Morgunblaðið - 18.12.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 49
MINNINGAR
ANNA SOFFÍA
STEINDÓRSDÓTTIR
+ Anna Soffía
Steindórsdóttir
fæddist í Reykjavík
4. janúar 1923. Hún
Iést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 10.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Stein-
dór Gunnlaugsson,
lögfræðingur, f.
1889, d. 1971, og
kona hans Bryndís
Pálmadóttir, hús-
móðir, f. 1897, d.
1988. Bróðir Önnu
Soffíu er Gunn-
laugur Pálmi Steindórsson,
framkvæmdastjóri, kvæntur
Guðrúnu Haraldsdóttur, hús-
móður.
Anna Soffía ólst upp í
Reykjavík og stundaði nám við
Barnaskóla Reykjavíkur og
Verzlunarskóla íslands þaðan
sem hún lauk verzlunarskóla-
prófi árið 1940. Hún hóf þá
störf hjá Rafmagnseftirliti rík-
isins þar sem hún vann fram á
mitt ár 1953.
Hinn 26. júní 1948 giftist
Anna Soffía Páli Sigurðssyni
rafmagnsverkfræðingi. Páll
var fæddur á Vífils-
stöðum 24. október
1917, sonur hjón-
anna Sigurðar
Magnússonar, yfir-
læknis, og Sigríðar
Jónsdóttur Magnús-
son, hjúkrunar-
konu. Páll lést 16.
desember 1966.
Árið 1967 hóf Anna
Soffia störf hjá Do-
mus Medica og
starfaði þar sem
skrifstofustjóri til
ársins 1993 er hún
lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Páll og Anna Soff-
ía eignuðust tvo syni: Sigurð,
f. 1952, matvæla- og lyfjafræð-
ing, og Gunnlaug Þór, f. 1957,
kvikmyndagerðarmann, dag-
skrárgerðarmann hjá íþrótta-
deild Sjónvarps. Gunnlaugur er
kvæntur Kristínu Björgu Þor-
steinsdóttur, dagskrárgerðar-
manni og húsmóður og eiga þau
tvær dætur: Önnu Kristínu, f.
1993, og Bryndísi Sæunni Sig-
ríði, f. 1995.
Útför Önnu Soffíu fer fram
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Elskuleg tengdamóðir mín Anna
Soffía Steindórsdóttir er látin á 75.
aldursári. Þegar ég kynntist Gunn-
laugi mínum þá eignaðist ég ekki
aðeins mína aðra fjölskyldu heldur
líka elskulega vinkonu sem var hún
Anna Soffía mín. Samverustundirn-
ar urðu fjölmargar og koma þá fyrst
upp í hugann heimsóknir okkar í
sumarhúsið í Hestlandi í Gríms-
nesi. Bústaðurinn var reistur sum-
arið 1989 og var það Önnu Soffíu
mikið gleðiefni. Hún sá þaðan heim
að Kiðjabergi þar sem hún dvaldist
löngum sem barn hjá afa sínum og
ömmu. Anna Soffía kaus að nefna
sumarbústaðinn Höfða eftir fæð-
ingarstað móður sinnar á Höfða-
strönd í Skagafirði og sameinaði
þarna tvo staði sem voru henni
kærir.
Anna Soffía var þó Reykjavíkur-
barn. Hún var fædd og uppalin í
höfuðstaðnum og bjó þar alla tíð.
Eftir verzlunarskólapróf hóf hún
störf hjá Rafmagnseftirliti ríkisins
og þar kynntist hún mannsefni sínu,
Páli Sigurðssyni rafmagnsverk-
fræðingi. Þau gengu í hjónaband
1948 og bjuggu fyrst í stað á Öldu-
götunni en reistu sér síðan glæsi-
legt hús í Snekkjuvogi 9 og bjó
Anna Soffía þar til æviloka. Hún
hafði gaman af að segja frá því
hvernig umhorfs var í hverfinu
1953 er þau fluttu inn; gengið á
plönkum yfír moldarsvað og í næsta
nágrenni var ijós og kýr í haga.
Synirnir urðu tveir, Sigurður og
Gunnlaugur Þór. Lífið brosti við
fjölskyldunni, en þá kom reiðardag-
ið er Páll varð bráðkvaddur 16.
desember 1966. Páll var mikill
mannkostamaður og öllum harm-
dauði. Ég hef á tilfinningunni að
Anna Soffía hafí aldrei borið sitt
bárr eftir fráfall Páls. Ekki var
bara að hún missti eiginmann, vin,
félaga og föður drengjanna sinna,
heldur fannst henni að eftir að hún
varð ekkja þá sneri fólk baki við
henni og hún væri ekki lengur gjald-
geng meðal þeirra sem hún hafði
áður umgengist og litið á sem vini
sína.
