Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGAKDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MorgunDiaoiö/J uiius ÁRNI Sigfússon formaður FÍB flytur ávarp við afhendinguna. Á myndinni sjást m.a. Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra, Þórhallur Ólafsson aðstoðarmaður ráðherra og formaður Umferðarráðs, Bogi Nilsson ríkis- lögreglustjóri, Harahlur Johannessen varalögreglustjóri í Reykjavík, Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn í Kópavogi og ÓIi H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Ný tækni í baráttu gegn ölvunarakstri LÖGREGLAN hefur fengið ný tæki i baráttunni gegn ölvunarakstri en þau mæla ölvun með öndunarsýnum í stað blóðsýna. Segja forráðamenn lögreglu fljótlegra og einfaldara að taka slík sýni. Með breytingum á um- ferðarlögum á síðasta vori verða önd- unarsýni jafngild blóðsýnum. Umferðarráð keypti tvö slík tæki og styrktu Félag íslenski-a bifreiða- eigenda og Vegagerðin kaupin sem hvort um sig kostar kringum eina milljón króna með tilheyrandi bún- aði. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, afhenti Þor- steini Pálssyni dómsmálaráðherra tækin við athöfn í Kringlunni í gær og sagði að Umferðarráð vildi með þessu stuðla að því að fækka umferð- arslysum af völdum ölvunaraksturs. Bogi Nilsson ríkislögreglustjóri tók við tækjunum af Þorsteini Pálssyni og sagði ráðherrann þau marka tíma- mót í baráttu löggæslu við að koma í veg fyrir að ökumenn aki undir áhrif- um áfengis. Sagði hann brýnt að menn blönduðu ekki saman áfengi og akstri og þakkaði fyrir frumkvæði þeirra sem standa að gjöfinni. Eitt í Reykjavík og hitt á ferð um landið Bogi Nilsson sagði að annað tækið yrði til að byrja með í vörslu lögregl- unnar í Reykjavík og afhenti hann það Haraldi Johannessen varalög- reglustjóra. Hitt verður sett í bíl sem hafður verður á ferð um landið. Haraldiu- sagði tækið gefa lögregl- unni möguleika á öflugra eftirliti á þessu sviði. Auk þeirra sögðu nokkur orð fulltrúar gefenda, þeir Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Ámi Sigfússon, formaður FÍB, sem sagði að þær 20 þúsund fjölskyldur, sem væru innan vébanda félagsins, krefðust þess að haldið væri uppi virku eftirliti vegna ölvunaraksturs. „Ég geri ráð fyrir að lögreglan sinni þessum þætti enn frekar en áð- ur með tilkomu þessa tækis. Það býður uppá skilvirkari og fljótvirkari vinnubrögð og er án efa ódýrara einnig,“ sagði Haraldur Johannessen í samtali við Morgunblaðið. Bogi Nilsson sagði annað tækið verða not- að vegna eftirlits á höfuðborgar- svæðinu en hinu yrði komið fyrir í bíl. „Ætlunin er að fara með það um landið tU eftirlits hér og þar og gangi rekstur á þessum tækjum vel vona ég að við getum hugsanlega tekið fleiri slík í gagnið," sagði Bogi Nils- son. Hann sagði að þrír lögreglu- menn hefðu verið sendir til Noregs til að læra notkun tækisins og myndu þeir kenna öðrum lögreglu- mönnum hér heima. Áskilið er að lögreglumenn hafi aflað sér sér- stakra réttinda tU að fá að með- höndla tækið. Hann sagði að slík tæki væru þegar í notkun í Noregi og Svíþjóð og hefðu verið .notuð all- lengi í Bandaríkjunum. Ódýrara en taka blóðsýna Heildarkostnaður við hvort tæki er kringum ein milljón króna en þau eru framleidd í Bandaríkjunum. Þegar ökumaður er grunaður um ölvun er hann látinn blása í tækið og tekin tvö öndunarsýni. Fimm mínút- um síðar liggur niðurstaðan fyrir og er mæling talin mjög nákvæm. Ekki þarf þá að fara með viðkomandi til læknis til að láta taka blóðsýni, að- ferðin er þægUegri og allur mála- rekstur tekur minni tíma. Á það ekki síst við um landsbyggðina, t.d. ef langt er frá lögreglu í lækni. Kostn- aður við öflun og rannsókn blóðsýna er á bilinu 7-8 þúsund krónur en með nýja tækinu er kostnaður á hvert sýni mun lægri. Óli H. Þórðarson segir að stóran hluta alvarlegra umferðarslysa og banaslysa megi rekja tíl ölvunarakst- urs. Árin 1986 tU 1995 létust 32 vegna umferðarlysa sem ölvaðir ökumenn áttu aðUd að. Var það um 14% allra banaslysa á þeim tíma. Óli minnti á það markmið Aiþingis að fækka al- varlegum umferðarslysum um að minnsta kosti 20% fyrir árslok 2000 og sagði eitt af meginatriðunum það að koma í veg fyrir ölvunarakstur. Það gæti helst gerst með samstUltu átaki ökumanna sem og farþega. OPIDI DAG TIL KL. 22:00 HOLTAGARÐAR SÖMÍIS f . Pétur Kr. Hafstein kjörinn for- seti Hæsta- réttar PÉTUR Kr. Hafstein hæsta- réttardómari hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. janúar 