Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 B 3
BÆKUR
í gamla daga
var lífið svona
BÆKUR
Fræðirit
MENNTUN,ÁST & SORG
eftir Sigurð Gylfa Magnússon. Sagn-
fræðistofnun Háskóla Islands og
Háskólaútgáfan 1997,339 bls.
BRÆÐUR AF STRONDUM
Dagbækur, bréf, sjálfsævisaga o Jl. í
samantekt Sigurðar Gylfa Magnússon-
ar. Háskólaútgáfan 1997,323 bls.
NOKKUÐ virðist útgáfa á bókum
eftir íslenska fræðimenn vera að
glæðast eftir margra ára ládeyðu,
enda sífellt að verða auðveldara og
ódýrara að koma fræðiritum á prent,
sem betur fer. Það mun þó ekki vera
algengt að einn og sami fræðimaður
gefi út tvær bækur á
sama árinu, en það hefur
Sigurður Gylfi Magnús-
son sagnfræðingur gert
á þessu ári.
Fyrri bókin sem hér
um ræðir er rannsókn
höfundar á íslensku
sveitasamfélagi 19. og
20. aldar, sem hann kall-
ar: Menntun, ást og
sorg. Aðferð Sigurðar
Gylfa kallast einsögu-
rannsókn, en það heiti
vísar til þess að hann
vinnur með persónulegar
heimildir einstaklinga og
dregur út frá þeim álykt-
anir um líf og samfélag
á þeim tíma sem heimild-
imar ná yfir. Seinni bókin tengist svo
þeirri fyrri því þar er gefið út úrval
þeirra heimilda sem höfundur notaði
í fyrmefnda rannsókn sína. Bókin
Bræður af Ströndum geymir dagbæk-
ur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævi-
sögu, minnisbækur og samtíning úr
fómm fjögurra bræðra sem fæddir
em á tímabilinu 1870-1876 við Stein-
grímsfjörð á Ströndum. Aðallega er
þó um að ræða verk tveggja bræðr-
anna: Níelsar og Halldórs Jónssona,
sjálfmenntaðra alþýðumanna sem
héldu dagbækur og skrifuðu bréf og
ýmislegt fleira af miklum dugnaði og
metnaði ámm saman.
Bræður af Ströndum mun vera
fyrsta bókin í fyrirhugaðri ritröð sem
kallast Sýnisbók íslenskrar alþýðu-
menningar. í ritröðinni er ætlunin
að birta sýnishom valin úr þeim fjár-
sjóði sem geymdur er í Handrita-
deild Landsbókasafns íslands - Há-
skólabókasafns og samanstendur af
persónulegum heimildum úr fórum
alþýðu manna um margra alda skeið.
Ef vel gengur mun önnur bók ritrað-
arinnar innihalda dagbækur Magn-
úsar Hj. Magnússonar, fyrirmyndar
Ólafs Kárasonar ljósvíkings, en þar
er að finna margan kostulegan text-
ann sem gaman verður að eiga greið-
an aðgang að.
Það sama má reyndar segja um
texta bræðranna af Ströndum. Það
er bæði áhugavert og skemmtilegt
að lesa um líf alþýðumanna á Is-
landi fyrir heilli öld; að kynnast því
beint og milliliðalaust í gegnum per-
sónulegar heimildir eins og dagbæk-
ur og bréf. Nú kynnu einhveijir að
vera á þeirri skoðun að vafamál sé
hvort persónuleg bréf (þ.á m. ástar-
bréf) og dagbækur eigi nokkurt er-
indi fyrir sjónir almennings; að út-
gáfa á slíku efni nálgist hnýsni og
svik við höfundana sem skráðu hugs-
anir sínar grunlausir um opinberun
þeirra í framtíðinni. Við því er helst
að svara að lítt gætum við nútíma-
menn fræðst um fortíðina og lifnað-
arhætti fyrr á öldum ef slíkar heim-
ildir væru okkur ætíð lokaðar, og
einnig má benda á að engan skaða
bera höfundar þessa texta af birt-
ingu þeirra, þvert á móti mun minn-
ing þeirra lengi lifa. Með útgáfu
þessara heimilda er reyndar á nokk-
urn hátt uppfyllt ein af „lífsreglum“
Sigurður Gylfi
Magnússon
þeim er Halldór Jónsson setti sér:
„Reyna af fremsta megni að gjöra
eitthvað það, sem getur orðið eptir-
komendum að liði.“
Af vandvirkni þeirri og nákvæmni
sem bræðurnir á Ströndum lögðu í
skriftir sínar er einnig vel hægt að
álykta að þeim hafi verið fullljóst
það heimildagildi sem textarnir
hefðu síðar meir. Þetta gildir m.a.
um sjálfsævisögu Halldórs Jónsson-
ar, þar sem hann lýsir af nákvæmni
hýbýlum fjölskyldunnar og leikjum
þeirra bræðra, svo nefnt sé fátt eitt.