Það var mikil blessun að foreldr-
ar hennar, Steindór og Bryndís,
fluttu til hennar og drengjanna og
héldu með þeim heimili, Steindór
til dauðadags og Bryndís meðan
heilsa hennar leyfði.
Anna Soffía hafði yndi af ferða-
lögum og fór talsvert víða, m.a. til
gömlu Sovétríkjanna, Grikklands
og Ungveijalands.
Ég kynntist Önnu Soffíu árið
1989 og minnist margra gleði-
stunda. Bestu minningarnar tengj-
ast þó fæðingu dætra okkar Gunn-
laugs en þær voru ömmu sinni til
mikils yndis og gleði.
Síðustu árin hallaði undan fæti
heilsufarslega hjá Önnu minni. í
sumar greindist hún svo með
krabbamein og lést eftir erfíða sjúk-
dómslegu 10. þessa mánaðar.
Elsku Anna Soffía, ég þakka þér
fyrir allt, nú ertu komin til Páls
þíns sem þú elskaðir svo heitt og
saknaðir svo mikið.
Þín tengdadóttir,
Kristín Björg
Þorsteinsdóttir.
Anna Soffía Steindórsdóttir,
Snekkjuvogi 9 hér í borg, andaðist
í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi
þann 10. desember sl. tæpra 75 ára
að aldri. Hún hafði undanfarna
mánuði verið haldin heilsumeini,
sem fór sífellt versnandi, unz yfir
lauk. Við þau endalok vil ég með
fáeinum orðum minnast þeirrar
mætu konu.
Svo sem hér að framan greinir
var hún dóttir Steindórs Gunnlaugs-
sonar lögfræðings og konu hans
Bryndísar Pálmadóttur. Hún átti
því til trausts og góðs uppruna að
telja í báðar ættir. Hún ólst upp á
heimili foreldra sinna til fullorðins
aldurs. Ég kynntist henni og fólki
hennar á námsárum mínum, en þær
Anna Soffía og kona mín voru
systradætur. Var því mikil og ein-
læg vinátta milli fjölskyldu Önnu
Soffíu og fjölskyldu konu minnar
og samgangur mikill milli þessa
fólks. Frá þeim árum á ég góðar
minningar af þeim kynnum, eigi
hvað sízt af mikilli gestrisni og al-
úð, sem ég átti að fagna hjá þessu
góða fólki.
Anna Soffía gekk í Verzlunar-
skóla íslands og lauk þaðan brott-
fararprófi. Að námi sínu loknu
gerðist hún aðstoðarmaður Jakobs
Gíslasonar verkfræðings, sem þá
hafði með höndum skipulagningu
rafmagnseftirlits og annarra raf-
orkumála þjóðarinnar. Þar reyndist
hún dugandi starfsmaður. Þessum
störfum gegndi hún þar til nokkrum
árum eftir að hún gifti sig.
En hinn 26. júní 1948 giftist hún
Páli Sigurðssyni verkfræðingi. Páll
var hæfileikamaður og glæsimenni.
Hjónaband þeirra var ástríkt og
farsælt. Þau hjón eignuðust tvo
syni, sem hér að framan eru greind-
ir, mestu myndarmenn, sem eru
góðum hæfileikum gæddir. Var
greinilega mikil ánægja og ham-
ingja ungu hjónanna, eftir að þau
eignuðust þessa syni sína. Þau
komu sér upp og eignuðust stórt
og glæsilegt íbúðarhús, þar sem þau
bjuggu um sig fagurlega og á
smekklegan hátt. Var mjög
ánægjulegt að heimsækja þau þar,
njóta gestrisni og eiga með þeim
ánægjustundir. En skjótt skipast
veður í lofti og sorglega atburði
getur borið að höndum. En þann
16. desember 1966 varð eiginmað-
urinn Páll Sigurðsson bráðkvaddur.
Það þarf ekki mörg orð til að skýra
það hvílíkt feikna áfall dundi þá þar
með yfir konuna ungu og synina
þeirra ungu, að missa með svo svip-
legum hætti góðan og ástríkan eig-
inmann og föður í blóma lífsins.
En Anna Soffía lét ekki hugfall-
ast, heldur brást hún skynsamlega
og af myndugleika við þeim mikla
vanda, sem við . blasti við fráfall
Páls. Hún hóf brátt störf hjá Dom-
us Medica og varð þar skrifstofu-
stjóri. Þau margvíslegu störf leysti
hún af hendi með dugnaði og vand-
virkni. Hafði hún þau störf á hendi
til loka leyfilegs starfsaldurs. Hún
bar ætíð heill og heiður sona sinna
fyrir btjósti. Henni tókst að láta
þá njóta góðrar skólagöngu og
menntunar, enda hafa þeir bræður
kunnað sem bezt má vera að meta
og þakka sinni góðu móður fyrir
dýrmæta umönnun hennar þeim til
handa. Þeir hafa líka lagt sig fram
um að styðja og styrkja móður sína
og gera henni til hæfis sem bezt
mátti vera.
