Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 72

Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 72
72 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Bylting! Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! Viroc utanhússklæÓing Leitiö frekari upplýsinga IÞ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29,108 REYKJAVÍK, SÍMI 553 8640 / 568 61 VIROC byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. VIROC byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. VIROC byggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni. VIROC byggingarplatan er umhverfisvæn. VIROC byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staðalstært: 1200x3000x12 mm. Aörar þykktir: 8,10,16,19,22,25,32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm. FRABÆRT VERÐ Wýtt kortatímabil Skór frá...........kr. gfllllb íþróttaskór fvjLgfm.kr. tJUlifr Kjólar frá - ■--- kr. IHrtlTlb Peysur frá........kr. CSXÞ Ilerrabuxur f rá..kr. IHJliIft Drengjajakkaföt frá - - - kr. Ifrfelllft Grölfmottur frá -..kr. ilWIIft ÞOKPII) G Kjörgarði - Laugavegi 59, símar 551 6400 og 551 4444. STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Domus Medica - Kringlunni VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Vantar rækjur NÝLEGA keypti ég 100 g af rækjusalati. Þegar dósin var opnuð heima var varla nokkur rækja sjáanleg í dósinni. Eftir nokkra leit fundust þó 4 örsmáar og bragðlausar rækutítlur, nokkrir bitar af harðsoðn- um eggjum og afgangur- inn var mæjones-jukk. Fróðlegt væri að heyra frá N eytendasamtökunum hvort engar reglur séu til um lágmarksfjölda af rækjum í því sem selt er sem rækjusalat. T.d. mætti hugsa sér ákveðinn fjölda af rækjum í 100 g af rækjusalati. Útivinnandi húsmóðir. Áramótabrennur mengun og ósiður NÚ UM áramótin stendur til að brenna hundruðum ef ekki þúsundum tonna af timburdrasli, olíu, dekkjum o.s.frv. á gaml- ársbrennum og sér enginn neitt athugavert við þetta. Það á að stoppa þetta; að verið sé að brenna að óþörfu þessu gífurlega magni af drasli að gamni sínu. Þetta er ekkert annað en mengun og losun á kol- sýru í andrúmsloftið. Þessi siður einn gerir okkur ís- lendinga seka um hálf- gerðan glæp gagnvart líf- ríki jarðar og lofthjúpnum. Við ættum að fara að draga úr þessari vitleysu. Valgeir Þormar. Hrævareldar HRÆVARELDAR hefur nefnt verið samfélag manna við meintan slæð- ing framliðanna, eins og kuklið í góðri og tímabærri grein sr. Þóris Jökuls hér í Morgunblaðinu 19. fyrra mánaðar. Ásgeir Sigurðs- son magister fjallar um í löngu máli hér í blaðinu 6. þ.m. skáidverkið „Lífíð eftir lífið“ sem metsöluhöf- undur fyrra árs sendir nú á jólabókamarkaðinn ásamt annarri bók. Hann telur greinilega rétt að hamra jámið meðan það er heitt, þ.e. að gera út á frægðina í hagnaðarskyni meðan hún endist. Það er honum að sjálfsögðu heim- ilt og mundi ég ekki skipta mér af því nema af því Ásgeir magister eyrna- merkir í umfjöllun sinni þessa ritsmíði „kærleika Guðs og fordæmi Krists“, sem er blekking sem vara ber við, sbr. varnaðarorð Ritingarinnar í II. Tím. 4,3-4: „. . .heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fysnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun..