Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Kaupþing Norður- lands í nýtt húsnæði KAUPÞING Norðurlands hefur flutt starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði á Skipagötu 9 á Akureyri. Félagið hefur þar samtals um 300 fermetra til um- ráða á 2. hæð hússins og er það nær helmingi meira rými en það hafði í Kaupvangsstræti. Við þessa breytingu batnar því að- staða starfsfólks til muna og hægt verður að veita viðskipta- vinum betri þjónustu en áður. Kaupþing Norðurlands hf. var stofnað í aprfl 1987 og fagnar því tíu ára afmæli á árinu. Fé- lagið er eina löggilta verðbréfa- fyrirtækið utan Reykjavíkur. f tilefni þessara tímamóta var op- ið hús hjá Kaupþingi Norður- lands sl. fimmtudag og kom fjöldi fólks í heimsókn. Á mynd- inni eru þeir Tryggvi Tryggva- son, framkvæmdastjóri Kaup- þings og Gísli Örn Bjarnhéðins- son starfsmaður, að ræða við Ásgrím Hilmisson, útibússtjóra og Helga Björnsson, skrifstofu- stjóra Búnaðarbankans. Morgunblaðið/Kristján / V 1 Og r & $■ +»ahússö / ^4 Blh! />«1, /H' i rÞ iMip, '&h /’<i | g!f, íi T / i i GLERÁRGATA 28 • SiMI 462 4966 Morgunblaðið/Kristján ARNAR Sigfússon, starfsmaður í Hestabúðinni, sýnir Sigfúsi Helgasyni, formanni Léttis, nokkra hjálma, en hann reið á vaðið og keypti sér nýj- an hjálm og einnig handa dóttur sinni, Petru Þórunni. Félagsmönnum í Létti býðst 1.500 króna afsláttur af hjálmum út janúarmánuð. Hjálmar á alla hestamenn Léttir og versl- anir veita félags- mönnum afslátt HESTAMANNAFÉLAGIÐ Léttir og hestavöruverslanimar á Akur- eyri, Hestasport og Hestabúðin hafa tekið upp samstarf í því skyni að auðvelda hestamönnum að eign- ast reiðhjálma. Verslanirnar munu veita félagsmönnum 500 króna af- slátt af hjálmum og Léttir greiðir 1.000 krónur þannig að þeir sem kaupa hjálma til loka janúar fá 1.500 króna afslátt af verði þeirra. Sigfús sagði að fyrir Alþingi lægi frumvarp þess efnis að hestamönn- um bæri skylda til að nota hjálma við útreiðar. „Þetta á að vera alveg sjálfsagt mál, við höfum horft upp á alltof mörg hörmuleg slys sem orðið hafa þegar fólk hefur dottið af baki,“ sagði Sigfús. Mikil hjálmanotkun á Akureyri Hann nefndi að frá því Eiður Matthíasson lenti í slíku slysi fyrir rösku ári, sem hann enn á í, hefði mikill áróður verið rekinn innan fé- lagsins íyrir hjálmanotkun með góðum árangri. Taldi hann að allt að 90% hestamanna á Akureyri notuðu ávallt hjálm við útreiðar. „Við erum þekktir fyrir mikla hjálmanotkun hér á Akureyri, svo eftir er tekið, en betur má ef duga skal, við viljum sjá hvem einasta mann á hestbaki með hjálm. Ég segi að fólk hafi ekkert að gera með beisli upp í hestinn ef það er ekki með hjálm. Það eru eng- in rök lengur sem mæla gegn notk- un þeirra, hjálmarnir nú til dags eru orðnir léttir, meðfærilegir og kosta ekki mikið. Ef hestamenn hafa efni á að kaupa sér reiðbuxur á 17 þúsund krónur eiga þeir að geta keypt sér hjálm fyrir 3-4 þúsund.