Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 15

Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 15 Fallegasta mynd sem tekin hefur verið af Elísabet II drottningu: Engir hundar, engar handtöskur, enginn alvörusvipur. AUGLÝSING Viktoría drottning (lengst til hægri) 1893. Eftir lát manns hennar, Alberts prins, 1861, tók hún aö syrgja og gekk í sorgarklæðum það sem hún átti eftir ólifað. Á þessari mynd sjáum við hana með syni sínum, hertoganum af York, er síðar varð Georg V konungur, og konu hans, hertogaynjunni af York, er varð María drottning. Hin þýska konungsfjölskylda Bretlands, endurvakin sem Windsorættin. Vinstra megin er María prinsessa, einkadóttir Georgs V konungs og Maríu drottningar, ásamt ijórum af fimm bræðrum sínum. Bandarískt hefðarfólk hittir breskt kóngafólk 1961 þegar hennar hátign og hertoginn af Edin- borg heilsa John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og Jacqueline konu hans í Buckinghamhöll. Elísabet prinsessa kemur aftur til London ásamt manni sínum eftir þriggja mánaða konung- legt ferðalag. Hún klappar ungum syni sínum, Karli, á öxlina í kveðjuskyni, en Filippus faðmar móður hennar að sér. Elísabet II stendur á svölum Buckinghamhallar, umkringd fjölskyldu sinni, og veifar til þegna sinna eftir krýningu hennar 2. júní 1953. Eftir fjórtán ára þrengingar af völdum styrj- aldar, endurreisnar og skömmtunar eyddi Stóra-Bretland sem svaraði 2,1 milljarði króna í krýningarvikunni. Kjóll drottningar kostaði ríkisstjóm hennar sjötiu milljóna króna. Díana og Frances móðir hennar, sem skildi við föður Díönu og giftist Peter Shand Kydd. Frances var sökuð um hjúskaparbrot og missti for- ræði barna sinna, þegar móðir hennar, lafði Ruth Fermoy, bar vitni gegn henni í skilnaðarmálinu. Einstæðingslegur Karl prins, þrettán ára gamall, umsetinn af Ijósmynd- urum. „Einsemd er nokkuð sem konungborin böm hafa ætíð orðið að þola og munu ætíð þurfa að þola,“ sagði Mountbatten lávarður. „í raun- inni er fátt við því að gera.“ Fyrsta myndin sem birt var af hennar konunglegu hátign Elísa- bet prinsessu, tveggja ára að aldri, í maí 1928, ásamt bamfóstrunni Nanny Knight. Þær standa framan við Piccadilly 145, er þá var heim- ili hertogans og hertogaynjunnar af York, sem urðu síðar Georg VI konungur og Elísabet drottning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.