Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ A ferð í 70 ár - sögusýning Ferðafélags Islands Fjallganga Tómasar og draugnrinn í Hvítárnesi SÖGUSÝNINGU Ferðafélags ís- lands, sem sett var upp í Mörkinni 6 í tilefni af 70 ára afmæli félagsins, lýkur nú um helgina. Á sýningunni er á myndrænan hátt gi-eint frá upphafi og starfsemi félagsins og sýndir ýmsir munir sem tengjast Ferðafélaginu. Auk fjölda mynda úr starfinu má til dæmis nefna rauða skotthúfu Sigurðar Pórarinssonar jarðfræðings, heimasmíðaðan kompás Tryggva Magnússonar, verslunarstjóra í Edinborg, sem var einn af stofnendum Ferðafélagsins, ýmsa muni Guðmundar frá Miðdal, göngukort og gömul félagsskírteini. Steinþór Sigurðsson listmálari hannaði sýninguna. Grétar Eiríksson, sem verið hef- ur félagi í Ferðafélagi íslands allt frá árinu 1944 og þar af 15 ár í stjóm, leiddi blaðamann og ljós- myndara Morgunblaðsins um sýn- inguna í vikunni og sagði ýmsar sögur af langri vegferð Ferðafélags íslands en Grétar á sæti í sýningar- nefnd. Hátíðarútgáfa árbókarínnar 1930 þungnr baggi Grétar sagði m.a. frá því þegar ákveðið var að helga árbók Ferðafé- lagsins árið 1930 Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Mikill hugur var í mönnum og ákveðið var að prenta árbókina í stóru upplagi, þar sem gert var ráð fyrir að fólk hvaðanæva að af Iandinu kæmi suð- ur á hátíðina og margir myndu kaupa þessa sérstöku hátíðarút- gáfu. „En prentsmiðjan sveik Ferðafélagið og árbókin kom ekki út fyrr en löngu eftir hátíðina. Þá höfðu auðvitað allir misst áhugann og félagið sat uppi með lagerinn og skuldirnar," sagði Grétar og bætti við að upp úr því hefði félagið að mestu lagst í dvala, nema hvað ár- bókin var gefin út áfram, allnokkru þynnri en vanalega. En upp úr 1939 fór félagið að rétta úr kútnum og árbækumar aftur að þykkna. Að sögn Grétars voru það einkum þrír menn sem sáu um að halda félaginu lifandi á þessum erfiðu tímum, þeir Tryggvi Magnússon í Edinborg, sem áður var nefndur, Skúli Skúla- son, ritstjóri Fálkans, og Helgi Jón- asson frá Brennu. „Eiginlega er ekkert bratt, að- eins mismunandi flatt“ Aðra sögu sagði Grétar af merkri fjallgöngu Nafnlausa félagsins, sem var undanfari Ferðafélagsins, en meðal göngumanna í þeirri ferð var Tómas Guðmundsson skáld. Varð ferðin sú kveikjan að einu af þekkt- ustu kvæðum skáldsins. „Þeir fara í Þórisdal og gista þar eina nótt í tjaldi og það gerir aftakarigningar- veður. Þeir ætluðu að ganga á Prestahnjúk, og gerðu það, en rign- ingin var svo mikil og sleipan og erfitt að ganga upp að það var eins og pílagrímsganga til Rómar, þeir gengu þrjú spor fram og runnu svo tvö tilbaka. Þegar þeir eru að basl- ast þarna upp brekkuna er það að einhver segir við fararstjórann, Björn Ólafsson: „Mikið andskoti er veðrið vont.“ Og Björn segir „Það er ekkert veður vont, það er bara mismunandi gott.“ Þessu breytti Tómas svo í „eiginlega er ékkert bratt, aðeins mismunandi flatt.“ En Tómas var seinna einn af þessum sextíu sem stofnuðu Ferðafélagið 27. nóvember 1927,“ sagði Grétar. Draugur Tungnamanna Þá staðnæmdist Grétar við ljós- mynd af elsta skála félagsins, sem reistur vai- í Hvítárnesi árið 1930. „Biskupstungnamenn voru andvígir því að þetta hús yrði reist og var ástæðan sú að þeir töldu að aukinn ferðamannastraumur um Kjöl myndi gera það að verkum að fé og annar búpeningur yrði fyrir truflun- um. Þá var það að þeir Skúli Skúlason og Helgi frá Brennu fóru austur og töluðu við þá og bentu á að það væri mikið öryggisatriði fyrir þá þegar þeir væru í leitum að hafa gott hús til að gista í. Svo það varð að