“ Sigfús skoraði á önnur hesta- mannafélög í landinu að fara að for- dæmi Léttismanna og taka upp samstarf við verslanir til að auð- velda hestafólki að eignast reið- hjálma. Messur AKURE YRARKIRK JA: Guðs- þjónusta verður í kirkjunni kl. 17 á morgun, sunnudag. Gamlii- Geysis- félagar syngja í messunni. Jóla- söngvar Kórs Akureyrarkirkju kl. 20 annaðkvöld. GLERÁRKIRKJA: Kirkjuskóli barnanna kl. 13 í dag, laugardaginn 20. desember. Foreldrar hvattir til að undirbúa komandi jólahátíð með bömum sínum og koma til kirkju. Jólasöngvar fjölskyldunnar verða kl. 17 á morgun, Kór fjölskyldunn- ar syngur undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Jólafundur æsku- lýðsfélagsins er kl. 20.30. sama dag. HJALPRÆÐISHERINN: Fyrstu tónar jólanna, samkoma í umsjá unglinga kl. 17 á sunnudag. Veitingar eftir samkomu, allir vel- komnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Karlasamvera í dag kl. 10. Safnað- arsamkoma, G. Rúnar Guðnason predikar á morgun, sunnudag, kl. 11. Fjölskyldusamkoma kl. 14 á morgun. G. Theodór Birgisson predikar. Bænastundir alla daga, kl. 14 á þriðjudögum og fimmtu- dögum og 6-7 aðra virka daga. Vonarlínan; 462-1210, símsvari með huggunarorð úr Biblíunni. Aðventukvöld í Laufási AÐVENTUKVÖLD verður í Laufáskirkju kl. 21. sunnu- dagskvöldið 21. desember. Kór Svalbarðs- og Laufáskirkju syngur jólalög undir stjórn Hjartai’ Steinbergssonar. Fluttur verður samtalsþáttur um hjálp við bágstadda, lesin jólasaga og nemendur Tónlist- arskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri. Einnig munu börnin taka lagið. Hugvekju kvöldsins flytur Björn Ingólfsson, skóla- stjóri á Grenivík. Aðventu- kvöldinu lýkur með ljósahelgi- leik barnanna og að endingu syngja allir jólasálminn Heims um ból. Kyrrðar- og bænastund verður í Svalbarðskirkju nk. mánudagskvöld, 22. desember kl. 21. Syngjum jólin inn JÓLASÖNGVAR Kórs Akureyrar- kirkju verða á sunnudagskvöld, 21. desember kl. 20. Á efnisskrá eru aðventu- og jóla- lög. Einsöngvarar eru Óskar Pét- ursson, tenór og Sigrún Arngríms- dóttir, mezzósópran. Antonia Hevesi leikur á orgel, stjórnandi er Bjöm Steinar Sólbergsson. Gest- um gefst auk þess kostur á að æfa jólasálmana því auk kórsöngs verð- ur almennur safnaðarsöngur. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir. Morgunblaðið/Kristján Spjallað við Snæfinn snjókarl YNGSTA kynsléðin hafði ýmislegt að segja við Snæfinn snjókarl, sparibauk Búnaðarbankans, á opnu húsi bankans um sl. helgi. Fjölmargir gestir sóttu útibú bankans að Geislagötu 5 og í Sunnuhlíð á Akureyri heim, fræddust um starfsemina og heilsuðu upp á Snæfinn, sem lék á als oddi. Starfsfólk kynnti m.a. Heimabankann á Netinu, Heimilis- línuna, Hlutabréfasjóðinn, Æsku- linuna og Iierkúles. Verslunarhúsnæði óskast Traustur aðili óskar eftir verslunarhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu til leigu. Kaup koma einnig til greina. Æskileg stærð 100-120 fm. Aðeins vel staðsett húsnæði kemur til greina. Upplýsingum skal skila á afgreiðslu Morgunblaðsins, merktum: „Verslun -1998“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.