Athyglisvert er einnig að bera saman
dagbækur bræðranna, annars vegar,
og bréf, hins vegar. Það er Ijóst að
tilgangurinn með dagbókunum var
annað en helst þekkist í dag, þegar
dagbækur eru e.k. „trúnaðarvinir“
höfunda sinna þar sem útmálun til-
finninga fer fram. í dagbókum þeim
sem hér um ræðir er
ekki um slíkt að ræða
heldur er fyrst og
fremst um lýsingu á
veðri, búskaparháttum
og annarri vinnu, svo
og sagt frá helstu við-
burðum dagsins. Bréfa-
formið leyfir hins vegar
meiri umfjöllun um til-
finningar og líðan fólks,
bæði þegar sagt er frá
gleði- og sorgaratburð-
um.
í bókinni Bræður á
Ströndum geta lesend-
ur, eins og áður er sagt,
kynnst lífi þessara ein-
staklinga milliliðalaust,
en í Menntun, ást og
sorg má hins vegar lesa um þær
ályktanir sem Sigurður Gylfí dregur
af þessum persónulegu heimildum
um íslenskt sveitasamfélag 19. og
20. aldar, og með samanburði á bók-
unum tveimur geta lesendur fengið
góða innsýn í vinnubrögð sagnfræð-
ings - svo og vegið og metið á sjálf-
stæðan hátt réttmæti ályktana höf-
undar og úrvinnslu hans á efninu.
Eins og titill bókarinnar bendir til
leggur Sigurður Gylfi megináherslu
á að lýsa annars vegar hvaða mögu-
leika alþýðumenn höfðu til að mennta
sig á þessum tíma, og hins vegar
tilfinningalífi þeirra. Þetta tvennt
tengir hann síðan saman á nýstárleg-
an hátt. Tilfinningar sínar varð fólk
að temja eins og kostur var, er álykt-
un Sigurðar Gylfa, þar sem dauðinn
var stöðugur fylgifiskur lífs alþýðu
manna á þessum tíma. (Bræðumir á
Ströndum voru t.a.m. níu talsins, en
fimm þeirra dóu í bamæsku.) „Áföll-
in vom oft stórfelld, og eins og dæm-
in sanna gátu þau riðið yfir ár eftir
ár. Sú nauðsyn að fólk næði tökum
á tilfinningum sínum hafði í langflest-
um tilfellum mikil áhrif á viðhorf
fólks til lífsins og mótaði skapgerð
þess.“ (Menntun, ást og sorg, bls.
214). Meðal þeirra beinu áhrifa á
viðhorf fólks og skapgerð sem stöðug
nálægð dauðans hafði á menn, að
mati Sigurðar Gylfa, var mikil og
heit löngun til mennta og almennra
framfara. Sú tamning tilfinninga sem
nauðsynleg var - og þá einnig í sam-
bandi við ástina - leiddi til þess að:
„fólk þekkti ekki þá leið að beina
tilfinningum sínum inn á við vegna
þeirrar vamarstöðu sem hlaust af
hinni stöðugu yfirvofandi sorg. Þeim
var því beint út á við, í átt að fram-
kvæmdum og framförum." (Mennt-
un, ást og sorg, bls. 278). Þetta em
athyglisverðar og frumlegar niður-
stöður og verður gaman að sjá hvort
þær eigi eftir að geta af sér fjörugar
umræður og frekari rannsóknir.
Sú aðferð sem Sigurður Gylfi
Magnússon beitir í þessari rannsókn
sinni, einsöguaðferðin, mun vera ný
rannsóknaraðferð í sagnfræði hér-
lendis. Einsagan beinir athyglinni
að einstaklingum, úr hvaða stétt sem
er, og persónulegri sögu hans. Þess-
ari þróun innan sagnfræðirannsókna
hljóta flestir að fagna. Mannkyns-
sagan er sem sagt ekki lengur bara
saga kónga og hershöfðingja, eða
saga stríða, félagasamtaka og at-
vinnureksturs. Hún er einnig saga
karla og kvenna allra stétta - og
með því að skrifa þá sögu hljóta
sagnfræðingar nútímans einnig að
ná til breiðari lesendahóps: til karla
og kvenna allra stétta.
Soffía Auður Birgisdóttir
Mannlífsbrot úr
horfnum heimi
BÆKUR
Minningabók
SÖNGURLÝÐVELDIS
eftir Indriða G. Þorsteinsson Skjald-
borg, 201 bls. Prentun og bókband:
Grafík.