sam- komulagi milli Ferðafélagsins og Tungnamanna að húsið yrði reist. Tungnamenn slógu þó ákveðinn vamagla sem hefur verið býsna líf- seigur. Til þess að halda fólki frá komu þeir því orði á að það væri draugur í ákveðinni koju í húsinu, en sögur af þeim draug þekkja allir sem komið hafa í Hvítárnes," sagði Grétar að lokum. Sögusýningin í Mörkinni 6 er op- in kl. 12-16 í dag, laugardag, og kl. 14-18 á morgun, sunnudag. Morgunblaðið/Þorkell GLÆSILEGA búið göngufólk að gömlum sið með ijald sitt og annan útbúnað. GRÉTAR Eiríksson bendir á heimasmíðaðan kompás Tryggva Magnússonar. Kæri lesandi Við særum engan viljandi og það síst fyrir jólin. Þess vegna viljum við draga athygli þína að því að JÓLABÆKUR HÓLA eru óðum að seljast upp. Náðu þér í bók frá HÓLUM — og tryggðu þér og þeim sem þér þykir vænt um úrvalsbækur. Metnaður HÓLA er að þjóna BÓKAþJÓÐINNI með því að gefa út vandaðar og góðar bækur. Brynhildur og Tarzan - unglingabókin í ár Hðfundur: Kristjana Bergsdóttir. „Ég verö að viðurkenna að eftir að hafa opnað Brynhildi og Tarzan var erfitt að slíta sig frá lestrinum og loka bókinni.... Sagan er þvi ekki aðeins góð lesning fyrir unglinga heldur alla, frá um 12 ára aldri.' Anna G. ÓlafedÓttir, Motgunblaðinu 18. nóv. 1997. Tryggðu þér eintak af þessari frábæru unglingabók áður en það verður um selnan. Bókln er uppseld hjá forlaginu. SKAGFIRSK SKEMMTIUÓÐ Skagfirs^emrntílió^ - í 1. SÆTI Á METSÖLULISTA YFIR UÓÐA- BÆKUR. Frábær bók, ögrandi, fyndin og klámfengin, segja gagnrýnendur. BJami Stefán Kon- ráðsson safnaði. UPPSELD HJÁ FORLAGINU. Hverjir eru bestir? Grýla fallegasta og athyglisverðasta barnabókin í ár. Höfundur er leikarinn góð- kunni, Gunnar Helgason. Teikningar: Þórarinn Gunn arsson Blöndal. ..hressileg frásögn sem Grýia segir sjáif...Bókin er óvenjulöng...en hún er svo skemmtileg að hún heldur at- hygli forskólabama allan tímann. ...Gunnar á því hrós skiliö fyrir að opna umræðuna um þennan mesta skelfi íslenskra barna... Bókina prýða myndir Þórarins Gunnarssonar Blön- dal. Þær eru fyndnar og sniðugar skrípamyndir og hæfa sögunni vel. Takk fyrir mig." Margrét Tryggvadóttir dv. 1. des. 1997. ,í myndunum er mikil hreyfing og glannaleg glettni sem hæfir vel sögunni. Gaman er t.d. að sjá mýsnar sem skreyta sig með jólahúfum, laurhast upp um hillur í bústað Grýlu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum lista- manni í framtíðinni." Sigrún Klara Hannesdóttir Morgunbiaðinu 28. nóv. 1997. ATHUGIÐ: FYRSTA PRENTUN UPPSELD._____________________. VONANDI MUN NÁST AÐ KOMA ÞRIÐJU PRENTUN í VERSLANIR FYRIR LOKUN í DAG. Gamansögur af íslenskum íþróttamönnum — fyndnasta bók ársins. Rltstjórar: Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason. "Góð bók. Lýsir upp skammdegið. Hláturinn lengir iífið...og þar sem mig iangar til að lifa til aldamóta, þá ætla ég að lesa bókina aftur og aftur ...jen] beztu kaflana er ráðlegast að iesa ekki eftir að næstu grannar eru gengnir tii hvíiu, svo þú verðir ekki kærður fyrir truflun á svefnfriði." Sigurður Haukur Morgunbiaðinu 28. nóv. 1997. Lesið um Sigga Sveins og hermannajakkann, Hemma Gunn og „körfuboltamæöurnar", Loga Ólafs og Skagamenn og ótal fleiri íslenska íþróttamenn — og fáið svar við spurningunni: Af hverju varð Markús Örn Antonsson ekki knattspyrnumaður eins og Anton sonur hans? OG TAKK3 EFTIR: FYRSTA PRENTUN UPPSELD. ÖNNUR PRENTUN UPPSELD. OG KOMA ÞÁ SLÆMU TlÐINDIN: ÞRIÐJA OG StoASTA PRENTUN ÞESSARAR GEYSiVINSÆLU BÓKAR ER AÐ SEUAST UPP. /2 BOKAUTGAFAN HOLAR - tryggir þér góðar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.