Ásgeir segir bókarhöfundinn hafa dval- ið langdvölum á Indlandi til að sjá og heyra gúrúana þar. Margir hafa snar- ruglast við að sitja við fætur þeirra fræðara, sem hollt er að lesa um í bók- inni „Helstu trúarbrögð heims“ eftir Sigurbjörn biskup, er út kom hjá AB-forlaginu á sínum tíma. Frekar er mælt með þeirri bók, en frásögunum af hrævareldunum í hinni umtöluðu jólabók. H.R. Góð mynd á Stöð 2 MIG langar að þakka fyrir bíómyndina sem sýnd var mánudaginn 8. desember á Stöð 2. Mér fannst þessi mynd bæði einlæg og svo var svolítill kærleikur og hlýja í henni, sem sagt ljúf mynd. Vil ég þakka Stöð 2 fyrir að sýna þessa mynd. Guðmunda. Tapað/fundið Gulleyrnalokkur fannst í Kolaportinu GULLEYRNALOKKUR fannst í Kolaportinu sl. sunnudag. Uppl. í síma 567 3858 eftir kl. 19. Barnagleraugu týndust í Kópavogi VINRAUÐ bamagleraugu týndust í Smárahverfínu í Kópavogi um miðjan nóv- ember. Skilvís finnandi hafi samband við Guðrúnu í síma 564 1270. Brún silkislæða týndist ER ég svo heppin að þú hafir í síðustu viku (3.-9. des.) fundið stóru, brúnu silkislæðuna mína. Eg sakna hennar mjög. Fund- arlaun og þakklæti í boði. Uppl. í síma 568 1854 og 553 4594. immxm mÍ sáíLÍ.L. Morgunblaðið/Krisatinn rra n 1 SKÓR FYRIR KARLMENN | Frábær þáttur um Lloyd skó verður sýndur á Stöð 2 sunnudaginn 14. des. kl. 16.20 Víkveiji skrifar... VISÖGUR eru vinsælt lestr- arefni, eins og sést vel á íslenska jólabókamarkaðnum þetta árið. Ævisögur segja að jafnaði frá ævi fólks, sem sker sig með ein- hveijum hætti úr fjöldanum en á fjörur Víkverja rak fyrir skömmu öðruvísi ævisögu, sem ætti fuilt erindi á íslenskan jólabókamarkað. Þetta er ævisaga þorskins sem nýlega kom út í Bandaríkjunum eftir blaðamanninn Mark Kurlan- sky. Höfundurinn hefur leitað fanga víða um heim, meðal annars hér á landi, og sagan spannar eittþúsund ár og fjórar heimsálfur. xxx ARNA er að finna ýmsan fróð- leik um þennan merkilega físk, sem hefur um aldir haldið líf- inu í heilum þjóðum. En hin raun- verulega saga sem bókin segir er af samskiptum manns og þorsks: hrikalegum mannraunum við sjó- sókn, átökum um mið og markaði og hvernig þau átök hafa markað djúp spor í mannkynssöguna. Og um leið er þetta saga um breysk- leika mannsins, sem svo sjaldan kann sér hóf þegar hann heldur að nóg sé til af einhveiju. Þetta er m.a. undirstrikað með sögum af sæförum sem sigldu um Miklabanka austur af Nýfundna- landi fyrr á öldum og sögðu frá ótrúlegri þorskgengd. Nú er bannað að veiða þorsk þarna, enda er hann nánast horfinn af þessum miðum sökum ofveiði og óvíst hvort hann kemur aftur. xxx BÓKIN um þorskinn er krydduð uppskriftum frá ýmsum tím- um. Sú elsta er frá 14. öld, kennd við Taillevent og er einfaldlega svona: Saltur þorskur er etinn með sinnepssósu eða með nýju bráðnu smjöri. Ónnur söguleg saltfískuppskrift á rætur að rekja til Louis de Bécha- mel markgreifa við hirð Lúðvíks 14. Sá hafði fjárfest í Nýfundna- landsútgerð en gekk illa að fá Frakka til að borða saltfisk; þeim fannst hann þurr og ókræsilegur. Markgreifínn fann því upp sósu með saltfiskinum, sem nú er kölluð béchamelsósa og er ein af undir- stöðusósunum í matargerð og víða borin fram með soðnum saltfiski og öðrum mat. Upphaflega var sós- an einföld ijómasósa krydduð með múskati, en síðar var bætt í hana eggjum, smjöri og hveiti. I enskri matreiðslubók sem kom út árið 1730 var þetta tilbrigði af saltfiski með béchamelsósu: Takið vænari þorsk og sjóðið, rífíð í sund- ur og látið í pott með ijóma, krydd- ið með dálitlum pipar, setjið í hnefa- fylli af steinselju og hitið varlega, hrærið síðan þykkt smjör og 2-3 eggjarauður saman við. Setjið á disk og berið fram með linsoðnum eggjum og sítrónusneið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.