EINHVERN veginn er Seinni
heimsstyrjöldin og vera erlends
herliðs bundin fast við skáldskap
Indriða G. Þorsteinssonar. Efnivið-
ur í bestu sögum hans
er einmitt sóttur í her-
mang. Nefna má í
þessu sambandi 79 af
stöðinni og Norðan við
stríð.
Oft er talað um hve
stríðið setti afgerandi
mark á íslenska
skáldsagnagerð um
miðja öldina. Sambúð
þjóðar og hers hefur
sett einna sterkastan
svip á verk Indriða af
verkum þeirra höf-
unda sem þetta á við.
Stríðsárin eru mótun-
arár Indriða, bæði
sem manneskju og
höfundar. Umbreytingar
Indriði G.
Þorsteinsson
ákvörðun Hermanns Jónassonar
að hafna beiðni Stórþýskalands
um lendingarleyfi hér á landi fyr-
ir Lufthansa er eins frásagnar-
verð og þegar Steinn Steinarr og
Halldór Laxness brugðu sér inn í
verslun Haraldar Árnasonar til
að kaupa frakka.
Ekki er víst að sagnfræðin í
bókinni sé hundrað prósent því
Indriði gefur skáldinu í sér lausan
tauminn. Sem betur fer. Fyrir vikið
hefur bókin það fágæta yfirbragð
sem laðar mann að
henni fljótlega aftur
eftir að hafa lagt hana
frá sér. Stíllinn er svo
blessunarlega fjarri
steingeldu dæguituði
að lesandinn límist við.
Þessi bók er skrifuð
af svipaðri tilfinningu
og bestu skáldsögur
Indriða. Stíllinn er
seiðandi, fjölskrúðug-
ur og svo yndislega
fjarri því að vera jórt-
urkenndur að manni
hálfbregður við. Sjálft
upphaf bókarinnar er
afskaplega „indr-
iðskt“: „Það sem
í lífs-
háttum og tækni gegnsýra sögur
hans og þessi skyndilega umpólun
á öllum aðstæðum gefur söguper-
sónum hans áður óþekkta og
harmræna vídd.
Þetta er rifjað upp hér vegna
þess að minningabókin Söngur
lýðveldis er með rætur í svipuðum
tíma og bestu skáldsögur Indriða.
Lýst er persónum og atburðum
um miðja öldina. Höfundur fjallar
um Hermann Jónasson og Jónas
frá Hriflu af miklu innsæi þannig
að þeir spretta ljóslifandi fram.
Höfundur rekur ýmsa frásagnar-
verða atburði, bæði sögulega og
sögufræga. Sú afdrifaríka
stráka dreymdi gerði hann fullorð-
inn maður. Hann tók mig með sér,
ófermdan strákinn, á svifflugsæf-
ingar—“ og svo rennur sagan áfram
af Karli Magnússyni, járnsmíða-
meistara frá Akureyri, sem dó
langt um aldur fram.
Söngur lýðveldis felur í sér at-
hvarf frá ýmiss konar sjálfvirkri
fjölföldun þar sem tilfinningin seg-
ir manni að allir séu að segja það
sama. Söngur lýðveldis er valkostur
fyrir þá sem vilja skoða nýlega
horfinn heim með augum þess sem
lifði hann, mótaðist af honum og
hefur aldrei komist undan áhrifum
hans.
Ingi Bogi Bogason
Sendill án pitsu
BÆKUR
Ljðð
INNRÁS LILJANNA
eftir Bergsvein Birgisson. Nykur,
1997 - 71 bls.
LAND, þjóð og tunga eru enn
hljómmiklir strengir í ljóðhörpum
ungra skálda. Innrás liljanna, ljóða-
bók eftir Bergsvein Birgisson, er
til marks um það. Í henni fléttar
höfundur saman eddulist, dans-
kvæðinu og vikivakanum í sjálfum
sér, kenndum sínum og ást á landi,
þjóð og tungu.
Bókin skiptist í fimm hluta. í
þremur hlutum, Úr Sökkdölum, Á
baki Miðgarðsorms og Innrás lilj-
anna eru fremur stutt kvæði sem
Ijalla um tilveru guðs, vonina, ýmis
samfélagsmál og ýmsa tilvistarlega
þætti. En í tveimur Ijóðflokkum,
Blýlundarkviðu og Odáinskviðu,
kannar höfundur, eins og heiti þeirra
gefa til kynna, innheima, tekst á við
kenndir og tilfinningar, ekki síst
þungann í hjarta sér og hefst úr
þeim þungu hugsunum á talsvert
flug.