1998 til og með 31. desember 1999. Garðar Gíslason hæstaréttardómari hefur verið kjörinn varafor- seti réttarins sama tímabil. Hæstaréttardómarar kjósa sjálflr forseta réttarins úr sínum hópi til tveggja ára í senn. Haraldur Henrysson hefur verið forseti Hæstaréttar sl. tvö ár. Suðurpólsfararnir eru við góða heilsu og miðar vel Tveir þriðju hlutar leiðar- innar að baki SUÐURPÓLSFARARNIR Ólaf- ur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarna- son hafa nú gengið rúmlega tvo þriðju hluta leiðarinnar, eða samtals 759 kílómetra og eiga ófarna 328 kílómetra, miðað við beina loftlínu. Haldi þeir áætlun verða þeir komnir á suðurpdlinn á miðnætti 31. des- ember. Þremenningarnir náðu sam- bandi um gervihnött til Ad- venture Network International (ANI) í Cliile á þriðjudag og sögðust allir vera við góða heilsu. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá ANI að í því samtali hefðu þremenningarnir sagt að á leið sinni til suður- pólsins yrðu þeir að fara yfir 100 kílómetra svæði, þar sem mjög mikið væri af rifsköflum. Rifskaflar eru harðir, óreglu- legir snjóhryggir, sem myndast samsfða vindstefnu. Þá þurfi þeir að fara í vestlægari stefnu en þeir ætluðu sér, til að forð- ast tvö sprungusvæði. Ferðin hafi verið erfið, en þeir hafí alltaf getað haldið áfram, fyrir utan einn dag þegar var of hvasst. Versti hluti leiðarinnar hafí verið fyrstu 450 kílómetr- arnir, vegna mikilla rifskafla. Vindur hafí alltaf verið í fangið, 4-8 vindstig og frostið á bilinu 23-25 stig. Fjögur vindstig á þessum slóðum jafngilda 40 stiga frosti og átta vindstig jafngilda 54 stiga frosti. í lok samtalsins báðu þeir Ólafur, Haraldur og Ingþór fyr- ir kveðjur til allra á íslandi. Ganga hraðar Upplýsingar um þá félaga bárust Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík í fyrrinótt, en þá voru þremenningamir í tjaldstað. Þeir höfðu gengið 24 kílómetra þann dag. Tómas Bjarnason hjá Utilífi, sem er tengiliður þremenning- anna, segir að þeir félagar hafi gengið að meðaltali 22 km á dag í desember, en sfðustu daga hafí þeir gengið tæpa 24 km daglega. „Þeir hafa því heldur aukið gönguhraðann. Aðstæður ættu að vera með betra móti nú, mesta hækkunin að baki og sleðinn ætti að vera markvert léttari nú en þegar fyrstu sporin voru tekin,“ segir Tómas. Istand i sama mælikvarða McKelvey-f|öll Andlát ÖRN EIÐSSON Suðurpoll 2.835 m.y.s. 7 Islensku Suðurskautsfararnir höfðu í gærmorgun lagt um 759 km að baki ■■ •• 1 ~ 500 km ÖRN Eiðsson, fyrr- verandi fulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins og formaður Frj álsíþróttasam- bands Islands um árabil, er látinn 71 árs að aldri. Öm fæddist á Búð- um í Fáskrúðsfirði 7. júlí 1926. Foreldrar hans vom Eiður Al- bertsson skólastjóri og Guðríður Sveins- dóttir. Hann braut- skráðist frá Verslun- arskóla íslands 1946, stundaði verslunarstörf í Reykja- vík 1946-53 en réðist þá til Trygg- ingastofnunar ríkisins og starfaði þar uns hann fór á eftirlaun. íþróttir voru snar þáttur í lífi Amar Eiðssonar. Ungur gekk hann til liðs við íþróttafélag Reykjavíkur og lagði þar stund á frjálsíþróttir og handknattleik, en hann varð m.a. íslandsmeistari í síðarnefndu greininni með 1. flokki 1946. Að loknum keppnisferli sinnti hann félagsmálum hjá ÍR, gegndi formennsku í frjálsíþróttadeildinni um árabil og sat í aðalstjórn félags- ins 19496-62. Örn sat og um 28 ára skeið í stjórn Frjálsíþróttasambandsins, fyrst 1954-56 og síðan 1958-84, þar af var hann formaður sam- bandsins í 16 ár eða frá 1968-84. Enginn hefur gegnt því starfi lengur en hann, en eftir að Örn lét af starfi var hann kosinn heiðursformaður FRÍ. Þá sat hann um tveggja áratuga skeið í stjórn Ólympíunefndar Islands. Öm Eiðsson var íþróttafréttastjóri Al- þýðublaðsins 1954-70 og einn af stofnendum Samtaka íþróttafréttamanna og í stjórn þeirra 1958-65. Hann stofn- aði og tímaritið Allt um íþróttir ásamt öðram og var ritstjóri 1950-51. Þá var hann meðritstjóri íþróttablaðsins 1963-67. Um árabil gaf hann út Garðapóstinn, bæjar- blað í Garðabæ. Örn gegndi ennfremur trúnaðar- störfum fyrir Alþýðuflokkinn, sat í flokksstjóm hans og var formaður Alþýðuflokksfélags Garðabæjar 1971-78. Þá var hann kjörinn bæj- arfulltrúi í Garðabæ 1978. Örn kvæntist hinn 4. ágúst 1951 Hallfríði Kristínu Freysteinsdóttur frá Akureyri, sem lifir eiginmann sinn. Eignuðust þau tvö börn. i i l I I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.