Morgunblaðið - 11.12.1997, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 11.12.1997, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK HMfskák Helgi og " Jóhann áfram BÆÐI Jóhaun Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson komust í aðra umferð á heimsmeistara- mótinu í skák, sem nú er hald- ið í Groningen í Hollandi. Helgi Áss vann Spánverj- ann Miguel II- leseas í síðari skák þeirra í gær og vann því samanlagt með 1,5 vinn- ingum gegn 0,5. Illescas féll í gildru, sem Helgi lagði fyr- ir hann í byrjun skákarinnar, og Helgi náði að vinna peð sem dugði honum til sigurs en II- '~rescas var úr leik. Þetta voru óvænt úrslit því Illescas hefur mun fleiri skákstig en Helgi Áss. í annarri umferð. sem hefst í dag, teflir Helgi Áss við Rússann Artur Jusupov sem er einn þekktasti skákmaður heims. Bráðabani Jóhann vann Litháann Sarunas Sulskis 2,5-1,5. Þeir gerðu jafntefli í síðari kappskák- inni í gær og þurftu því að tefla bráðabana, stuttar skákir, þar til úrslit fengust. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli en þá síðari vann Jóhann örugglega. Hann teflir við Hvítrússann Aleksej - 4í«exandrov í annarri umferð sem hefst í dag. Margeir Pétursson gerði jafn- tefli í seinni skákinni við Lembit 011 í gær, tapaði samanlagt 0,5-1,5 og er því úr leik í mót- inu. ■ Öruggur/11 Hclgi Áss Bygging tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar Tvö erlend ráðgjafar- fyrirtæki til aðstoðar TVÖ erlend ráðgjafarfyrirtæki hafa veitt sérfræðiráðgjöf í tengsl- um við hagkvæmnisathuganir sem farið hafa fram að undanfórnu á því að reisa hér fullkomna ráðstefnu- miðstöð ásamt tónlistarhúsi. Full- trúar þessara fyrirtækja voru hér á ferð í október sl. á vegum VSO Ráðgjafar sem annast hefur verk- efnisstjórnun. Um er að ræða fyrirtækið Artec Consultants í New York sem veitir sérfræðiráðgjöf um hljómburð og uppbyggingu tónlistarhúss. Danska fyrirtækið Scanticon hefur annast ráðgjöf vegna ráðstefnuaðstöðunn- ar. Þrír kostir eru til skoðunar, þ.e. bygging tónlistarhúss í Laugardal, undir Perlunni og við Hótel Sögu. Tveir síðastnefndu kostimir gera jafnframt ráð fyrir ráðstefnuað- stöðu. Af hálfu erlendu ráðgjafanna kom fram að veruleg vandkvæði eru á að sameina í einum 1.200 manna sal ráðstefnuaðstöðu og tón- listarflutning með hágæða hljóm- burði. Þar að auki komu fram efa- semdir um að markaðslegar for- sendur væm fyrir svo stómm ráð- stefnusal nú eða í næstu framtíð. Það væri á hinn bóginn mjög áhugavert að gera minni sal, 350-400 manna í senn að fullkomn- um ráðstefnusal og tónleikasal. Stóra salinn mætti nota til opnunar og slita á ráðstefnum. ■ Ráðabrugg/B4-B5 Kristján á æfingu KRISTJÁN Jóhannsson tenór- söngvari kom til landsins seinni partinn í gær og var mættur á æfíngu Mótettukórs Hallgríms- kirkju skömmu síðar. Fyrstu tónleikar Kristjáns og kórsins verða í Hallgrímskirkju á laug- ardag kl. 17 en uppselt er á alla tónleikana, fímm að tölu. Sala á miðum á síðustu tón- leikana, sem haldnir verða í Hallgrímskirkju 18. desember, hófst í gærmorgun og voru þeir á þrotum löngu fyrir hádegi, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Alls hafa 3.350 manns