Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 58

Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Drottningar- hunang er matur í GREIN hér í Morgunblaðinu fjallar Ólafur Sigurðsson um oftrú , á mátt vítamína og hugsanlega of- skammta af þeim. Ég get tekið undir flest það sem Olafur segir; ekki hvað síst efasemdir hans um hollustu verksmiðjuframleiddra vítamína sem bætt eru ólífrænum extröktum. Ég verð þó að gera at- hugasemd við það að hann kýs að nefna drottningarhunang í sömu andrá og slíkar vítamíntöflur enda hunang eins óskylt dauðri verk- smiðjuvöru og hugsast getur. Hunang og drottningarhunang eru algeng fæða á borðum fólks víða um heim og sú staðreynd að drottningarhunang hefur í dag hlotið sess sem eitt besta fáanlega fæðubótarefnið er einfaldlega að þakka einstakri hollustu þess og samsetningu. Lýsi hélt lífinu í mörgu íslensku bami hér áður fyrr og á flestum heimilum þar sem aðgangur var að sjávarfangi var lýsið unnið og nýtt. í dag kaupa íslenskar mæður kald- hreinsað lýsi í næstu kjörbúð en engum dettur í hug að efa hollustu þess eða leggja það að jöfnu við dauðar D-vítamín pillur í dós. Býflugan framleiðir mun minna af drottningarhunangi og því verð- ur aldrei hægt að reka stóriðnað í kringum það, líkt og gert er í pilluframleiðslu. Það er framleitt í náttúrunni sjálfri á lífrænan hátt og verður aldrei neitt líkt og verksmiðjuvara. Hvað mönmrni gengur því til að bera það sam- an við slíka fram- leiðslu, því verður hver að svara fyrir sig. En af einhverjum ástæð- um hefur Ólafur Sig- urðsson nú um nokk- urra ára skeið kosið að reka heilaga krossferð gegn afurðum býflugnabúsins. Hann telur og hefur verið óspar á þá skoðun sína bæði í fjölmiðlum og víðar að þar sé á ferð fín fæða fyrir flugur en ekki menn. Varla þarf þá að draga í efa að með sömu röksemdafærslu telji Ólafur óhollt að drekka mjólk enda hún framleidd fyrir kálfa en ekki böm. Kálið ættu kanínur einar að leggja sér til munns og þannig mætti lengi telja um flestar afurðir náttúrunnar sem við nýtum. Undarlegt að fordómar manna gegn skordýrum skulu vera svo djúpstæðir að þeir átti sig ekki á að heil- brigð og skynsamleg nýting nátt- úrunnar er af hinu góða. Ólafur er næringarráðgjafi og varar fólk óspart við notkun afurða býflugnabúsins en ég veit dæmi þess að hann hefur ráðlagt skjól- stæðingum sínum að borða kom- fleks til morgunverðar. Ólafur er með greininni í Morgunblaðinu orðinn tvísaga því kornflögumar em sprengdar við það hátt hitastig að engin næringarefni lifa það af. Þær em vítamínbættar eftir á með extröktum til að vinna upp tapið. Hann gerir einnig að umtalsefni Það hljómar hálfhjá- kátlega í mínum eyrum, segir Ragnar Þjóðólfsson, þegar menn hafa stórar áhyggjur af notkun náttúruefna. auglýsingaskmmið í kringum hin „svoköUuðu fæðubótarefni“. En hefur hann velt fyrir sér og undr- ast hann ekkert auglýsinga- skmmið í kringum lyfjaiðnaðinn? Veit Ólafur ekki að miUjörðum er árlega veitt í auglýsingar af hálfu lyfjarisanna, þar með taldar gjafir sem gefnar era þeim sem ætla megi að geti haft áhrif á eftirspum eftir lyfjunum? Til sölu og mark- aðssetningar á hollustuefnum fer aldrei nema örlítáð brot af því, enda fjárhagur þeirra sem nýta efni náttúmnnar mun lakari en lyfjaiðnaðarins. Menn geta ekki tryggt sér einkarétt á framleiðslu sinni og em því í stöðugri sam- keppni hver við annan. Víða háttar einnig þannig tíl að menn geta auðveldlega ræktað lækningajurtir eða rekið eigin býflugnabú. íslendingar geta gengið inn í hvaða lyfjaverslun sem er og sótt þangað án lyfseðUs „lyf‘ sem em samsett úr efnum sem valda ótal aukaverkunum og ofnæmisvið- brögðum. Við þessu er varað á um- búðum en að öðm leyti ekkert fylgst með hverjir kaupa. Ávana- bindandi efni, í litlum mæli að vísu, er að finna í mörgum verkjalyfjum en þekkt er ofnotkun margra á slíkum lyfjum. Það hljómar því alltaf hálfþjákátlega í mínum eyr- um þegar menn hafa stórar áhyggjur af notkun manna á nátt- úraefhum en þykir sjálfsagt að menn noti óspart það sem hlotið hefiir hinn opinbera stimpU „lyf“. Ég fagna því þó að fleiri em nú famir að taka undir áróður þann sem ég er búinn að reka ámm saman fyrir því að menn nýti sér lífræn náttúmefni tíl fæðubótar frekar en verksmiðjuframleiddar töflur. Líkaminn brýtur niður fæð- una og nýtir hana á náttúmlegan hátt og það skilar alltaf meiri ár- angri. Ólífræn efni er erfiðara fyr- ir líkamann að melta og sum era einfaldlega ómeltanleg. Nærtæk dæmi um það em rotvarnarefnin sem farið er að nota í æ ríkara mæli í matvælum og skordýraeitur sem smýgur inn í grænmeti. Höfundur er dhugamaður um sjálfslækningar og náttúruefni. Ragnar Þjóðólfsson 4 i 1 i i I c í i i i i i í i í i i i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.