Bergsveinn er hagur á orð,
myndir og hljóm. Allir þessir kostir
kveðskapar hans sameinast í smá-
kvæðinu Dans þar sem fjallað er í
skýrri náttúruljóðmynd um efa-
semdir skáldsins um guðdóminn:
Sólin
hamrar
skýjasteðjann
rauðan
Hún er að smíða kistuna
utan um guð sinn dauðan
Andblær kvæðanna er gjarnan í
danskvæðastíl og ljóðmálið mótast
af eddufræðum. Því er orðaforðinn
sums staðar nokkuð fyrndur. Eigi
að síður eru ljóðin víðast auðskilin
þótt ef til vill megi segja um kvið-
urnar tvær í lokin að ekki hefði
sakað að hafa merkingu þeirra
skýrari og aðgengilegri. Málið á
kvæðunum er allajafnan lipurt og
hljómmikið.
Bergsveinn gerir sér það gjarnan
að leik að sprengja upp fyrnsku
málsins með líkingum og vísunum
í þætti sem við tengjum einungis
nútímaveruleika þannig að út úr
kemur eins konar anókrónismi eða
tímavilla. Þannig tekst honum að
framandgera málið enn frekar og
það oft á kímilegan hátt og setja
hugsun sína í nýstárlegt samhengi:
„kom ljóðadís / með þitt lykla-
borð“, segir í einu kvæði. í öðru
ljóði segir: „Hvað er hjarta? / harða
akarn / sem ólmast inní / afsteypu
af mér / sendill án pitsu..." Um
frelsara sinn segir hann svo í prósa-
ljóðinu Endurlausnin: „Ég og lundin
mín vorum hér í argasta basli með
sjálf okkur í setustofunni þegar loft-
ið hrannaðist birtu og helgri angan
og frelsarinn kom. Samkvæmt aug-
lýsingunni heldur hann sig nú á
heiðum eða í eyðimörkinni áður en
hann kemur til manna á sínum
glansandi felgum."
Að jafnaði nýtast eðliskostir höf-
undar betur í hinum smærri kvæð-
um en í lengri og óræðari kviðum.
Margt er t.a.m. sagt um náttúrusýn
Bergsveins í þessari litlu blómavísu:
Ég er ekki fyrir þær freku rósir
sem, fylla’ allt af ilmi um sinn,
en augnfró í kaldri klettaskor
kalla ég vininn minn.
Innrás liljanna er að mörgu leyti
vel gerð bók. Andblær danskvæðis-
ins gerir hana heilsteypta og stíltil-
raunir höfundar gera hana
skemmtilega aflestrar. Þó finnst
mér að Bergsveini takist að jafnaði
betur upp í smákvæðum en lengri
kviðum.
Skafti Þ. Halldórsson
Litla gnla hænan endurskoðuð
BÆKUR
Ljóð
LITLA GULA HÆNAN -
SÍÐASTA KVÖLDMÁL-
TÍÐIN
eftir Apju og Björgvin ívar. Nykur,
1997.
ÞAÐ má virðast bífæfni af ung-
um og óreyndum höfundum að gefa
út í heilli bók stytta og afbakaða
sögu litlu gulu hænunnar sem árum
saman var það fyrsta sem ungir
íslendingar lásu um ævina. Þannig
er í stuttu máli texti bókar þeirra
Björgvins ívars og Auju, Litla gula
hænan - Síðasta kvöldmáltíð. Text-
inn er eftir Björgvin ívar en blek-
teikningar og bókarkápa eftir Auju.
Björgvin Ivar velur þá leið að
yrkja lítinn ljóðabálk og nota sög-
una af litlu gulu hænunni sem uppi-
stöðu í lýsingu á manninum. Breytni
hænunnar er stillt upp andspænis
breytni mannskepnunnar. Varla
verður sagt að skepna sú fái háa
einkunn fremur en önnur rándýr
ljóðaflokksins. Texti ljóðsins er lipur
og ljóst er að höfundur hefur ýmis-
legt til brunns að bera. Auja mynd-
skreytir ljóðin með einföldum og
barnslegum pennateikningum sem
ætlað er að styrkja textann þannig
að úr verður eins konar myndasaga
líkt og í frumgerðinni. Er samspil
mynda og ljóða með ágætum.
Ljóðabálkurinn er hvorki langur
né efnismikill og skáldskapurinn er
ekki ósvipaður því sem gengur og
gerist með menntaskólaskáldum
almennt. Hins vegar er æskuþokki
og galsi yfir bókinni. Verkið er
ögrandi í smæð sinni og einfaldleika
og auk þess er einhver kaldhæðinn
tónn í ljóðunum sem gerir það að
verkum að lesandi leggur hana ekki
frá sér án umhugsunar.
Þótt höfundar séu ef til vill á
einhvern hátt að spila með lesendur
í þessu verki og hafi vafalaust
ánægju af því verður að segja þeim
til hróss að þeir hafa vandað vel til
þess.
Skafti Þ. Halldórsson