keypt miða á tónleikana fímm, 2.550 í Reykjavík og 800 á Akur- eyri. 1 íxÆg ^ A Tvv'' < - ' U v , x- M < 'v c v: i:tm 11 k íMl Morgunblaðið/Þorkell Stækkun Kringlunnar Umferð eykst um 20-30% FRESTUR til að skila inn at- hugasemdum vegna fyrirhugaðr- ar stækkunar á verslunarmið- stöðinni Kringlunni í Reykjavík milli Norður- og Suður-Kringlu er runninn út. Samkvæmt upp- lýsingum frá Borgarskipulagi bárust athugasemdir frá húsfé- lögunum við Ofanleiti og Hvassa- leiti 56-58 og íbúum við Kringlu- götu. Að sögn Stefáns Her- ^mannssonar borgarverkfræðings eru þær aðallega vegna aukinnar umferðar en komið hefur í ljós að umferð um Listabraut mun aukast um 20-30%. Að sögn Stefáns hafa verið haldnir fundir með íbúunum þar sem meðal annars var gerð grein fyrir þeim breytingum sem verða rá umferð vegna stækkunarinnar. Samkvæmt útreikningum mun hávaði vegna umferðar aukast um 1-2 desibel við íbúðarhús sem standa við Ofanleiti og sagði borgarverkfræðingur að það yrði kannað nánar og gripið til viðun- andi ráðstafana ef ástæða þætti til. „Þetta er fyrir neðan þau mörk sem við lítum alvarlegum augum á öðrum stöðum í borg- inni,“ sagði hann. Sagði hann að jafnframt hefði verið ákveðið að kanna áhrif vegna loftmengunar vegna at- hugasemda frá íbúunum. „Þetta er spuming um umferð," sagði Stefán. „Á Listabrautinni verður um 20-30% aukning en það var alltaf gert ráð fyrir að gatan yrði umferðargata." Næstu daga verður fjallað um athugasemdim- ar og svörin lögð fyrir skipulags- og umferðamefnd. Fjárveitingar til Háskólans verði auknar um 250 milljónir Tillaga um meistara- nám í tölvunarfræðum TILLAGA um skipulagt meistara- nám í tölvunarfræðum verður borin upp á fundi Háskólaráðs í dag. Há- skólinn hefur skipulagt námið og er þess vænst að það hefjist haustið 1998. Jafnframt hefur Háskólinn í hyggju að bjóða stúdentum úr öll- um deildum upp á 30 eininga auka- grein í tölvunarfræðum haustið 1999. Háskólinn hefur lagt fram fjáriagatillögur um að fjárveitingar til skólans verði auknar um 250 milljónir kr., þar af verði launaliðir hækkaðir um a.m.k. 6%. Páll Skúlason háskólarektor seg- ir að ljóst sé að það þurfi meira fjármagn til Háskólans til að koma náminu á. „Fyrst og fremst þarf að tryggja hæfa kennara og fjármagn til þeirra. Við erum vongóðir um að það takist. Við þurfum að halda þeim kennurum sem jafnvel voru að hugsa um að fara frá okkur. Það stefndi í óefni í þeim málum og lið- ur í því að hefja þetta nám er að halda þeim,“ sagði Páll. Hann segir að einnig þurfi að bæta við tölvukost Háskólans . Kostnaður ekki að fullu bættur Gunnlaugur Jónsson háskólarit- ari sagði að Háskólinn hefði óskað eftir því við fjáriaganefnd Alþingis að meira tillit yrði tekið til ný- gerðra kjarasamninga við tjárveit- ingar til Háskólans. „Við teijum að kostnaður við samningana sé ekki að fullu bættur í fjárlagafrumvarpinu. Einnig óskuðum við eftir fjármunum til að kaupa tölvur og allt sem snýr að því að reka tölvuver. I öðru lagi óskuð- um við eftir auknum fjármunum til framhaldsnáms og í þriðja lagi til kaupa á bókum, tímaritum og gagnagrunnum,“ sagði Gunnlaugur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.