Svo sem um er getið hér að fram-
an varð Anna Soffía þeirrar ánægju
aðnjótandi að eignast tvær fallegar
og efnilegar sonardætur, sem bera
nöfnin Anna Kristín og Bryndís
Sæunn Sigríður. Þessar litlu telpur
voru henni til ómetanlegrar gleði
síðustu æviár hennar.
Anna Soffía var fríðleikskona,
vel viti borin, og að öllu vel á sig
komin. Hún var alla tíð einstaklega
prúð og háttvís í allri framkomu,
glaðleg og hlýleg í viðmóti og hafði
jafnframt til að bera tilhlýðilega
virðingu.
Við hjón vottum öllum aðstand-
endum innilega samúð.
Ég og kona mín Sesselía Helga
söknum Önnu Soffíu sárt.
Jóhann Salberg
Guðmundsson.
Okkur langar til að minnast föð-
ursystur okkar, Önnu Soffíu Stein-
dórsdóttur, nokkrum orðum.
Við minnumst þess hlýhugar sem
ætíð mætti okkur á heimili þínu.
Sérstaklega eru okkur jólin minnis-
stæð sem við héldum sem börn á
heimili þínu og eigum við okkar
bestu minningar frá hátíðarstund-
unum með þér. Alltaf tókstu á
móti okkur opnum örmum. Sem
böm fengum við oft að gista og var
þá setið við spil langt fram eftir
kvöldi. Einnig minnumst við, nú
fyrir hátíðirnar, laufabrauðsbakst-
ursins hin síðari ár sem þú kallaðir
litlu jólin.
Það var okkur mikið hryggðar-
efni þegar faðir okkar sagði okkur
að þú ættir við alvarleg veikindi að
stríða, en við dáöumst að lífsvilja
og baráttuþreki þínu í þeim hremm-
ingum, sem gaf okkur aukinn kraft
og sannfæringu þess að lífið sé gjöf
sem skal njóta og aldrei má láta
deigan síga.
Elsku Gulli og Siggi, við sendum
okkar innilegustu samúð og biðjum
góðan Guð að leiða okkur í gegnum
sorgina.
Haraldur Páll Gunnlaugsson,
Steindór Gunnlaugsson.
prrxirrrrxr^
H
H
H
Erfidrykkjur
Simi 562 0200
xxxxxxixx:
t
Ástkær móðir okkar, tengdmóðir, amma og
langamma,
AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
áður búsett
í Vestmannaeyjum,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 16. des-
ember.
Jarðarförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 22. desember kl. 15.00.
Jón Rúnar Sigurðsson,
Sigrún Birgitt Sigurðardóttir,
Eðvald Sigurðsson,
Vignir Sigurðsson,
Díana Sigurðardóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Friðrik Ólafur Guðjónsson,
Þórunn Ingvarsdóttir,
Hanna Björg Bergmann,
Kristinn Ingi Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar,
HANS KR. EYJÓLFSSON,
andaðist á Droplaugarstöðum 15. desember.
Útför auglýst síðar.
Lára Hansdóttir,
Bragi Hansson,
Grétar M. Hansson.
t
Faðir minn, sonur og bróðir,
HEIMIR GUÐMUNDSSON,
Varberg,
Svíþjóð,
er látinn.
Matthildur Bjömsdóttir
og aðstandendur.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA SOFFÍA STEINDÓRSDÓTTIR,
Snekkjuvogi 9,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 18. desember,
ki. 10.30.
Sigurður Pálsson,
Gunnlaugur Þór Pálsson, Kristín Björg Þorsteinsdóttir,
Anna Kristín og Bryndís Sæunn Sigríður
Gunnlaugsdætur.
t
Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför
ÞORGEIRS SVEINSSONAR
bónda,
Hrafnkelsstöðum,
Hrunamannahreppi,
Árnessýslu.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Ljósheima og Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi
Svava Pálsdóttir,
Pálmar Þorgeirsson,
Hrafnhildur Þorgeirsdóttir,
Brynhildur Þorgeirsdóttir,
Sveinn S. Þorgeirsson,
Aðalsteinn Þorgeirsson,
Ragnhildur Þórarinsdóttir,
Guðmundur Auðunsson,
Anna Ringsted,
Margrét Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
EYRÚNAR GÍSLADÓTTUR
hjúkrunarkonu,
Byggðarenda 19,
Reykjavík.
Ámi Sigurðsson,
Amór Árnason, Ásta Rögnvaldsdóttir,
Hildur Árnadóttir, Pétur Böðvarsson
og barnabörn.