sem er
ómissandi fyrir þá sem vilja viðhalda rómantísku, lifandi og
kærleiksríku sambandi/hjónabandi. Hún göfgar og dýpkar
samskiptin í erli dagsins.“
Örn Jónsson, sjúkranuddari og
Olga Lísa Garðarsdóttir, kennari.
Ástarfíkn -
flótti frá nánd
Þráir þú að vera náinn ein-
hverjum, geta deilt lífi þínu
einlæglega, veita og þiggja
hlýju, blíðu og umhyggju?
Kahnski þarftu að spyrja nýrra
spuminga í lífi þínu. Ástarfíkn
— flótti frá nánd fjallar um
flóttaferli frá nánd. Metsölu-
höfundurinn Anne Wilson
Schaef Ph.D. tekur þetta flótta-
ferli til umfjöllunar í bókinni
og þar flettir hún ofan af og
leysir úr þeim fíknum sem
tengjast kynlífi, samböndum og
rómantík og bendir á bataleiðir.
Anne er sálfræðingur, fyrirles-
ari, skipulágsráðgjafi og leið-
beinandi á alþjóðlegum nám-
skeiðum fyrir fólk innan heil-
brigðiskerfisins.
Ummæli:
„Hnitmiðuð greining Anne Wilson Shaef á sjúkum samböndum
gefur okkur aukna von um að hjálpa megi fleirum út úr
nauðhyggju skilnaða og raðkvænis. Notkun hennar á
fíknihugtakinu til að greina vandann gefur okkur hnitmiðaðri
vinnuaðferðir. Þörf bók fyrir samfélag sem okkar, þar sem
helmingur allra hjónabanda enda með skilnaði.“
Jóhann B. Loftsson, sálfrœðingur
„Kærkomin bók til að skilja ástand, hegðun og sársauka, sem
áður hefur verið miskilinn og þess vegna ekki fengið viðeigandi
meðferð. Þýðingarmikið innlegg fyrir lesandann til að finna
sjálfan sig í samskiptum við aðra. Frábær opinberun á
fíkniþáttum meðvirkninnar.“
Stefán Jóhannsson MA fjölskylduráðgjafi
„Aðgengileg og vel skrifuð bók og tvímælalaust sú besta sem
ég hef lesið um þetta efni. Ekki aðeins kjörin lesning fyrir
svokallaða ástarfíkla heldur alla þá sem vilja átta sig á ríkjandi
hugmyndum um ást og nánd.“
Vésteinn Lúvíksson, ráðgjafi.
Þekkja kynin þarfir
hvors annars?
B
Hvað vilja konur
fá frá körlum?
í þessari bók er meðal annars
tekið á og fjallað um stöðu
karlamanna í dag.
í fyrsta sinn í þekktri sögu
mannkynsins þurfa fjöl-
margar konur ekki á
„veiðmanni“ að halda. Þær
geta „veitt sjálfar“.
Karlmenn eru í einskonar
tilvistarkreppu. Bókin er
byggð á svörum hundrað
kvenna sem eru heiðarlegar
og einlægar þegar fjallað er
um penínga, hjónabönd,
samskipti, lygi, reiði, hlustun,
kynlíf, kelerí, rekkjunauta,
viðhorf, væntingar,
draumsýnir og fleira. Nýtt
samskiptamunstur kynjanna
er að fæðast. Þessi könnun
Dan True á sér enga
hliöstæðu í heiminum.
Ummæli:
„Loksins er komin bok á markaðinn sem lýsir á afdráttarlausan og
stórbrotinn hátt þeim dásamlega mun sem er á kynjunum. í bókinni
kemur skýrt fram að konan þarf lengri tíma til aðlögunar en
maðurinn, þar sem hún er með allt sitt innbyggt - en maðurinn fær
aftur á móti örvun beint, þar sem hann er með allt sitt útbyggt! Þetta
þurfa kynin að fara að gera upp við sig, til að geta lifað
mannsæmandi lífi.
Bók sem kynin gefa hvort ööðru.“
Rósa Ingólfsdóttir
„Holl og góð lesning og þörf áminning fyrir karlmenn á öllum aldri,
gifta sem ógifta.“
Bubbi Morthens
Þroskandi bækur sem fást í öllum
helstu bókaverslunum landsins.
Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar: www.centrum.is/leidarljos
LEIÐARLJOS
Skerjabraut 1,170 Seltjamarnesi
S. 561 3240, fax 561 3241.
Tölvupóstur: leidar@centrum.is